Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 24
ffiaAjawuoHOM
MORGUNBLAÐIÐ
24 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
Með puttana
í niatmmi
LEIKLIST
I ð II ó
ÞJÓNN í SÚPUNNI
Höfundur: Leikhópurinn og leik-
stjórinn. Höfundar söngtexta m.a.:
Gísli Rúnar Jónsson og Óskar
Skúlason. Leikstjóri: María Sigurð-
ardóttir. Tæknimaður: Geir Magn-
ússon. Leikarar: Bessi Bjarnason,
Edda Björgvinsdóttir, Kjartan
Guðjónsson, Margrét Vilhjálms-
dóttir og Stefán Karl Stefánsson.
Fimmtudaginn 16. júli'.
EF BETRI borgarar hér í
bænum ætla að fá sér hugguleg-
an þríréttaðan kvöldverð með
góðu víni - líkjör og kaffí á eftir
að sjálfsögðu - og horfa á rólega
kabarettsýningu á meðan matur-
inn rennur ljúflega niður neyðist
undirritaður til að vara þá alvar-
lega við að kaupa sig inn á þessa
sýningu.
Hér eru flest tabú brotin og
fleiri en venjulegt fólk úr svefn-
hverfunum getur ímyndað sér að
séu til. Alíka heigi hvílir yfir
neyslu matar og mikilvægustu
frumþörfum mannsins, sem
vegna virðuleika blaðsins verður
ekki fjallað um nánar. Þessi fríð-
helgi er rofin, rifín, tætt sundur
og troðin í svaðið af þessum ynd-
islega leikhópi, sem ásamt leik-
stjóranum hefur spunnið upp
þessa uppákomu sem truflai- mat-
arfrið gestanna. Hér er leikhús
fyrir þá sem eru þreyttir á leik-
húsi - leiksýning sem er aldrei
nákvæmlega eins - uppákomur
sem spila með og á þá gesti sem
staddir eru í leikhúsinu hverju
sinni.
Hér skiptir öllu máli að leikar-
arnir séu frjóir, fljótir að hugsa
og hafi tilfinningu fyrir tímasetn-
ingu og aðstæðum. Undirritaður
minnist ekki að hafa séð annað
eins debút hjá ungum leikara og
Stefáni Karli Stefánssyni í
gærkveldi. Hann fer hamforum
frá því hann er sjanghæaður inn í
þjónagengið í gegnum eldsvoða,
kafsund og stríp uns hann falbýð-
ur gestum líkama sinn í lokalag-
inu. Það verður að ríghalda í þá
von að hann komist lítt skaðaður
á heilsu í gegnum allt þetta til að
ljúka Leiklistarskólanum næsta
vor.
Margrét Vilhjálmsdóttir er
stórkostleg sem Sirrý, þjónustu-
stúlkan sem brýtur öll boð og
bönn og abbast endalaust upp á
gestina - frá öllum mögulegum
Morgunblaðið/Jim Smart
MARGRÉT Vilhjálmsdóttir
áreitir matargest.
sjónarhornum. Hugmyndaauðgi
hennar í sýningunni er endalaus
og persóna sú sem hún skapar er
eitthvað alveg nýtt og ferskt.
Areitni Margrétar við gestina,
uppátæki hennar og úthald settu
því meiri svip á sýninguna en
uppátæki félaga hennar. Hún
svífst einskis nema að setja putt-
ana í ágætan mat gestanna - en á
stundum munaði litlu.
Edda Björgvinsdóttir er
virtasta gamanleikkona landsins
en hennar leikstíll er gerólíkur
því sem að framan er sagt. Hún
er meistari í að skella fram
hnyttnum setningum og að nota
líkamann til að tjá kynferðislegar
ástríður sínar til fórnarlamba
sinna - og þessir hæfileikar eru
óspart notaðir hér. Kjartan Guð-
jónsson leikur unnusta hennar og
spilar mjög skemmtilega á angist
og afbrýði vegna framkomu
Eddu. Bessi Bjarnason leikur
kokkinn kengruglaða og hans
grín er af enn öðrum toga. Hann
hefur sig einna minnst í frammi
en bætt er úr því með að láta
hann taka einkennislag siða-
meistarans úr Kabarett sem
hann gerði garðinn frægan með í
denn.
María Sigurðardóttir hefur
veitt leikurunum gott aðhald þar
sem þörf var á en annars gefíð
þeim lausan tauminn við að skapa
mjög ólíkar persónur sem endur-
spegla hæfileika hvers og eins
þein-a í gamanleik. Þessi nýstár-
lega sýning er bráðskemmtileg
vegna ferskleika síns og fjar-
stæðukennds skopskyns.
Sveinn Haraldsson
LISTIR
i: j'k » K S -
! 1 ! §é
[
MUNSALA vastra sángkor.
Kórsöngur, hljóðfæraleikur og
fyrirlestur í Norræna húsinu
TÓNLEIKAR verða í Nor-
ræna húsinu undir heitinu
Sumardagur í ljóðum og þjóð-
lögum laugardaginn 18. júlí kl.
16.
Finnskur kór, Munsala vástra
sángkor, syngur undir stjóm
Carita Björkstrand og einnig
verður leikið á fiðlu og pianó.
Þá syngja tveir kórfélagar ein-
söng með kórnum.
Efnisskráin er fjölbreytt, þar
er að finna tónlist frá ýmsum
tímum og verk eftir fínnsk tón-
skáld, s.s. Gabriel Linsén, S.
Segerstam, Jean Sibelius og
Kaj-Erik Gustafson. Kórinn
syngur einnig þjóðlög útsett fyr-
ir kórsöng.
Aðgangur er 700 kr. og gildir
einnig sem aðgangur að Sumar-
sýningu Norræna hússins.
Henry Hellström, einn kórfé-
Iaga, hefur samið sönglag fyir
kórinn sem fmmflytur það und-
ir hans stjórn. Dani-
el Lindgrén kemur
fram sem einsöngv-
ari og stjórnandi,
Christina Julin-
Hággman leikur á
fíðlu og stjórnar og
Gunnel Nybyggar er
sópransöngkona og
syngur tvísöng með
Daniel Lindgrén.
Við pi'anóið eru Ulla-
Maj Julin og
Christine Julin-
Hággman.
Munsala vástra
sángkor er áhuga-
mannakór, sem
grundvöllur var
lagður að fyrir 80 áram. Þetta
er blandaður kór og í honum
era um 40 manns og eru kórfé-
lagamir allir Finnlands-sænsk-
ir.
Kórinn hefur sungið á ýmsum
kóramótum og ár-
lega syngur kórinn á
aðventutónleikum.
Kórinn hefur einnig
ferðast um og haldið
tónleika víða.
Ymsir hljóðfæra-
Ieikarar, einleikarar,
hljómsveitir, þjóð-
lagasveitir og þjóð-
dansarar hafa starf-
að með kóraum.
Carita Björk-
strand er aðalstjórn-
andi kórsins. Hún er
tónlistarfræðingur
og vinnur nú að
doktorsritgerð. Hún
heldur fyrirlestur
sunnudaginn 19. júh'kl. 18 þar
sem hún talar um fyrstu konurn-
ar sem unnu að tónsmíðum í
Finnlandi. Fyrirlesturinn nefn-
ist: „Kvinnliga pionjárer í fin-
lándsk musik“.
Carita
Björkstrand
FIÐLARARNIR sem leika í Norræna húsinu.
Ungir fiðlarar
leika finnsk þjóðlög
’
SEX ungir fíðluleikarar leika
fínnsk þjóðlög ásamt Christine
Julin-Hággman fiðlu- og harm-
ónikkuleikara sem leiðir hópinn,
Dýrindis
lík í Iðnó
FRANSKA hljómsveitin Dýrindis
lík leikur í Iðnó í kvöld. Þetta er í
annað sinn sem hljómsveitin kem-
ur hingað til lands. Á síðasta ári lék
hún á Frönskum dögum. Dýrindis
lík gaf út hljómdisk árið 1996. Tón-
listin sem hún ílytur er djassskotin
blanda af suður-amerískin tónlist,
tangó og bouzouki. Tónleikarnir
í kaffistofu Norræna hússins í
dag, föstudaginn 17. júlí, kl. 12
og 14. A efnisskránni eru finnsk
þjóðlög.
hefjast kl. 21 og aðgangseyrir er
600 kr. Fyrr um daginn leikur
hljómsveitin í Listaskálanum í
Hveragerði.
--------------
Sýningu lýkur
Gallerí Stöðlakot
MÁLVERKASÝNINGU Hjálmars
Hafliðasonar lýkur sunnudaginn
19. júlí.
Opið daglega frá kl. 15-18.