Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 1 3 FRÉTTIR Upplagstölur kynningar- og tímarita Upplag þjónustu- skrár stærst UPPLAGSE FTIRLIT Verslunar- ráðs Islands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upp- lagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá janúar til apríl 1998. Pað rit, sem gefið var út í stærstu upplagi á þessum tíma, var A-Ö-þj ónustuskrá. Samkvæmt niðurstöðum eftir- litsins var öllu prentuðu upplagi Fasteignablaðsins dreift að meðal- tali í 62 þúsund eintökum án end- urgjalds, en sjö tölublöð komu út á tímabilinu. Lítil aukning var á dreifingunni frá fyrri ársþriðjungi, því frá september 1997 til apríl 1998 var blaðinu dreift í 61.770 ein- tökum að meðaltali á tölublað, en þau voru þrettán á tímabilinu. Prentað upplag Sjónvarps- handbókarinnar stækkar Sjónvarpshandbókinni var einnig dreift ókeypis í rúmum 69 þúsund eintökum að meðaltali á tölublað og var það nánast allt prentað upplag hennar, en átta tölublöð komu út á tímabilinu. Prentað upplag jókst nokkuð í samanburði við ársþriðjungana þar á undan, en þá var það prentað og því dreift í 65 þúsund eintökum. Fimmtán tölublöð komu út á því tímabili. Blað FÍB, Ökuþór, var prentað í tæpum 20 þúsund eintökum. 19 þúsund eintökum var dreift í áskrift en 800 var dreift ókeypis, en eitt tölublað var gefið út á tíma- bilinu. Það skal tekið fram að tölur um fjölda eintaka sem dreift er ókeypis era óstaðfestar tölur frá útgefendum, að því er kemur fram í upplýsingum Upplagseftirlitsins. Til samanburðar við tímabilið sept- ember ‘97 til apríl ‘98 minnkaði prentað upplag blaðsins Ökuþórs á sl. ársþriðjungi. Á fyrra tímabilinu var það prentað í rúmum 24 þús- und eintökum og tæpum 19 þúsund þeirra var dreift í áskrift. Aukið upplag Around Reykjavík Vélstjórablaðinu (VSFÍ-fréttum) var að meðaltali dreift í 3.250 ein- tökum á tímabilinu, og var 3.150 eintökum dreift ókeypis. Út komu tvö tölublöð á tímabilinu. Ekkert tölublað tímaritsins Heil- brigðismála kom út á tímabilinu janúar til apríl 1998, en á tímabil- inu september ‘97 til apríl ‘98 var eitt tölublað tímaritsins prentað í rúmum 4 þúsund eintökum og var tæpum 3.500 dreift í áskrift. Kynningarrit sem Upplagseftir- litið hafði eftirlit með á tímabilinu janúar til apríl ‘98 voru sex en samningar eru í gildi fyrir tíu titla. Around Iceland 1998 var prentað í 45 þúsund eintökum og var 8 þús- und þeirra dreift. Eitt tölublað kom út á tímabilinu. Around Reykjavík Winter 1997- ’98 kom út í tveimur tölublöðum á skoðunartímabilinu og var það að meðaltali prentað í 10 þúsund ein- tökum og var 7.500 þeirra dreift. Fjögur eintök ritsins höfðu komið út á tímabilinu september 1997 til apríl ‘98. Prentað upplag var að meðaltali 8.750 og var þvi öllu dreift. Prentað upplag ritsins hefur þvi nokkuð aukist frá síðasta árs- þriðjungi, en dreifðum eintökum fækkað. Stendur öllum til boða Eitt tölublað af Á ferð um ísland 1998 var prentað í 30 þúsund ein- tökum og var 5 þúsund þeirra dreift eða lögð fram. Complete Reykjavík Map 1997-1998 var dreift í 8 þúsund eintökum á skoðunartímabilinu en alls í 25 þúsund eintökum frá því í september á síðasta ári. A-Ö-þjónustuskrá sem gefin var út í október 1997 og dreift á heim- ili, fyrirtæki og stofnanir á höfuð- borgarsvæðinu var prentuð í 72 þúsund eintökum. 61 þúsund þeiiTa var dreift í pósti og 10 þús- und var dreift á annan hátt. Kynningarritið Áning - gisti- staðir á Islandi 1997 var prentað í 32 þúsund eintaka upplagi í nóvem- ber ‘97. 5 þúsund þeirra var dreift á íslandi og erlendis árið 1997 en tæpum 27 þúsund var dreift árið 1998 bæði á Islandi og erlendis. Upplagseftirlit stendur öllum út- gefendum til boða en er einungis framkvæmt meðal þein’a sem óska eftir því. Það er framkvæmt af lög- giltum endurskoðanda og lögfræð- ingur hefur umsjón með eftirlitinu. Engir aðrir nota upplagseftirlitið en þeir sem greint er frá í tilkynn- ingum þess hverju sinni. Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Borð- dúkar Sumarhús til leigu Nýlegt rúmgott sumarhús á rólegum stað, 22 km frá Akureyri. Upplýsingar í síma 463 1355. www.mbl.is/fasteignir LINSAN Aðalstræti 9 sími 551 5055 Kringlunnar Brúðargjöf að eigin vali er besta gjöfin Gefðu gjafakort Kringlunnar og þá geta brúðhjónin valið sér það sem þau fengu ekki í brúðargjöf. Gjafakortin gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR. Gjafakortin eru í þremur verðgildum, 2.500, 5.000 og 10.000 kr. og fást í versluninni Byggt & Búið, Kringlunni. KRINGWN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.