Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 21 Innanflokksátök í stjórnarflokknum í Japan Vali nýs leið- toga frestað Tókýó. Reuters. TILKYNNT var í gær að vali nýs leiðtoga stjóraarflokksins í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, hefði verið frestað um þrjá daga, til 24. júlí næstkomandi. Tilkynningin kom í kjölfar þess að Seiroku Kajiyama, fyrrum ráð- herra, ákvað að gefa kost á sér í embættið. Búist er við að utanrík- isráðherra Japans, Keizo Obuchi, tilkynni einnig um framboð sitt í dag. Obuchi, sem þykir frekar lit- laus stjórnmálamaður, er leiðtogi stærstu fylkingarinnar innan flokksins og hlaut foi-mlegan stuðning hennar á miðvikudag. Sterk staða Kajiyamas Kajiyama er hins vegar talinn líklegri til að grípa til róttækra að- gerða í því skyni að koma efnahagi landsins á réttan kjöl. Gengi jap- anska jensins hækkaði eftir að fregnir bárast af framboði hans og talsmenn fjármálamarkaða sögðu að uppsveiflu hefði þegar orðið vart. Fyrr í vikunni þótti Obuchi lík- legastur til að taka við formanns- embættinu og ýmislegt þótti benda til þess að Kajiyama, sem er 72 ára, hefði fallist á að bjóða sig ekki fram gegn því að hann fengi valda- mikið embætti í ríkisstjóminni. Stjómmálaskýrendur telja að lítil tiltrú fjármálamarkaða á Obuchi, ásamt reiði ungi-a flokksmanna yfir slíku „baktjaldamakki", hafi komið í veg fyrir þau áform. Það þykir vera til marks um sterka stöðu Kajiyamas nú, að ráð- herra í ríkisstjóminni hefur stigið það óvenjulega skref að lýsa opin- berlega yfír stuðningi við hann. Fyrrverandi formaður Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, Ryutaro Hashimoto, sem hafði gegnt emb- ætti forsætisráðherra síðan 1996, tilkynnti afsögn sína eftir að flokk- urinn beið ósigur í kosningum til Reuters KEIZO Obuchi, utanríkisráð- herra Japans og væntanlegur frambjóðandi til formannsemb- ættis í sljórnarflokknum, með krosslagðar hendur á fundi flokksins í Tókýó í gær. efri deildar þingsins á sunnudag. Flokkurinn hefur þó enn öraggan meirihluta í neðri deild þingsins og nýr formaður mun því jafnframt taka við embætti forsætisráðherra. Reuters Assad „fagnað“ í Frakklandi KLAFEZ al-Assad, forseti Sýr- lands, kom í opinbera heimsókn til Frakklands í gær, þá fyrstu í 22 ár. Með henni vill hann Ieita eftir stuðningi við afstöðu sína til friðarumleitananna í Miðaustur- löndum. Þá er talið, að hann muni einnig fara fram á fjár- stuðning frá Frökkum og Evr- ópusambandinu en mikil upp- dráttarsýki einkennir miðstýrt efnahagslífið í Sýrlandi. Hér er Assad með Jacques Chirac, for- seta Frakklands, að kanna heið- ursvörð á Orly-flugvelli en franskir fjölmiðlar og fleiri fögn- uðu ekki komu hans. Sögðu þeir, að hann væri einræðisherra, sem engin mannréttindi virti og hefði 2.000 andstæðinga sína á bak við lás og slá. Franskir gyðingar segja, að hann hafi skotið skjóls- húsi yfir þýska stríðsglæpamann- inn Alois Brunner og kristnir Lí- banar ætla að mótmæla veru 35.000 sýrlenskra hermanna í landi sínu. Robinson ekki refsað London. Reuters. SIÐANEFND breska þingsins kvaðst í fyrradag ekki ætla að refsa Geoffrey Robinson, ráð- herra í breska fjármálaráðuneyt- inu, fyrir að hafa látið hjá líða að gi'eina frá öllum viðskiptahags- munum sínum eins og reglur þingsins kveða á um. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að þótt Robinson hefði ekki fylgt reglunum til hlítar réttlætti brot hans ekki refsingu. Nefndin hreinsaði Robinson af helstu sakargiftinni. Ihalds- flokkurinn hafði sakað ráðherr- ann um að hafa þegið 200.000 pund, andvirði 23,5 milljóna króna, fyrir 18 mánaða störf fyr- ir fyrirtækið Hollis Industries til júní 1990. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Robinson hefði ekki fengið þessar greiðsl- ur. Hún taldi hins vegar að ráð- herrann hefði átt að skýra frá stjórnunarstörfum fyrir annað fyrirtæki, Transfer Technology/ TransTec. Francis Maud, talsmaður íhaldsflokksins í fjármálum, sagði að Robinson hefði ekki enn hreinsað sig af öllum sakargiftum því verið væri að rannsaka ásak- anir um tengsl hans við nokkur fyrirtæki sem tengdust fjölmiðla- jöfrinum Robert Maxwell sem drakknaði árið 1991. I Salatostur • Létt-Brie J Kastali Bónda-Brie • Gráðaostur Feta með tómötum og ólífum Gouda 11% • Dala-Brie Óðalsostur • Gouda 17% Maribo Gouda 26% Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Lúxusyrja • Dala-yrja Camembert Hvítlauksbrie í salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR OSTAR í allt sumar AMii verslnn UH IAND ALLT ## www.ostur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.