Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ DÓMSTÓLAR • • LOGFRÆÐIN ER EKKI RAUNVÍSINDI Morgunblaðið/Ami Sæberg „OKKAR hlutverk er að velta fyrir okkur öllum hliðum Iögfræðilegra álitaefna," segir Jakob R. Möller, formaður Lögmannafélags íslands. Jakob R. Möller, formaður Lögmanna- félags íslands, telur að fræðileg umræða um niðurstöður íslenskra dómstóla sé of lítil. Hann sagði Ragnhildi Sverris- dóttur að lögfræðingar og lögmenn þurfí að leggja þar lóð á vogarskálarnar, sem og lagadeild Háskóla Islands. Jakob ræddi einnig um leið dóm- stóla að niðurstöðu, vinnubrögð Hæsta- réttar og skoðanir um vanhæfi dómara. NOKKUR umræða hefur verið undanfarið um gagnrýni á dómstóla. I viðtali við Morgunblaðið 1. ágúst sl. skýrði Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmað- ur, gagnrýni sína á Hæstarétt. Hann fjallaði m.a. um hvaða leið dómstólar færu til að komast að niðurstöðu í málum, að dómarar Hæstaréttar ættu að víkja sæti ef einn þeirra hefði átt þátt í undir- búningi löggjafar sem á reyndi, að aðeins væri ein lögfræðilega tæk niðurstaða í hverju máli og þann vamarhjúp þagnarinnar, sem hann telur lagadeild Háskólans sveipa Hæstarétt. Fleiri en ein lögskýringarleið Jakob R. Möller, formaður Lög- mannafélags íslands, hefur lýst þeirri skoðun sinni, að lögmenn séu skyldugir til að gæta hófsemdar í orðalagi, þegar niðurstöður dóm- stóla eru gagnrýndar, en telur fræðilega umfjöllun um dómstóla of litla hér á landi. „Lögfræðin er meðal annars ákveðin tegund vinnubragða, að- ferðafræði til að komast að lög- fræðilegri niðurstöðu," segir Jak- ob. „Lögskýringaleiðir eru fleiri en ein. Jón Steinar segir að aðeins sé til ein rétt lögfræðileg niðurstaða, eða að ganga þurfi út frá því að svo sé. Hann segir að á síðustu árum sé farið að kenna annað við laga- deild. Þessa skoðun sína á hann sameiginlega með mörgum viða um lönd á síðustu áratugum, en hún er nýleg úr hans munni. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann grein í Tímarit lögfræðinga um dóma og gagnrýni og sagði þar að hann gerði * engan ágreining um dóma þar sem valin hefði verið ein af tveimur eða fleiri lög- fræðilega tækum lausn- um, jafnvel þótt honum fyndist sjálfum að önnur hefði átt að verða ofan á.“ Jakob segir, að oft séu lögskýr- ingar auðveldar og einföld könnun réttarheimilda leiði til niðurstöðu, en í flóknari og erfiðari málum sé könnun réttarheimildanna vanda- samari til þess að komast að lög- fræðilega tækri niðurstöðu eftir hefðbundnum, réttum, lögfræðileg- um leiðum. „Það má líkja þessu við ferðalag," segir hann. „Þegar lagt er af stað í slíkt lögskýringarferða- lag þarf að feta sig að niðurstöðu sem hægt er að una við. Eg held að lögskýringin felist meðal annars í því að þegar komið er nærri áfangastað þurfi að taka ákvörðun um hvort farið er til hægri eða vinstri. I upphafi er takmarkið að komast á besta stað, en á leiðinni kemur í ljós að í raun eru tveir staðir jafn góðir. Ef heimur- inn, lögfræðin og lög- fræðingamir væru full- komnir, þá væri kannski hægt að segja sem svo að til væri ein lögfræðilega rétt niðurstaða. Þannig er heimurinn ekki. Lög- fræðin er ekki vísindi á sama hátt og efnafræði eða önnur raunvís- indi. Tvisvar tveir eru ekki alltaf og óbreytanlega fjórir. Þetta er ekk- ert nýtt, lögfræðingar hafa alltaf fengist við að nota lögskýringarað- ferðir til að komast að niðurstöðu. Ég veit ekki til þess að mönnum séu núna kennd önnur vinnu- brögð.“ Jón Steinar nefndi að nú virtist sem menn væru þreyttir á að fást við lögfræðileg verkefni á klassísk- an hátt og vísaði til þess að hægt væri að fá lögfræðinga til að skrifa álitsgerð um hvað sem væri. Jakob sagði að þegar rætt væri um lög- fræðilegar álitsgerðir væri megin- atriði að gera sér grein fyrir því, hvert verkefnið væri, sem lögfræð- ingurinn hefði verið beðinn að leysa, hvaða spumingum hann átti að svara. „Niðurstaðan ræðst ekki síst af því um hvað er spurt. Sá sem biður um álitið velur verkefn- ið. Staðan er önnur þegar um dómsmál er að tefla, þar sem hvor- ugur aðili er einráður um val í af- mörkun álitaefnisins. Menn geta, með réttum lögfræðilegum aðferð- um, komist að mismunandi niður- stöðum, því einhvers staðar á leið- inni koma þeir að gatnamótum og þurfa að ákveða hvora leiðina þeir fara. Þetta þýðir ekki að menn geti komist að hvaða niðurstöðu sem er.“ Jakob segir að deilur rísi milli manna vegna þess að þeir hafi ólík- ar skoðanir á tilteknu máli. „Lög- fræðileg álitsgerð sem styður nið- urstöðu sem er öðrum deiluaðila hagstæð er að sjálfsögðu röng frá sjónarhóli þess sem á gagnstæðra hagsmuna að gæta, en það er ekki þar með sagt að hún sé röng hlutlægt. Það er sama hversu slyngir lögmenn eru, þeir geta ekki búið hvaða niðurstöðu sem er í lögfræðilega rökstuddan búning." I gagnrýni á dómstóla hefur meðal annars verið nefnt að þeir gæti þess ekki sem skyldi að styðj- ast við viðurkenndar réttarheimild- ir. Jakob vísar til 61. greinar stjómarskrárinnar, þar sem segir að dómendur skuli í embættisverk- um sínum fara einungis eftir lögun- um. „Ef menn ganga út frá því að dómstólamir hafi einhver önnur sjónarmið að leiðarljósi í störfum sínum, þá er eins gott að slíkar ásakanir séu rökstuddar mjög vandlega," segir hann. Óheppilegt að gagnrýna dóma í eigin málum Dómar Hæstaréttar í skaðabóta- málum í maí og júní á þessu ári hafa verið grannur gagnrýni Jóns Steinars Gunnlaugssonar á Hæsta- rétt. „Jón Steinar segir að rétt lög- fræðileg niðurstaða hefði verið önnur en sú sem Hæstiréttur komst að,“ segir Jakob. „Hann gagnrýnir réttinn einnig fyrir að taka bara upp ummæli úr greinar- gerð með framvarpinu í stað þess að taka tillit til lögfræðilega réttra raka. Nú er það svo, að það var verið að deila um ákveðnar greinar í skaðabótalögunum. Mikilvægasta lögskýringargagnið við skýringu á lögum er greinargerð. Að vísu má telja óvenjulegt að dómstóll vitni eins ítarlega í greinargerð og Hæstiréttur gerði í þessum málum, en það gerir niðurstöðuna vandaðri en ella. Hæstiréttur taldi sér svo ekki fært í málunum sem Jón Steinar flutti að ganga gegn skýra mati löggjafans. Við má bæta, að í máli sem var dæmt 4. júní taldi rétturinn að hluti 8. greinar lag- anna samræmdist ekki jafnræðis- reglu stjómarskrárinnar og hafn- aði því að beita greininni eins og Alþingi setti hana. Á þennan dóm hefur Jón ekkert minnst." Jakob segir að undanfama ára- tugi hafi verið deilt um hversu langt dómstólar megi ganga í að víkja frá mati löggjafans, þar sem það komi skýrt fram. „Hæstiréttur Islands hefur alltaf sett sér þröng mörk í slíkum frávikum og dóm- arnir í skaðabótamálunum era í samræmi við þessa íslensku dóma- hefð. Það er síðan tilefni til ítar- legrar umræðu hvort dómstólar hér á landi hafi verið of bundnir af tillitinu til mats löggjafans, en sú spuming breytir engu um að núna er þessi hefð ríkjandi." Jakob segir að hafa verði í huga að í þessum skaðabótamálum, eins og í öðram álitamálum fýrir dóm- stólum, hafi verið tekist á um tvö sjónarmið. „Málin vora flutt frá tveimur hliðum og Hæstiréttur hafði málatilbúnað beggja til úr- lausnar. Lögmenn hafa auðvitað fulla heimild til þess að gagnrýna dómstóla. Það er hins vegar yfir- leitt óheppilegt að þeir gagnrýni niðurstöður dómstóla í málum sem þeir hafa sjálfir flutt, þvi þeir halda áfram að flytja málið frá sinni hlið. þótt niðurstaða sé fengin. Ef um- ræða þeirra væri fræðileg gætu þeir þurft að viðurkenna eitthvað sem kæmi skjólstæðingi þeirra illa eftir á. Það gengur ekki vegna til- hts lögmannsins til skjólstæðings- ins. Þess vegna er hættan sú, þeg- ar lögmenn fjalla um eigin mál, að ekki komist öll fræðileg rök að.“ Jakob segir það hins vegar rétt hjá Jóni Steinar að allt of lítið sé fjallað opinberlega um niðurstöður dómstóla. Aðspurður hvort það geti stafað af því að lögmenn vilji ekki taka þátt í fræðilegri umræðu af ótta við að lenda í mótsögn við sjálfa sig þegar þeir þurfa að tala máli skjólstæðinga í sambærileg- um málum síðar svarar Jakob að lögmenn verði ekki bundnir af slíku eftir á. „Það verður að gera mun á fræðilegri umræðu og mál- flutningi. Þegar lög- menn flytja mál fyrir dómstólum hafa þeir skyldu til þess að tefla fram öllum sjónarmiðum sem mega verða málstað skjólstæðinga þeirra til framdráttar. Þeir eiga að vera hlutdrægir en ekki hlutlægir. Lög- menn geta iðulega komist í þá að- stöðu að þurfa að halda fram sjón- armiðum í málflutningi, sem era önnur en þeir hafa áður haldið fram í málflutningi fyrir sama dómstóli. Svipað gildir ef þeir hafa látið uppi sjónarmið í opinberri umræðu. Dómstóllinn metur svo, Fræðilegt framlag laga- deildar hefur enn minnkað Samsetning dómara í Hæstarétti umdeilanleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.