Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 29 hvor sjónarmiðin vega meira. Ég held að lögmenn gefi sér einfald- lega ekki tíma til að skoða dóms- mál ofan í kjölinn. Til að rökræða niðurstöðu Hæstaréttar í einstök- um málum þurfa menn að hafa dóm undirréttar og öll þau gögn sem fyrir dóminum lágu. Auðvitað hafa menn aðgang að þessu í eigin málum, svo að sumu leyti standa þeir þar best að vígi í gagnrýninni, en um leið vaknar tortryggni um hæfi þeirra til þess, þar sem þeir hætta ekki að vera lögmenn." Nafnlaus dómsatkvæði I augum leikmanns er rök- semdafærsla í dómum Hæstaréttar oft mjög stutt. Jakob er inntur eft- ir því hvort hann telji að Hæsti- réttur eigi að leggja meiri áherslu á fræðilegar vangaveltur í niður- stöðum sínum. „Vinnufyrirkomulag æðstu dóm- stóla er misjafnt eftir löndum,“ segir hann. „Hæstarétt skipa til- teknir dómarar í hverju máli og í dóminum kemur fram, hverjir þeir era. Hins vegar kemur ekki fram hver skrifar dómsforsendurnar, dómsatkvæðið, nema skilað sé sér- atkvæði. Dómsatkvæðið er því nafnlaust. I Noregi t.d., Bretlandi og Bandaríkjunum er hafður annar háttur á. Einn dómari skilar at- kvæði, forsendum og dómsorði og aðrir dómarar taka afstöðu til þess og rökstyðja mál sitt. Afstaða hvers og eins kemur því skýrt fram. Ef þetta fyrirkomulag yrði tekið upp hér þá gæti það haft í för með sér að minna yrði um mála- miðlanir í samningu forsendna dóms og þær yrðu skýrari. Þessi leið hefur hins vegar ekki verið far- in hjá dómstólum í Danmörku, sem okkar hefð byggist mjög á. Svo hefur einnig verið tekist á um fyrir hverja dómarnir era skrifaðir. I meiriháttar málum eiga þeir að vera þannig samdir að allir sem áhuga hafa á efninu geti áttað sig á því hvers vegna komist var að þessari niðurstöðu." Megum ekki rugla saman áróðri og fræðimennsku Jakob segir að þrátt fyrir nokkra umfjöllun um dóma Hæsta- réttar í fagtímaritunum Úlfljóti og Tímariti lögfræðinga og á málþing- um þurfi að gera miklu 'betur. Hann segir það rétt að prófessorar í lagadeild taki ekki mikinn þátt í opinberri umfjöllun um dóma, en auðvitað fjalli þeir um þá í kennslu. Jón Steinar sagði að menn gætu spurt sig hvort þeir sem öðru hverju taka sæti í Hæstarétti sem varadómarar, en það era oftast kennarar lagadeildar, séu líklegir til að taka andlega spretti til þess að gagnrýna starfsfélaga sína í dómstólnum. „Ég veit ekki hversu hamlandi það er fyrir prófessora að sitja í Hæstarétti af og til og get því ekki fullyrt að það hafi áhrif á fræðilega umfjöllun þeirra um dóma,“ segir Jakob. „Mér finnst þó slæmt að fræðilegt framlag lagadeildar á op- inberum vettvangi, sem var ekki mikið, hefur enn minnkað. Lög- mannafélaginu og Lögfræðingafé- laginu ber skylda til að halda uppi fræðilegri umræðu, því í þessu eins og öðra er gagnrýni og umræða líkleg til að leiða til bættra vinnu- bragða og koma í veg fyrir stöðn- un. Lögmenn verða þó að hafa í huga að dómstólar svara ekki fyrir sig og þess vegna verður að gera kröfu til þess að umræðan sé fræðileg og röksemdir settar fram hófsamlega. Við megum ekki rugla saman áróðri og fræðimennsku.“ Jakob segir ótækt að halda því fram, eins og Jón Steinar gerir, að niðurstaða Hæstaréttar í skaða- bótamálunum hafi byggst á því að dómarar hafi viljað hlífa starfs- heiðri kollega, sem átti þátt í und- irbúningi laganna. „Þessu er ekki hægt að halda fram nema rök- styðja að niðurstaðan sé lögfræði- lega ótæk. Sá sem vinnur gi-unn- vinnu að lagafrumvarpi er ekki DÓMSTÓLAR hluti af löggjafarvaldinu. Það hefur lengi tíðkast að hæstaréttardómar- ar taki þátt í að semja framvörp og það tíðkast víðar, til dæmis í Dan- mörku. Auðvitað skapar þetta ákveðin vandamál. Hérna er tak- markað framboð á hæfu fólki og það er aðalskýringin á þessu fyrir- komulagi.“ Jakob segir að smæð íslenska samfélagsins valdi sérstökum vanda um hæfi manna og vanhæfi, bæði í dóm- og stjórnsýslu. „Við verðum að gera kröfu um að niður- stöður dómstóla fari eftir lögum, en ekki öðram sjónarmiðum. Hérna þekkjast allir og tengslin era mikil, í gegnum fjölskyldu, starf og vináttu. Hjá lögfræðingum bætist við að allir hafa þeir gengið í sama skóla. Það hefur hins vegar ekki verið talið valda vanhæfi hæstaréttardómara þótt hann hafi tekið þátt í undirbúningi löggjafar. Dómarar víkja því aðeins sæti í slíkum tilfellum að beinlínis sé tek- ist á um gildi löggjafarinnar. Það er skýringin á því að Arnljótur Björnsson, sem undirbjó skaða- bótalöggjöf, dæmdi ekki í þeim málum sem lutu að gildi þeirrar löggjafar. Jón Steinar telur hins vegar að allir kollegar hans hafi átt að víkja.“ Jakob bendir á að afar sjaldgæft sé að fastir dómarar Hæstaréttar víki allir í málum. Það hafi þó gerst þegar einn þeirra átti aðild að meiðyrðamáli á sjötta áratugnum, aftur þegar málefni Varins lands komu til kasta Hæstaréttar árið 1979, en þá var einn málsaðila orð- inn dómari við Hæstarétt og 1989 þegar starfsfélagar hæstaréttar- dómara viku sæti í máli sem höfðað var gegn honum til embættissvipt- ingar. Nýjasta dæmið var fyrir fá- um áram, þegar dómsmál varðaði launahagsmuni fastra dómara. „Hins vegar er algengt að einn dómari víki sæti í tilteknu máli, til dæmis vegna fjölskyldutengsla við lögmann annars aðila í málinu. Jón Steinar vill útfæra þetta svo, að sé einn dómari vanhæfur hljóti það að gilda um starfsfélaga hans alla, en það er ósanngjöm krafa og ófram- kvæmanleg." Einsleitur hópur dómara Jakob R. Möller segir mikilvægt að dómarar í Hæstarétti komi sem víðast að, en núverandi dómarar séu nokkuð einsleitur hópur, sem allir nema einn hafi starfað fyrir ríkið áður en þeir settust í dómara- sæti. Þar sitji tveir prófessorar og einn fyrrverandi kennari við laga- deild, fjórir hafi áður verið dómar- ar undirréttar, einn lögmaður og einn fyi-rverandi ríkislögmaður. „Auðvitað þurfum við að fá reynda atvinnudómara inn í Hæstarétt, en núna fer hvergi fram endurmat á þessu vali. Samkvæmt dómstóla- lögunum hefur Hæstiréttur um- sagnarrétt um verðandi dómendur og ef dómstóllinn telur mann óhæf- an má ekki skipa hann til starfa. Við val á hæstaréttardómurum á að miða við að þeir séu meðal fremstu lögfræðinga sinnar sam- tíðar og hafi sem breiðastan bak- grann. Ekki hefur verið deilt á þá einstaklinga, sem valist hafa til dómarastarfa, en samsetningin er umdeilanleg." Dómstólar alltaf haft réttarskapandi áhrif Jakob víkur að því, hvort dóm- stólar eigi að taka þátt í mótun lagaumhverfis. „Þegar menn grein- ir á um þetta þá era þeir að sumu leyti að deila um keisarans skegg. Dómstólar í nútímaskilningi, það er dómstólar síðustu 200 ára, hafa alltaf haft réttarskapandi áhrif. Við lögskýringu vísa þeir til dæmis oft til grundvallarreglna laga. Eru þeir þá að setja nýja reglu, eða ein- faldlega draga fram þá reglu sem leynist í myrkviðum laganna? Hlutverk dómstólanna er að dæma eftir lögunum, en þeir líta ekki ein- göngu til lagabókstafsins, heldur ýmissa annarra réttarheimilda, svo sem fordæmis, eðlis máls, gi'und- vallarreglna laga og fleira. Sumir aðhyllast löggjafarhyggju og segja sem svo að löggjafinn geti sett lög um alla skapaða hluti og dómstólar eigi eingöngu að fylgja bókstafn- um. Um leið og mál koma til kasta dómstóla er þó annað uppi á ten- ingnum, það þarf að skýra þá reglu sem lögin boða og þá er stutt í að menn segi dómstólana setja lög. Dómstólunum er líka skylt að leysa úr ágreiningi, þeir geta ekki vísað málum frá sér á þeim forsendu að enga skýra reglu sé að finna um ágreiningsefnið og því verða þeir að grípa til réttarheimilda, sem standa aftar í röðinni en sett lög, þar á meðal fordæma, venja og ef til vill lögjöfnunar, þótt reyndar sé nú deilt um hvort lögjöfnun sé rétt- arheimild eða lögskýringaraðferð.“ Jakob segir að þótt löggjöf verði sífellt yfirgripsmeiri hafi mótunar- vald dómstóla aukist fremur en hitt. „Nú er algengt að sett sé rammalöggjöf um tiltekin málefni og dómstólunum ætlað mikið svig- rúm til að túlka lögin og móta þá réttarreglurnar. Gæði starfa lög- gjafans hafa minnkað með flóknara þjóðfélagi og vísireglum ýmiss kon- ar fjölgað. Dómstólar hafa mætt þessu m.a. með því að stemma stigu við framsali löggjafarvaldsins til framkvæmdavaldsins. Einnig má minna á, að sumar mikilvæg- ustu lagareglurnar hafa komist í framkvæmd vegna niðurstaðna dómstóla, þar á meðal jafnræðis- og andmælaregla stjómsýsluréttar og allur skaðabótarétturinn var myndaður af dómstólum, hér og annars staðar á Norðurlöndum.“ Jakob segir að oft verði lítil sem engin umræða um stóra lagabálka, hvorki á þingi né annars staðar. „Ég get nefnt sem dæmi lögin um samningsveð, en með þeim var lög- festur nýr og breyttur veðréttur. Engin umræða skapaðist um þessi merku lög, nema þá einu málsgrein sem fjallaði um skip og aflaheim- ildir. Þetta er þó ekkert nýtt. Lítil sem engin umræða varð um al- menn hegningarlög þegar þau voru sett árið 1940 og breytingar á þeim hafa flestar farið hljóðlega í gegn- um þingið." Allt orkar tvímælis þá gert er Formaður Lögmannafélags ís- lands segist taka heils hugar undir þá brýningu Jóns Steinars Gunn- laugssonar til annarra lögmanna að taka þátt í fræðilegri umræðu. „Jón Steinar hefur vakið athygli á mörgum mikilvægum atriðum og því fer fjarri að ég sé alltaf ósam- mála honum. Hins vegar tel ég önnur sjónarmið verð fullrar skoð- unar. Allt orkar tvímælis þá gert er og það er okkar hlutverk að velta fyrir okkur öllum hliðum lög- fræðilegra álitaefna,“ segir Jakob R. Möller. Stjórn Veiðifélags Þorleifslækjar og Varmár í Ölfusi hefur ákveðið að leita eftir hugsanlegum leigutaka á vatnasvæði félagsins frá og með veiðiárinu 1999. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt „Sjóbirtingsveiði“. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 - 27. útdráttur - 24. útdráttur - 23. útdráttur - 22. útdráttur -18. útdráttur -16. útdráttur -15. útdráttur -12. útdráttur - 9. útdráttur - 9. útdráttur - 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1998. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi laugardaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI 569 6900 Léttií ^ meöfærilegir viöhaldslitlir. Avallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. StdíD A undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Armúla 29, sími 553 8640 FYRIRLI66JAIIDI: 6ÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR - STEYPUSA6IR - HRfRIVÉLAR - SABARBLÖB - Vendul framleiisla. Haustfatnaður frá Libra og Aria Buxna- og pilsdragtir frá Libra stærðir 36 til 48 Gallafatnaður frá Aria stærðir 36 til 44 Opið í dag frá 10 til 14 opið sunnudag frá 13 til 17 ffmarion Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.