Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 21

Morgunblaðið - 17.07.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 21 Innanflokksátök í stjórnarflokknum í Japan Vali nýs leið- toga frestað Tókýó. Reuters. TILKYNNT var í gær að vali nýs leiðtoga stjóraarflokksins í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, hefði verið frestað um þrjá daga, til 24. júlí næstkomandi. Tilkynningin kom í kjölfar þess að Seiroku Kajiyama, fyrrum ráð- herra, ákvað að gefa kost á sér í embættið. Búist er við að utanrík- isráðherra Japans, Keizo Obuchi, tilkynni einnig um framboð sitt í dag. Obuchi, sem þykir frekar lit- laus stjórnmálamaður, er leiðtogi stærstu fylkingarinnar innan flokksins og hlaut foi-mlegan stuðning hennar á miðvikudag. Sterk staða Kajiyamas Kajiyama er hins vegar talinn líklegri til að grípa til róttækra að- gerða í því skyni að koma efnahagi landsins á réttan kjöl. Gengi jap- anska jensins hækkaði eftir að fregnir bárast af framboði hans og talsmenn fjármálamarkaða sögðu að uppsveiflu hefði þegar orðið vart. Fyrr í vikunni þótti Obuchi lík- legastur til að taka við formanns- embættinu og ýmislegt þótti benda til þess að Kajiyama, sem er 72 ára, hefði fallist á að bjóða sig ekki fram gegn því að hann fengi valda- mikið embætti í ríkisstjóminni. Stjómmálaskýrendur telja að lítil tiltrú fjármálamarkaða á Obuchi, ásamt reiði ungi-a flokksmanna yfir slíku „baktjaldamakki", hafi komið í veg fyrir þau áform. Það þykir vera til marks um sterka stöðu Kajiyamas nú, að ráð- herra í ríkisstjóminni hefur stigið það óvenjulega skref að lýsa opin- berlega yfír stuðningi við hann. Fyrrverandi formaður Frjáls- lynda lýðræðisflokksins, Ryutaro Hashimoto, sem hafði gegnt emb- ætti forsætisráðherra síðan 1996, tilkynnti afsögn sína eftir að flokk- urinn beið ósigur í kosningum til Reuters KEIZO Obuchi, utanríkisráð- herra Japans og væntanlegur frambjóðandi til formannsemb- ættis í sljórnarflokknum, með krosslagðar hendur á fundi flokksins í Tókýó í gær. efri deildar þingsins á sunnudag. Flokkurinn hefur þó enn öraggan meirihluta í neðri deild þingsins og nýr formaður mun því jafnframt taka við embætti forsætisráðherra. Reuters Assad „fagnað“ í Frakklandi KLAFEZ al-Assad, forseti Sýr- lands, kom í opinbera heimsókn til Frakklands í gær, þá fyrstu í 22 ár. Með henni vill hann Ieita eftir stuðningi við afstöðu sína til friðarumleitananna í Miðaustur- löndum. Þá er talið, að hann muni einnig fara fram á fjár- stuðning frá Frökkum og Evr- ópusambandinu en mikil upp- dráttarsýki einkennir miðstýrt efnahagslífið í Sýrlandi. Hér er Assad með Jacques Chirac, for- seta Frakklands, að kanna heið- ursvörð á Orly-flugvelli en franskir fjölmiðlar og fleiri fögn- uðu ekki komu hans. Sögðu þeir, að hann væri einræðisherra, sem engin mannréttindi virti og hefði 2.000 andstæðinga sína á bak við lás og slá. Franskir gyðingar segja, að hann hafi skotið skjóls- húsi yfir þýska stríðsglæpamann- inn Alois Brunner og kristnir Lí- banar ætla að mótmæla veru 35.000 sýrlenskra hermanna í landi sínu. Robinson ekki refsað London. Reuters. SIÐANEFND breska þingsins kvaðst í fyrradag ekki ætla að refsa Geoffrey Robinson, ráð- herra í breska fjármálaráðuneyt- inu, fyrir að hafa látið hjá líða að gi'eina frá öllum viðskiptahags- munum sínum eins og reglur þingsins kveða á um. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að þótt Robinson hefði ekki fylgt reglunum til hlítar réttlætti brot hans ekki refsingu. Nefndin hreinsaði Robinson af helstu sakargiftinni. Ihalds- flokkurinn hafði sakað ráðherr- ann um að hafa þegið 200.000 pund, andvirði 23,5 milljóna króna, fyrir 18 mánaða störf fyr- ir fyrirtækið Hollis Industries til júní 1990. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Robinson hefði ekki fengið þessar greiðsl- ur. Hún taldi hins vegar að ráð- herrann hefði átt að skýra frá stjórnunarstörfum fyrir annað fyrirtæki, Transfer Technology/ TransTec. Francis Maud, talsmaður íhaldsflokksins í fjármálum, sagði að Robinson hefði ekki enn hreinsað sig af öllum sakargiftum því verið væri að rannsaka ásak- anir um tengsl hans við nokkur fyrirtæki sem tengdust fjölmiðla- jöfrinum Robert Maxwell sem drakknaði árið 1991. I Salatostur • Létt-Brie J Kastali Bónda-Brie • Gráðaostur Feta með tómötum og ólífum Gouda 11% • Dala-Brie Óðalsostur • Gouda 17% Maribo Gouda 26% Stóri Dímon • Feta í kryddolíu Lúxusyrja • Dala-yrja Camembert Hvítlauksbrie í salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar ÍSLENSKIR OSTAR í allt sumar AMii verslnn UH IAND ALLT ## www.ostur.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.