Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 127 m.kr. hagnaður Pormóðs ramma Nokkuð undir væntingum Þormóður rammi hf. ^Jtaw^JÚfaiUIÍuppgjöri 1998 M Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 1.768 1.850 -4% Rekstrargjöld 1.444 1.453 -1% Rekstrarhagn. f. afskr. og fjármagnsliði 324 397 -18% Afskriftir (169) (154) (57) +10% Fjármagnsgjöld (nettó) 7 Hagn. af reglulegri starfsemi f.skatta Aðrar tekjur og gjöld 162 16 186 34 -13% -53% Hagnaður tímabilsins 127 186 -31% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 *98 30/6 '97 Breyting 1 Eignir: \ 1.246 4.350 1.323 4.075 -6% +7% Veltufjármunir Fastafjármunir Eignir samtals 5.596 5.398 +4% 1 Skuldir oa eiaið fé: 1 2.401 2.371 +1% Eigið fé Skuldbindingar 163 147 +11% Langtímaskuldir 1.894 2.024 -6% Skammtímaskuidir 1.138 856 +33% Skuldir og eigið fé samtals 5.596 5.398 +4% Kennitölur 1998 1997 Eiginfjárhlutfall 43% 44% Veltufjárhlutfall 1,1 1,5 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 274 314 -13% HAGNAÐUR Pormóðs ramma - Sæbergs hf. nam 127 milljónum króna eftir reiknaða tekjuskatts- skuldbindingu á fyrstu sex mánuð- um þessa árs, en var 186 milljónir króna fyrir sama tímabil 1997. Rekstrartekjur á fyrri helmingi árs- ins voru 1.768 milljónir króna sam- anborið við 1.850 milljónir á sama tíma í fyrra. Eigið fé hlutafélagsins 30. júní sl. var 2.401 milljón króna en var 2.371 milljón króna á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall var 43% samanborið við 44%, veltu- fé frá rekstri nam 274 m.kr. en var 315 milljónir og veltufjárhlutfall var 1,1 á móti 1,5 á sama tíma í fyrra. Nettó skuldir félagsins voru 1.940 milljónir króna en voru 1.704 millj- ónir króna 30. júní 1997 og 2.160 milljónir króna í árslok 1997. Á tímabilinu voru tveir togarar félagsins seldir, Hvannaberg OF 72 og Jöfur ÍS 172. Þá hefur reykhús félagsins á Siglufirði einnig verið selt. Samdráttur í rækjuveiði Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir minnkandi hagnað aðallega skýrast af áhrifum sjómannaverkfallsins, auk þess sem rækjuveiði hefur dregist töluvert mikið saman: „Við teljum milliuppgjörið þó ekki gefa ástæðu til endurskoðunar á rekstr- aráætlunum félagsins og reiknum með að ná að vinna rækjutapið upp í öðrum tegundum á seinni hluta árs- ins. Óhagkvæmar rekstrareiningar hafa verið seldar og ekkert sem gef- ur tilefni til að ætla annað en að áætlaður hagnaður fyrir reiknaðan tekjuskatt uppá 362 m.kr. í lok árs- ins muni standa." Talsverð vonbrigði Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá Islandsbanka, segir milliuppgjörið valda talsverðum vonbrigðum, því menn hafi almennt gert ráð fyrir meiri hagnaði í upp- gjörinu: „Við töldum að sú aðgerð þeirra á síðasta ári, að færa alla bol- fiskvinnslu útá sjó, myndi koma fram í talsvert hærri framlegð nú, auk þess sem talið var að sala eigna myndi koma fram í hagkvæmari út- gerð. Niðurstöðurnar sýna hins vegar að hagræðingin tekur lengri tíma en búist var við. Eins erum við undrandi yfir því að sjómannaverk- fallið skuli hafa sett mark sitt á milliuppgjörið í ljósi þess að fyrir- tækið er með alla sína bolfisk- vinnslu á sjó þar sem kostnaður er mun breytilegri en í landvinnslu." Heiðar segist engu að síður telja fé- lagið vera góða fjárfestingu til lengri tíma litið: „Þó að rækjan líti ekki vel út núna, þá er bolfiskurinn orðinn það stór þáttur í rekstrinum að hann ætti að vega upp á móti þeim samdrætti sem varð í rækju- veiðunum á fyrri hluta ársins og gera félaginu kleift að halda þeirri rekstraráætlun sem lagt var upp með í ársbyrjun,“ segir Heiðar. Landsbankinn Sér um út- boð Sam- herja LANDSBANKI íslands hf. og Samherji hf. hafa undirrit- að samning um að Lands- bankinn hafi umsjón með skuldabréfaútboði Samherja að fjárhæð 500 milljónir króna. Samherji mun m.a. veija fénu til að ganga frá fjármögnun kaupa Samherja GmhH, dótturfélags Sam- herja í Þýskalandi, á 49,5% eignarhlut í Deutsche Fisch- fang Union GmbH. Skuldabréfin eru í 5 millj- óna króna einingum og til átta ára. Þau bera 5,00% flata vexti og eru verðtryggð mið- að við vísitölu neysluvöru- verðs. Skuldabréfin verða seld með 50 punkta álagi á mark- flokk húsbréfa 98/1, sem þýð- ir miðað við síðustu viðskipti með þessi bréf að skuldabréf- in verða seld á ávöxtunarkröf- unni 5,49% til að byrja með. Landsbankinn tryggir sölu skuldabréfanna og verður sótt um skráningu á Verð- bréfaþingi Islands. Það er viðskiptastofa Landsbanka Islands á Akureyri sem sér um skuldabréfaútboðið. Afkoma Hlutabréfasjóðsins hf. 204 milljóna króna hagnaður Afkoma Tanga hf. batnaði um 72% á milli ára Hagnaðurínn nam 85 milljónum króna Tangi Hf úr milliuppgjöri 1998 k Á- ^^^^1 JAN.-JÚN1 JAN.-JÚNÍ,. Rekstrarreikningur Miiyónir króna 1998 1996 Breyting Rekstrartekjur 936,4 865,8 +8,2% Rekstrargjöld 758.8 710.6 +6.8% Hagnaður fyrir afskriftir og fjárm.liði 177,6 155,2 +14,4% Afskriftir -81,8 -64,8 +26,2% Fjármagnsliðir nettó -9,3 -35,9 -74,1% Hagnaður af reglulegri starfsemi 86,5 54,5 +58,7% Aðrir liðir -1,2 -5,0 -76.0% Hagnaður (tap) árssins 85,3 49,5 72,3% Efnahagsreikningur 30.6.98 31.12.97 Breyling \ Eianir: \ Milliónir króna Veltufjármunir 722,6 446,8 +61,7% Fastafjármunir 2.077,0 1.561,6 +33,0% Eignir samtals 2.799,6 2.008,4 +39,4% 1 Skuldir oi1 eigið fé: 1 Milliónir króna Skammtímaskuldir 1.141,3 535,4 +113,2% Langtímaskuldir 958,5 873,5 +9,7% Eigið fé 699,9 599,5 +16,7% Skuldir og eigið fé alls 2.799,6 2.008,4 +39,4% Sjóðstreymi og kennitölur 1997 1996 Breyling Veltufé frá rekstri Milljónir króna 130,5 116,9 +11,6% Veltufjárhlutfall 0,63 0,83 Eiginfjárhlutfall 25,0% 29,9% HEILDARAFKOMA Hlutabréfa- sjóðsins hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 228 milljónum króna. Þar af nam hagnaður samkvæmt rekstrarreikningi 204 milljónum og óinnleystur gengishagnaður jókst um 24 milljónir króna. Heildar- eignir sjóðsins 30. júní 1998 námu 5.144 m.kr. Innlend hlutabréfaeign sjóðsins nam 3.048 milljónum króna eða 59% af eignum, erlend verðbréf 438 m.kr. eða 9% og eign sjóðsins í innlendum skuldabréfum var 1.514 milljónir króna eða 29%, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu. Sjóðurinn átti hlutabréf í 47 innlendum fyrirtækjum. Þar af átti hann eignarhluta í 9 fyrir- tækjum, hvern að verðmæti yfir 100 m.kr. Þeirra stærstir voru eignarhlutar sjóðsins í Eimskipi að verðmæti 509 milljónir, Is- landsbanka 445 m.kr., Þormóði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá ACO hf. „Vegna þeirrar umræðu sem hefur verið vegna gjaldþrots Rad- íóbúðarinnar, Bónusradíós og Apple-umboðsins vill ACO hf. gera eftirfarandi athugasemdir. 1) ACO hf. hafði staðið í viðræð- um við Apple Europe og Apple- umboðið á Islandi um nokkurt skeið, í upphafi var það ætlunin að sameina ACO hf. og Apple á ís- landi. Það kom fljótlega í ljós að Apple-umboðið skuldaði Apple Europe verulegar fjárhæðir og hafði ekki fengið vörur afhentar um all langan tíma og vildi Apple Europe fá nýjan umboðsmann á Is- landi til að sinna hagsmunum Apple og þeirra fjölmörgu við- skiptavina á Islandi. 2) Þrátt fyrir þessa erfiðu stöðu ramma 325 m.kr. og Granda 192 milljónir. Stjórn hlutabréfasjóðsins hefur ákveðið, í samræmi við heimildir aðalfundar, að auka hámarkshlut- fall erlendra verðbréfa í fjárfest- ingarstefnu sjóðsins úr 10% í 25%. Á síðari hluta ársins er áfram gert ráð fyrir góðri afkomu af rekstrinum. Innlend hlutabréf hafa hækkað í verði síðustu vikur og er ýmislegt sem bendir til þess að verð hlutabréfa geti hækkað eitt- hvað áfram m.a. vegna góðrar af- komu margra fyrirtækja á fyrri hluta ársins. Staðan á erlendum mörkuðum um þessar mundir er nokkuð óviss en til lengri tíma litið má búast við áframhaldandi hækk- un hlutabréfa, þó svo að gera megi ráð fyrir minni hækkunum en verið hafa síðustu misseri, segir enn- fremur í fréttinni. leitaði ACO hf. ýmissa leiða til þess að fá á hreint raunverulega stöðu Apple á íslandi þannig að samein- ing gæti átt sér stað, m.a. til þess að auðvelda yfirfærslu umboðs með tilliti til starfsfólks, húsnæðis, varahluta, hugbúnaðarlausna, ann- arra skyldra umboða og m.f. Ekki náðist að fá botn í fjárhagsstöðu Apple umboðsins, meðal annars vegna tenginga við önnur fyrirtæki fjölskyldu Gríms Laxdals. Gjald- felldir yfirdrættir skiptu engu í þessu sambandi. 3) Niðurstaðan er nú ljós, Radio- búðin og dóttuifyrirtæki hafa ósk- að eftir því að verða tekin til gjald- þrotaskipta og er það mál óskylt ACO hf. Apple Europe vildi fá ACO hf. sem umboðsmann og von- ast stjórnendur ACO hf. til þess að geta byggt upp góða þjónustu í kringum vörur frá Apple.“ HAGNAÐUR Tanga hf. á Vopna- firði nam 85 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sam- anborið við tæpar 50 milljónir á sama tímabili í fyrra, og nemur aukningin því 72% á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 86,5 milljónum króna á tíma- bilinu og samsvarar það 9,2% af veltu tímabilsins. Rekja má bætta afkomu til velgengni í veiðum og vinnslu á síld og loðnu. Rekstrar- tekjur jukust um 8,2% á milli ára, og rekstrargjöld jukust um tæp 7%. Heildareignir félagsins sam- kvæmt efnahagsreikningi námu tæplega 2,8 milljörðum í lok tíma- bilsins og höfðu aukist um tæpar 800 milljónir frá áramótum. Skýrist það m.a. af fjárfestingum á tímabilinu og einnig af miklum birgðum í lok júní, einkum í mjöli og lýsi, að því er fram kemur í frétt frá félaginu. Lágt veltufjárhlutfall félagsins skýrist m.a. af því að fjár- fest var í nótaskipinu Víkurbergi GK-1. Einnig var fjárfest í afla- heimildum í lok uppgjörstímabils en langtímafjármögnun þeirrar fjárfestingar var aðeins að litlu leyti komin til framkvæmda 30. júní. I lok júlí seldi Tangi hf. ísfisk- togarann Eyvind Vopna ásamt aflaheimildum í karfa, ufsa og rækju sem svarar til 384 þorskígildistonna. Er sú sala liður í því að fjármagna kaupin á Víkur- bergi og mun hún koma fram á síð- ari hluta ársins. Minna magn - meiri framlegð Frá áramótum hefur Tangi tekið á móti 53.400 tonnum af loðnu og síld. Þar af voru fryst 4.400 tonn af loðnu á Japans- og Rússlands- markað. I lok júní hafði Tangi tekið á móti 38 þúsund tonnum af loðnu og síld, samanborið við 45 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. „Bætt af- koma Tanga hf. stafar m.a. af vel- gengni í veiðum og vinnslu upp- sjávarfiska en eins og fram hefur komið hefur félagið fjárfest veru- lega í þeirri grein á undanförnum tveimur árum. Verð á mjöli og lýsi er hátt og m.a. þess vegna eykst veltan þrátt fyrir að minni afli hafi borist á land en á sama tíma í fyrra.“ Friðrik M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga, kveðst vera ánægður með niðurstöðuna enda hafi aðeins verið gert ráð fyrir um 20 milljóna króna hagnaði sam- kvæmt áætlunum. Fyi-ri árshelm- ingur hafi verið félaginu afar hag- stæður þrátt fyrir stutta loðnuver- tíð og sjómannaverkföll í upphafí ársins. Ljóst sé að þær endurbæt- ur, sem gerðar hafi verið á fiski- mjölsverksmiðjunni, séu að skila sér í bættri afkomu þar, auk þess sem verð á mjöli og lýsi sé nú mjög hátt. Þá hafi fjármagnskostnaður félagins lækkað þar sem það hafi notið hagstæðari lánasamninga en áður auk þess sem gengisþróun hafi verið hagstæð. Athugasemd frá ACO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.