Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.08.1998, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR Morgunblaðið/Baldur Sveinsson DOUGLAS A-26 Invader-vélin á Keflavíkurflugvelli. Banaslys í verksmiðju Atlantic Coast Fyrirtækið tryggt fyrir slíkum áföllum Douglas A-26 Invader á Keflavík- urflugvelli GÖMUL Douglas A-26 Invader sprengjuflugvél lenti á Keflavík- urflugvelli á fimmtudag. Orfáar slikar flugvélar eru til flughæfar í dag, líklega tvær til þrjár. Þessi flugvélategund var hönnuð í síð- ari heimsstyijöldinni sem árásar- vél og var þá tegundareinkennið A-26. Bandariski flugherinn not- aði þessar vélar talsvert í Evrópu sem léttar sprengjufiugvélar. Eftir að stríðinu lauk var Mart- in B-26 Marauder sprengjuflug- vélin fljótt tekin úr notkun og fljótlega var tegundareinkenni Invader-vélanna breytt í B-26. Þær voru síðan mikið notaðar í Kóreustríðinu og síðar í Víetnam. AHmörgum var breytt í slökkvivélar til að beijast við skógarelda, þar sem þær gátu borið um 3 tonn af slökkviefni og voru liprar í snúningum. Einnig var nokkrum breytt í einkavélar og stækkaður á þeim skrokkur- inn til að auðveldara væri að sitja í þeim. Ekki er auðvelt að átta sig á því hve margar flugvélar af ein- hverri ákveðinni gerð herflug- véla úr síðari heimsstyijöldinni eru flughæfar á hveijum tíma. Oðru hverju farast þær og svo er sífellt verið að gera upp fleiri og fleiri siíkar vélar og eru þá oft sameinaðir hlutar úr fleiri en einni af sömu gerð. Þessi vél er einmitt nýuppgerð. Hún var gerð upp á Chino-flug- velli í Los Angeles og keypti nú- verandi eigandi hana, að sögn flugmannsins, fyrir 180 þúsund dali. Síðan var Iögð í hana þriggja ára vinna til að gera hana flughæfa. Á flugsýningunni í Os- kosh í Wisonsin nú í ágúst fékk hún verðlaun fyrir útlit í sínum stærðarflokki. Núverandi eigandi er hollensk- ur og var vélin á leið þangað með viðkomu í Edinborg, en í gær- morgun hélt hún síðan áleiðis til Hollands. Ráðgert er að sýna vél- ina í flugsýningum víða í Evrópu. STARFSMAÐUR Atlantic Coast Fisheries Corp. í New Bedford í Massachusetts, sem er að 80% í eigu Úthafssjávarfangs ehf., lést í vinnu- slysi í verksmiðjunni fyrr í þessari viku. Samkvæmt fréttabréfí Seafood Credit Corporation, sem fylgist með rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í fylkinu, getur slysið haft afdrifarík- ar afleiðingar fyrir fyrirtækið verði höfðað dómsmál og fyrirtækið dæmt til greiðslu skaðabóta. Björgólfur Jóhannsson, einn framkvæmda- stjóra Samherja og stjórnarformað- ur Atlantic Coast Fisheries, segir að fyrirtækið sé tryggt fyrir slíkum áföllum og komi slysið því ekki til með að hafa áhrif á rekstur þess. Að mestum hluta í eigu íslenskra fyrirtækja Úthafssjávarfang er í eigu Sam- herja hf., Síldarvinnslunnar hf., SR- mjöls hf. og Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. Starfsmaðurinn, Antonio Ajqui, kramdist til bana í tanki þar sem fiskúrgangur er soðinn og gerður úr honum áburður. Ajqui var að hreinsa tankinn þegar hann rakst í búnað sem virðist hafa gangsett tækið. „Samkvæmt minni vitneskju á þetta ekki að hafa nein áhrif á fyrir- tækið,“ segir Björgólfur. Hann segir fyrii-tækið mjög vel tryggt og það séu einnig þeir aðilar sem útveguðu starfsmenn til fyrirtækisins. „Þetta á því ekki að vera stórmál fyrir fyr- irtækið þótt það sé að sjálfsögðu alltaf stórmál þegar menn farast í slysum sem þessum," sagði Björ- gólfur. Seafood Credit Corporation vitn- ar í fréttir í dagblöðum ytra þar sem segir að fyrirtækið hafi áður verið sektað, árin 1989 og 1992, fyrir brot á öryggisreglum. Björgólfur segir að sér hafi skilist að slys hafi orðið í tíð fyrri eiganda fyrirtækisins. Smíða álrtítu í sam- við AM 50 eintök smíðuð á ári árið 2001 starfi HUMMER-umboðið á íslandi hefur fyrst umboðsaðila i heiminum feng- ið leyfi AM General, bandarísks framleiðanda Hummer-bílsins, til að raðsmíða yfirbyggingar á grind bílsins. Smíði á frumgerð 19 manna rútu á undirvagni Hummer er á lokastigi og ráðgert er að kynna bíl- inn um miðjan september undir heitinu Berserkur. Einnig er ráð- gert að smíða a.m.k. fjórar aðrar gerðir bfla á Hummer-giind. Fram- leiðslan er einkum ætluð til útflutn- ings. Iðnaðarráðuneytið og Iðn- tæknistofnun fylgjast með framgangi málsins, sem á sér 18 mánaða aðdraganda, og er vilji hjá ráðuneytinu til að styðja verkefnið. Yfirmenn AM Gener- al verða viðstaddir kynningu á bílnum hérlendis, þar á með- al Bruce Wisler, yfir- maður alþjóðadeildar AM General, og ætl- ar fyrirtækið að ann ast dreifingu á bílunum að fenginni reynslu af frumgerðinni. Ráðgert er að þegar framleiðsla á vegum Humm- er-umboðsins verði komin í fullan gang verði smíðaðir um 50 bflar á ári og segir Stefán Hjartarson, stjórnarformaður fyrirtækisins, að veltuaukning vegna verkefnisins geti orðið á bilinu 400-500 milljónir kr. á ári. Stefán segir að strax og Humm- er-umboðið tók til starfa hérlendis árið 1995 hefðu forsvarsmenn þess haft í hyggju að breyta bílnum þannig að hann hentaði betur iyrir íslenskar að- stæður. I íyrstu var smíðað á hann plasthús sem hannað var á ís- _____ landi. Tvær íslenskar björgunarsveitir, á Þórshöfn og Stokkseyri, eiga bíla með plasthúsi. Ráðgert var að koma plasthúsunum í fjöldaframleiðslu þegar reynsla væri komin á þau. Með ýmsa eiginleika AM General í Bandaríkjunum framleiðir Hummer-bílinn einkum fyrir herinn. Á árunum 1992-1993, General Veltuaukning Hummer-umboðsins á Islandi vegna raðsmíði á yfírbyggingum fyrir Humm- er-undirvagna er talin geta orðið hátt í hálfur milljarður kr. á ári. Guðjón Guðmundsson skrifar um verkefnið sem nýtur stuðnings bandaríska framleiðandans, AM General. «88 ■ HUMMER-grind, með 195 hestafla dísilvél og „quadra-trac“ fjórhjóladrifsbúnaði. Hummer-um- boðið á Islandi hyggst raðsmíða rútur og aðrar gerðir bfla á grindina og flytja út á erlenda markaði. Yfirbygging rútunnar veg- ur 400 kg þegar framleiðsla hófst fyrir al- mennan markað, var 80-90% af framleiðslu fyrirtækisins seld til bandaríska hersins en núna er hlut- fallið um 70% til hersins og um 30% á almennan markað. Hummer hefur marga eiginleika umfram hálendisjeppa; veghæðin er a.m.k. tvisvar sinnum meiri, sítengt drif er á _____ öllum hjólum, lofti er hægt að hleypa af dekkj- um eða í þau á ferð, varadekk er í hverju hjóli, svokallað „run-flat“ kerfi, og affelgunarvöm. Hummer-umboðið sóttist eftir því að verksmiðjan afhenti fyrirtækinu sérstaklega styrktar grindur svo hægt væri að setja á þær nýtt hús með fleiri sætum og stjómstöð fyrir björgunarsveitir og fleiri útfærslur. Grindin þurfti því að hafa meiri burðargetu, öflugi’i driföxla og hemlabúnað. Fram að þessu hefur AM General ávallt hafnað öllum slíkum fyrirspurnum umboðsaðila hvar í heiminum sem er. Stefán seg- ir að það hafi breytt viðhorfi yfir- manna AM General til málsins að umboðið hér á landi breytti Hum- mer fyrir 44 tomma hjólbarða fyrst umboða í heiminum. I kjölfar þess var yfu-mönnum AM General boðið í akstur um hálendi íslands á breyttum Hummer og eftir það komust á góð samskipti milli um- boðsins og framleiðenda. Einnig hannaði Ævar sérstaka vélsleða- grind á Hummer, sem gerir einum manni kleift að aka þeim upp og niður af bílnum, og hrifust yfirmenn AM General af hugvitinu sem fram kom í hönnuninni. í alþjóðlegi dreifíkerfí AM General AM General samþykkti beiðni Hummer-umboðsins um að smíða sérstakar grindur fyrir íslenska bílasmíði sem hefur 1.000 kg meiri burðargetu en að jafnaði. Auk þess er grindin með sterkari driföxlum og öflugri hemlabúnaði sem fram til þessa hefur einungis verið boðinn í hemaðarútgáfu bílsins. Það sem heyrir til tíðinda er að við smíði yfirbygginganna verður stuðst við reynslu og nýjungar í notkun á áli. Yfirbygging mtunnar vegur einungis 400-600 kg. Burðar- virki er soðið úr álprófílum og klæðning límd að utan. Öll vinna við frumgerð bflsins hefur verið í sam- ráði við AM General og hefur fram- leiðandinn sýnt verkefn- -------- inu mikinn áhuga. Bfllinn uppfyllir alla Evrópu- staðla um búnað og Skráningarstofa íslands ^___ hefur samþykkt teikn- ingar að bílnum. Ráðgert er að smíða þrjá bíla á næsta ári og hefja þá kynningu á alþjóðlegum bflasýn- ingum. Árið 2000 er ráðgert að smíða 20 bíla og árið 2001 verði framleiðslan komin upp í 50 eintök á ári. Hummer-umboðið hefur þegar ráðið til sín bílasmiði og áætlar fyr- irtækið að allt að 40 manns vinni við ÆVAR Hjartarson hjá Hummer-um- boðinu hannaði yfirbyggingu álrút- unnar. Hér er hann við öllu hefðbundnari Hummer. framleiðsluna á síðari stig- um. Stefán bendir á að margföldun- aráhrif af slíkri framleiðslu geti einnig orðið mikil því til greina komi að bjóða út einstaka þætti í smíði bílsins. Að lokinni smíði bílanna hérlend- is fara þeir inn í alþjóðlegt dreifi- kerfi umboðsaðila Hummer um all- an heim. Stefán segir að AM Gener- al áætli að markaðurinn fyrir þessa bíla sé að lágmarki 40 og að há- marki 150 bílar á ári, mest í Banda- ríkjunum og Mið-Austurlöndum. Hugsanlegt er að einnig komi pant- anir á hernaðarútgáfu bflsins frá bandaríska hernum með íslenskri yfirbyggingu. Frumgerð bílsins er rúta sem tekur 18 farþega í sæti og hefur fyr- irtæki á sviði ferðaþjónustu hér á landi þegar fest kaup á þeim bíl. Einnig er ráðgert að smíða þrjár aðrar útfærslur, þ.e. sjúkraflutn- --------- ingabíl, björgunarsveita- bíl, húsbíl og vörubíl. Verð á bilunum verð- ur á bilinu átta til 13 _____ milljónir kr. eftir út- færslum. Stefán segir að margt bendi til þess að það skapist iðnaður í kring- um verkefnið sem verði til þess að hleypa nýju lífi í bílasmíði hérlendis. Hann segir að breytingai' í rekstr- arumhverfinu geti einnig leitt til þess að greinin nái að dafna á ný og bendir á að vörugjöld á farþegarút- ur hafi verið felld niður sem skapi grundvöll til smíði hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.