Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skítt með það þótt hringjarinn hafi stungið af, Magga mín, en við hefðum betur pantað okkur prest úr mínum flokki, góða. Ríkisendurskoðandi ritar forseta Alþingis bréf Bankastjórnin upplýsti ekki um röng svör SIGURÐUR Þórðarson ríkisend- urskoðandi hefur ritað forseta Al- þingis bréf þar sem mótmælt er fullyrðingum sem fram hafa komið Lýst eftir bíl Rannsókanrlögreglan í Hafn- arfirði auglýsir eftir bíl sem stolið var frá Kaplahrauni 18 í lok júní. Um er að ræða Suzuki Swift með skrásetningarnúm- erinu Ö 11460. Bíllinn er gulllitaður, með málmlit og því nokkuð áber- andi. Ekkert hefur spurst til bílsins þrátt fýrir leit og eftir- grennslan. Þeir sem kunna að hafa séð bílinn eru beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. um að bankastjórn Búnaðarbank- ans hafi látið Ríkisendurskoðun vita um að upplýsingar, sem bankastjómin sendi viðskiptaráð- herra fyrr á þessu ári um kostnað við laxveiðiferðir, hafi verið rangar. Tilefni bréfsins er að Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður, sem bar fram fyrirspumir á Alþingi um laxveiðiferðir bankastjóra, segir í bréfum sem hún ritaði forsætis- nefndinni í júní, að bankastjórn Búnaðarbankans hafi látið Ríkis- endurskoðun vita af röngum svör- um til Alþingis. Þess má geta að fullyrðingar þessa efnis munu einnig hafa komið fram í viðtali við Sólon Sigurðsson bankastjóra í fjölmiðlum. Rannsókn leiddi í ljós að svörin voru röng Ríkisendurskoðandi segir í bréfi sínu til forseta Alþingis að banka- stjóm Búnaðarbankans hafi aldrei gert Ríkisendurskoðun grein iyrir því að svörin væru röng, hvorki formlega né óformlega. A fyrsta degi rannsóknar Ríkisendurskoð- unar á bókhaldi Búnaðarbankans hafi hins vegar komið í ljós að svör bankans við fyrirspum þingmanns- ins vom ekki rétt. Ríkisendurskoð- andi segir að ekki hafi að svo stöddu þótt eðlilegt að gera sér- staka grein fyrir þessum þætti málsins enda rannsóknin nýhafin og heilsteypt mynd af stöðunni því ekki fyrirliggjandi. Jafnframt hafi fleiri þættir verið til skoðunar sem tengdust veiðiferðum. „I þessu sambandi er vandséð að hægt sé að haga vinnu af þessum toga þannig að Alþingi sé gerð grein fyrir niðurstöðu einstakra þátta á meðan verkið er í vinnslu og áður en því er lokið í heild sinni og vona ég að forseti Alþingis sé mér sammála hvað það varðar," segir í bréfi Sigurðar Þórðarsonar Lambi eldhúsrúllur 4 stk. Sælusnúðar Kellogg’s kornflögur 500g Ömmu Pizza 450g Þorlákshátíð kaþólskra í Skálholti Söguleg túlkun á kaþólskum ekki rétt Séra Sæmundur Vigfússon ORLÁKSHÁTÍÐ verður haldin í Ara- tungu og Skálholti 17., 18. og 19. júlí. Hátíðin hefst í kvöld klukkan 20 með kvöldvöku og varðeldi og að því búnu verður kvöldbæn. Laugardaginn 18. júlí verður morgunbæn að loknum morgunverði og þvínæst býður séra Jakob Rolland gesti velkomna. Klukkan tíu hefst flutning- ur erinda þar sem fjallað verður um kristni á dögum Þorláks helga og kaþólsku kirkjuna í nútíð og framtíð. Fyrirlesarai- verða séra Sæmundur Vigfússon, Jón Böðvarsson og Kári Bjamason. Boðið er upp á barnagæslu meðan á fyrir- lestranum stendur. Að loknum hádegisverði í Aratungu verður ekið til Skálholts með rútu og klukkan 14 verður hámessa biskups í Skál- holtskirkju. Að því búnu verður gengið að minnisvarða Jóns Ara- sonar og síðar um daginn verða tónleikar í Skálholtskirkju í umsjá Atla Heimis Sveinssonar. Þvínæst verður aftansöngur í Aratungu og að loknum kvöldverði verður kvöldvaka með léttri dagskrá og loks kvöldbæn. Að morgni sunnudags verður síðan messa í Aratungu en hátíð- inni lýkur klukkan 10.30 árdegis. - I æviágripi þínu kemur fram að þú hafir lagt niður preststörf um tíma og farið að vinna hjá hag- fræðideild Seðlabankans. Hvernig fórþaðsaman? „Já, guð og mammon? Ég hlýt að vera öfgamaður. En í alvöru sagt var það dálítið vandasamt og líktist því einna helst að fara úr herþjónustu yfir í borgaralegt líf og svo aftur tilbaka en Seðla- bankamenn reyndust mér vel. Þetta er líka óvenjulegt innan kirkjunnar en svona gekk þetta nú fyrir sig. Safnaðardeilur geta orðið heiftúðugar eins og nýleg dæmi sanna og ég vildi komast hjá því.“ - Hvers vegna er efnt til þess- arar hátíðar? „Það er gert vegna ársins 2000, sem er helgiár hjá kaþólskum. Óskað var eftir því að undirbún- ingur þess færi fram næstu þrjú ár á undan um allan heim, sem kaþólskir á íslandi hafa gert með þessum hætti. Hátíðin nú er því hluti af þeim undirbúningi." - Hvers vegna verður heilagur Þorlákur fyrir valinu? „Heilagur Þorlákur dó 1193 og því var hátíð hans árið 1993. Þor- lákshátíð árið 1998 er því ekki sögulega rétt í þeim skilningi. Aðalatriðið er hins veg- ar að hátíðina ber upp á eitt af þremur undir- búningsárum fyrir helgiárið 2000 og rétt að nota þetta tilefni til þess að minnast Þorláks.' - Hvað ætlar þú að fjalla um í erindi þínu? „Ég mun fyrst og fremst fjalla um kaþólsk sjónarmið í þeim sam- anburði og það sem mér þykir at- hugavert við sögulega túlkun ís- landssögunnar á kaþólskum. Ég er ekki sagnfræðingur en vil gera ýmsar athugasemdir við túlkun ókaþólskra sagnfræðinga á tíma- bilinu frá kristnitöku til siða- skipta. í öðru lagi mun ég fjalla lítilsháttar um Þorlák sjálfan, en það ætti fremur að falla í hlut hinna, og í þriðja lagi bera saman samtíð Þorláks við okkar í kaþ- ólsku samhengi “ ► Séra Sæmundur Vigfússon fæddist í Reykjavík hinn 27. jan- úar árið 1926. Foreldrar hans voru Vigfús Þorkelsson og Guð- rún Ólafsdóttir. Hann fékkst við skrifstofustörf fram til ársins 1951. Árið 1946 tók hann kaþ- ólska trú og gekk í prestaskól- ann „Propaganda Fide“ í Vatík- aninu í Róm 1955-1962. Þar nam séra Sæmundur heimspeki og guðfræði og þess má geta að nafn skólans útleggst „til út- breiðslu trúariunar" á íslensku. Hann var vígður prestur 20. desember 1961 í Róm og var prestur að Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 1962-1969. Á þeim árum voru uppi miklar deilur meðal kaþólskra manna á Is- landi og bað séra Sæmundur kirkjuyfirvöld í Róm því um leyfi til þess að leggja niður preststörf til þess að komast hjá frekari erjum. Hann starfaði hjá hagfræðideiid Seðlabanka Is- lands í nokkur ár en tók við preststarfi að nýju 1988 eftir komu Jolsons, biskups kaþ- ólskra, og starfar nú einkum við þýðingar á kirkjutextum. - Hvenær var Þoriákur tekinn í helgra manna tölu? „Ef helgi var á mönnum í tíð kaþólskunnar fyrir siðaskipti voru bein þeirra tekin upp og flutt inn í kirkju eða lögð í skríni, stundum yfir altari. Þetta hefur gerst í þónokkrum tilvikum. Fyrstan má nefna Ásólf alskikk að Hólmi á Akranesi. Fleiri dæmi eru Þórður góðimaður, Guðmundur góði og ábóti nokkur í Þykkvabæ en til- vikin munu vera fleiri. Árið 1198 var ákveðið að taka upp bein Þor- láks helga, flytja inn í Skálholts- kirkju og gera Þorláks- skrín. Um leið var ákveðið að leyfilegt væri að heita á Þorlák. Næsta stig er að lýsa menn heilaga með ein- um eða öðrum hætti, fyrra stigið er beatus, eða blessaður, og hið síðara sanctus, eða heilagur, stundum sagt hinn dýri sem nú er að falla úr málinu í þessari merk- ingu. Viðurnefnið góði var notað á íslensku í þessum tilvikum. Árið 1199 ákvarðaði Alþingi um helgi Þorláks en ekki var staðið rétt að þeirri ákvörðun að taka hann í helgra manna tölu að kirkjulegum sið á sínum tíma. Árið 1984 veitti Jóhannes Páll páfi II síðan leyfi fyrir því að Þorlákur helgi yrði verndardýrlingur íslands og þar með var hjá því komist að taka af- stöðu til eldri ákvarðana um stöðu hans.“ Þorlákur verndardýr- lingur fslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.