Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 41' SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR + Svanhvít Jónsdóttir fæddist í Neskaupstað 6. janúar 1968. Hún lést í Landspítalan- um 6. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 9. ágúst. Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð um vinkonu mína á æsku- árunum. Vinkonu sem reyndist mér svo vel þó að við værum ekki gaml- ar. Leiðir okkar lágu saman þegar ég byrjaði í Víðistaðaskóla í sjö ára bekk og var nýflutt á Vesturvang- inn, einni götu frá heimili Svanhvít- ar. Við vorum samferða í og úr skól- anum og upp frá því urðum við bestu vinkonur. Fórum í dansskóla saman og lærðum Grease-dansana og dönsuðum Grease við hvert tæki- færi. Einu sinni dönsuðum við Grea- se allt gamlárskvöld. Foreldrar mín- ir skildu og þá flutti ég af Vestur- vanginum á Vitastíginn en þú taldir það ekki eftir þér að ganga með mér heim og ein heim til þín. En svo flutti ég úr Hafnarfirði og þá hitt- umst við aðra hverja helgi þegar ég kom til pabba. Þá brölluðum við ým- islegt ég, þú og Svandís. En svo skildu leiðir okkar og við hittumst æ sjaldnar. Síðastliðið ár hittumst við þó nokkrum sinnum óvænt og ég er svo ánægð með að hafa náð að segja þér hvað þú reyndist mér vel þegar foreldrar mính- skildu og þú svo ánægð að heyra það. Þú varst sterk- ust og duglegust enda sýndi það sig best að eftir að þú veiktist, fórstu á skíði og spilaðir golf. Elsku Svanhvít, ég vil þakka þér fyrir allt saman og ég er stolt af að hafa fengið að kynnast þér. Þú kenndir mér margt sem er ekki sjálfsagt í þessum heimi. Bræðrum hennar og ástvinum færi ég samúð- arkveðjur. Hver einasti maður hefur sinn tilgang. Hver maður hefur fram að færa einstæða gjöf eða sérstakar gáfur til að gefa öðrum. Og þegar þessar sérstöku gáfur eru notaðar í þjónustu annarra, þá hljótum við lífsfyllingu, innri fógnuð og frið andans, sem er hinn endanlegi tilgangur allra markmiða. (Gunnar Dal.) Jóhanna M. Jóhannsdóttir. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningai- fyrir greina- höfunda skal eftirfarandi tekið fram um lengd gi’eina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfai-ardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- gi-einum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraðui’, en ékki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfmu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyi’ir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getui’ þurft að fresta birtingu minningai’- greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. BJARNI SIGURÐSSON + Bjarni Sigurðs- son fæddist á Folafæti í ísafjarð- ardjúpi 24. desem- ber 1920. Hann lést í Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafírði 21. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bol- ungarvík 25. júlí. Mig langar að minn- ast afa míns Bjama Sigurðssonar eða Bjarna sala eins og hann var daglega nefndur. Mín fyrstu kynni af honum sem ein- staklingi voru þegar við bræðurnir fórum að vera einir hjá honum á sumrin og var það stundum harður skóli en hann skilaði sínu. Sendi hann okkur fljótlega í vinnu til Geirs í saltfísk, því þar lærðu menn að vinna, sérstaklega svona guttar sem vom að byrja að vinna, og verðum við honum ævinlega þakk- látir fyrir það. Svona var allt sem hann gerði, það var gert til frambúðar. Hann þoldi illa hálfunnin verk. Afí var mikil kokkur og starfaði sem slíkur bæði til sjós og lands og því átti hann auðvelt með að elda ofan í okkur bræðurna og sá hann til þess að við ætum það sem á borðið var lagt. Byrjuðu allir morgnar á hafragraut og lýsi og var það ekki vinsælt hjá okkur en hann vissi betur því þetta þyrftum við til að verða stórir eins og hann og svo hló hann. Afí bjó síðustu ára- tugina við Hafnargötu 79, á hótelinu eins og það var kallað, ásamt bróður sínum Krist- jáni, sem bjó á neðri hæð hússins. Afi var lengst af starfsævi sinni á sjó, á bátum og á síðutogur- unum, og var hann á þeim öll stríðsárin. I seinni tíð gerði hann svo út sína eigin báta á sumrin og var þá beitt á vetuma á stóru bát- unum. Elsku afi, með þessum línum vil ég færa þér þakkir fyrir kennsluna á lífið og tilveruna og fyrir að hafa mótað okkur þau sumur sem við vorum hjá þér, enda kusum við að flytjast og stofna heimili okkar í víkinni hjá þér. Minningin um góð- an mann mun lifa í huga okkar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Bjarni Birgisson. ARNBJÖRN GÍSLI HJALTASON + Arnbjörn Gísli Hjaltason fædd- ist 21. janúar 1956 í Reykjavík. Hann lést 6. júlí síðastlið- inn. títför Gísla fór fram í kyrrþey frá litlu kapellunni í Fossvogi 13. júlí. Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað, og ljóðin, er þutu um þitt blóð frá draumi til draums, hvar urðu þau veðrinu aá bráð, ó barn, er þig hugðir borið með undursamleikans eigin þrotlausan brunn þér í bijósti, hvar? (Jóh. Jónsson.) Hinn 6. júlí sl. lést í Reykjavík frændi minn, Arnbjörn Gísli Hjaltason. Bjössi, eins og við köll- uðum hann, fæddist 21. janúar 1956, einkabarn hjónanna Hjalta Gíslasonar, skipstjóra, sem látinn er fyrir skömmu, og móðursystur minnar, Guðrúnar Erlu Arnbjarn- ardóttur, sem lést af slysförum ár- ið 1958, þegar Bjössi var aðeins tveggja ára gamall. Hann var tekinn í fóstur af sæmdarhjón- unum Sigríði Sigurð- ardóttur og Olafi Kar- velssyni, sem ólu hann upp sem sinn eigin son og reyndust hon- um vel í hvívetna. Hann byrjaði snemma að stunda sjó og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1977. Mér er kunnugt um það að Bjössi var hörkuduglegur og eftirsóttur starfskraftur til sjós meðan heils- an leyfði, en henni hafði hrakað síðustu ár, þar sem að henni hafði ekki verið hlúð sem skyldi í ólgu- sjóum lífsins. Kæri frændi. Ég hefði viljað íylgja þér síðasta spölinn í þessum heimi, en aðstæður leyfðu það ekki. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minnar óska þér Guðs blessunar á nýjum vegum og sendi böi-nunum þínum tveim, fósturforeldrum og öðrum ástvinum þínum samúðar- kveðjur. Sigríður. RAGNA SIGRIÐUR JÖRGENSDÓTTIR + Ragna Sigríður Jörgens- dóttir fæddist á Þurá í Ölf- usi 21. júní 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 11. ágúst. Amma mín hefur nú kvatt þenn- an heim og fengið þá hvíld sem hún var búin að óska eftir í langan tíma, orðin þreytt og farin að lengja eftir faðminum hans afa. Afi dó fyrir tólf árum og það var eins og stór hluti af lífsgleði ömmu hefði horfið með honum. Þú varst því tilbúin að kveðja þennan heim, amma mín, en ég var ekki alveg eins tilbúin að kveðja þig. Það var svo margt sem ég hefði viljað deila með þér, sýna og segja þér frá. I hjarta mínu veit ég að þú og afi fylgist vel með og eruð alveg með á nótunum um það sem er að ger- ast hjá mér og í raun kem ég til með að deila öllu því sem þarf með þér. Ég vildi skrifa þessi kveðjuorð er ég lít þakklát til baka og ylja mér við allar þær yndislegu minn- ingar sem ég á um þig, elsku amma. Það var alltaf gott að koma til ykkar afa og alltaf kom ég við á Vitastígnum ef ég átti leið um mið- bæinn. Þær eru mér mjög ofarlega í minni allar heimsóknirnar sem famar voru til ykkar afa á sunnu- dagseftirmiðdögum með pabba, þar sem þú sast iðulega við elda- vélina að baka pönnukökur. Ný-. bökuðu pönnukökurnar hennar ömmu, þær voru ljúffengar og sama má segja um allt það góð- gæti sem þú barst fram. Elsku Ragna amma, minningin um þig er ljúf og gott er að geta hugsað til þín og Sigga afa með bros á vör, hugsað til gamalla og nýrra tíma með þakklæti til þín, til allrar þinnar hlýju og ástúðar. Takk fyrir þann tíma sem ég átti með þér. Þín sonardóttir, Ragna Halldórsdóttir. OTTAR VIÐAR + Óttar Viðar fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 31. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Þóroddsstaðarkirkju í Ljósavatnshreppi 8. ágúst. Mig langar að skrifa nokkur orð fyrir son minn sem misst hefur afa sinn Ottar Viðar. Nú minnist ég afa míns sem alltaf var mér svo góður, ég minnist þess þegar við tveir fórum upp í fjárhús að gefa kindunum og þú vildir alltaf leika við mig þegar ég spurði þig, við fcrum í labbitúr niður á bryggju að skoða skipin bara við tveir, ég hugsa stundum um það. Ég spyr stundum mömmu og pabba hvar afi sé og þau segja að hann sé dá- inn, en ég bíð alltaf eftir honum afa mínum sem var mér alltaf svo góður. Elsku afi minn, ég mun ein- hvern tímann skilja það að þú sért farinn frá mér. Ég þakka þér fyrir allar okkar stundir sem við áttum saman bara við tveir, elsku afi minn. Arnar Þór Geirsson. INDRIÐI INDRIÐASON + Indriði Indriðason fæddist á Skagaströnd 11. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 12. ágúst. Við eigum góðar og kærar minningar um afa sem aldrei hverfa. Hann var okkur svo ljúfur og kær. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér - hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Megi guð varðveita hann og vaka yfir honum og gæta ömmu. Blessuð sé hugljúf minning hans um alla eilífð. Þín bamaböm, Hákon Unnar og Hildur Seljan. + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, MAGNEA KRISTJÁNSDÓTTIR, Þverbrekku 2, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins 13. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Árnadóttir, Þorvaldur Finnbjörnsson, Theódóra, Kristín, Finnbjörn og Halldóra Júlía. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eigin- manns míns, SIGURVINS INGVA GUÐJÓNSSONAR frá Mjóabóli. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.