Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5, 7 og 9. b. í. 12.
TONLISTIN UR BLUES BROTHERS 2000 FÆST I JAPIS
Sýnd kl. 5.30, 9 og 12 á miðnætti
Sýndld. 5,9og11.
«r. ííhp .
sdRdrorsrníftfí
!;'■ ÍKilUK ..... . - . ./.IL'liiú íií.V j
OENNI!
Samrýndar
0 g samhlj óma
Real Flavaz eiga eitt af vinsælustu
lögunum þessa dagana og kemur
mörgum á óvart að sveitina skipi 18
ára tvíburasystur úr Breiðholtinu.
Rakel Þorbergsdóttir hitti þær
Brynju og Drífu Sigurðardætur.
TVÍBURASYSTURNAR Brynja
og Drífa voru að syngja á skemmt-
un í Fellahelli þegar DJ Rampage
koma auga á þær og tók þær með
sér inn í hljóðver þar sem lagið
„Get It on“ var meðal annars tekið
upp. Stelpurnar höfðu samið nokk-
m- lög áður en með aðstoð Mr. Bix
og DJ Rampage fullunnu þær tvö
lög sem er að fmná á safnplötunni
„For Ya Mind“.
Að sögn systranna er nafnið
Real Flavaz komið frá DJ Rampa-
ge sem stakk upp á því rétt fyrir
tónleika í Kolaportinu sem þær
komu fram á. Engin sérstök merk-
ing liggur því að baki enda gefa
þær sig ekki út fyrir að hafa neinn
sérstakan boðskap fram að færa.
Brynja og Drífa hlusta fyrst og
fremst á R&B tónlist og nefna nöfn
eins og Missy, Maxwell og D’Ang-
elo en rappkonur eins og Lil’ Kim
bar einnig á góma.
Þær eru lítið að vinna í sumar
enda stendur til að unnið verði að
nýjum lögum í hljóðveri. „Við verð-
um að senda eitthvað nýtt frá okk-
ur til að fylgja „Get It On“ eftir.
Það er frekar leiðinlegt þegar við
erum beðnar um að syngja ein-
hvers staðar að vera alltaf með
sömu lögin í farteskinu."
-Er einhver verkaskipting hjá
ykkur?
Brynja: „Nei, þetta er algjört
samstarf. Ég syng til dæmis fyrsta
og þriðja versið í laginu „Get It on“.
- Eru raddirnar svona líkar?
Drífa: „Nei, en þeir sem þekkja
okkur ekki geta ekki greint á milli.
Ef hlustað er betur þá heyrist
munurinn. Ég er til dæmis með
dimmari rödd en Brynja.“
-Ætlið þið að leggja tónlistina
fyrirykkur?
Brynja: „Við erum á samningi
hjá Inn útgáfufyrirtækinu og ætl-
um að vinna að stórri plötu á næstu
mánuðum. Framhaldið verður svo
að koma í ljós.“
- Er ekki gaman að eiga eitt af
vinsælustu lögunum í útvarpinu?
Drífa: „Við gerum það sem okk-
ur fínnst flott og það er að sjálf-
sögðu gaman ef öðrum fínnst það
líka.“
- Kemur aldrei upp rígur á milli
ykkar?
Drífa: „Það kemur stundum upp
rígur á milli okkar og þegar við er-
um að semja þá segir önnur oft:
Hvað, átt þú bara að ráða?“
Brynja: „Stundum ef Drífa kem-
ur með flotta melódíu segist ég
ekki vilja nota „hennar“ og að við
verðum að gera þetta saman. Það
er regla að ef við erum ekki sam-
mála þá notum við ekki hugmynd-
ina. Við verðum að læra að vinna
saman og vera duglegri að hrósa
hvor annarri fyrir að hafa fundið
eitthvað flott. Við vinnum samt vel
saman nú þegar.“
-Langar ykkur að verða ríkar
og frægar í útlöndum ?
DRÍFAogBrynjaíReai
Drífa:
„Ef eitthvað verður þá er það æðis-
legt. Við erum viðbúnar öllu, miklu
og litlu.“
- Hefur eitthvað breyst hjá ykk-
ur?
„Við erum bara sömu gömlu
Brynja og Drífa.“
-Hafíð þið hætt að umgangast
einhverja vini?
(Hávær hneykslunaróp og hlátur
fylgdu þessari kjánalegu spurn-
ingu.)
„Aldrei! Það er allt óbreytt."
- Er ekki gaman aðþessu?
„Jú, jú en vonandi verður þetta
ennþá skemmtilegra þegar þetta er
komið á gott ról.“
- Hvernig takiðþið tilsögn?
Drífa: „Við viljum alltaf fá að
ráða. Það hefur verið talað um að
við ynnum lög í hljóðveri með upp-
tökustjóra en þá skiptir miklu máli
máli að við getum unnið vel saman
með öðrum. Við gerum lögin
heima, klárum þau og höfum tilbú-
in til vinnslu."
Drífa: „Við eigum auðveldara
með að semja bara einar. Við vor-
um að gera lag með Rögnu í
Flavaz eio,,a ,,t c •
fVI"S*Justu %unum á /sJandi {^bma/Anm
Subterranean og okkur
fannst hálferfitt að hafa einhvern
annan hjá okkur.“
Brynja: „Við erum líka rosalega
móðgunargjarnar og ég vorkenni
þeim sem þurfa að vinna með okk-
ur. Við eigum eiginlega erfitt með
að taka jákvæðri og neikvæðri
gagnrýni. En við erum sjálfsgagn-
rýnar og stundum fáum við hrós
fyrir hluti sem okkur finnst bara
ágætir.“
- Hvað gerið þið fyrir utan skóla
og tónlist?
„Við höfum áhuga á íþróttum og
erum í líkamsrækt.“
- Geriðþið allt saman?
Brynja: „Við erum rosalega mik-
ið saman.“
Drífa: „Fólk spyr oft hvort við
séum „alltaf1 saman. Við erum
bestu vinkonur og erum mjög mik-
ið saman.“
Brynja: „Það er ekkert langt síð-
an að það var mjög erfitt fyrir okk-
ur að fara einar í strætó. Þá var
bara hugsað um Drífu allan tímann!
- Hver er lengsti tíminn sem þið
hafíð verið aðskildar?
Brynja: „Einn dagur í mesta
lagi. Mér fyndist frábært að losna
við hana Drífu, við verðum að fara
að breyta þessu, þetta er ekki
hægt!“
Drífa: „Það eru allir að segja
okkur að við séum of mikið saman.“
- Klæðiðþið ykkur einhvern tím-
ann eins?
„Nei, aldrei. Við hættum því þeg-
ar við vorum 11 ára þvi þá var
þetta orðið hálf hallærislegt.“
Tíburasysturnai’ eru greinilega
mjög samrýndar en ófeimnar við að
leiðrétta og gagnrýna hvor aðra.
Bi-ynju og Drífu langar í nám til
New York að loknu stúdentsprófi
en Drífa minnti þó á að skólagjöldin
væru mjög há. Þær eru þó ákveðn-
ar i að láta sig dreyma og vita hvað
þær vilja. Brynja og Drífa virðast
jarðbundnar, taka hlutunum með
jafnaðargeði og eru ekkert að bíða
eftii- að boð frá útlöndum komi.
Koma tímar, koma ráð ...