Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r~fTTT Morgunblaðið/Arnaldur UNNIÐ að uppsetningu biðskýlis við Miklubraut. Strætisvagnar Reykjavrkur 120 ný biðskýli sett upp HAFIST var handa við að setja upp 120 ný biðskýli hjá SVR í vik- unni. AFA JCDecaux ísland er eigandi skýlanna og hefur íyrir- tækið gert samning til 20 ára um uppsetningu þeirra, rekstur og við- hald. Fyrirtækið rekur samskonar biðskýli í yfir 1.100 borgum og bæjum víðs vegar í Evrópu og hafði það frumkvæði að því að gera samning við Reykjavíkurborg, að sögn Þórhalls Guðlaugssonar for- stöðumanns markaðs- og þróunar- sviðs SVR. Danskir starfsmenn fyrirtækis- ins vinna nú að því að setja skýlin upp en þeir hafa sett upp 2.000 skýli viðs vegar í Evrópu. Gert er ráð fyrir að uppsetningu nýju bið- skýlanna verði lokið í október. Rekstur íjármagnaður með auglýsingum Rekstur biðskýlanna er fjár- magnaður með sölu á auglýsingum sem sett verða í skýlin. Þau eru hönnuð af Knud Holscher og eru að stærstum hluta úr 12 mm hertu gleri. í hverju skýli er loftljós, opn- anleg tafla fyrir leiðarkort auk annarra upplýsinga frá SVR, og sérstaklega hannaður bekkur og handrið fyrir hreyfihamlaða. Að sögn Þórhalls eru um fimm hundruð viðkomustaðir á áætlun SVR í Reykjavík og þar af eru bið- skýli á 250 stöðum. Á þeim stöðum sem nýju skýlin verða sett upp eru í flestum tilvikum skýli fyrir. Gömlu skýlin verða flutt á aðra við- komustaði í borginni þar sem ekki hafa verið skýli fyrir. Gert er ráð fyrir því að á 2/3 viðkomustaða SVR verði komin biðskýli í lok árs- ins. Mikilvæg ábending til matvælafyrirtækja! Betrí áranqur meb skipulögbu éftiríiti í reglugerð umhverfisráðuneytisins um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla eru ákvæði um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum. INNRA EFTIRLIT er á vegum framleiðanda eða dreifingaraðila til að tryggja gæði, öryggi og hollstu vörunnar. í bæklingi Hollustuverndar um MATVÆLAEFTIRLIT sem fæst hjá Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga, eru leiðbeiningar og upplýsingar. Hollustuvernd ríkisins Ánvúla la, 108 Rvík, sími 568 8848, heimasíöa www.hollver.is • • Ornefnanefnd Fjallað um nöfn nýrra sveitarfélaga ÖRNEFNANEFND sem mennta- málaráðherra skipaði 7. ágúst sl. fjallar nú um erindi frá fimm sveitar- félögum sem hafa sameinast frá sl. desember. Erindin eru frá samein- uðu sveitarfélagi Grímsneshrepps og Grafningshrepps, sameinuðu sveit- arfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, frá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, að undan- skildum Akrahreppi, frá sameinuðu sveitarfélagi í Áustur-Skaftafells- sýslu og frá sameinuðu sveitarfélagi í uppsveitum Borgarsýslu. Órnefnanefnd starfar samkvæmt lögum um bæjarnöfn, en um hlut- verk hennar í tengslum við nöfn á sveitarfélögum segir í nýju sveitar- stjórnarlögunum að sveitarstjóm skuli ákveða nafn sveitarfélags að fenginni umsögn ömefnanefndar. Til að nafnabreyting taki gildi þarf stað- festingu félagsmálaráðuneytis. Að sögn Ara Páls Kristinssonar formanns nefndarinnar eru erindi sveitarfélaganna misjöfn, í sumum tilvikum biðji sveitarfélög um um- sögn um öll nöfn sem íbúar greiddu atkvæði um í skoðanakönnun, í öðr- um tilvikum sé búið að miða út eitt eða tvö nöfn og eingöngu beðin um umsögn á þeim. Að sögn Ara Páls hefur nefndin þegar haldið einn fund og býst hann við því að af- greiðslu erindanna verði lokið fyrir mánaðamót. I sveitarstjórnarlögunum segir einnig að leita skuli umsagnar hjá ömefnanefnd ef sveitarfélag gei-ir könnun meðal íbúa sinna. Það var ekki gert sl. vor vegna þess að sveit- arstjómarlögin höfðu ekki tekið gildi. Ráðstefna um gæðastjórnun í skólum 24 fyrirlestrar verða fluttir samtímis Kristín Dýrfjörð AGANA 21.-22. ágúst næstkomandi verður haldin ráð- stefna um gæðastjórnun í menntakerfmu í Mennta- skólanum á Akureyri undir yfirskriftinni: Að hvaða ár- angri er stefnt í skólastarfi? Þetta er önnur ráðstefnan sem haldin er um gæða- stjórnun í íslensku mennta- kerfi á vegum Háskólans á Akureyri, Yerkmenntaskól- ans á Ákureyri, Menntaskól- ans á Akureyri, Skólaþjón- ustu Eyþings og Gæða- stjómunarfélags Norður- lands að sögn Kristínar Dýr- fjörð, eins skipuleggjenda ráðstefnunnai’, sem jafn- framt flytur erindi um for- eldrasamstarf í leikskólum. Búist er við allt að 200 ráðstefnugestum af öllum skóla- stigum en er þess einnig sérstak- lega vænst að fulltrúar sveitar- stjórna, skólanefnda og foreldrafé- laga sæki ráðstefnuna. Forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, verður verndari ráðstefnunn- ar og mun hann ávarpa ráðstefnu- gesti við setningu klukkan 9.00 fóstudaginn 21. ágúst. Tveir erlendir gestir verða aðal- fyrirlesarar, David Hargreaves prófessor við Oxford-háskóla á Englandi og John MacBeath pró- fessor við Strathclyde-háskóla í Skotlandi. „David Hargreaves, sem er virtur fræðimaður á sviði skólaþróunar og skólamenningar, hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum á vegum breskra skóla- yfirvalda. Hann á nú sæti í nefnd á vegum breska menntamálaráð- herrans sem fjallar um staðla og gæðamál innan breska skólakerf- isins. John MacBeath hefur mikla reynslu af starfi fyrir skoska menntamálaráðuneytið auk starfa innan ýmissa fjölþjóðlegra stofn- ana eins og UNESCO og Evrópu- sambandsins. MacBeath vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á umbótastarfi í áttatíu skoskum skólum, en hann er sérfræðingur á sviði gæðamats í skólakerfinu," segir Kristín. Eftir hádegi á föstudeginum og fyrir hádegi á laugardeginum verða fluttir að minnsta kosti 24 fyrirlestrar samtímis í 3—4 sölum að hennar sögn. „Meginmarkhóp- ar þeirra fyrirlestra verða fulltrú- ar skólastiganna fjögurra auk þess sem fjallað verður um árang- ursstjómun, stjórnunarstefnu sem mjög er að ryðja sér til rúms í opinberri þjónustu hérlendis bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Fyrir- lestrar um árangurs- stjórnun eiga því erindi við alla,“ segir hún. I lok ráðstefnunnar verða pall- borðsumræður sem dr. Guðmund- ur Heiðar Frímannsson forstöðu- maður kennai’adeildar við Háskól- ann á Akureyri stýrir. Skráning á ráðstefnuna stendur yfir til 20. ágúst. - Er rúðstefnnn ætluð öllum? „Hún er opin almenningi en ég tel að hún eigi sérstakt erindi við sveitarstjórnarmenn þar sem ný- búið er að skipa í nefndir og ráð allra bæjarfélaga. Nefndarmenn hafa mismikla þekkingu á skóla- málum og ég tel þetta kjörið tæki- færi fyrir sveitarstjórnarfólk til þess að kynna sér það sem er að gerast í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólan- um, til dæmis hvar vaxtarbrodd- urinn er í þessum skólum, einkum með tilliti til þess að skólamálin ► Kristín Dýrfjörð fæddist í Hafnarfirði árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti árið 1982, prófi frá Fósturskóla íslands ár- ið 1986 og framhaldsnámi frá sama skóla árið 1992. Hún starf- aði hjá Dagvist barna 1986-1997, þar af níu ár sem leikskólastjóri, en tók við stöðu lektors í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri haustið 1997. Kristín er gift Friðriki Þór Guðmundssyni blaðamanni á Degi og eiga þau tvo syni. eru alfarið komin heim í hérað. Ráðstefnan er því talsvert öðru- vísi nú en fyrir þremur árum. Þarna verður í raun fjallað um menntakerfið vítt og breitt, alveg frá ákveðnum þáttum í innra starfi yfir í mat og ytra mat.“ - Hvað ætlar þú að fjalla um og hvað er efst á baugi í leikskólun- um um þessar mundir? „í erindi mínu velti ég upp þeirri spurningu hvort foreldra- samstarf skipti máli fyrir árangur í leikskólastaifi. En það sem hæst ber í leikskólunum í augnablikinu er vinna við endurskoðun á aðal- námskrá leikskólans í mennta- málaráðuneytinu. Námsskráin verður færð til samræmis við reglugerð þar sem áhersla er lögð á mat og matsferli leikskólans." - Hverju þarf að breyta til þess að tryggja samfellu í starfí leik- og gnmnskóla? „Eg tel að sameiginleg kennsla leikskólakennara og grunnskóla- kennara verði stór þáttur í því að breyta þessu til hins betra þar sem hvor hóp- ur um sig mun átta sig betur á því hvað hinn er að gera og hvaða vænt- ingar eru gérðar til barnanna. Þannig mun þessi sam- fella koma af sjálfu sér. I einu er- indi á ráðstefnunni verður fjallað um ritmál og leikinn og þar er kynnt hvemig hægt er að vinna með ritmál hjá bömum í leikskól- anum án þess að kenna a, b og c. Hið sama gildir um lestur því lestr- arhvetjandi umhverfi hefur áhrif á það hversu auðvelt böm eiga með að læra að lesa þegar í grannskóla er komið. Aðferðir leikskólans eru öðruvísi að því leyti að þar er unnið í gegnum leikinn og litið á börnin sem heildstæðar verur. Hingað til hefur óttinn við að íslensk börn yrðu á eftir valdið því að of mikil áhersla hefur verið lögð á hina akademísku hlið kennslunnar. Góð- ir leikskólar skila bömum mjög vel inn í grannskólann. Hitt er svo annað mál hvort grannskólinn er alltaf nógu vel í stakk búinn til þess að taka við þeim.“ Sveitarstjórn- armenn hvattir til þátttöku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.