Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 15.08.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR r~fTTT Morgunblaðið/Arnaldur UNNIÐ að uppsetningu biðskýlis við Miklubraut. Strætisvagnar Reykjavrkur 120 ný biðskýli sett upp HAFIST var handa við að setja upp 120 ný biðskýli hjá SVR í vik- unni. AFA JCDecaux ísland er eigandi skýlanna og hefur íyrir- tækið gert samning til 20 ára um uppsetningu þeirra, rekstur og við- hald. Fyrirtækið rekur samskonar biðskýli í yfir 1.100 borgum og bæjum víðs vegar í Evrópu og hafði það frumkvæði að því að gera samning við Reykjavíkurborg, að sögn Þórhalls Guðlaugssonar for- stöðumanns markaðs- og þróunar- sviðs SVR. Danskir starfsmenn fyrirtækis- ins vinna nú að því að setja skýlin upp en þeir hafa sett upp 2.000 skýli viðs vegar í Evrópu. Gert er ráð fyrir að uppsetningu nýju bið- skýlanna verði lokið í október. Rekstur íjármagnaður með auglýsingum Rekstur biðskýlanna er fjár- magnaður með sölu á auglýsingum sem sett verða í skýlin. Þau eru hönnuð af Knud Holscher og eru að stærstum hluta úr 12 mm hertu gleri. í hverju skýli er loftljós, opn- anleg tafla fyrir leiðarkort auk annarra upplýsinga frá SVR, og sérstaklega hannaður bekkur og handrið fyrir hreyfihamlaða. Að sögn Þórhalls eru um fimm hundruð viðkomustaðir á áætlun SVR í Reykjavík og þar af eru bið- skýli á 250 stöðum. Á þeim stöðum sem nýju skýlin verða sett upp eru í flestum tilvikum skýli fyrir. Gömlu skýlin verða flutt á aðra við- komustaði í borginni þar sem ekki hafa verið skýli fyrir. Gert er ráð fyrir því að á 2/3 viðkomustaða SVR verði komin biðskýli í lok árs- ins. Mikilvæg ábending til matvælafyrirtækja! Betrí áranqur meb skipulögbu éftiríiti í reglugerð umhverfisráðuneytisins um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla eru ákvæði um innra eftirlit í matvælafyrirtækjum. INNRA EFTIRLIT er á vegum framleiðanda eða dreifingaraðila til að tryggja gæði, öryggi og hollstu vörunnar. í bæklingi Hollustuverndar um MATVÆLAEFTIRLIT sem fæst hjá Hollustuvernd og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga, eru leiðbeiningar og upplýsingar. Hollustuvernd ríkisins Ánvúla la, 108 Rvík, sími 568 8848, heimasíöa www.hollver.is • • Ornefnanefnd Fjallað um nöfn nýrra sveitarfélaga ÖRNEFNANEFND sem mennta- málaráðherra skipaði 7. ágúst sl. fjallar nú um erindi frá fimm sveitar- félögum sem hafa sameinast frá sl. desember. Erindin eru frá samein- uðu sveitarfélagi Grímsneshrepps og Grafningshrepps, sameinuðu sveit- arfélagi Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyðarfjarðar, frá sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði, að undan- skildum Akrahreppi, frá sameinuðu sveitarfélagi í Áustur-Skaftafells- sýslu og frá sameinuðu sveitarfélagi í uppsveitum Borgarsýslu. Órnefnanefnd starfar samkvæmt lögum um bæjarnöfn, en um hlut- verk hennar í tengslum við nöfn á sveitarfélögum segir í nýju sveitar- stjórnarlögunum að sveitarstjóm skuli ákveða nafn sveitarfélags að fenginni umsögn ömefnanefndar. Til að nafnabreyting taki gildi þarf stað- festingu félagsmálaráðuneytis. Að sögn Ara Páls Kristinssonar formanns nefndarinnar eru erindi sveitarfélaganna misjöfn, í sumum tilvikum biðji sveitarfélög um um- sögn um öll nöfn sem íbúar greiddu atkvæði um í skoðanakönnun, í öðr- um tilvikum sé búið að miða út eitt eða tvö nöfn og eingöngu beðin um umsögn á þeim. Að sögn Ara Páls hefur nefndin þegar haldið einn fund og býst hann við því að af- greiðslu erindanna verði lokið fyrir mánaðamót. I sveitarstjórnarlögunum segir einnig að leita skuli umsagnar hjá ömefnanefnd ef sveitarfélag gei-ir könnun meðal íbúa sinna. Það var ekki gert sl. vor vegna þess að sveit- arstjómarlögin höfðu ekki tekið gildi. Ráðstefna um gæðastjórnun í skólum 24 fyrirlestrar verða fluttir samtímis Kristín Dýrfjörð AGANA 21.-22. ágúst næstkomandi verður haldin ráð- stefna um gæðastjórnun í menntakerfmu í Mennta- skólanum á Akureyri undir yfirskriftinni: Að hvaða ár- angri er stefnt í skólastarfi? Þetta er önnur ráðstefnan sem haldin er um gæða- stjórnun í íslensku mennta- kerfi á vegum Háskólans á Akureyri, Yerkmenntaskól- ans á Ákureyri, Menntaskól- ans á Akureyri, Skólaþjón- ustu Eyþings og Gæða- stjómunarfélags Norður- lands að sögn Kristínar Dýr- fjörð, eins skipuleggjenda ráðstefnunnai’, sem jafn- framt flytur erindi um for- eldrasamstarf í leikskólum. Búist er við allt að 200 ráðstefnugestum af öllum skóla- stigum en er þess einnig sérstak- lega vænst að fulltrúar sveitar- stjórna, skólanefnda og foreldrafé- laga sæki ráðstefnuna. Forseti ís- lands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, verður verndari ráðstefnunn- ar og mun hann ávarpa ráðstefnu- gesti við setningu klukkan 9.00 fóstudaginn 21. ágúst. Tveir erlendir gestir verða aðal- fyrirlesarar, David Hargreaves prófessor við Oxford-háskóla á Englandi og John MacBeath pró- fessor við Strathclyde-háskóla í Skotlandi. „David Hargreaves, sem er virtur fræðimaður á sviði skólaþróunar og skólamenningar, hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum á vegum breskra skóla- yfirvalda. Hann á nú sæti í nefnd á vegum breska menntamálaráð- herrans sem fjallar um staðla og gæðamál innan breska skólakerf- isins. John MacBeath hefur mikla reynslu af starfi fyrir skoska menntamálaráðuneytið auk starfa innan ýmissa fjölþjóðlegra stofn- ana eins og UNESCO og Evrópu- sambandsins. MacBeath vinnur nú að umfangsmikilli rannsókn á umbótastarfi í áttatíu skoskum skólum, en hann er sérfræðingur á sviði gæðamats í skólakerfinu," segir Kristín. Eftir hádegi á föstudeginum og fyrir hádegi á laugardeginum verða fluttir að minnsta kosti 24 fyrirlestrar samtímis í 3—4 sölum að hennar sögn. „Meginmarkhóp- ar þeirra fyrirlestra verða fulltrú- ar skólastiganna fjögurra auk þess sem fjallað verður um árang- ursstjómun, stjórnunarstefnu sem mjög er að ryðja sér til rúms í opinberri þjónustu hérlendis bæði á vegum ríkis og sveitarfélaga. Fyrir- lestrar um árangurs- stjórnun eiga því erindi við alla,“ segir hún. I lok ráðstefnunnar verða pall- borðsumræður sem dr. Guðmund- ur Heiðar Frímannsson forstöðu- maður kennai’adeildar við Háskól- ann á Akureyri stýrir. Skráning á ráðstefnuna stendur yfir til 20. ágúst. - Er rúðstefnnn ætluð öllum? „Hún er opin almenningi en ég tel að hún eigi sérstakt erindi við sveitarstjórnarmenn þar sem ný- búið er að skipa í nefndir og ráð allra bæjarfélaga. Nefndarmenn hafa mismikla þekkingu á skóla- málum og ég tel þetta kjörið tæki- færi fyrir sveitarstjórnarfólk til þess að kynna sér það sem er að gerast í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólan- um, til dæmis hvar vaxtarbrodd- urinn er í þessum skólum, einkum með tilliti til þess að skólamálin ► Kristín Dýrfjörð fæddist í Hafnarfirði árið 1961. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti árið 1982, prófi frá Fósturskóla íslands ár- ið 1986 og framhaldsnámi frá sama skóla árið 1992. Hún starf- aði hjá Dagvist barna 1986-1997, þar af níu ár sem leikskólastjóri, en tók við stöðu lektors í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri haustið 1997. Kristín er gift Friðriki Þór Guðmundssyni blaðamanni á Degi og eiga þau tvo syni. eru alfarið komin heim í hérað. Ráðstefnan er því talsvert öðru- vísi nú en fyrir þremur árum. Þarna verður í raun fjallað um menntakerfið vítt og breitt, alveg frá ákveðnum þáttum í innra starfi yfir í mat og ytra mat.“ - Hvað ætlar þú að fjalla um og hvað er efst á baugi í leikskólun- um um þessar mundir? „í erindi mínu velti ég upp þeirri spurningu hvort foreldra- samstarf skipti máli fyrir árangur í leikskólastaifi. En það sem hæst ber í leikskólunum í augnablikinu er vinna við endurskoðun á aðal- námskrá leikskólans í mennta- málaráðuneytinu. Námsskráin verður færð til samræmis við reglugerð þar sem áhersla er lögð á mat og matsferli leikskólans." - Hverju þarf að breyta til þess að tryggja samfellu í starfí leik- og gnmnskóla? „Eg tel að sameiginleg kennsla leikskólakennara og grunnskóla- kennara verði stór þáttur í því að breyta þessu til hins betra þar sem hvor hóp- ur um sig mun átta sig betur á því hvað hinn er að gera og hvaða vænt- ingar eru gérðar til barnanna. Þannig mun þessi sam- fella koma af sjálfu sér. I einu er- indi á ráðstefnunni verður fjallað um ritmál og leikinn og þar er kynnt hvemig hægt er að vinna með ritmál hjá bömum í leikskól- anum án þess að kenna a, b og c. Hið sama gildir um lestur því lestr- arhvetjandi umhverfi hefur áhrif á það hversu auðvelt böm eiga með að læra að lesa þegar í grannskóla er komið. Aðferðir leikskólans eru öðruvísi að því leyti að þar er unnið í gegnum leikinn og litið á börnin sem heildstæðar verur. Hingað til hefur óttinn við að íslensk börn yrðu á eftir valdið því að of mikil áhersla hefur verið lögð á hina akademísku hlið kennslunnar. Góð- ir leikskólar skila bömum mjög vel inn í grannskólann. Hitt er svo annað mál hvort grannskólinn er alltaf nógu vel í stakk búinn til þess að taka við þeim.“ Sveitarstjórn- armenn hvattir til þátttöku

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.