Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 42
»12 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
+ Kristján Júlíus-
son fæddist á
Akureyri hinn 11.
mars 1926. Hann
lést hinn 9. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Júlíus Sigurður Haf-
liðason, f. 12.6. 1893,
d. 18.7. 1974, og Sig-
ríður Ingríður Stef-
ánsdóttir, f. 21.6.
1900, d. 23.6. 1972.
:rf*Alsystkini hans eru:
Magnea, f. 16.12.
1919, Gréta Emilía,
f. 6.10. 1922, Stefán,
f. 25.1. 1924, María Sigríður, f.
31.5. 1927, Þórunn Ólafía, f. 8.9.
1928, og Gunnar Dúi, f. 22.10.
1930. Júlíus og Sigríður slitu
samvistum. Hálfsystkini Krist-
jáns, samfeðra, eru: Júlíus, f.
28.7. 1942, Hafliði, f. 8.6. 1946,
og Gylfi, f. 24.10. 1950.
Soffía Kristjánsdóttir, f. 27.11.
1890, d. 18.9. 1963, tók Kristján í
fóstur á fyrsta ári og ólst hann
upp í Miðgerði í Höfðahverfi í S-
Þingeyjarsýslu ásamt fimm upp-
eldissystkinum. Soffía hélt heim-
með bróður sínum, Aðalbirni
Kristjánssyni, f. 30.9. 1885, d.
28.11. 1957, og konu hans, Þór-
höllu Jónsdóttur, f. 21.2. 1899, d.
29.11. 1983. Uppeldissystkini
Kristjáns eru: Kristján, f. 21.6.
1930, Hannes, f. 5.10. 1931, og
Hann Stjáni, tengdafaðir minn og
vinur, er fallinn frá. Hann varð bráð-
kvaddur austur í sumarbústað sem
hann átti í Þrastarskógi hinn 9. þessa
mánaðar, aðeins rúmum þremur ár-
um eftir að hann missti eiginkonu
flfcína. Hann var að mestu hættur
störfum sem bifvélavirki og hafði
mjög mikla ánægju af því að vera í
bústaðnum. Hann hafði nýlokið við
að byggja við hann og skrapp austur
til að leggja síðustu hönd á verkið
þegar hann lést. Hann var alla tíð
mjög heilsuhraustur og ég furðaði
mig oft á því þegar við vorum saman
í veiðitúrum eða að gera við bfla sam-
Guðný, f. 16.3. 1933,
Aðalbjörnsbörn, og
Hulda Bogadóttir og
Sveinbjörn Guð-
mundsson sem bæði
eru látin.
Hinn 20. ágúst
1949 kvæntist Krist-
ján Herdísi Ström
Axelsdóttur, f. 7.6.
1927, d. 17.2. 1995,
og eignuðust þau
þrjú börn. Þau eru:
1) Soffía, f. 7.11.
1953, gift Jóhannesi
Ó. Sigurðssyni, f.
1.10. 1956. Dætur
þeirra eru Herdís Telma, f. 7.9.
1972, Ester, f. 27.2. 1979, Ylfa
Björg, f. 26.8. 1984, og Erla Soff-
ía, f. 13.8. 1986. 2) Vilborg, f.
22.10. 1955. Sonur hennar er Kri-
stján Karl Steinarsson, f. 29.7.
1991. 3) Guðmundur, f. 13.9.
1957. Börn hans eru Marinó, f.
23.4. 1982, og Helga, f. 7.7. 1990.
Kristján og Herdís giftu sig í
Laufási og fluttust síðan til
Reykjavíkur og bjuggu þar alla
ævi. Krislján lærði bifvélavirkj-
un á BSA-verkstæðinu á Akur-
eyri og vann ætíð við iðn sína að
frátöldum hléum þegar hann var
í millilandasiglingum hjá Eim-
skip og ók leigubíl hjá BSR.
Krislján verður jarðsunginn
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
an, hvað hann hafði mikið þrek. Það
var helst undir það síðasta að merkja
mátti að hann væri farinn að eldast.
Mér eru minnisstæðar þær veiði-
ferðir sem við fórum saman. Það var
venja á heimilinu að hafa ijúpur í
jólamatinn og fórum við oft saman tfl
ijúpna. Hann þekkti vel tfl fyrir norð-
an, þar sem hann ólst upp, í Vaðla-
heiði og nágrenni, og var hann ein-
staklega laginn við að koma auga á
rjúpuna og þess vegna náðum við ofL
ast í jólamatinn. Þegar bfllinn hjá
mér bilaði var hann alltaf tflbúinn til
að hjálpa mér að gera við hann og oft
þegar um flóknar bilanir var að ræða
hjá mér eða öðrum gafst hann aldrei
upp við að finna bilunina og lagði
mikla áherslu á að viðgerðin væri fag-
mannlega unnin. Hann vann mikið við
að gera við sjálfskiptingar og hjálpaði
ég honum stundum við að setja þær í
bflana. Það var gaman að vinna með
honum því hann gekk svo skipulega
tii verks að vinnan varð mjög auðveld
og vandvirknin var ætíð í hávegum
höfð þannig að ekki þurfti að vinna
verkið upp aftur. Þessi vinnubrögð
einkenndu líka önnur verk sem hann
kom að, raðhúsið sem hann byggði í
Fossvoginum, gróðursetningu og
endurbætur í bústaðnum fyrii- austan
og mér er í fersku minni þegar ég var
með honum þar í júlíbyrjun og skoð-
aði nýju veröndina, þá sá ég að það
mætti auðveldlega stækka bústaðinn
út á hana, því undh’stöðurnar voru
svo traustar.
Um leið og ég kveð bið ég guð að
styrkja dætur hans, son, barnabörn
og aðra vini og ættinga sem ég veit
að sakna hans sárt.
Jóhannes Ó. Sigurðsson.
Við vitum aldrei hvað morgundag-
urinn hefur upp á að bjóða, en þannig
er lífíð og okkur ber að taka því sem
að höndum ber og halda áfram á okk-
ar braut. Hann afi Stjáni hafði alltaf
eitthvað að gera, hvort sem það var
að gera við bfla eða að betrumbæta
sumarbústaðinn sinn og oft sáum við
hann ryksuga í húsinu í Búlandi. Við
sáum hann aldrei aðgerðarlausan
nema þegar hann lagði sig í hádeginu
eftir matinn. Hann var einn af þess-
um mönnum sem var aldrei veikur og
kvartaði aldrei undan verkjum og
hann þoldi illa þegar aðrir voru að
kvarta og kveina. Hann hafði gaman
af góðri stemmningu og kom alltaf
upp góðri jólastemmningu í Búlandi,
hengdi jólaseríur út um allt og við
hlustuðum saman á jólalögin fyrir og
yfir jólamatnum. Hann var ekki mik-
ið fyrir að horfa á sjónvarp, taldi það
tímasóun ef frá eru taldar fréttirnar
en amma hafði gaman af því og þess
vegna gaf hann henni myndbands-
tæki í jólagjöf eitt árið og stórt sjón-
varp árið eftir. Þannig var afí, hann
vildi gleðja aðra án þess að hugsa um
sjálfan sig í leiðinni.
Við kveðjum þig með söknuði og
biðjum guð að blessa sál þína.
Herdfs, Ester, Ylfa, Erla og Karl.
KRISTJÁN
JÚLÍUSSON
KRISTÍN
JÓNASDÓTTIR
_ J- Kristín Jónasdóttir fæddist á
I Stuðlum við Reyðarflörð
hinn 12. ágúst 1919. Hún lést á
Landakoti hinn 8. júlí síðastlið-
inn og fór útför hennar fram frá
Fossvogskirkju 16. júlí.
„Þetta er Kristín, ritarinn okkar.
Hún kann ekki að vélrita, en það
gerir ekkert til, hún kann allt ann-
að.“ Þannig kynnti Nanna Kristínu
fyrir okkur þegar við hófum störf í
Arbæjarsafni. Þegar við kynntumst
henni var hún um sextugt, en við
ekki þrítugar, en þó fannst okkur
alltaf að Kristín væri á okkar aldri,
ein af stelpunum. Það var eins og
hún væri aldurslaus.
Og það var alveg rétt að Kristín
•jfcjnni allt, vissi allt, fannst okkur.
Hún prjónaði, sneið og saumaði föt,
smíðaði húsgögn, og það var eins og
hún kynni að gera við allt, nema
kannski bíla. Þegar ljósritunarvélin
á Borgarskjalasafninu fór í baklás og
enginn gat tjónkað við hana, þótt
húsið væri fullt af tæknifræðingum,
gat Kristín komið henni af stað aft-
ur. Hún kunni að sauma sauðskinns-
skó. Hún vissi hvemig átti að gera
mjöð úr hunangi. Það bjó í henni
verkþekking margi'a kynsióða. Við
sögðum stundum í gamni að hægt
væri að gefa út bók sem héti „1001
'?*éð Kristínar Jónasar".
Það var svo margt í Árbæjarsafni
sem Kristín sá um. Hún hannaði og
saumaði svuntur á frammistöðu-
stúlkur í Dillonshúsi. Hún saumaði
gluggatjöld af ýmsum gerðum fyi-ir
húsin í safninu og valdi efni og gerð
sem hverju hentaði. Hún útbjó hvað-
eina sem vantaði fyrir sýningar
-^jjefnsins, og ræktaði pelagóníur sem
'mómstruðu allt sumarið í gluggum
gömlu húsanna. Hún hafði umsjón
með textflsafni Arbæjarsafns, gerði
við textílana og skipulagði textfl-
geymslu safnsins af slíkri snyrti-
mennsku og reglusemi að eftir var
tekið.
Kristín gat alltaf leyst úr öflu, út>-
vegað það sem vantaði, alveg sama
hvað það var. Ef það var ekki til, bjó
hún það tfl. Þegar eina okkar vantaði
íslenskan búning til að nota við hátíð-
legt tækifæri tók Kristín peysufót
upp úr einni skúffunni. Einhvem
tíma vorum við nokkrar heima hjá
Kristínu á laugardagskvöldi og dró
hún þá fram forláta slopp og hött frá
Úsbekistan, sem Geir bónda hennar
hafði verið gefinn í vináttuferð á þær
slóðir. Kristínu þótti það afbragðs-
hugmynd að einhver úr hópnum færi
í sloppnum á dansleik þá um kvöldið
og var tilbúin að lána hann til þess, en
því miður skorti okkur dirfsku til að
sýna okkur í þvílíku skarti á Borginni.
En það sem var mest áberandi í
fari Kristínar var að hún laðaði að
sér fólk, hvar sem hún kom. Alls
konar fólk, á öllum aldri. Hún var
mikill höfðingi heim að sækja og
hafði ánægju af að taka á móti vinum
sínum. Hún veitti alltaf ríkulega,
hvort sem var góð ráð, mat eða
drykk. Löngu eftir að við hættum að
vinna saman var heimili Kristínar
samkomustaður okkar og oftar en
ekki reiddi hún fram nýstárlega rétti
sem hún hafði nýlegt lært að gera á
einhverju af öllum þeim námskeiðum
sem hún sótti í framandi matargerð.
Heimili Kristínar var einstakt, þar
naut sín listfengi hennar og frum-
leiki. Allt bar þar vitni um natni
hennar og næmni. Þar voru listmunir
úr öllum heimshomum, sem hún
hafði eignast í ferðum sínum eða vin-
ir hennar fært henni í gegnum árin.
Kristín hafði mikinn áhuga á mynd-
list, og sjálf hafði hún lært högg-
myndagerð á námskeiðum hjá As-
mundi Sveinssyni myndhöggvara.
Hún sótti mikið málverkasýningar og
veggimir vom þaktir málverkum. Ef
plássið þraut skipti hún um myndir
eftir árstíðum. Eins var Kristín ákaf-
lega vel lesin og vel heima í bók-
menntum, og bækur í miklum háveg-
um hafðar á heimilinu og Geh- mikill
bókasafnari. Allt spratt fram undan
fíngmm hennar, og í gluggunum
vora faflegustu og ræktarlegustu
piöntur sem hugsast gat. Og í hverri
skúffu og skáp átti Kristín dýrindis
efni og ef einhvem vantaði bút af ein-
hverju tilteknu efni gat Kristín alltaf
fundið það sem vantaði.
Kristín var félagslynd með af-
brigðum, hún hafði brennandi áhuga
á þjóðmálum og var róttæk i skoðun-
um, alla tíð traustur sósíalisti og ein-
lægur hemámsandstæðingur.
Ferðalög vom mikið yndi Kristín-
ar. Hún ferðaðist víða, bæði innan-
lands og utan, allt frá Grænlandi til
Kína. I hverri ferð eignaðist hún
nýja vini. Þegar Kristín fór með
ferðamannahópi til Grænlands og
var á gangi í Qaqortoq gaf hún sig á
tal við grænlensk hjón og fyrr en
varði var hún komin með þeim heim,
sest á tal við fólkið og þegai- hún
kvaddi var hún leyst út með gjöfum.
Hún var ein af þeim sem naut svo
einstaklega vel ferðalaganna og
kunni að segja frá því sem fyrir hana
bar á skemmtilegan og lifandi hátt,
svo það var engu líkara en maður
hefði verið með.
Nú er þessari ferð Kristínai' lokið
og hún lögð af stað í aðra. Við erum
þakklátar fyrir að hafa þekkt hana
og fengið að vera ferðafélagar henn-
ar um stund.
Júlíana Gottskálksdóttir,
Mjöll Snæsdóttir,
Guðný Gerður Gunnarsdóttir,
Kristín Huld Sigurðardóttir.
Skálholtskirkja
Skálholtshátíð 1998
SKÁLHOLTSHÁTÍÐ verður hald-
in helgina 18. til 19. júí. Nú er þess
sérstaklega minnst að 800 ár eru
liðin síðan Alþingi lýsti Þoriák helg-
an mann og leyfði áheit á hann.
Hinn 20. júlí 1198 voru bein hans
tekin úr jörðu og lögð í skrín það
sem til var í Skálholtskirkju fram
um 1800. Af þessu tilefni hefur frú
Rósa B. Blöndals ritað hátíðarljóð
sem hún flytur á hátíðinni og verður
prentuð útgáfa þess til sölu til
ágóða fyrir minningarsjóð Þorláks
helga. Sá sjóður er nýttur til fegr-
unar og umbóta í Skálholtskirkju,
sem auk þess að vera helguð Pétri
postula er auðvitað helguð Þorláki
helga. Einnig hefur verið gefíð út
kort með gamalli mynd Þorláks.
Kl. 14 á laugardeginum verður
kaþólsk messa er biskup kaþólskra,
herra Gijsen, syngur. Kl. 18 flytja
félagar úr Voces Thules aftansöng
úr Þorlákstíðum. Kl. 19 gefst gest-
um kostur á að kaupa mat í Skál-
holtsskóla. Kl. 21 verður samkoma í
kirkjunni og verður það tónlistar-
dagskrá í umsjá Hilmars Arnar
Agnarssonar organista. Þar koma
fram listamennirnir Kristjana Stef-
ánsdóttir, Soffía Stefánsdóttir, Jó-
hann Stefánsson, sr. Gunnar
Bjömsson og Voces Thules. Frú
Rósa flytur þar hátíðarljóð sitt og
eftir messuna eru hátíðargestir
boðnir í kirkjukaffi í Skálholtsskóla.
Á morgun, sunnudaginn 19. júlí,
hefst dagskráin með morgunsöng
kl. 10. Hátíðarmessa er kl. 14, sr.
Guðmundur Oli Olafsson og sr. Eg-
ill Hallgrímsson þjóna fyrir altari
fyrir predikun, eftir predikun þjón-
ar biskup Islands, herra Karl Sigur-
björnsson, fyrir altari. Vígslubisk-
upinn í Skálholti,_ Sigurður Sigurð-
arson, predikar. í messunni verður
kveikt á 130 kertum eins og gert
var hina fyrstu Skálholtshátíð 1198.
Kl. 16.30 verður samkoma í kirkj-
unni og þar mun Ásdís Egilsdóttir
lektor flytja erindi um Þorlák helga
og helgi hans. Biskup íslands og
Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð-
herra ávarpa samkomuna. Tónlist-
arflutningur verður í umsjá
Hilmars Axnar Agnarssonar, sem
einnig mun leika einleik á orgelið.
I Skálholti verður haldinn tjald-
markaður í dag og á morgun og þar
verður á boðstólum m.a. grænmeti
og hverabrauð. Sitthvað nýtt er að
sjá á staðnum fyrir þá sem ekki
hafa komið þar nýlega, í kjallara
kirkjunnar eru til sýnis níu myndir
af Þorláki helga, nýjar og fornar, en
líklega hefur þessum myndum ekki
fyrr verið safnað á einn stað. Staðn-
um hafa nýlega borist góðai' gjafír,
hjónin Helga og Kjartan í Vaðnesi
gáfu bókasafni Skálholtsstaðar safn
guðsorðabóka frá síðustu öld og
upphafi þessarar. Á útilistarsýningu
sem haldin var síðastliðið sumar var
sett upp verk Páls myndhöggvara
frá Húsafelli um siðina tvo er tókust
á í kristnitökunni. Hann hefur gefíð
Skálholtsstað verkið til minningar
um afa sinn, Helga frá Hjálmsstöð-
um, og hefur verkið vakið mikla at-
hygli gesta á staðnum. Hjónin Olöf
Jónsdóttir og Þórir Gunnarsson á
Selfossi gáfu þessa dagana Skál-
holtskirkju veglegan stjaka undir
skírnarkertið sem Þórir hefur sjálf-
ur smíðað.
Göngin, sem fyrr lágu milli kirkju
og skóla, hafa nú verið löguð og ný
heimreið er komin að staðnum með
góðu bílastæði.
Safnaðarstarf
Sjöunda dags aðventistar á fslandi:
Á laugardag:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin
Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíufræðsla að lokinni guðs-
þjónustu. Ræðumaður Ester Olafs-
dóttir.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Derek Beardsell.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung-
lingasamkoma kl. 20.30.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Kristján Friðbergsson.
Félagsheimili Hvammstanga.
Kvöldstund í Félagsheimili
Hvammstanga í kvöld kl. 21. Sjón-
varpstrúboðar kristilegu sjónvarps-
stöðvarinnar Omega, Kolbrún og
Guðlaugur Laufdal, sem leiða
kvöldþáttinn Kvöldljós, þjóna ásamt
gestum.
NÝJA verslunin og eigandinn, María Gröndal,
ásamt Eddu Strange starfsmanni.
Listasmiðjan flutt
LISTASMIÐJAN er flutt úr
Hafnarfirði í Skeifuna 3a í
Reykjavík. Listasmiðjan fram-
leiðir keramikhluti, bæði skraut-
og nytjahluti, tilbúna til málunar.
Mest af framleiðslunni er selt
brennt, þannig að kaupandinn
getur málað hlutina strax án
nokkurrar undirvinnu.
í fréttatilkynningu segir að
Listasmiðjan flytji inn vörur frá
Bandarikjunum og Evrópu til
þess að fullvinna keramik og hef-
ur það verið gert í 15 ár. Mest af
framleiðslunni hefur verið selt til
félagsstarfs og skóla, en með
flutningunum verður í vaxandi
mæli hægt að þjóna hinum stóra
hópi einstaklinga sem stunda
þessa tómstundaiðju. Námskeið í
keramikmálun hefjast í septem-
ber.