Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM Laugardagsmyndir sjónvarpsstöðvanna Þar sem engu mábreyta SJÓNVARP rfkisins hefur starfað svo til óbreytt frá stofnun. Þetta er merkilegt, þegar á það er horft, að sjónvarpsútsendingar hafa tek- ið miklum breytingum í áranna rás og þá hafa tímasetningar tekið breytingum líka. Það eina sem hefur hreyft við leirrisa líkisins er heims- meistarakeppnin í fótbolta. Þá er allt í einu eins og alvaldur hafl stigið til jarðar og skipað fyrir um nýjan fréttatíma og niðurfellingar auglýstrai’ dag- skrár. Sú andúð á breytingum hjá Ríkissjónvarpinu, sem þar hefur ríkt í áratugi, bendir til ótrúlegrar íhaldssemi og hugmyndaleysis, þess sama og ríkti hjá Ríkisút- varpinu, þangað til Benedikt Gröndal sparkaði í afturendann á myglaðri og kirkjulegri stofnun- inni og lét fara að útvarpa allan sólarhringinn. Að vísu yfirtóku vinstrimenn þegjandi og hljóða- laust viðbótardagskrána eins og rás 2 og settu hálfgerðan leyniút- vai-psstjóra yfir dagskrárgerð, en á meðan fólk finnur ekki tilfínnan- lega fyrir slíku ofbeldi gerir það lítinn skaða. Ríkissjónvarpið ætti að sýna meira af innlendum þátt- um, en heldur þeim í lágmarki. Það er að visu farið í eyðibyggðir og upp á öræfi til að gera sér dagamun, en það er ekkert gert til að taka á filmu hið daglega líf til sjávar og sveita; kannski vegna þess að sveitamenn bera ekki skammbyssur eins og í myndum íslensku kvikmyndamógúlanna. Besta myndin sem Ríkissjón- varpið sýndi í íyn-i viku var Gamli maðuidnn eftir samnefndri skáld- sögu William Faulkner, en Gamli maðurinn var heiti þeiiTa Suðurríkjamanna á Missisippi. Þótt nokkuð sé um liðið þarf varla að taka fram að Faulkner fór fremstur nokkurra jafninga í bandarískri skáldsagna- gerð á fyiTÍ hluta og um miðja öld- ina. Hinir voru Sherwood Ánder- son, John Steinbeck og Ernest Hemmingway. Þeir Faulkner, Steinbeck og Hemingway fengu allir Nóbelsverðlaun, en segja má að Anderson hafi verið fyrirmynd þenra. Gamli maðurinn er dæmi- gerð faulknerísk saga, einfóld að allri gerð og byggist á einfóldum mannlegum þáttum, eins og höf- undurinn hafi skorið persónur sín- ai’ inn að beini í leit að sjálfi þeirra. Þá var hann vel heima í kvikmynd- um og hafði dvalið í Hollywood um tíma við gerð kvikmyndahandrita. Myndin er um að tveir fangar eru sendir á báti til að bjarga konu úr tré og manni af þaki baðmullarkofa í tímum mikils flóðs í Missisippi. Þeir lenda í hrakningum og annar snýi’ við á fangabúgarðinn en hinn hi-ekst áfram í bátnum og finnur konuna, sem er komin á steypirinn. Þetta fer síðan hvorki betur né verr en svo að þau fljóta til manna- bústaða eftir að konan fæðh' bamið ein sín liðs, en hann sker á nafla- strenginn með dósarloki. Þetta er efthtektarverð og vel gerð mynd og sýnir vel hver snillingur einfald- leikans Faulkner var. Fyrir utan sýningar á kvik- myndum byggja íslensku sjón- vörpin dagskrána mikið upp á þáttum, frá hálftíma lengd og upp í fimmtíu múnútur að lengd. Ósatt væri að segja að i-íkiskassinn hefði ekki sýnt lit sl. sunnudagskvöld, en þá sýndi hann þátt frá Hom- ströndum og þátt um forræðis- deilu Sophiu Hansen og þá þrauta- göngu, sem hún hefur mátt ganga í átta ái’. Á laugardaginn var sýnd- ur þáttur með breska leikaranum John Thaw um iögmann sem lend- ir í að verja sendiherradóttur. Áhorfandinn hefur á tilfinningunni að enskum þyki mikið til sendi- hema koma, en okkar vegna á Is- landi hefði alveg eins mátt vera um venjulegan kúasmaia að ræða. Þannig er um marga þessa er- lendu þætti. í þeim renna í gegn feimnislaust bjálfaleg viðhorf þess þjóðfélags, sem þeir em mnnir frá. Er þetta þó hvergi eins áber- andi og í norrænum og frönskum þáttum. Við ættum því að geta haf- ið þáttagerð fyrir sjónvarp, sjálfir útskagajarlarnir. Við yi’ðum aldrei verri en hinir sauðh-nh’. Indriði G. Þorsteinsson SJONVARPA LAUGARDEGI ÚTSALA 15 til 80% afsl. BORGARLJÓS HF. Ármúla 15 Kastarar frá kr. 500 - Útiljós frá kr. 1.590 - Gólflampar frá kr. 2.900 - Skrifborðslampar frá kr. 990 Stöð 2 ► 17.00 Fagri-Blakkur (Black Beauty, ‘94), er byggð á sí- gildu ævintýri eftir Önnu Sewell, sem uppi var á öldinni sem leið. „Sögumaður" er gæðingurinn Fagri- Blakkur sem lendir hjá góðum eig- endum sem vondum. Ebert gefur segir myndina fallega en ólán- lega. Með Sean Benn og David Thewlis. Stöð 2 ► 21.05 Tvö andlit spegils (The Mirror Has Two Faces, ‘96). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 21.10 Bresk-banda- ríska sjónvarpsmyndin Dauðinn á Everest tindi (Death on Everest, ‘97), er reyndar tekin í austurrísku ölpunum), segir frá örlagaríkum leiðangri á þetta hæsta fjall jarðar árið 1996. Leikstjóri er Robert Mar- kowitz, með aðalhlutverk fara Christopher McDonald, Nathaniel Parker og Peter Florton, sem er aldrei góður fyrirboði. Frumsýning. IMDb gefur 7,5 Sjónvarpið ► 22.45 Boltabullur (I.D., ‘95), er yfirborðskennd hasar- mynd um lögreglumann sem er lát- inn blanda sér í raðir ofstopafullra fótboltabullna - og nýtur ofbeldis- ins. Á sín augnablik. Aðalhlutverk Sean Pertwee og Warren Clarke, báðir góðir. Breska nýbylgjan í öðr- um gír. ★★Ví> Sýn ► 23.00 Það verður forvitnilegt að sjá tónlistarmyndina Sumarfrí (Summer Holiday, ‘63), sem maður sá fyrir óralöngu í gamla góða Tónabíói. Myndin skaut Cliff Ric- hard á toppinn. Hann var reyndar aldrei í neinum umtalsverðum met- um á þessum bæ og mér þótti frek- ar lítið til myndarinnar koma á sín- um tíma. Hún skapaði engu að síð- ur minniháttar móðursýkisæði víða um Evrópu, og The Shadows eru flinkir. Leikstjóri er enginn annar en Peter Yates. ★★ Stöð 2 ► 23.15 Myrkraverk (Night Moves, '75), er þungbúin einka- spæjaramynd með Gene Hackman, BARBRA Streisand Platónskar ástir prófessora Stöð 2 ► 21.05 Tvö andlit speg- ilsins (The Mirror Has Two Faces), er gamaldags lumma frá Hollywood, ábúðarmikil og reynir að vera í þungavigt - án árangurs. Er engu að síður ágæt afþreying fyrir eldri fjölskyldumeðlimi. Barbra Streisand leikur háskólaprófessor sem tekin er að örvænta í ástamál- um, enda vel af táningsárum. Kynnist öðrum einfara og prófess- or (Jeff Bridges), illa förnum í kvennamálum. Þau taka upp platónska sambúð. í fyrstu. Sann- kallað léttmeti sem ósviknar stjörn- ur (Lauren Bacall kemur einnig við sögu) og ágætisleikarar gefa vigt. Streisand er í hlutverki Ijóta andar- ungans framan af, en ailir sjá í hvað stefnir þegar hún hefur tekið af sér gleraugun og klætt sig upp einsog heilvita manneskja. Vissu- lega fyrirsjáanleg en metnaðarfull og lipur. Streisand framleiðir jafn- framt sem leikstýrir. Með Mimi Rogers og George Segal. ★★% Sæbjörn Valdimarsson PUFF ræðst ú þar sem tekið er vitsmunalega á snúnu máli í anda Raymonds Chandler. Tálbeitan er Melanie Griffith, ung og sexí. Leikstjóri sjálf- ur Arthur Penn og myndin svíkuf ekki vandláta. ★★★ Stöð 2 ► 00.55 Leon, (‘94), ★★'/2, er formúluhasarmynd með öllum hefðbundnum einkennum Bessons. Að þessu sinni leikur skjólstæðingur hans, Jean Reno, leigumorðingja á bandarískri grund. Gary Oldman slæmh’ enn einum brjálæðingnum fram úr erminni, en hin kornunga Nathalie Portman stelur senunni sem ólíkleg vinkona leigumorðingj- ans. Líflegur ofbeldisóður með óvenjulegum persónum. Stöð 2 ►2.45 Ftæningjar á Drottn- ingunni Assault on a Queen, ‘66) Ef menn vilja heiðra minningu kvik- myndaleikarans Franks Sinatra, ættu þeir að sýna allt annað eri„ þessa rútínu-B-mynd, sem verið er að endursýna rétt einu sinni. ★★ Sæbjörn Valdimarsson Birgir og Baldur halda uppi fjörinu með léttri sveiflu .1 á Mímisbar. RAPPARINN Sean „Puffy“ Combs hefur gert samning um útgáfu á ævisögu sinni við Ballantine Pu- blishing. Combs, sem er 28 ára, mun skrifa bók- ina með Mik- ael Gilmore, fréttamanni Rolling Stone. Er áætlað að hún komi út haustið 1999. Gilmore vann til gagnrýnendaverðlauna ár- ið 1995 fyrir bókina „Skot í hjart- að“, ævisögu bróður síns Gar- ys Gilmore, sem var dæmd- ur til dauða fyrir morð. Á siðustu árum hefur Combs haft mikil áhrif á þróun „hip-hop“-tón- listar auk þess að kynna til sögunnar vinsæla listamenn á borð við Faith Evans og Notorious B.I.G. Fyrr á árinu fékk Combs, sem hljóð- ritar lög sín undir nafninu Puff Daddy, Grammy-verðlaun fyrir bestu rappplöt- una, „No Way Out“. Útgáfufyrirtækið Bad Boy, sem hann rekur í sam- starfi við Arista Records, hef- ur á fimm árum halað inn rúmlega 100 milljónir dollara í plötusölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.