Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 13

Morgunblaðið - 17.07.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1998 1 3 FRÉTTIR Upplagstölur kynningar- og tímarita Upplag þjónustu- skrár stærst UPPLAGSE FTIRLIT Verslunar- ráðs Islands hefur framkvæmt samningsbundið eftirlit með upp- lagi tímarita og kynningarrita varðandi útgáfu frá janúar til apríl 1998. Pað rit, sem gefið var út í stærstu upplagi á þessum tíma, var A-Ö-þj ónustuskrá. Samkvæmt niðurstöðum eftir- litsins var öllu prentuðu upplagi Fasteignablaðsins dreift að meðal- tali í 62 þúsund eintökum án end- urgjalds, en sjö tölublöð komu út á tímabilinu. Lítil aukning var á dreifingunni frá fyrri ársþriðjungi, því frá september 1997 til apríl 1998 var blaðinu dreift í 61.770 ein- tökum að meðaltali á tölublað, en þau voru þrettán á tímabilinu. Prentað upplag Sjónvarps- handbókarinnar stækkar Sjónvarpshandbókinni var einnig dreift ókeypis í rúmum 69 þúsund eintökum að meðaltali á tölublað og var það nánast allt prentað upplag hennar, en átta tölublöð komu út á tímabilinu. Prentað upplag jókst nokkuð í samanburði við ársþriðjungana þar á undan, en þá var það prentað og því dreift í 65 þúsund eintökum. Fimmtán tölublöð komu út á því tímabili. Blað FÍB, Ökuþór, var prentað í tæpum 20 þúsund eintökum. 19 þúsund eintökum var dreift í áskrift en 800 var dreift ókeypis, en eitt tölublað var gefið út á tíma- bilinu. Það skal tekið fram að tölur um fjölda eintaka sem dreift er ókeypis era óstaðfestar tölur frá útgefendum, að því er kemur fram í upplýsingum Upplagseftirlitsins. Til samanburðar við tímabilið sept- ember ‘97 til apríl ‘98 minnkaði prentað upplag blaðsins Ökuþórs á sl. ársþriðjungi. Á fyrra tímabilinu var það prentað í rúmum 24 þús- und eintökum og tæpum 19 þúsund þeirra var dreift í áskrift. Aukið upplag Around Reykjavík Vélstjórablaðinu (VSFÍ-fréttum) var að meðaltali dreift í 3.250 ein- tökum á tímabilinu, og var 3.150 eintökum dreift ókeypis. Út komu tvö tölublöð á tímabilinu. Ekkert tölublað tímaritsins Heil- brigðismála kom út á tímabilinu janúar til apríl 1998, en á tímabil- inu september ‘97 til apríl ‘98 var eitt tölublað tímaritsins prentað í rúmum 4 þúsund eintökum og var tæpum 3.500 dreift í áskrift. Kynningarrit sem Upplagseftir- litið hafði eftirlit með á tímabilinu janúar til apríl ‘98 voru sex en samningar eru í gildi fyrir tíu titla. Around Iceland 1998 var prentað í 45 þúsund eintökum og var 8 þús- und þeirra dreift. Eitt tölublað kom út á tímabilinu. Around Reykjavík Winter 1997- ’98 kom út í tveimur tölublöðum á skoðunartímabilinu og var það að meðaltali prentað í 10 þúsund ein- tökum og var 7.500 þeirra dreift. Fjögur eintök ritsins höfðu komið út á tímabilinu september 1997 til apríl ‘98. Prentað upplag var að meðaltali 8.750 og var þvi öllu dreift. Prentað upplag ritsins hefur þvi nokkuð aukist frá síðasta árs- þriðjungi, en dreifðum eintökum fækkað. Stendur öllum til boða Eitt tölublað af Á ferð um ísland 1998 var prentað í 30 þúsund ein- tökum og var 5 þúsund þeirra dreift eða lögð fram. Complete Reykjavík Map 1997-1998 var dreift í 8 þúsund eintökum á skoðunartímabilinu en alls í 25 þúsund eintökum frá því í september á síðasta ári. A-Ö-þjónustuskrá sem gefin var út í október 1997 og dreift á heim- ili, fyrirtæki og stofnanir á höfuð- borgarsvæðinu var prentuð í 72 þúsund eintökum. 61 þúsund þeiiTa var dreift í pósti og 10 þús- und var dreift á annan hátt. Kynningarritið Áning - gisti- staðir á Islandi 1997 var prentað í 32 þúsund eintaka upplagi í nóvem- ber ‘97. 5 þúsund þeirra var dreift á íslandi og erlendis árið 1997 en tæpum 27 þúsund var dreift árið 1998 bæði á Islandi og erlendis. Upplagseftirlit stendur öllum út- gefendum til boða en er einungis framkvæmt meðal þein’a sem óska eftir því. Það er framkvæmt af lög- giltum endurskoðanda og lögfræð- ingur hefur umsjón með eftirlitinu. Engir aðrir nota upplagseftirlitið en þeir sem greint er frá í tilkynn- ingum þess hverju sinni. Uppsetningabúðin Hverfisgötu 74, sími 552 5270. Borð- dúkar Sumarhús til leigu Nýlegt rúmgott sumarhús á rólegum stað, 22 km frá Akureyri. Upplýsingar í síma 463 1355. www.mbl.is/fasteignir LINSAN Aðalstræti 9 sími 551 5055 Kringlunnar Brúðargjöf að eigin vali er besta gjöfin Gefðu gjafakort Kringlunnar og þá geta brúðhjónin valið sér það sem þau fengu ekki í brúðargjöf. Gjafakortin gilda í öllum verslunum Kringlunnar nema ÁTVR. Gjafakortin eru í þremur verðgildum, 2.500, 5.000 og 10.000 kr. og fást í versluninni Byggt & Búið, Kringlunni. KRINGWN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.