Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 31
+ MORGUNBLAÐIÐ LAUGAEDAGUR 15. ÁGÚST 1998 31 ritun alþjóðasamnings um flugþjónustu á íslandi hinn 16. september >krar mstu Morgunblaðið/Þorkell . framkvæmdastjóri Flugumferðarþjón- ílastjóri og Stefán Arndal stöðvarstjóri varinnar í Gufunesi. um flugþjónustu á Islandi í Montreal íar Kofoed Hansen þáverandi flugmála- ir fyrir Islands hönd. si eru gefnar upplýsingar til flugvéla í eytasendingar varðandi flugumferðar- ingarskilyrði á flugvöllum. var að flugvél í lendingu fór út af braut en það uppgötvaðist ekki fyrr en seinna. Að öðru leyti gekk þetta mjög vel og síðar fengum við bréf frá bandarískum yfirvöldum með þakk- læti fyrir aðstoðina og þar með held ég að við höfum unnið traust þeirra," segir Guðmundur. Margvísleg áhrif samningsins Ahrif samningsins á íslenskt sam- félag eru umtalsverð og störf sem tengjast flugþjónustunni með bein- um eða óbeinum hætti eru orðin um 160. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að þekking, færni og þjálfun hafi aukist mikið síðustu árin. „Starf- semi í tengslum við samninginn skiptir ekki síst miklu máli á íslandi þar sem atvinnuvegirnir hafa lengst af verið einhæfir," segir Þorgeir. 4- ÁTJÁN flugumferðarsrjórar í nýrri flugstjórnarmiðstöð í Reykjavík árið 1962. Morgunblaðið/Arnaldur NY flugstjórnarmiðstöð var tekin í notkun árið 1994 og háþróaður tæknibúnaður hennar er árangur farsæls samstarfs við Alþjóðafiugmálastofnunina. Heildarrekstrartekjur starfseminnar námu um einum milljarði króna á síðasta ári og búist er við að tekjurn- ar nemi hálfum öðrum milljarði á næstu árum, einkum vegna nýrra fjárfestinga í tæknibúnaði. „Við höfum einnig beitt öðrum að- ferðum við tækniuppbyggingu en aðrar þjóðir, sem lýsir sér í því að við höfum tekið lítil skref í einu og blandað saman innlendri þróunar- starfsemi og erlendum tæknibúnaði þannig að við höfum ekki þurft að bíða eftir áföngum á tæknisviðinu eins og tíðkast hefur erlendis. Sú að- ferðafræði hefur valdið nokkrum erf- iðleikum og töfum við að taka í notk- un nýja tækni. Einn kosturinn við innlenda þróunarstarfsemi er sá að með henni er byggð upp tækniþekk- ing í landinu, sem skiptir miklu máli þegar breytinga er þörf." Þorgeir segir að umsvif alþjóða- flugþjónustunnar hafi farið vaxandi síðustu árin eftir því sem umferðin hefur aukist, en þess má geta að um 73 þúsund flugvélar flugu yfir ís- lenska flugstjórnarsvæðið árið 1997 og reiknað er með því að þær verði orðnar 140 þúsund árið 2010. „Hag- fræðistofnun Háskólans gerði fyrir okkur athugun á því hvernig mætti bera starfsemi alþjóðaflugþjónust- unnar saman við aðra þekkta at- vinnuvegi og niðurstaðan varð sú að líkja mætti þjónustunni við ígildi fimm frystitogara ef reiknað er út frá virðisaukaskatttekjum. Fyrir ís- lensk flugmál skiptir alþjóðasamn- ingurinn líka miklu máli því sú þjón- usta sem við veitum gerir það að verkum að flugsamgöngur til og frá íslandi eru greiðari en þær hefðu verið að öðrum kosti," segir Þorgeir. Fjarskiptin eru grundvallaratriði fyrir fluguinferðarþjónustu I Fjarskiptastöðinni í Gufunesi starfa 40 manns við fjarskipti við flugvélar og 20 manns við fjarskipti á sjó. Til marks um hversu mikið grundvallaratriði fjarskipti eru fyrir flugumferðarstjórn er sérhver ný flugvél búin tveimul• til þremur sett- um af mismunandi fjarskiptabúnaði. Þegar starfsemi fyrir Norður-Atl- antshafsflugið hófst árið 1946 í Gufu- nesi varð að stækka hús stöðvarinn- ar og fá viðamikinn búnað og þjálfa starfsfólk til að sinna þjónustunni. Sendistöðvar voru settar upp í Leynimýri, á Vatnsenda og á Rjúpnahæð. Síðar voru settar upp fjórar mjög langdrægar metrsS bylgjustöðvar, hver í sínum lands- fjórðungi. „Metrabylgjustöðvarnar voru settar upp árið 1968 og urðu veruleg bót í fjarskiptum við flugvél- arnar. I gegnum þessar stöðvar sem við höfum alla tíð fjarstýrt frá Gufu- nesi höfum við hnökralaust samband með miklum gæðum um og yfir 300 sjómílur frá hverri stöð þannig að þær ná yfir stóran hluta íslenska flug- stjórnarsvæðisins," segir Stefán Arndal stöðvarstjóri Fjarskiptastöð- varinnar í Gufunesi. Þá hafa bæst við 2 metrabylgjustöðvar á Grænlandi og ein í Færeyjum sem fjarstýrt er frá Gufunesi. Samskiptin frá Fjarskipta- stöðinni í Gufunesi við flugvélarnar snúast um allt það sem lýtur að ötgf yggi flugvéla í úthafsflugi og má þar nefna skeytasendingar varðandi flug- umferðarstjórn, veður og lendingar- skilyrði á flugvöllum. Stefán Arndal hefur verið stöðvarstjóri frá árinu 1967 og segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í sögu fjarskipta í lofti sem legi. „Þegar fjarskipti hófust í flugi fór allt fram í Morse kerfinu, bæði sambönd milli landa og við flug- vélar allt til ársins 1951, en þá hefst stuttbylgjutalsamband við flugvélar," segir Stefán. „Þessi breyting hafði það í fór með sér að flugfélögin gátu smátt og smátt losað sig við sérstak- an loftskeytamann sem alltaf fylgdi áhöfn og minnkað þannig launakostiij að, enda var það aðaltilgangurinn. %. árunum 1952 til 1956 tókum við upp radíófjarritasamband milli landa í stað Morse kerfisins. Það var tölu- verð breyting því fjarskiptin urðu ör- uggari. Eftir 1960 eru síðan öll fjar- skipti orðin talfjarskipti og með tdl- komu neðansjávarstrengjanna SCOTICE og ICECAN varð byltingí fjarskiptum. Við þurftum þa ekki lengur að reiða okkur á stuttbylgj- urnar því þær gátu verið gloppóttar og við fengum í leiðinni ágætt sam- band við flugstjórnarmiðstöðvarnar erlendis." SCOTICE og ICECA^í sæsíminn var aflagður árið 1987 og eftir það fóru öll fjarskiptí fram við erlendar stöðvar í gegnum gervi- hnött. Arið 1993 var tækjabúnaður Fjarskiptastöðvarinnar endurnýjaður og fjarstýrð viðtökustöð fyrir Gufu- nes tekin í notkun að Þverholtum á Mýrum eftír samning við Reykjavík- urborg sem falaðist eftir landi í Gufví -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.