Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Vinningaskrá
10. útdráttur 16. júlí 1998.
Bifreiðavinningur
Kr. 2.000,000_____________Kr. 4.000.000 (tvðfaldur)
67994
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
16104
20326
22131
56474
Ferðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvðfaldur)
6209 31759 39669 40339 61772 68077
15429 32003 40274 51462 68065 77126
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur)
791 15444 21411 34749 47970 55529 66479 72830
1485 16582 23847 35550 48431 56575 67403 74654
2862 17100 25336 35833 48647 56640 67659 76415
3046 17488 25486 37308 49178 57743 67773 77362
3497 17563 25920 37320 50710 57964 67836 78193
5109 17752 26074 38226 50790 60465 67899 79114
5157 18244 27903 40465 51248 63510 67985 79592
5306 18366 28256 44262 51253 63976 68195 79748
7221 18756 28645 44484 51514 64211 68471 79924
7993 19183 32160 45517 53136 64596 68474
8731 19498 32239 46507 53436 64701 70245
12119 19533 32266 47561 54415 65127 71627
14352 19652 34263 47898 55296 66303 71645
Húsbúnaðarvinningur
Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvðfaldur)
309 10325 19479 30545 40205 52379 61781 71915
925 10379 20223 30613 40302 52519 61908 71973
1153 10479 20578 30776 40405 52662 62018 72305
1657 10567 20622 31765 40719 52692 62896 72311
1748 10854 20671 32033 40833 52709 63265 72469
1769 10998 21472 32064 41337 52936 63481 73094
1838 11384 21674 32288 41435 53457 63537 73291
1857 11494 21681 32389 42212 53530 63790 73704
2816 11596 22020 32497 42830 53735 63837 74447
3013 11764 22202 32639 42837 53863 64095 75239
3429 11820 22785 32685 42903 54867 65263 75691
3581 11933 22843 32726 43615 55238 66036 75712
3879 12146 22907 33223 43933 56014 67164 75737
5401 12175 23392 33271 44362 56119 67180 76052
5407 12627 23735 33704 45856 56646 67430 76108
5825 13249 24011 34179 46063 56721 67612 76123
5844 13677 24755 34447 46380 56797 67837 77101
5961 13954 24772 34475 46746 57041 68438 77677
5991 14100 25397 34655 46923 57113 68479 78705
6492 14557 25838 34734 47555 57538 68703 78893
6977 15185 26342 35054 48690 57966 69289 78941
7015 15727 27069 35258 49076 58669 69443 78985
7024 15889 27333 36138 49092 58842 69466 79052
7162 16045 27657 36225 49217 59114 69762 79223
7494 16676 28361 36261 49435 59428 70244 79267
7935 16832 28844 37800 49755 59472 70382 79340
8209 17390 29286 37988 50642 59698 70410
9492 17405 29381 38285 51352 59808 70573
9524 17992 29475 38545 51523 60628 70881
9629 18155 29483 38808 51617 61529 71005
9674 18937 29657 38972 51726 61548 71182
9709 19014 30327 39416 51926 61653 71258
Næsti útdráttur fer fram 23. júlí 1998
Heimasíða á Interneti: www.itn.is/das/
fþróttahátíð fjölskyld-
unnar á Akranesi
AKRANESKAUPSTAÐUR og
íþróttabandalag Akraness efna til
íþróttahátíðar fjölskyldunnar á Jað-
arsbökkum á Akranesi laugardaginn
18. júlí frá kl. 10-17.
A Jaðarsbökkum er einhver besta
f aðstaða til íþróttaiðkana utan
Reykjavíkur auk þess sem
Langisandur og nágrennið við sjóinn
gerir alla umgjörð skemmtilega.
Keppt verður í ýmsum óhefð-
bundnum greinum, s.s. strandblaki,
homabolta, sandkastalakeppni,
„freesby", ratleik, knattþrautum o.fl.
Auk þess verða ýmsar uppákomur
þar sem allir geta verið með. Ætlun-
in er að öll fjölskyldan geti tekið þátt
í keppninni en ekki verður keppt til
verðlauna heldur áhersla lögð á þátt-
töku. Fjöldi verðlauna verður veittur
fyrir þátttöku þar sem nöfn allra
keppenda fara í sameiginlegan pott
sem dregið verður úr. Taka þarf þátt
í að minnsta kosti þremur greinum.
Keppendur skrá sig á staðnum og er
skráning ókeypis.
Messa og myndasýningf í Viðey
DAGSKRÁ helgarinnar í Viðey er
hefðbundin. Á laugardag verður um
tveggja tíma gönguferð um Suð-
austureyna og hefst við kirkjuna kl.
' 14.15. Par tilheyrir skoðun Sunda-
bakkans, Tanksins, félagsheimilis
Viðeyinga og heimsókn á ljós-
myndasýninguna í skólahúsinu.
Á sunnudag kl. 14 messar sr. Jak-
ob Ágúst Hjálmarsson. Eftir messu
er svo klukkutíma staðarskoðun,
þar sem kirkjan er sýnd, einnig
stofan og þeirra næsta umhverfí
v ásamt því merkasta, er fyrir augu
ber í nágrenni eyjarinnar.
Ljósmyndasýningin í Viðeyjar-
skóla er opin virka daga kl.
13.30-16.10, en til kl. 17.10 um helg-
ar. Aðgangur er ókeypis og gæslu-
kona þar útskýrir sýninguna. Hjóla-
leigan er að störfum, staðsett í
skemmunni að baki Viðeyjarstofu,
þar er einnig hestaleigan hið næsta.
Grillskálinn er öllum opinn frá
kl. 13.30-16.10 og þar standa leik-
tæki til boða. Viðeyjarstofa býður
að venju uppá fjölbreyttar veiting-
ar. Bátsferðir hefjast kl. 13. Sér-
stök ferð fyrir kirkjugesti er kl.
13.30.
í DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Góð grein
um gagna-
grunnsmálið
GAMAN væri ef Morgun-
blaðið gæti birt grein Guð-
mundar Andra Thorssonar
í DV frá 11. júlí. Greinin
heitir: „Er þetta umræð-
an“ og er frábær lýsing
okkar flestra á viðhorfi til
hins fræga gagngagrunns-
máls. Sem betur fer erum
við Islendingar ekki orðnir
svo pempíulegir að við lát-
um hræða okkur með tali
um strípihneigð og gægju-
götu frá því að vilja bjarga
heilsu afkomenda okkar.
Kona.
Stjörnufískbúðin í
Mosfellbæ haldi áfram
EG vil þakk eigendum
fískbúðarinnar Stjörnu-
fískbúðin í Mosfellsbæ fyr-
ir sérlega gott og fjöl-
breytt hráefni en þar er
hráefnið alltaf nýtt.
Nú 1. ágúst stendur til
að að leggja niður verslun-
ina vegna þess að fólk virð-
ist ekki vita af þessi frá-
bæru verslun. Ég hvet
Mosfellinga til að bregðast
nú skjótt við og versla fisk-
inn hjá Stjörnufiskbúðinni,
þá er von að rekstur þess-
ara góðu verslunar haldi
áfram. Hér með skora ég á
Mosfellinga að kynna sérr
verslunina.
Áhyggjufullur fiskkaup-
andi.
Bréfíð komið frá
Félagsbústöðum
ÉG vil mótmæla skrifum
um Leigjendasamtökin,
sem fram kom i Velvak-
anda á sl. þriðjudag, og
þykh- ómaklega hafa verið
vegið að þeim. Ég er sjálf
leigjandi hjá Félagsbústöð-
um og bréfið sem um ræðir
kemur ekki frá Leigenda-
samtökunum heldur Fé-
lagsbústöðum sjálfum. Mér
finnst að Leigendasamtök-
in eiga allar þakkh' skildar
fyrir framlag þeirra til okk-
ar leigjendanna, þau hvöttu
okkur til að standa saman
um að halda leigunni á þvi
verði sem hún hafði verið í.
231037 4469.
Veitingastaðurinn
Gamli bær í Húsafelli
VEITINGASTAÐURINN
Gamli bær í Húsafelli er
afar skemmtilegur staður.
Hann hefur upp á að bjóða
góðar veitingar, notlegt
umhverfi og skemmtilega
þjónustu. Við viljum hvetja
fólk sem á þarna leið um
að láta hann ekki fram hjá
sér fara.
Ferðalangar.
Tapað/fundið
Lykklakippa
tapaðist
LYKKLAKIPPA, í rauðri
pyngju, með u.þ.b. 10 lykl-
um, tapaðist í miðbæ
Reykjavikur sl. mánudag.
Finnandi vinsamlega hafi
samband við Matthías í
síma 552 7206 eða boðtæki
8421053.
Seðlaveski
í óskilum
SEÐLAVESKI fannst í
Álfheimum sl. þriðjudag.
Eigandi hafí samband í
síma 581 2201.
Slidsfílma fannst
í Lómagnúp
ÁTEKIN slidsfilma, í
svörtu hylki, fannst á leið-
inni upp á Lómagnúp mið-
vikudaginn 8. júlí. Þeir
sem sakna filmunnar eru
beðnir að hringja í síma
566 7137.
tír tapaðist
í Austurborginni
UM sl. helgi tapaðist í
Austurborginni gyllt úr
með hvítri skífu. Urið er af
gerðinni Pulsar. Finnandi
vinsamlega hringi í síma
552 1682 eða 568 1311.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefínst
FALLEGIR kassavanir
kettlingar af góðum ættum
fást gefins. Upplýsingar í
síma 552 0834.
Morgunblaðið/ kristinn
KRABBASKOÐUN
Víkveiji sknfar...
Baksíðumynd Morgunblaðsins
á miðvikudaginn af Hágöngu-
miðlun, þar sem m.a. nýtt lón
gleypir i sig hverasvæði, sýnir ef
til vill þáttaskil í nýtingu okkar á
gæðum landsins. Nú eru náttúru-
verndarsjónarmið orðin það
sterk, að undirbúningur fram-
kvæmda, sem Hágöngumiðlunar,
mun ráðast af breyttum sjónar-
miðum.
I samtali við Morgunblaðið í
gær segir nýráðinn forstjóri
Landsvirkjunar, Friðrik Sophus-
son, að í framtíðinni þurfi í vax-
andi mæli að gæta samræmis milli
orkustefnunnar annars vegar og
umhverfissjónarmiða hins vegar.
Og Dagur og Ríkisútvarp hafa
eftir umhverfisráðherra í gær, að
hann vilji að Fljótsdalsvirkjun
fari formlega í umhverfísmat.
Hann ætlar að hreyfa málinu í
ríkisstjórn og segir Landsvirkjun
eiga að fallast á slíkt, enda þótt
virkjunarleyfi sé fyrir hendi, en
það var veitt áður en lög um um-
hverfismat voru sett. Jóhannes
Geir Sigurgeirsson, stjórnarfor-
maður Landsvirkjunar, segir fyr-
irtækið reyndar hafa sett í gang
undirbúningsvinnu að umhverfis-
mati, þótt formlegt samþykki þar
um liggi ekki fyrir.
Þessi mál hafa síðustu árin verið
að þokast inn í stjómmálaumræð-
una. Nú eru þau komin í hóp stór-
mála á þeim vettvangi og munu því
í vaxandi mæli setja mark sitt á
stjómmálaumræðu framtíðarinnar.
En það eru ekki bara þeir, sem
virkja á hálendinu, sem þurfa
að gæta sín í umgengninni við
landið og söguna. í Lesbók Morg-
unblaðsins á laugardaginn birtist
grein um Hellna í hálfa öld eftir
Sæbjörn Valdimarsson.
Sæbjörn gerir þar m.a. að um-
talsefni breytingar á vatnslind
þeirra Hellnabúa, sem í bernsku
hans bar nafnið Gvendarbrannur,
en hefur nú verið skreytt Maríu-
líkneski og nefnd upp á nýölzku
og kölluð Lífslindin. Sæbjörn
veltir því fyrir sér, hvort rétt sé
að ganga svo hart fram, þótt nýir
tímar séu, að umhverfi lindarinn-
ar og nafni sé spillt.
Enn gefur hún það holla vatn,
sem Sæbjörn og forfeður hans
nutu góðs af, og Víkverji tekur
undir spurningu Sæbjörns um
náttúruspjöll og þau sjónarmið,
að lindina eigi að varðveita í sinni
upprunalegu mynd og leyfa henni
að halda sínu gamla nafni.
Víkverji hefur sveiflazt frá
þriðjudegi til miðvikudags
með sjónvarpsfótbolta á frétta-
tímum og á móti.
Reyndar getur Víkverji þessa
föstudags í hvorugan fótinn stigið,
þegar fótboltinn er annars vegar.
Hitt veit hann upp á hár, að mikið
vantaði á sjónvarpsútsendingar frá
landsmóti hestamanna á Melgerð-
ismelum.
Hann veit það líka, að ekki
hefði verið fórnandi fréttatímum
fyrir þær.