Morgunblaðið - 15.08.1998, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 51
FÓLK í FRÉTTUM
Laugardagsmyndir sjónvarpsstöðvanna
Þar sem engu
mábreyta
SJÓNVARP rfkisins hefur starfað
svo til óbreytt frá stofnun. Þetta
er merkilegt, þegar á það er horft,
að sjónvarpsútsendingar hafa tek-
ið miklum breytingum í áranna
rás og þá hafa tímasetningar tekið
breytingum líka.
Það eina sem hefur
hreyft við leirrisa
líkisins er heims-
meistarakeppnin í
fótbolta. Þá er allt í einu eins og
alvaldur hafl stigið til jarðar og
skipað fyrir um nýjan fréttatíma
og niðurfellingar auglýstrai’ dag-
skrár. Sú andúð á breytingum hjá
Ríkissjónvarpinu, sem þar hefur
ríkt í áratugi, bendir til ótrúlegrar
íhaldssemi og hugmyndaleysis,
þess sama og ríkti hjá Ríkisút-
varpinu, þangað til Benedikt
Gröndal sparkaði í afturendann á
myglaðri og kirkjulegri stofnun-
inni og lét fara að útvarpa allan
sólarhringinn. Að vísu yfirtóku
vinstrimenn þegjandi og hljóða-
laust viðbótardagskrána eins og
rás 2 og settu hálfgerðan leyniút-
vai-psstjóra yfir dagskrárgerð, en
á meðan fólk finnur ekki tilfínnan-
lega fyrir slíku ofbeldi gerir það
lítinn skaða. Ríkissjónvarpið ætti
að sýna meira af innlendum þátt-
um, en heldur þeim í lágmarki.
Það er að visu farið í eyðibyggðir
og upp á öræfi til að gera sér
dagamun, en það er ekkert gert til
að taka á filmu hið daglega líf til
sjávar og sveita; kannski vegna
þess að sveitamenn bera ekki
skammbyssur eins og í myndum
íslensku kvikmyndamógúlanna.
Besta myndin sem Ríkissjón-
varpið sýndi í íyn-i viku var Gamli
maðuidnn eftir samnefndri skáld-
sögu William
Faulkner, en
Gamli maðurinn
var heiti þeiiTa
Suðurríkjamanna
á Missisippi. Þótt nokkuð sé um
liðið þarf varla að taka fram að
Faulkner fór fremstur nokkurra
jafninga í bandarískri skáldsagna-
gerð á fyiTÍ hluta og um miðja öld-
ina. Hinir voru Sherwood Ánder-
son, John Steinbeck og Ernest
Hemmingway. Þeir Faulkner,
Steinbeck og Hemingway fengu
allir Nóbelsverðlaun, en segja má
að Anderson hafi verið fyrirmynd
þenra. Gamli maðurinn er dæmi-
gerð faulknerísk saga, einfóld að
allri gerð og byggist á einfóldum
mannlegum þáttum, eins og höf-
undurinn hafi skorið persónur sín-
ai’ inn að beini í leit að sjálfi þeirra.
Þá var hann vel heima í kvikmynd-
um og hafði dvalið í Hollywood um
tíma við gerð kvikmyndahandrita.
Myndin er um að tveir fangar eru
sendir á báti til að bjarga konu úr
tré og manni af þaki baðmullarkofa
í tímum mikils flóðs í Missisippi.
Þeir lenda í hrakningum og annar
snýi’ við á fangabúgarðinn en hinn
hi-ekst áfram í bátnum og finnur
konuna, sem er komin á steypirinn.
Þetta fer síðan hvorki betur né
verr en svo að þau fljóta til manna-
bústaða eftir að konan fæðh' bamið
ein sín liðs, en hann sker á nafla-
strenginn með dósarloki. Þetta er
efthtektarverð og vel gerð mynd
og sýnir vel hver snillingur einfald-
leikans Faulkner var.
Fyrir utan sýningar á kvik-
myndum byggja íslensku sjón-
vörpin dagskrána mikið upp á
þáttum, frá hálftíma lengd og upp í
fimmtíu múnútur að lengd. Ósatt
væri að segja að i-íkiskassinn hefði
ekki sýnt lit sl. sunnudagskvöld,
en þá sýndi hann þátt frá Hom-
ströndum og þátt um forræðis-
deilu Sophiu Hansen og þá þrauta-
göngu, sem hún hefur mátt ganga
í átta ái’. Á laugardaginn var sýnd-
ur þáttur með breska leikaranum
John Thaw um iögmann sem lend-
ir í að verja sendiherradóttur.
Áhorfandinn hefur á tilfinningunni
að enskum þyki mikið til sendi-
hema koma, en okkar vegna á Is-
landi hefði alveg eins mátt vera
um venjulegan kúasmaia að ræða.
Þannig er um marga þessa er-
lendu þætti. í þeim renna í gegn
feimnislaust bjálfaleg viðhorf þess
þjóðfélags, sem þeir em mnnir
frá. Er þetta þó hvergi eins áber-
andi og í norrænum og frönskum
þáttum. Við ættum því að geta haf-
ið þáttagerð fyrir sjónvarp, sjálfir
útskagajarlarnir. Við yi’ðum aldrei
verri en hinir sauðh-nh’.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI
ÚTSALA
15 til 80% afsl.
BORGARLJÓS HF. Ármúla 15
Kastarar frá kr. 500 - Útiljós frá kr. 1.590 - Gólflampar frá kr. 2.900 - Skrifborðslampar frá kr. 990
Stöð 2 ► 17.00 Fagri-Blakkur
(Black Beauty, ‘94), er byggð á sí-
gildu ævintýri eftir Önnu Sewell,
sem uppi var á öldinni sem leið.
„Sögumaður" er gæðingurinn Fagri-
Blakkur sem lendir hjá góðum eig-
endum sem vondum. Ebert gefur
segir myndina fallega en ólán-
lega. Með Sean Benn og David
Thewlis.
Stöð 2 ► 21.05 Tvö andlit spegils
(The Mirror Has Two Faces, ‘96).
Sjá umsögn í ramma.
Sjónvarpið ► 21.10 Bresk-banda-
ríska sjónvarpsmyndin Dauðinn á
Everest tindi (Death on Everest,
‘97), er reyndar tekin í austurrísku
ölpunum), segir frá örlagaríkum
leiðangri á þetta hæsta fjall jarðar
árið 1996. Leikstjóri er Robert Mar-
kowitz, með aðalhlutverk fara
Christopher McDonald, Nathaniel
Parker og Peter Florton, sem er
aldrei góður fyrirboði. Frumsýning.
IMDb gefur 7,5
Sjónvarpið ► 22.45 Boltabullur
(I.D., ‘95), er yfirborðskennd hasar-
mynd um lögreglumann sem er lát-
inn blanda sér í raðir ofstopafullra
fótboltabullna - og nýtur ofbeldis-
ins. Á sín augnablik. Aðalhlutverk
Sean Pertwee og Warren Clarke,
báðir góðir. Breska nýbylgjan í öðr-
um gír. ★★Ví>
Sýn ► 23.00 Það verður forvitnilegt
að sjá tónlistarmyndina Sumarfrí
(Summer Holiday, ‘63), sem maður
sá fyrir óralöngu í gamla góða
Tónabíói. Myndin skaut Cliff Ric-
hard á toppinn. Hann var reyndar
aldrei í neinum umtalsverðum met-
um á þessum bæ og mér þótti frek-
ar lítið til myndarinnar koma á sín-
um tíma. Hún skapaði engu að síð-
ur minniháttar móðursýkisæði víða
um Evrópu, og The Shadows eru
flinkir. Leikstjóri er enginn annar en
Peter Yates. ★★
Stöð 2 ► 23.15 Myrkraverk (Night
Moves, '75), er þungbúin einka-
spæjaramynd með Gene Hackman,
BARBRA Streisand
Platónskar ástir
prófessora
Stöð 2 ► 21.05 Tvö andlit speg-
ilsins (The Mirror Has Two Faces),
er gamaldags lumma frá
Hollywood, ábúðarmikil og reynir
að vera í þungavigt - án árangurs.
Er engu að síður ágæt afþreying
fyrir eldri fjölskyldumeðlimi. Barbra
Streisand leikur háskólaprófessor
sem tekin er að örvænta í ástamál-
um, enda vel af táningsárum.
Kynnist öðrum einfara og prófess-
or (Jeff Bridges), illa förnum í
kvennamálum. Þau taka upp
platónska sambúð. í fyrstu. Sann-
kallað léttmeti sem ósviknar stjörn-
ur (Lauren Bacall kemur einnig við
sögu) og ágætisleikarar gefa vigt.
Streisand er í hlutverki Ijóta andar-
ungans framan af, en ailir sjá í
hvað stefnir þegar hún hefur tekið
af sér gleraugun og klætt sig upp
einsog heilvita manneskja. Vissu-
lega fyrirsjáanleg en metnaðarfull
og lipur. Streisand framleiðir jafn-
framt sem leikstýrir. Með Mimi
Rogers og George Segal. ★★%
Sæbjörn Valdimarsson
PUFF
ræðst ú
þar sem tekið er vitsmunalega á
snúnu máli í anda Raymonds
Chandler. Tálbeitan er Melanie
Griffith, ung og sexí. Leikstjóri sjálf-
ur Arthur Penn og myndin svíkuf
ekki vandláta. ★★★
Stöð 2 ► 00.55 Leon, (‘94), ★★'/2,
er formúluhasarmynd með öllum
hefðbundnum einkennum Bessons.
Að þessu sinni leikur skjólstæðingur
hans, Jean Reno, leigumorðingja á
bandarískri grund. Gary Oldman
slæmh’ enn einum brjálæðingnum
fram úr erminni, en hin kornunga
Nathalie Portman stelur senunni
sem ólíkleg vinkona leigumorðingj-
ans. Líflegur ofbeldisóður með
óvenjulegum persónum.
Stöð 2 ►2.45 Ftæningjar á Drottn-
ingunni Assault on a Queen, ‘66) Ef
menn vilja heiðra minningu kvik-
myndaleikarans Franks Sinatra,
ættu þeir að sýna allt annað eri„
þessa rútínu-B-mynd, sem verið er
að endursýna rétt einu sinni. ★★
Sæbjörn Valdimarsson
Birgir og Baldur
halda uppi fjörinu
með léttri sveiflu
.1
á Mímisbar.
RAPPARINN
Sean „Puffy“
Combs hefur
gert samning
um útgáfu á
ævisögu
sinni við
Ballantine Pu-
blishing.
Combs, sem er
28 ára, mun
skrifa bók-
ina með Mik-
ael Gilmore,
fréttamanni
Rolling Stone.
Er áætlað að
hún komi út haustið 1999. Gilmore
vann til gagnrýnendaverðlauna ár-
ið 1995 fyrir bókina „Skot í hjart-
að“, ævisögu bróður síns Gar-
ys Gilmore, sem var dæmd-
ur til dauða fyrir morð.
Á siðustu árum hefur
Combs haft mikil áhrif
á þróun „hip-hop“-tón-
listar auk þess að
kynna til sögunnar
vinsæla listamenn á
borð við Faith Evans
og Notorious B.I.G.
Fyrr á árinu fékk
Combs, sem hljóð-
ritar lög sín undir
nafninu Puff Daddy,
Grammy-verðlaun
fyrir bestu rappplöt-
una, „No Way Out“.
Útgáfufyrirtækið Bad
Boy, sem hann rekur í sam-
starfi við Arista Records, hef-
ur á fimm árum halað inn rúmlega
100 milljónir dollara í plötusölu.