Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ fímmti frá vinstri í fjórðu röð, Stefán Jónsson, „Stebbi danski", kallaður, sem hefur búið í áratugi í Bandaríkjunum og er hér annar frá vinstri í fjórðu röð, Axel Kvar- an, lögreglumaður og sundkappi, sem er hér við hlið Stefáns og svo hlýt ég að nefna Flosa Olafsson leikara sem er lengst til hægi-i í annarri röð. Einar Oddsson, sem síðar varð sýslumaður í Vík í Mýrdal og er hér annar til vinstri í sjöttu röð, og Guðlaug Helgason, sem lengi var flugstjóri hjá Flug- leiðum og er hér fimmti frá hægri í fímmtu röð. Þarna voru margir Akureyringar, einhverjir voru frá Isafirði sem var algengt á þeim árum að Isfirðingar sóttu skólann á Akureyri áður en Menntaskól- inn á Isafirði varð til og það voru nokkuð margir úr Reykjavík." Hafðir þú snemma ákveðið hvaða nám þú ætlaðir að leggja stund á að loknu stúdentsprófi? „Ég hafði gengið með það sem nokkuð fasta hugmynd að fara í læknisfræði og fór reyndar í læknisfræði, ég byrjaði í læknis- fræði og átti að heita ég væri í henni í tvo vetur, en ég var svo sem búinn að sjá að það hentaði mér ekki. Ég flutti mig yfir í laga: deild Háskóla íslands árið 1955. í hópnum sem útskrifaðist 1953 eru nokkrir kennarar, verkfræðingar, læknar og lögfræðingar, en eng- inn prestur, því miður, og nokkrir eru búsettir erlendis og hafa verið lengi. Það var mikil gleði þegar við lukum stúdentsprófi. Við héldum okkar hátíð 15. júní þegar við vor- um í síðasta prófinu og 16. júní var svona allsherjar samkoma fyrir, „júbflantana", sem voru þó eingöngu tíu og tuttugu og fimm ára stúdentar, því að þegar við út- skrifuðumst var skólinn 25 ára. Þá komu fyrstu 25 ára stúdent- arnir og komu tveir, séra Gunnar Jóhannesson í Skarði og Bragi Steingrímsson dýralæknir. Við héldum upp á stúdentsprófið með margvíslegum hætti. Við fór- um á nokkrum bflum suður og gistum fyrst á Hreðavatni og bönkuðum síðan upp á hjá Pálma Hannessyni rektor og spurðum hvort við gætum fengið að gista í Selinu í Hveragerði. Það var í góðu lagi. Þá var ekki farið til útlanda. Við höfðum það nokkuð fasta reglu hér á árum áður að hittast í Reykjavík eina kvöldstund og við gerum þetta alltaf öðru hverju og ég vona að það haldist áfram,“ seg- ir Olafur og leggur frá sér bekkj- armyndina og hefur gaman af að rifja upp menntaskólaárin á Akur- eyri. Akureyri um miðja öldina Var Akureyri ekki töluvert minni bær í þá daga, en í dag tæp- um fímmtíu árum síðar? „Jú, jú. Ég man nú ekki íbúatöl- una á Akureyri á þessum árum. Þarna var auðvitað ýmislegt til þá, fastir punktar í bæjarlífinu síðan, eins og t.d. íýrir utan skólann, kirkjan og Hótel KEA. Ráðhús- torgið var þarna og þegar ég flutti til Akureyrar með foreldrum mín- um var það fyrsti staðurinn sem við bjuggum á. Það var í íbúð fyrir ofan Bifreiðastöð Oddeyrar. Akur- eyri var vaxandi bær um miðja öldina. KEA var þarna mjög áber- andi á öllum sviðum með allar sín- ar verksmiðjur og iðnaðurinn var ríkjandi. Útgerðarfélag Akureyrar var þá orðið nokkuð öflugt og Guð- mundur Jörundsson var með sína útgerð. Séra Friðrik Rafnar var þá enn á lífi, en séra Pétur Sigur- geirsson var kominn til starfa og og tók við af séra Friðriki og Pétur var mjög öflugur í æskulýðsstarfi á Akureyri. Þegar ég var nýkominn til Akur- eyi'ar árið 1948 fóru fram alþingis- VIKU m LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 23 TIU ára stúdentar árið 1963. kosningar. Ég var á framboðsfundi sem haldinn var í Nýja bíói. Þá var Akureyri einmenniskjördæmi og Sigurður Hlíðar yfirdýralæknir að hætta þingmennsku. Sigurður hafði verið þingmaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Akureyri og Jónas Rafnar var að hefja þingmennsku, 29 ára. Ég man mjög vel eftir þessum framboðsfundi því þar átt- ust þeir við Jónas, Steindór Stein- dórssson fyrir Alþýðuflokkinn, doktor Kristinn Guðmundsson fyr- ir Framsóknarflokkinn og Stein- grímur Aðalsteinsson fyrir Sósí- alistaflokkinn, allt miklir mælsku- menn sem sóttu mjög að Jónasi og töldu hann alltof ungan til þess að fara á þing, en Jónas vann þarna glæstan sigur. Það var nokkuð fjölbreytt listalíf í Menntaskólanum á Akureyri þegar ég var þar við nám þótt það hafi ekki verið eins fjölbeytt og síðar varð. Það var t.d. stundaður söngur og við höfðum þar góðan kennara, Björgvin Guðmundsson tónskáld sem var mjög eftirminni- legur persónuleiki. Við félagarnir hlustuðum gjarnan á músík, ekki síst djassmúsík. Ágætur vinur minn, Stefán Scheving Thorsteins- son, var fróður um hinar ýmsu stefnur í músík. Við lásum heil ósköp af bókmenntum t.d. bækur Halldórs Laxness. Ég var mikill aðdáandi Laxness þótt ég væri hægra megin í pólitíkinni. Leiklist- arlíf var líka stundað. Það var 25 ára stúdentar Hópurinn samankominn á 25 ára stúdentsafmælinu: Neðsta röð: Þóra Stefáns- dóttir, Rannveig Gísla- dóttir, Guðmundur Klem- enzson, Ingibjörg Þórar- insdóttir, Þráinn Guð- mundsson, Birna Þórar- insdóttir, Olafur G. Ein- arsson, Stefanía Stefáns- dóttir, Stefán Scheving Thorsteinsson, Magnús Sigurðsson. 2. röð: Guð- björg Ingimundardóttir, Kristján H. Ingólfsson, Sigursveinn Jóhannesson, Axel Kvaran, Jóhanna Valdimarsdóttir, Siguijón Jóhannesson, Reynir Jón- asson, Þorsteinn Glúms- son, Einar Oddsson. 3. röð: Rafn Hjaltalín, ÓIi Björn Hannesson, Stefán Þorláksson, Vilhjálmur Þórhallsson, Vilhjálmur Þorláksson, Jóhann Lárus Jónasson, Jóhannes Gísli Sölvason, Örn Bjarnason, Jón H. Sigurðsson. 4. röð: Kjartan Kristjánsson, Ólöf Björnsdóttir, Ólafur Hall- grímsson, Þórey Guð- mundsdóttir, Kristján Að- albjörnsson, Hrein Bern- harðsson, Eiríkur Sveins- son, Haukur Árnason, Guðmundur Þorbjamar- son, Karl Stefánsson. þarna leikfélag og það voru settar upp sýningar í skólanum, en ég tók nú ekki þátt í því. Jón heitinn Norðfjörð, sem var þekktur leikari á sinni tíð, stjórnaði gjarnan sýn- ingum hjá Leikfélagi Akureyrar og í skólanum. Þetta eru minnisstæð ár. Það var málfundafélag í skólanum og nemendur voru í blaðaútgáfu. Þjóðmálin voru mikið rædd. Við tókum misjafnlega mikið þátþ í hinu pólitíska starfi í bænum. Ég var auðvitað í Verði, félagi ungra sjálfstæðismanna á Akureyri. Við vorum nokkuð pólitískir, bekkjar- félagarnir, og það var tekist á um þjóðmálin og alþjóðamál. Úr mín- um bekk voru ekki margir sem fóru út í pólitík að loknu námi. Við höfum aðeins tveir úr þessum bekk gegnt þingmennsku. Fyrir utan mig Kjartan Ólafsson, fyrr- verandi ritstjóri Þjóðviljans." Bara ræst furðu vel úr okkur sumum „Steindór Steindórsson er minn- isstæður maður. Þegar við bekkj- arsystkin komum til Akureyrar til að halda upp á fjörutíu ára stúd- entsafmælið árið 1993, héldum við veislu og buðum þeim gömlu kenn- urum okkar sem búsettir voru á Akureyri og þeir voru nokkrir, en það mætti aðeins einn og það var sá elsti, Steindór Steindórsson, 91 árs og farinn mjög að tapa sjón, sonarsonur hans leiddi hann til okkar. Steindór flutti góða ræðu. Ég var þá menntamálaráðherra. Steindór taldi að það hefði bara ræst furðu vel úr okkur sumum, nú væri hann Ólafur G. Einarsson t.d. orðinn menntamálaráðherra. Hann væri eini nemandi Mennta- skólans á Akureyri sem kæmi sem ,júbílant“ og menntamála- ráðherra, þótt fleiri stúdentar hefðu orðið menntamálaráðherr- ar. Þetta var hann Steindór búinn að finna út. Svo sagði hann: - Ég má ekki dvelja lengur hjá ykkur. Ég þarf að heimsækja tíu ára stúdentana.“ Að loknu stúdentsprófi var Ólafur sveitarstjóri Garðahrepps frá 1960 til 1972 og þingmaður Reykjaneskjördæmis frá 1971 og menntamálaráðherra frá 1991- 1995. Hann hefur verið forseti sameinaðs Alþingis frá 1995. Þá hefur Ólafur gegnt fjölda opin- berra trúnarðarstarfa og setið t.d. í stjórn Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1963-68 og var í stjórn Framkvæmdastofnun- ar ríkisins frá 1974-78 og 1983-85, í stjórn Byggðastofnunar frá 1985 til 1987 og formaður trygginga- ráðs 1983-87. Kona Olafs er Ragna Bjarnadóttir. Þau eiga eina dóttur, Ástu Ragnhildi. Ég man vel eftir þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni frá Éagraskógi. Davíð var fremur hlédrægur. Hann var mjög glæsilegur maður og ég sá honum bregða fyrir á göt- um Akureyrar. Bróðurdóttir hans, Þóra Stefánsdóttir, var með mér í bekk í Menntaskólanum á Akur- eyri.“ Öflugt félagslíf í MA „Félagslíf í skólanum var öflugt. Það var mikið farið í skíðaferðir upp í Útgarð, lítið hús sem Menntaskólinn átti í Hlíðarfjalli þar sem núna er skíðasvæði Akur- eyringa. Þangað var gjarnan farið um helgar og þá fór ævinlega ein- hver kennari með til að passa upp á siðferðið. Iþróttalíf var öflugt. Það var þessi svokallaða, „Ut- garðsganga" t.d. á hverju ári og gengið frá Útgarði og niður í skóla, kappganga og tóku margir þátt í henni. íþróttafélag Mennta- skólans keppti við iþróttafélögin á Akureyri, Þór og KÁ í skíðaíþrótt- inni og svo í frjálsum íþróttum. CHATEU D’AX Teg: 513 3ja sæta sófi verð kr. 172.300 stgr. 3ja sæta sófi + 2 stólar verð kr. 363.000 stgr. Opið á laugardögum \Jj Raðgreiðshir til alltað36mán,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.