Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 áP' áttuhugur og ákveðni okkar ágæta vinar. Leiðir okkar Guðmundar lágu fyrst saman eftir að við hófum nám við Tækniskóla Islands hér í Reykjavík. Við áttum saman í hópi annarra bekkjarfélaga mjög við- burðarík og ánægjuleg ár og lukum prófi í byggingatæknifræði í des- ember 1974. Að námi loknu fór Guðmundur til heimabæjar síns, Akureyrar, og hóf störf hjá Vegagerð ríkisins og síðar Akureyrarbæ, en lengst af hefur hann starfað sem hafnarstjóri Akureyrarhafnar. Guðmundur var mikill áhuga- maður um íþróttir, einkum knatt- spyrnu, og vann árum saman að þeim málefnum fyrir Knattspyi'nu- félagið Þór, sem hann hélt mikla tryggð við alla væi. Við vinir Guðmundar minnumst hans sem hins glaðbeitta radd- sterka manns, sem lá ekki á skoð- unum sínum hverjn- sem viðmæl- endurnir voru og hvort sem hann sagði til kosta eða lasta. Han var á gleðistundum hrókur alls fagnaðar og margan sönginn höfum við sam- an kirjað þegar leiðir okkar hafa legið saman, bæði norðan heiða og sunnan. Við Guðmundur hittumst nokkrum sinnum á árunum 1994 til 1995 austur í Litháen, þar sem ég starfaði um skeið, en erindi hans þangað tengdust smíði á flotkví fyr- ir Akureyrarhöfn. Eitt atvik verður mér ætíð kært og minnisstætt frá fyrsta fundi okkar þar eystra en svo háttaði til að ég dvaldi á hóteli í Vilníus og sat við borð á veitinga- stað hótelsins seint um kvöld er hönd er lögð létt á öxlina á mér og sagt stundarhátt: „Er ekki hægt að fá eitthvað að éta hérna, drengur?" Eg var ekki lengi í vafa um hver væri hér á ferð þótt mér hefði verið alls ókunnugt um ferð þeirra Akur- eyringa. Þessar heimsóknir Guð- mundar voru mér mjög kærar og fluttu mann örlítið heim á leið hverju sinni. Við Sólveig þökkum fyrir allar ángæjulegu samverustundirnar um leið og við vottum Diddu, Einari, Bjarna og Klöru okkar innilegustu samúð á sorgarstundu. Megi sam- hugur og minning um góðan dreng verða þeim styrkur. Kjartan Rafnsson. Kveðja frá fþrótta- félaginu Þór Kær vinur og félagi, Guðmundur Sigurbjörnsson, hafnarstjóri á Akureyri og formaður íþróttafé- lagsins Þórs, hefur verið kallaður burt frá fjölskyldu sinni, ættingj- um og vinum eftir erfiða baráttu við banvænan sjúkdóm, aðeins tæplega fimmtugur að aldri. Guð- mundur var Þórsari af lífi og sál og helgaði félaginu stóran hluta af frí- tíma sínum. Störf Guðmundar fyrir félagið eru ómetanleg og við fráfall hans er einn allra dyggasti Þórsar- inn horfinn á braut langt fyrir ald- ur fram. Guðmundur var mikill áhuga- maður um knattspyrnu og kom hann fyrst í stjórn knattspyrnu- deildar árið 1976 og starfaði þar í mörg ár, var formaður deildarinnar um tíma en var auk þess í byggin- arnefnd Hamars frá árinu 1987 þar til húsið var vígt 1992 , ritari félags- ins 1993-94 og var formaður Iþróttafélagsins Þórs frá árinu 1996 til síðasta dags. Guðmundur var mjög staðfastur maður með ákveðnar skoðanir og ekki voru alltaf allir sammála hon- um eða sáttir við þær leiðir sem hann vildi fara. Hann var kröfu- harður við sjálfan sig og aðra en bar þó alltaf hag félagsins fyrir brjósti. Hann var mikill talsmaður þess að byggt yrði knattspyrnu- hús á félagssvæði Þórs við Hamar og vann að því máli af miklum myndarskap síðustu ár. Sem for- maður Þórs lagði hann sitt af mörkum við endurskipulagningu á fjármálum félagsins, sem gjör- breytti stöðu þess til hins betra og hlakkaði hann mikið til að geta fylgst með uppbyggingu félagins í framtíðinni. Sjálfboðaliðastarf í þágu íþróttahreyfingarinnar geta oft og tíðum verið vanþakklát og fékk Guðmundur eins og svo margir aðrir að finna fyrir því. Hann lét hins vegar engan bilbug á sér finna og vann að framfara- málum félagsins af myndarskap og krafti. Guðmundur var fjölskyldumaður mikill og tengdist fjölskyldan félag- inu eins og hann, börnin iðkuðu íþrótth’ og ekki voru stundirnar fá- ar sem Didda var búin að vinna fyr- ir félagið bæði útávið og eins við að hvetja sinn mann er erfiðir tímar voru í félaginu. Kæra fjölskylda, Didda, Einar, Bjarni, Klara, Kata, Kamilla litla, foreldrar og systkini, um leið og íþróttafélagið Þór þakkar Guð- mundi fyrir allt hans starf í þágu félagsins biðjum við góðan Guð að gefa ykkur styrk og blessun á þess- um erfiðu tímum. Missir ykkar er mikill og biðjum við minningu um góðan dreng að lifa. Kæri vinur, við njótum verka þinna í framtíðinni. Hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Konan mín Ágústa er Akureyr- ingur. Hún er af Eyi-inni. Þaðan var Guðmundur Sigurbjörnsson líka. Hún man vel eftir Guðmundi sem ungum manni og síðar þegar hann vitjaði móður sinnar reglu- lega, í Fróðasundinu. Fallegur ung- ur maður, snyrtilega til fara, tillits- samur, ábyrgur. Fólkið af Eyrinni fyrir norðan var Þórsarar og þar ólst Guðmund- ur upp í leik og starfi og óhjá- kvæmilegt fyrir mig, í gegnum fólk- ið hennar Ágústu, að tengjast því félagi og fylgjast betur með því fyr- ir vikið. Næstum árlega hafa verið farnar skemmtiferðir á Pollamótið til þeiiTa í Þór, að gleðjast með þeim og sitja í sólinni hjá Þórshamri. Skipulag þein-a móta, félagsheimil- ið og sá fjöldi sjálfboðaliða og Þórs- ara, sem þar hafa komið við sögu, ber góðum félagsanda vitni. Þar er margan góðan manninn að finna og þar var Guðmundur Sigurbjörns- son í fararbroddi og leitaði ásjár hjá mér þegar vantaði ræðumann eða veislustjóra. Það var auðsótt mál, enda við Guðmundur báðir komnir á þann aldur að geta frekar slegið um okkur í ræðupúlti en á knattspyrnuvelli. Síðustu árin hef- ur hann gegnt formennsku í félag- inu. Það var því miður ekki við góðu fjárhagslegu búi að taka. En Guðmundur gekk fram í því af mik- illi elju og einbeitni að ráða bót á skuldahalanum og nú síðast í vetur gekk hann á minn fund til að reka síðasta naglann í þá ráðagerð sem kom Þór á réttan kjöl. Sú lausn fannst og samkomulagið við bæjar- stjórnina fyrir norðan og það skipulag sem þar var ákveðið um samstarf, vinnubrögð og fjármál er til mikillar fyrirmyndar og eftir- breytni. Þar hygg ég að Guðmund- ur hafi ráðið mestu og hans mikla ráðvendni í hvívetna. Guðmundur Sigurbjörnsson gegndi ábyrgðar- starfi í bæjarlífinu á Akureyri. Hann var sömuleiðis mikill fjöl- skyldumaður og flanaði aldrei að neinu. Járnin voru mörg sem hann hafði í eldinum. Engu að síður gaf hann sér tíma til að sinna félagi sínu, enda var honum sem mörgum öðrum ljóst, að Þór og allt það samfélag gegnir mikilvægu hlut- verki í lífinu á Akureyri. íþrótta- hreyfingin er þakklát fyrir þá menn sem verja tima sínum og orku til að vinna hugsjóna- og sjálf- boðaliðastörf í þágu æskunnar og félagslífsins. Guðmundur var einn þessara manna og í honum mikil eftirsjá. Hann gat verið þungur og fastur fyrir. En ábyrgur og trygg- lyndur. Rétt eins og á Eyrinni forðum. Iþrótta- og ólympíusamband Is- lands sendir eiginkonu Guðmundar, börnum og fjölskyldu, sem og Þórs- urum og Akureyringum, sínar hug- heilu samúðarkveðjur vegna ótíma- bærs fráfalls þessa góða drengs._ Ellert B. Schram, forseti ISÍ. BRYNJAR SNÆR KRISTINSSON + Brynjar Snær Kristinsson fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1966. Hann lést af slysför- um í Sandeíjord í Noregi 26. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Kristinn G. Álfgeirsson og Ólafía Kolbrún Tryggvadóttir. Systir Brynjars er Guðrún, f. 1.2. 1974. Synir Brynjars eru Árni G., f. 9.12. 1986, tvíburarnir Tryggvi Pétur og Stefán Snær, f. 22.2. 1992, og Kristian C., f. 17.12. 1995. Útför Brynjars fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Systursonur minn, Brynjar Snær, er látinn. Hann fórst í vinnuslysi í Sandefjord í Noregi 26. júní sl. Lóa systir hringdi til mín og færði mér þessar fréttir. Þeirri sorg og örvinglun sem slíkar fréttir valda verður ekki með orðum lýst. Er til nokkuð verra en að missa barnið sitt? Brynjar Snær var fæddur 25. nóvember 1966. Hann var fæddur á afmælisdaginn hans pabba, en hann lést í febrúar sl. Eg vil minnast systursonar míns með orðum 86 ára gamallar konu,Nadine Stair, sem birtast hér í lauslegri þýðingu minni: Ef ég gæti lifað lífmu aftur mundi ég gera íleíri mistök. Eg mundi slaka betur á og vera mildari. Eg væri heimskari en ég hef verið í þessari ferð. Ég tæki oftar áhættu, klifi fleiri fjöll, synti í fleiri vötnum. Ég mundi borða meiri ís og færri baunir. Ég hefði sennilega meiri og alvarlegri áhyggjur, en þær væru færri ímyndaðar. Sjáið þið til ... ég er sú manngerð, sem lifir reglusömu og varkáru lífi. Klukkutíma eftir klukkutíma, dag eftir dag. Auðvitaðief ég átt góðar stundir. Ef ég gæti lifað aftur mundi ég reyna að hafa þessar stundir aðeins góðar. Einn tíma í einu, í stað þess að lifa svo mörg ár fyrirfram. Ég hef verið varkár kona sem fór aldrei neitt án hitamælis, vatnsflösku, regnkápu og fall- hlífar. Ef ég fengi að lifa lífinu mínu aftur mundi ég ganga berfætt á vorin og ganga berfætt langt fram á haust. Ég mundi dansa meira, ég færi oftar í hringekju, mundi tína miklu fleiri blóm. Systursonur minn, Brynjar Snær, lifði Kfinu meðan hann var. Blessuð sé minning hans. Guðrún S. Tryggvadóttir. Nú ertu héðan horfinn, elsku vin- ur minn, langt fyrir aldur fram. Þú sem varst svo fullur af gleði og orku. Það sem situr eftir eru minning- amar um fjúfai’ samvenrstundir okk- ar. Þegar ég hugsa aftur minnist ég þín á fljúgandi tölti með þrjá til reið- ar, þú ert vígalegur að sjá. Eg held að þér hafi aldrei liðið betur en þegar þú varst kominn í hnakkinn. Þegar við ákváðum að temja stóðmerina Núpakolsblesu held ég að það hafi verið hrekkjóttasta hross sem við höfum tamið, það var frábær tími. Við skiptumst á um að sitja hana og hún hrekkti og hrekkti og við hlógum og hlógum hvor að öðrum, við vorum flottir þá. Þegar þú ákvaðst að skoða heiminn og fluttist út óttaðist ég að vinátta okkar myndi rofna, en þvert á móti; okkar vinátta er að eilífu og Blóma Búðin öarðskom v/ l-ossvogsl<it*i<jwgo»*ð Sími. 554 0500 þinna hressu bréfa verður sárt saknað. Heimsókn mín til þín í Bergen var frábær, þú sýndir mér bæjarlífið og fórst með mig á veðreið- ar þar sem við stúderuð- um bæði hrossin og fólk- ið sem var þar að veðja. Einu sinni sagðir þú mér að bestu hestar sem þú hefðir átt væru tveir; Skarði, sem varð eftir hjá mér þegar þú fluttist út og eyðir sínum elli- dögum á Eíra-Hvoli, tví- tugur hcfðinginn, og hlaupahesturinn Breki, sem ég trúi að þú þeysir á um móa og mela. Elsku Binni minn, Guð blessi þig og styrki fjölskyldu þína. Jónas Friðbertsson. Það er stundum skrýtið hvað er stutt á milli gleði og sorgar, því þennan dag, 26. júní, eignaðist ég litla frænku og vinur minn átti af- mæli og flutti í nýtt hús en svo komu sorgarfréttirnar, að gamall og góður vinur minn hefði látist í vinnuslysi í Noregi. Eg trúði því ekki að það gæti verið satt að Binni væri farinn yfir móðuna miklu. Eg kynntist Binna í Svíþjóð, þar vorum við báðir að vinna í Volvo og fyrsta daginn minn þar var BiníIT* kallaður sem túlkur fyrir mig því ég kunni ekkert í sænsku. Seinna kynnt- umst við svo betur og fórum að leigja saman. Binni lifði lífinu hratt og það var alltaf mikið að gerast í kringum hann. Það var alltaf gaman að hlusta á Binna segja frá, því hann hafði lag á að gera allt svo fyndið og skemmti- legt. Hann sagði líka alls konar vísur sem hann hnoðaði saman og hann hló alltaf mikið að þeim sjálfur. Við Binni fórum margar ferðir til Danmerkur þegar við vorum í Svíþjóð og við áttum okkui’ þá marga drauma um að fara og ferðast saman, en þau' varð aldrei neitt úr þeim draumum. Svo þegar ég fór aftur heim til íslands heyrði ég ekki oft í Binna því það var stundum erfitt að vita hvar hann var staddur þessa og hina stundina. Síð- ast þegar ég hitti Binna, fyrir tveim árum, bjó hann í Högsater í Svíþjóð með konu sinni og litla syni sínum. Eg tók þessa heimsókn upp á myndband, það er mér dýrmætt núna þegar minningamar hellast yfir. Eg vil votta foreldrum, systur, börnum og vinum samúð mína á þessari sorgarstundu. Binni mun alltaf eiga pláss í hjörtum okkar og hann mun alltaf fylgjast með okkur frá sínum stað. Páll J. Kristinsson. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR, Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 18. júlí kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélagið Eykyndil. Fyrir hönd aðstandenda, Petra Magnúsdóttir, Þorkell Þorkelsson, Helgi Magnússon, Unnur Tómasdóttir, Guðmundur Loftsson. Útför móður okkar og tengdamóður, ÁSLAUGAR STEINSDÓTTUR húsfreyju á Úifsstöðum, Borgarfirði, sem lést 11. júlí, verður gerð frá Reykholts- kirkju laugardaginn 18. júlí kl. 14.00. Steingerður, Guðrún Elsa og Ragnhildur Þorsteinsdætur og tengdasynir. fe + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Austurbrún 2, Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS SVANLAUGSSONAR, Víðilundi 21, Akureyri. t* Lissý Sigþórsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Haraldur Rafnar, Ásta Þorsteinsdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Heimir Gunnarsson og barnabörn. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.