Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 + MORGUNBLAÐIÐ ptagjtsnlrlafrift STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKIL GREIÐSLA RÍKISSKULDA ENGIN FURÐA er þótt skattgreiðendum bregði í brún, þegar þeir heyra, að hallinn á ríkissjóði í ár, í miðju góðærinu, verði væntanlega um 7,5 milljarðar króna. Flestir hafa sjálfsagt búizt við verulegum tekjuaf- gangi ríkissjóðs. Enda er það stefna ríkisstjórnarinnar, að ríkissjóður sé hallalaus og því hefur verið haldið á lofti, að það hafi tekizt á síðasta ári, í fyrsta sinn í 13 ár. Ástæðan fyrir þessum mikla halla er sú, að frá og með árinu í ár er ríkissjóður gerður upp á svonefndum rekstr- argrunni eins og gert er hjá atvinnufyrirtækjum. Rekstr- argrunnur gerir ráð fyrir því, að allar greiðsluskuldbind- ingar ríkissjóðs, hvort sem þær falla til á árinu eða í framtíðinni, verði færðar til útgjalda. Fram til þessa hef- ur ríkissjóður verið gerður upp á svonefndum greiðslu- grunni, sem miðast við greiðslur inn og út úr ríkissjóði á fjárlagaárinu. Ólíku er því saman að jafna og vafalaust munu borgararnir þurfa talsverðan tíma til að átta sig á þessari nýju reikningsskilaaðferð. Fjármálaráðuneytið hefur verk að vinna við kynningu á þessari mikilvægu en flóknu breytingu. Það hlýtur að vera eðlileg krafa, að þeim, sem reikningana borga, sé gerð rækileg grein fyrir henni. Samkvæmt eldri aðferðinni, greiðslugrunninum, stefnir í að afgangur á ríkissjóði í ár verði 5-6 milljarðar króna. Á síðasta ári var tekjuafgangurinn 700 milljónir, en 1996 var 8,7 milljarða halli á ríkissjóði. Umskiptin eru því mikil samkvæmt uppgjöri á greiðslugrunni. Og þau hafa haldið áfram á þessu ári, því ríkissjóður hefur verið rekinn með miklum greiðsluafgangi. Féð hefur verið notað til að greiða niður skuldir um sex milljarða fyrstu sex mánuð- ina. Reiknað er með, að niðurgreiðsla skulda á árinu öllu nemi 11,5 milljörðum. Greiðsla erlendra skulda verður þó væntanlega enn meiri, eða 15-20 milljarðar. Bætt afkoma ríkissjóðs gaf t.d. færi á að greiða niður erlent langtíma- lán um 9,5 milljarða í júlímánuði. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, sagði m.a. um niður- greiðslu ríkisskuldanna: „Með því erum við auðvitað að búa í haginn fyrir framtíðina, því þar með lækka þær vaxtagreiðslur sem falla til er fram líða stundir. Þetta er stóra málið að mínu mati, því í stað þess að taka lán í stór- urn stíl erum við að greiða niður lán í stórum stíl." Ástæður svo mikils halla ríkissjóðs í ár á rekstrar- grunni eru fyrst og fremst, að sögn fjármálaráðherra, 9- 10 milljarða gjaldfærsla vegna framtíðarskuldbindinga út af lífeyrisréttindum ríkisstarfsmanna í kjölfar kjarasamn- inga þeirra og kerfisbreytingar. Þessar skuldbindingar hafa ekki verið gjaldfærðar jafnóðum fyrr en nú, en ráð- herrann telur óhjákvæmilegt að taka þær með í reikning- inn. VARÐVEISLA MENNINGARVERÐMÆTA UNDANFARIN ár hefur útgáfa á sígildri tónlist hér á landi sífellt verið að aukast og styrkjast þrátt fyrir að markaðurinn sé harla lítill, eins og fram kom í viðtali við nokkra útgefendur í Morgunblaðinu í gær. Þetta er fagn- aðarefni enda er útgáfa af þessu tagi geysilega mikilvæg fyrir dreifingu og kynningu á íslenskri tónlist og tónlist- armönnum en jafnframt hefur hún varðveislugildi. Samt er ástæða til að hvetja menn til enn frekari dáða á þessu sviði því að mikið af íslenskri tónlist liggur enn óbætt hjá garði, bæði verk yngri og eldri höfunda en ekki síður hljóðritanir af flutningi genginna tónlistarmanna sem mikill fengur væri að á geisladiskum. Ljóst má vera að í mörgum tilfellum er ekki um ábata- sama útgáfu að ræða og því ólíklegt að hljómdiskaútgef- endur leggi út í slík verkefni óstuddir. Það er því brýnt að skilningur sé á því að styðja við þessa þýðingarmiklu varðveislu á menningarverðmætum og er ekki óeðlilegt að hið opinbera leggi þar hönd á plóginn með einhverjum hætti. Slíkur stuðningur þyrfti raunar einnig að koma til við ákveðin verkefni á sviði bókaútgáfu hér á landi. Fimmtíu ár liðin frá undirriti Tímamót íslens alþjóðaflugþjón Hálf öld verður liðin frá undirritun alþjóða- -------------------------------------------------------------------------------------------------------------7----------------------------------- samnings um flugþjónustu milli Islands og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar hinn 16. sept- ember næstkomandi. Örlygur Steinn Sigur- jdnsson ræddi við yfírmenn flugstjórnar og fjarskipta á tímamótunum og komst að mikil- vægi samningsins fyrir íslenskt samfélag. AÐEINS einu ári eftir að Flugmálastjórn íslands var stofnuð árið 1945 voru íslendingar farnir teað starfrækja úthafs- flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkur- flugvelli fyrir alþjóðaflug á Norður- Atlantshafi. Að flugþjónustunni hafa frá upphafi komið Flugmálastjórn, Landssíminn, sem þá hét Póstur og sími, og Veðurstofa íslands. Aðferðir og vinnubrögð á sviði fjarskipta og veðurupplýsinga áttu sér nokkra sögu um miðjan fimmta áratuginn, en flugumferðarstjórn var hinsvegar óskrifað blað. Það leið þó ekki langur tími uns fyrstu íslensku flugumferð- arstjórarnir hófu störf eftir skipulegt nám hjá breskum sérfræðingum setuliðsins. Alþjóðlega flugþjónustan á íslandi var fjármögnuð af bandalagi þeirra ríkja, sem áttu mestra hagsmuna að gæta í flugsamgóngum yfir Norður- Atlantshafið, því þrátt fyrir tiltölu- lega góðan tækjakost og góða þekk- ingu skorti íslendinga fjármagn til að starfrækja þjónustuna. Fyrsta formlega umboðið sem íslendingar fengu til umsýslu flugumferðar- stjórnar er rakið til ársins 1947 þeg- ar sex aðildarríki bandalagsins und- irrituðu samning um rekstur lóran- stöðvarinnar í Vík í Mýrdal. Guðmundur Matthíasson fyrrver- andi flugumferðarstjóri, sem lét af störfum í fyrra, var framkvæmda- stjóri Flugumferðarþjónustunnar frá 1983-1993, en meðal annarra starfa hans er framkvæmdastjórn Loft- ferðaeftirlitsins, nefndarseta fyrir íslands hönd í fastaráði Alþjóðaflug- málastofnunarinnar og fleira. „Við lærðum okkar fag af breska setuliðinu, sem rak Reykjavíkurflug- völl og við fengum Bretana til að kenna íslendingunum, sem voru að byrja í flugumferðarstjórn," segir Guðmundur. „Námið fór fram með skipulögðum hætti, enda var gerður sérstakur samningur við Bretana og fyrstu íslensku flugumferðarstjór- arnir útskrifuðust á árunum 1945 og 1946, fimmtán talsins. Þannig var að Bretar og Bandaríkjamenn höfðu verið með flugþjónustu á N-Atlants- hafi á stríðsárunum fyrir herflugum- ferð til Evrópu og það féll í hlut Breta að stjórna umferðinni nyrst á Atlantshafínu. Þegar stríðinu lauk stóðu menn frammi fyrir því að far- þegaflug var að hefjast heimsálfanna á milli og einhverjir urðu að taka við stjórninni. Það var samþykkt á ráð- stefnu í Dublin árið 1946 að rekin yrði flugstjórnarmiðstöð frá íslandi. Þá var tekið skýrt fram að íslending- ar væru illa í stakk búnir til að fjár- magna flugumferðarþjónustuna þótt aðrar forsendur væru fyrir hendi." Á fundi í Genf árið 1948 var sam- þykkt fjárhagsleg aðstoð við íslend- inga vegna aíþjóða flugþjónustunnar og formlegur samningur þar að lút- andi undirritaður í Montreal 16. september. Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá undirritun samningsins hefur honum verið breytt fjórum sinnum og voru fyrstu breytingarnar gerðar á honum árið 1956. .Aðalbreytingin fólst í því að Dan- ir fengu aðild að samningnum vegna þjónustunnar frá Grænlandi," segir Guðmundur. „I byrjun var vafi á því hvort íslendingar gætu haldið samn- ingnum því það var mjög óvanalegt að samningur sem þessi væri gerður milli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og eins ríkis. Þjónustan hefur hins- vegar reynst það örugg í gegnum tíðina að þeim vafa hefur fyrir löngu verið eytt." Hvergi slakað á kröfunum Þrátt fyrir gott gengi íslensku Flugumferðarþjónustunnar slakar Alþjóðaflugmálastofnunin hvergi á kröfum sínum og fylgist náið með þeirri þjónustu sem innt er af hendi á Islandi. „Við höfum verið undir stífri skoð- un og það hefur verið fylgst ná- kvæmlega með öllu. Alla tíð höfum við þurft að sanna að reksturinn væri alveg eðlilegur og kostnaður færi aldrei úr böndunum, en það hefur verið eitt okkar aðalmarkmiða að veita örugga og áreiðanlega alþjóða- flugþjónustu með sem hagkvæmust- um hætti, en samt hafa notendur þjónustunnar óskað athugunar á hvort hagkvæmara væri að reka þessa þjónustu annars staðar en á Islandi. Lág yfirflugsgjóld hafa verið okkar sterkasta vopn í því að berjast fyrir tilveru okkar í bæði skiptin sem umræddar hugmyndir komu upp. Fyrra skiptið var um 1960 og það seinna árið 1974 en í bæði skiptin varð niðurstaðan sú að talið var að þjónustunni yrði best borgið á ís- landi bæði kostnaðarlega og tækni- lega." íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið stækkaði gríðarlega þegar íslend- ingar tóku að sér flugumferðarþjón- ustu yfir Grænlandi. Bandaríkja- menn höfðu fram að árinu 1976 rekið flugumferðarþjónustu fyrir eigin vél- ar á Thule og í Syðri-Straumsfirði. „Bandaríkjamenn lögðu þjónust- una af árið 1976 og sögðust ekki sinna þessu svæði lengur vegna þess að uppistaðan í flugumferðinni væri farþegaflug í stað herflugs áð- ur. Á þessu svæði eru erfið flugskil- yrði oft og tíðum og því var talið nauðsynlegt aðhalda úti þjónustu áfram. Tilboði íslendinga um flug- þjónustu var tekið af Alþjóðaflug- málastofnuninni og seinna tókum við líka að okkur fjarskipta- og veð- urþjónustu og sinnum svæðinu nú að fullu fyrir ofan 20 þúsund feta hæð í umboði Dana," segir Guð- mundur. I heild sinni spannar ís- lenska úthafsflugstjórnarsvæðið því um 5,2 milljónir ferkílómetra og er nú það annað stærsta í heimi á eftir flugstjórnarsvæðinu í Oakland í Bandaríkjunum. Æfíng i köldu stríði Þegar Guðmundur var settur yfir- flugumferðarstjóri á Keflavíkurflug- velli árið 1955 var mikilli æfíngu hrundið af stað í varnarviðbrögðum gegn hugsanlegri árás óvina á Bandaríkin. Bandarísku varnarliðs- mennirnir treystu íslendingunum GUÐMUNDUR Matthíasson fyrrv. fram ustunnar, Þorgeir Pálsson flugmálastjó Fjarskiptastöðvarini UNDIRRITUN alþjóðasamnings um fl hinn 16. september árið 1948. Agnar Kc srjóri undirritar fyri: FRÁ Fjarskiptastöðinni í Gufunesi eru úthafsflugi og má þar nefha skeytasí srjórn, veður og lendingan varlega til að hafa yfírumsjón með flugumferðarstjórninni þar sem þeir voru nýteknir við skyldum í flug- turninum og því var Islendingunum úthlutað minniháttar verkefnum. „Þetta var að vetrarlagi og mikið snjókóf á flugvellinum og þegar vél- arnar lentu á vellinum hurfu þær í kófið. Síðan kemur skyndilega upp bilun í radarbúnaði einnar vélarinn- ar, sem gerði það að verkum að sjálf- virkt neyðarkall truflaði ratsjártæki hinna flugvélanna. Bandaríkjamenn- irnir urðu felmtri slegnir þegar þeir misstu yfirsýnina yfir flugumferðina og fóru þess á leit við íslendingana að þeir tækju við flugumferðar- stjórninni. Þó að erfitt væri að taka við stjórn við svona aðstæður tóku íslendingarnir að sér stjórnina sem lauk giftusamlega og eina óhappið v b e n b lf é S'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.