Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 24
ffiaAjawuoHOM MORGUNBLAÐIÐ 24 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 Með puttana í niatmmi LEIKLIST I ð II ó ÞJÓNN í SÚPUNNI Höfundur: Leikhópurinn og leik- stjórinn. Höfundar söngtexta m.a.: Gísli Rúnar Jónsson og Óskar Skúlason. Leikstjóri: María Sigurð- ardóttir. Tæknimaður: Geir Magn- ússon. Leikarar: Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Margrét Vilhjálms- dóttir og Stefán Karl Stefánsson. Fimmtudaginn 16. júli'. EF BETRI borgarar hér í bænum ætla að fá sér hugguleg- an þríréttaðan kvöldverð með góðu víni - líkjör og kaffí á eftir að sjálfsögðu - og horfa á rólega kabarettsýningu á meðan matur- inn rennur ljúflega niður neyðist undirritaður til að vara þá alvar- lega við að kaupa sig inn á þessa sýningu. Hér eru flest tabú brotin og fleiri en venjulegt fólk úr svefn- hverfunum getur ímyndað sér að séu til. Alíka heigi hvílir yfir neyslu matar og mikilvægustu frumþörfum mannsins, sem vegna virðuleika blaðsins verður ekki fjallað um nánar. Þessi fríð- helgi er rofin, rifín, tætt sundur og troðin í svaðið af þessum ynd- islega leikhópi, sem ásamt leik- stjóranum hefur spunnið upp þessa uppákomu sem truflai- mat- arfrið gestanna. Hér er leikhús fyrir þá sem eru þreyttir á leik- húsi - leiksýning sem er aldrei nákvæmlega eins - uppákomur sem spila með og á þá gesti sem staddir eru í leikhúsinu hverju sinni. Hér skiptir öllu máli að leikar- arnir séu frjóir, fljótir að hugsa og hafi tilfinningu fyrir tímasetn- ingu og aðstæðum. Undirritaður minnist ekki að hafa séð annað eins debút hjá ungum leikara og Stefáni Karli Stefánssyni í gærkveldi. Hann fer hamforum frá því hann er sjanghæaður inn í þjónagengið í gegnum eldsvoða, kafsund og stríp uns hann falbýð- ur gestum líkama sinn í lokalag- inu. Það verður að ríghalda í þá von að hann komist lítt skaðaður á heilsu í gegnum allt þetta til að ljúka Leiklistarskólanum næsta vor. Margrét Vilhjálmsdóttir er stórkostleg sem Sirrý, þjónustu- stúlkan sem brýtur öll boð og bönn og abbast endalaust upp á gestina - frá öllum mögulegum Morgunblaðið/Jim Smart MARGRÉT Vilhjálmsdóttir áreitir matargest. sjónarhornum. Hugmyndaauðgi hennar í sýningunni er endalaus og persóna sú sem hún skapar er eitthvað alveg nýtt og ferskt. Areitni Margrétar við gestina, uppátæki hennar og úthald settu því meiri svip á sýninguna en uppátæki félaga hennar. Hún svífst einskis nema að setja putt- ana í ágætan mat gestanna - en á stundum munaði litlu. Edda Björgvinsdóttir er virtasta gamanleikkona landsins en hennar leikstíll er gerólíkur því sem að framan er sagt. Hún er meistari í að skella fram hnyttnum setningum og að nota líkamann til að tjá kynferðislegar ástríður sínar til fórnarlamba sinna - og þessir hæfileikar eru óspart notaðir hér. Kjartan Guð- jónsson leikur unnusta hennar og spilar mjög skemmtilega á angist og afbrýði vegna framkomu Eddu. Bessi Bjarnason leikur kokkinn kengruglaða og hans grín er af enn öðrum toga. Hann hefur sig einna minnst í frammi en bætt er úr því með að láta hann taka einkennislag siða- meistarans úr Kabarett sem hann gerði garðinn frægan með í denn. María Sigurðardóttir hefur veitt leikurunum gott aðhald þar sem þörf var á en annars gefíð þeim lausan tauminn við að skapa mjög ólíkar persónur sem endur- spegla hæfileika hvers og eins þein-a í gamanleik. Þessi nýstár- lega sýning er bráðskemmtileg vegna ferskleika síns og fjar- stæðukennds skopskyns. Sveinn Haraldsson LISTIR i: j'k » K S - ! 1 ! §é [ MUNSALA vastra sángkor. Kórsöngur, hljóðfæraleikur og fyrirlestur í Norræna húsinu TÓNLEIKAR verða í Nor- ræna húsinu undir heitinu Sumardagur í ljóðum og þjóð- lögum laugardaginn 18. júlí kl. 16. Finnskur kór, Munsala vástra sángkor, syngur undir stjóm Carita Björkstrand og einnig verður leikið á fiðlu og pianó. Þá syngja tveir kórfélagar ein- söng með kórnum. Efnisskráin er fjölbreytt, þar er að finna tónlist frá ýmsum tímum og verk eftir fínnsk tón- skáld, s.s. Gabriel Linsén, S. Segerstam, Jean Sibelius og Kaj-Erik Gustafson. Kórinn syngur einnig þjóðlög útsett fyr- ir kórsöng. Aðgangur er 700 kr. og gildir einnig sem aðgangur að Sumar- sýningu Norræna hússins. Henry Hellström, einn kórfé- Iaga, hefur samið sönglag fyir kórinn sem fmmflytur það und- ir hans stjórn. Dani- el Lindgrén kemur fram sem einsöngv- ari og stjórnandi, Christina Julin- Hággman leikur á fíðlu og stjórnar og Gunnel Nybyggar er sópransöngkona og syngur tvísöng með Daniel Lindgrén. Við pi'anóið eru Ulla- Maj Julin og Christine Julin- Hággman. Munsala vástra sángkor er áhuga- mannakór, sem grundvöllur var lagður að fyrir 80 áram. Þetta er blandaður kór og í honum era um 40 manns og eru kórfé- lagamir allir Finnlands-sænsk- ir. Kórinn hefur sungið á ýmsum kóramótum og ár- lega syngur kórinn á aðventutónleikum. Kórinn hefur einnig ferðast um og haldið tónleika víða. Ymsir hljóðfæra- Ieikarar, einleikarar, hljómsveitir, þjóð- lagasveitir og þjóð- dansarar hafa starf- að með kóraum. Carita Björk- strand er aðalstjórn- andi kórsins. Hún er tónlistarfræðingur og vinnur nú að doktorsritgerð. Hún heldur fyrirlestur sunnudaginn 19. júh'kl. 18 þar sem hún talar um fyrstu konurn- ar sem unnu að tónsmíðum í Finnlandi. Fyrirlesturinn nefn- ist: „Kvinnliga pionjárer í fin- lándsk musik“. Carita Björkstrand FIÐLARARNIR sem leika í Norræna húsinu. Ungir fiðlarar leika finnsk þjóðlög ’ SEX ungir fíðluleikarar leika fínnsk þjóðlög ásamt Christine Julin-Hággman fiðlu- og harm- ónikkuleikara sem leiðir hópinn, Dýrindis lík í Iðnó FRANSKA hljómsveitin Dýrindis lík leikur í Iðnó í kvöld. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin kem- ur hingað til lands. Á síðasta ári lék hún á Frönskum dögum. Dýrindis lík gaf út hljómdisk árið 1996. Tón- listin sem hún ílytur er djassskotin blanda af suður-amerískin tónlist, tangó og bouzouki. Tónleikarnir í kaffistofu Norræna hússins í dag, föstudaginn 17. júlí, kl. 12 og 14. A efnisskránni eru finnsk þjóðlög. hefjast kl. 21 og aðgangseyrir er 600 kr. Fyrr um daginn leikur hljómsveitin í Listaskálanum í Hveragerði. -------------- Sýningu lýkur Gallerí Stöðlakot MÁLVERKASÝNINGU Hjálmars Hafliðasonar lýkur sunnudaginn 19. júlí. Opið daglega frá kl. 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.