Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Teiknimynd Lindu McCartney frumsýnd ^STUTTMYND sem gerð var af Lindu McCartney skömmu áður en hún lést verður heimsfrum- sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Ed- inburg í næsta mánuði. „Wide Prairie“ er teiknimynd sem hyggð er á lagi sem hún samdi og skrifaði. Argentínski listamaðurinn Oscar GriIIo var með í ráðum og leikstýrði myndinni með McCart- ney. „Hún var svo áhrifarík ... Hún fór á hesti að næturlagi og —stjörnurnar og heiðskír himinn- inn voru svo nálægt að það var eins og hún riði á himnum,“ sagði Grillo. McCartney, eiginkona bítilsins fyrrverandi Paul McCartney, lést úr bijóstakrabbameini í apríl síð- astliðnum. Hún var 56 ára. KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir vísindatryllinn Mimic með þeim Miru Sorvino, Jeremy Nort- ham og Charles S, Dutton í aðalhlutverkum. Þau leika vísindamenn sem gera merka erfða- fræðilega uppgötvun sem síðan snýst upp í andhverfu sína og ógnar íbúum New York-borgar. Atlaga Júdas- ar-afbrigðisins Frumsýning HINN bráðsnjalli vísindamaður dr. Susan Tyler (Mira Sorvino) og eiginmaður hennar, dr. Peter Mann (Jeremy Northam), sem veitir smitvarnastofnun í New York forstöðu, taka höndum sam- an um að uppræta farsótt sem ógnar lífi fjölda bama, og svo virð- ist sem þeim hafi heppnast ætlun- arverk sitt. Dr. Tyler tekst að raða saman erfðaefni úr ýmsum dýra- tegundum til að mynda mótefni fyrir þá sem haldnir eru sjúk- dómnum. Kallar hún þessa upp- finningu sína Júdasarafbrigðið og með aðstoð eiginmannsins kemur hún því fyrir í lífkeðjunni í New York. Þremur árum síðar kemur hins vegar í ljós að það sem í fyrstu leit út fyrir að vera snilld- arverk í erfðafræðiiðnaði hefur snúist upp í andhverfu sína og lagt til atlögu við skapara sína. Lækn- ingin hefur þannig öðlast eigið líf og þessi röskun á jafnvægi náttúr- unnar hefur hafið gagnsókn. Sköpunarverkið úr rannsóknar- stofunni hefur hreiðrað um sig neðanjarðar í stórborginni og tek- ið á sig mynd helsta rándýrs jarð- arinnar, mannskepnunnar sjálfr- ar. Dæmið hefur því snúist við með skelfilegum afleiðingum og þeir einu sem snúið geta þessari þróun við eru vísindamennirnir sem sköpuðu óvættina. Mira Sorvino sló eftirminnilega í gegn þegar hún lék í myndinni Mighty Aphrodite sem Woody Al- len leikstýrði, en í henni lék hún heimska ljóshærða vændiskonu sem auk þess var aukaleikari í klámmyndum. Sópaði hún að sér verðlaunum fyrir þetta hlutverk sitt, en hún hlaut meðal annars Óskarsverðlaun árið 1995 fyrir frammistöðu sína og Golden Glo- be-verðlaunin. Mira er dóttir leikarans Pauls Soi-vino, sem m.a. lék í Goodfellas. Hún fæddist í New York en ólst upp í New Jersey þar sem foreldr- ar hennar vildu ekki ala hana upp í stórborginni. Sorvino stundaði nám við Harvard-háskólann í fjög- ur ár og útskrifaðist þaðan með gráðu í asískum tungumálum og menningarsögu. Bjó hún um átta mánaða skeið í Peking og skrifaði þar verðlaunaritgerð um kynþátta- árekstra í Kína. Eftir það vann hún um skeið í skóla fyrir sein- þroska börn, en ákvað síðan að helga sig leiklistinni þegar hún sótti námskeið í ljósmyndun. Ekki leið á löngu þar til henni áskotnaðist fyrsta kvikmyndahlut- verkið, en það var í myndinni Amongst Friends, sem vann til verðlauna á Sundance-kvikmynda- hátíðinni 1993. Síðast sást Miru á hvíta tjaldinu í gamanmyndinni Romy and Michelle’s High School Reunion þar sem hún lék á móti Lisu Kudrow, en meðal annarra nýlegra mynda hennar eru Sweet Nothing, Beautifui Girls og Blue in HJÓNIN dr. Susan Tyler (Mira Sorvino) og dr. Peter Mann (Jeremy Northam) eru þau einu sem tekist geta á við sköpunarverk sitt. LEIKARINN F. Murray Abraham fer með lilutverk prófessors sem dr. Tyler leitar ráða hjá. the Face, sem Harvey Keitel fór Quiz Show, sem Robert Redford með aðalhlutverkið í. Þá lék hún í leikstýrði, og í Barcelona. DIGITAL nwirk wahlberg christina appiegate bakeem waadbine antania sábata, jr. DIGITAL með íléttu Skotmarkið Magnaður grínhasar sem fór beint á toppinn i Bahdaríkjunum f v€r, með Mark Wahlberg úf JEÍoogie Nights. Frábært grfn, frábær hasar. framkvæmd með stæl frábær áhættuatriði og frábær tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.