Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Kennaramenntun og menntun kennara EG SE í Morgun- blaðinu, að nokkur um- ræða fer fram um kennara og starfs- árangur. Umræðan snýst að miklu leyti um menntun. Ég hef ekki forsendur til þess að Y taka þátt í umræðunni, þar sem Morgunblaðið á netinu er mín eina heimild, en ég vildi gjarnan koma nokkrum sjónarmiðum á framfæri, ef þau gætu orðið að gagni í umræðunni. Haustið 1995 var ég skipaður í 15 manna starfshóp til mótunar nýrrar kenn- aramenntunar í Noregi. Starfshóp- urinn skilaði niðurstöðum sínum í september 1996 í skýrslunni „Lærerutdanning. Mellom krav og ideal. NOU- 1996: 22". Nefndar- starfið var mér mikil reynsla og "^fékk ég talsverða innsýn í norska Albert Einarsson kennaramenntun og kennaramenntun al- mennt. Ástæður þess að menntamálayfirvöld í Noregi ákváðu að endurskoða og endur- skipuleggja kennara- menntunina eru, fyrst og fremst, miklar breytingar á norska skólakerfinu á þessum áratug. Reform 94 fól í sér umbreytingu á framhaldsskólakerfinu og Reform 97 felur í sér breytingar á grunnskóla, m.a. að sex ára börn eru nú skólaskyld. Kompet- ansereformen eru tillögur um full- orðinsfræðslu og símenntun. Talið var að mikið misræmi væri á þeim kröfum sem gerðar eru í kennara- menntuninni og þeim kröfum sem gerðar eru til kennara í starfi. Markmið starfshópsins var því að gera tillögur um hvernig laga Það er óraunhæft, segir Albert Einarsson, að ætlast til þess að sér- hver kennari búi yfir starfshæfni sem spann- ar svipað umfang og skólinn í heild. mætti kennaramenntunina að þeim kröfum sem kennarar mæta á starfsvettvangi. Einnig var það hlutverk starfshópsins að gera til- lögur um alveg nýtt kennaranám fyrir verkmenntakennara, sem ekki var til fyrir. Því er ekki að leyna að sum okkar, í starfshópnum, hefðum viljað sjá meiri og e.t.v. aðrar breytingar en þær sem tillögur voru gerðar um, en slíkt var ekki markmið hópsins samkyæmt erind- isbréfi ráðuneytisins. Á grundvelli skýrslunnar afgreiddi Stórþingið ISLEJVSKT MAL BJARNI Sigtryggsson í Kaup- mannahöfn er að velta fyrir sér mjög erfiðu efni sem ég reyndi fyrir löngu að gera skil, að vísu mun miður en vert væri. Þetta er um beygingu erlendra nafna, eink- um mannanafna, og íslenskra ætt- arnafna sem hafa verið tekin upp að erlendum hætti. Bjarni er hér fyrst og fremst að hugsa um eign- arfallið og segir meðal annars svo: „En hvað á að ganga langt í við- bót eignarfalls-essins, svo sem í mannanöfnum? Það verður stund- um snúið og einkanlega ef nafn endar á ess-i. Þá reyna menn stundum að íslenska nafnið í beygingu. Ég heyri útvarpsfólk beygja nafn Borísar Jeltsíns rétt eins og nafn Sigríðar Hagalíns. Er þetta viðleitni til íslenskunar eða ómeðvituð ensk áhrif? Og ég minnist þess heldur ekki úr bernsku að eftirnöfn eins og Eld- járn og Hagalín hafi yfirleitt verið beygð með eignarfalls ess-i. Mér finnst það hafa gerst síðar." Áður en ég et sjálfum mér á foraðið, er þess að geta að um þetta efni er til frábærlega góð bók: Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku eftir Ingólf Pálmason (1917-1987) cand.mag. Efni hennar er auðvitað miklu meira en svo, að hér verði að marki endursagt, en ég mun taka þaðan dæmi um það sem mér virðist Bjarna Sigtryggssyni hug- leiknast í þessu sambandi: eignar- fallsendingar með eða án s-hljóðs. Fyrst ætla ég að láta fljóta með fáein orð frá sjálfum mér. Um þetta efni er ekki hægt að gefa skýrar heildarreglur. Smekkur og hefð verður oft að ráða, og ég skal strax taka dæmi af eigin smekk. Ég segi Brúðkaup Fígarós, hljóm- kviður Beethovens og óratoríur Bachs; hins vegar: fjórtán ekkjur Abíóla,. kvæði Ezra Pound og ódæði Mata Hari. Lítum þá okkur nær og tökum ættarnöfn eins og Thoroddsen, Eldjárn og Hafstein. Nú verður hjá mér skilsmunur karla og kvenna. Ég segi kvæði Jóns Thoroddsens, verk Kristjáns Eld- járns og söngur Jakobs Hafsteins. Hins vegar þykir mér fráleitt að segja til Völu ?Thoroddsens, Halldóru ?Eldjárns eða Ragn- heiðar ?Hafsteins. Þá er í þetta komið alltof mikið eignar-eignar- fall (alltof mikill genetivus Umsjónarmaður Gísli Jdnsson 966. þáttur possessivus), allt of lítið gert úr fyrrnefndum konum. Síðan tek ég úr bók Ingólfs Pálmasonar nokkur dæmi, fyrst úr Passíusálmunum eftir Hall- grím Pétursson (31,2) og síðan frá öðrum sem mér finnst að hafi far- ið með íslenskt mál, svo að til fyr- irmyndar sé: „Gráti þér ekki yfir mér, ó, Jerúsalems dætur." a) „Því næst voru valdir embætt- ismenn og voru enir sömu aptr til- kjörnir, nema Baldvin Einarsson varð aukaskrifari í stað Hra Jak- obs Thórarensens." (Skírnir 3. árg. 1829, bls. 81.) b) „Sorgleg var Drucknun Páls Thorbergsens vondur er Breidi- fiördur." (Bjarni Thorarensen. Bréf. Kh. 1943, bls. 196.) c) „... ok grunudu þeir um vísurn- ar Jóhann Thómasson frá As- geirsá er þá var þénari Stepháns amtmanns Stephensens á Hvítár- völlum." (Árbækur Espólíns, XII. Deild, Kh. 1855, bls. 109.) d) „... afi Alberts Thorvaldsens var síra Þorvaldur Gottskálksson, er var prestur á Miklabæ í Blönduhlíð..." (Þjóðólfur, 19. okt. 1874.) e) „Til æfintýraskáldsins H.C. Andersens kom ég oft." (Matthías Jochumson. Sögukaflar af sjálfum mér. Ak. 1922, bls. 192.) f) „Björns M. Ólsens verður fram- ar öllu minnzt sem vísinda- manns." (Sigurður Nordal. Áfang- arlI.Rv. 1944, bls. 18.) g) „... frá elleftu öld og alltframá daga Dickens og Jóns Thorodd- sens..." (Halldór Laxness. TMM 1945, bls. 32-33.) h) „Eg get ekki lokið þessum fáu línum án þess að minnast eins heimilis... sem varð honum að miklu athvarfi... En það var heim- ili Skúla Thoroddsens qg Theo- dóru." (Árni Pálsson. A víð og dreif. Rv. 1947, bls. 81-82.) i) „Nú hófst þriðja æviskeið Gríms Thomsens." (Jónas Jónsson. Saga íslendinga VIII. bindi, Rv. 1955, bls. 231.) í) „Þrennt virðist hafa mest áhrif á Jónas Hallgrímsson á yngri ár- um hans: klassicismi Bessastaða- manna, kvæði Bjarna Thoraren- sens, Ossían". (Einar 01. Sveins- son. Við uppspretturnar. Rv. 1956, bls. 250.) j) „... eitt af ágætustu verkum... Hinriks Ibsens... (Ásgeir Hjart- arson. Tjaldið fellur. Rv. 1958, bls. 5.) k) „Samtöl Matthíasar Johann- essens birtist undir efnisheitinu I fáum orðum sagt..." (Eiríkur Hreinn Finnbogason. M Samtöl I. Rv. 1983, bls. 5.) 1) „Önnu í Kærleiksheimilinu svip- ar til Sigríðar í sögu Jóns Thoroddsens..." (Matthías Viðar Sæmundsson í SMrni 1983 bls. 20.) Ljóst er að ég hef valið dæmi sem mér eru þóknanleg, en vísa enn og aftur til bókar I.P. sem er kjörin til fræðslu og fyrirmyndar: • Björn Þórhallsson frá Efri-Hól- um í Núpasveit hafði samband við mig og minntist á sitthvað í máli okkar nú á dögum, það sem hon- um er ekki að skapi. Hér eru nokkur dæmi. 1) „sem aldrei fyrr" er dönsku- sletta (som aldrig f0r). Margt get- um við sett í staðinn, svo sem (meir) en nokkru sinni fyrr (áð- ur), svo að dæmalaust er, miklu meira en áður. 2) Margir menn „tóku þátt". Þarna þarf skilyrðislaust að segja í hverju menn tóku þátt, ef þetta orðalag á að nota. Annars geta menn sagt: Margir menn voru með. 3) Forseti á alþingi segir að ráð- herra t.d. „veiti andsvar". Þetta er óþörf og ekki skemmtileg mála- lenging. Myndarlegra væri að segja: Ráðherra svarar. 4) „til margra ára". Enn dönsku- sletta. I staðinn má segja: árum saman eða í mörg ár, svo mörg- um árum skiptir. Við Björn vorum á einu máli um að margir slettu dönsku vegna vankunnáttu í því máli. Þeir kunna hana ekki, vita ekki hvenær þeir sletta henni, geta ekki varast hana. Þetta, eitt með öðru, rekur á eftir okkur að kenna íslenskum unglingum dönskuna rækilega. Umsjónarmaður þakkar Birni sleitulausa umhyggju fyrir móð- urmálinu. • Vilfríður vestan kvað: Hann Siggi á Salbjargareyju er svo mikið skotinn í Freyju meðbyssuogboga, að benjarnar loga og bannað orð rís upp í sveigju. síðan tillögur um skipan nýrrar kennaramenntunar, sem byrja að taka gildi í haust. I starfshópnum ræddum við tals- vert um kennaramenntun og menntun kennara. I þessu liggur sá munur að annars vegar er litið á kennarahlutverkið sem starfshlut- verk (profesjon) og hins vegar sem menntunarhlutverk (grein). Þetta er líka hægt að orða þannig að ann- ars vegar er um að ræða kennara og hins vegar sérmenntað fagfólk sem stundar kennslu í grein (grein- um) sinni. Það ætti að vera ljóst að þessi munur á forsendum til kenn- arastarfsins endurspeglast einnig í viðhorfum til starfsins og til skól- ans sem starfsvettvangs. Það er líka ástæða til að ætla að þessi við- horfsmunur endurspegli mismun- andi viðhorf til hlutverks skóla og þeirra markmiða sem við ætlum skólum að ná. Umræðan hér í Noregi virðist mér vera um margt svipuð og á ís- landi. TIMSS-könnun og fleiri kannanir á kunnáttu og færni sýna að nemendur í skólum í Noregi eru ekki á sama báti og nemendur í öðrum löndum. M.a. virðast raun- greinar verða illa úti. Raungreinar voru (og eru raunar enn) af of skornum skammti í skylduhluta kennaramenntunarinnar. Aherslan á raungreinar í skólastarfinu er því lítil og það stuðlar svo að lítilli að- sókn í raungreinar í framhaldsskóla og svo framvegis. Vegna þess að kennaranámið er afmarkað í tíma og umfangi (ár og einingar) upphefst deilan um mikil- vægi greina. Hvort er mikilvægara uppeldis- og kennslufræði eða raungreinar, tungumál eða samfé- lagsgreinar? Hvert á umfang greina að vera í kennaranáminu? Ahersla á vægi uppeldis- og kennslufræði er m.a. rökstudd með skírskotun tO breytinga á hlutverki skólanna, einkum grunnskóla. Grunnskólakennari þarf í dag, í við- bót við hefðbundna uppeldis- og kennlufræði, bæði sérkennslufræði (námsaðgreining, einelti), kennslu- fræði nýbúa (migrasjonspedago- gikk) og innsýn í kennslufræði full- orðinna (voksenpedagogikk). Ahersla á vægi faggreina er m.a. rökstudd með skírskotun til slakrar útkomu nemenda í alþjóðlegum könnunum, mats viðtökuskóla á kunnáttu og færni og ekki síst mats atvinnulífsins á kunnáttu og færni. Það hefur verið auðvelt að sýna fram á alvarlegar brotalamir á kennaramenntuninni, sem líklegar eru til þess að leiða til slakrar stöðu einstakra greina, einkum raun- greina. Til þess að mæta auknum kröf- um um kennaramenntun eru eink- um tvær leiðir. I fyrsta lagi að lengja námstímann, til þess að Var sjómannaverk- fallið efnahagsleg- ur ávinningur? BJORN á Löngu- mýri sagði að það væri ekki hægt að kenna mónnum hagfræði. Annaðhvort væru menn hagsýnir eða ekki. Sumir nota sem rök gegn auknum þorsk- veiðum að það muni valda „þenslu" í vondri merkingu. Þá er spurn- ingin hvort sjómanna- verkfallið sl. vetur hafi verið efnahagslegur ávinningur? Var ekki talað um tjón af verk- fallinu? Ef auknar tekj- ur valda „þenslu" er þá ekki mistök að byggja Kristinn Pétursson álver og fá meiri tekjur? Er orsök þenslu ekki frekar vegna mikilla umsvifa í starfsemi sem notar fjár- magn en síður vegna starfsemi sem framleiðir fjármagn? Bakari fyrir smið? Ef sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjórn hefðu úthlutað strax 25% af þorskinum sem fannst í togararall- inu í vetur hefði viðskiptahallinn á árinu lækkað um 7,5 milljarða og tekjur ríkissjóðs vaxið um nokkra milljarða. Rallið var á miðju kvóta- árinu og slík ákvörðun eðlileg. Svo ekki sé talað um að auka kvóta líka um álíka magn og hent er árlega (50 þús. tonn?) og reyna að minnka spennu um kvótaleigu á þorsk sem aðgöngumiða að öðrum fisktegund- um, veiða 10 kg þorsk og stærri, eða braska með. Hækkun á sjávarafurðum hefur verið síðustu mánuði vegna sam- dráttar á afla í Barentshafi. Mark- aðssetning á aukinni veiði og fram- leiðslu nú hefði því ekki kostað neitt núna, en næst oft ekki nema með verðlækkun. Of miklar hækkanir vegna skorts á afurðum leiða til samdráttar í neyslu, og neytendur snúa sér að kjúklingum eða norsk- um eldislaxi. Stjórnun sjávarútvegsmála snýst ekki bara um að vera blaðafulltrúi hjá þröngsýnum fiskifræðingum og verða meðvirkur með dellunni í þeim! Markaður sjávarafurða er dýrmæt auðlind sem hefur verið stórlega vanrækt að taka tillit til við stjórnun sjávarútvegsmála. Nú eru aðstæður eftirfarandi: 1. Vantar sárlega þorskafurðir á alla markaði. 2. Þorsk- urinn bíður eftir að vera veiddur. 3. „Rúss- nesk rúlletta" að geyma þorsk í sjónum skv. reynslunni. 3. Landvinnsluna sár- vantar meira hráefni. 4. Rétta þarf af viðskipta- hallann svo gengis- skráning standist. 5. Vantar auknar tekjur í ríkissjóð til tekjuaf- gangs. 6. Minnka eftir- spurn ríkisins enn frek- ar eftir lánsfé. 7. Greiða niður erlendar skuldir. Öllum þessum mark- miðum var hægt að ná sameiginlega með því að auka þorskaflahámark strax á þessu kvótaári. Það virðist líka hægt að klúðra hlutum þó menn fái öll spil nánast uppí nefið á sér! Meiri fram- Öllum þessum mark- miðum er hægt að ná, segir Kristinn Péturs- son, með því að auka þorskaflahámark. leiðslutekjur eru það sem vantar strax til að treysta stjórn efnahags- mála enn frekar, þó margt gott hafi verið gert. Þeir sem töldu sjómannaverkfall- ið tjón fyrir efnahagslífið en telja svo aukna þorskveiði valda „þenslu" í efhahagslífinu hafa sýnt okkur að Björn á Löngumýri hafði töluvert til síns máls með að ekki væri hægt að kenna öllum hagfræði. Roosevelt Bandaríkjaforseti er sagður hafa einungis viljað ráða einhenta fjár- málaráðgjafa í vinnu hjá sér. Þá gátu þeir ekki sagt: „on the other hand" þegar þeir ráðlögðu sambæri- lega dellu og að aukin þorskveiði valdi „þenslu" í vondri merkingu. > Einu sinni gekk einhverjum af- skaplega illa að læra að reikna. Þá var kveðið: Lítið í þér vitið vex, þótt verði limir stórir, þegar það dragast þrír frá sex, þá eru eftir fjórir. Höfundur er fískverkandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.