Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 20. ÁGIJST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Berjaspretta er með besta móti víðast hvar á landinu Morgunblaðið/Krisyán BERJASPRETTA er með besta móti víða um land og fólk var byrjað að tína ber í lok júlí. Myndin var tekin á Norðurlandi um helgina. Berin orðin blá o g svört BERJASPRETTA er með besta móti víða um land og fólk byijað að fara í beijamó, að sögn Sveins Rúnars Haukssonar, læknis og sérfræðings um beijatínslu. „Út- litið var gott á Suður- og Vestur- landi og það hefur gengið eftir því mér sýnist að beijasprettan hafi verið tveimur til þremur vik- um á undan meðalári," segir hann. Hann segir sprettuna dræmari austanlands og norðan en ef þar verði hlýtt næstu vikur geti berin tekið við sér og sprett- an orðið ágæt þar. Hann segir að síðustu vikuna í júlí hafi ber á Vesturlandi verið orðin nægilega þroskuð til að tína til að eiga fersk. Hann segir mikilvægt að fólk handtíni þegar það fer í beijamó áður en öll ber- in eru orðin þroskuð, þannig geti það gætt þess að taka bara þroskuð ber og nokkrum vikum síðar er þá hægt að koma aftur að lynginu. Hann segir tínur varla eiga við fyrr en farið er að tína í saft og sultur þegar líða tekur á haust og hætt orðið við frostnóttum. Sveinn segist hafa frétt af góðri sprettu víða, t.d. hafi verið tínd aðalbláber í Skarðsheiði strax eftir verslunarmannahelgi, ágæt spretta sé ( Esjunni og fallegar beijabreiður í nágrenni Þingvalla en spretta mun hafa verið dræm þar síðustu ár. Morgunblaðinu hafa einnig borist fréttir af mjög góðri beija- sprettu á Vestfjörðum, einkum aðalblábeijum og blábeijum. Stöðugt landbrot sjávar við Jökulsá á Breiðamerkursandi Nauðsynlegt að færa brúarstæði innan 20 ára VEGAGERÐIN fylgist náið með framvindu landbrots sjávar við Jök- ulsá á Breiðamerkursandi þar sem ströndin hefur á kafla síðustu ára- tugina færst inn í landið. Ef fram heldur sem horfir mun sjórinn hafa náð vegarstæðinu og brúnni yfír Jökulsá eftir kringum fjörutíu ár, samkvæmt útreikningum Helga Jó- hannessonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni. Hefur hann einnig reiknað út að færa þurfi brúna inn- an 20 ára miðað við um 8 metra landbrot árlega. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri segir menn vonast til þess að landbrotið minnki en það sé þó ef til vill óskhyggja. Eftir að Breiðamerk- urjökull hopaði og náði ekki fram á sjávarkambinn eins og var um síð- ustu aldamót ber Jökulsá ekki leng- ur framburð í sjóinn heldur sest hann í lónið. Ströndin gengur inn á um fjögurra km kafla beggja vegna Jökulsár. „Við höfum verið að vona að það kæmist á nýtt jafnvægi og að hafið muni þá hafa komið ströndinni í endanlegt horf en vitum náttúrlega ekki hvar það jafnvægi liggur," seg- ir vegamálastjóri. Hyggjast færa veginn til norðurs Að því kann að reka að færa þurfi bæði veg og brú, að minnsta kosti ef rofið stöðvast ekki næstu árin eða ef ekki verður hægt að grípa til að- gerða til að verja ströndina. Sam- kvæmt útreikningum Helga Jó- hannessonar þarf að færa brúar- stæðið eftir tvo áratugi ef reiknað er með því að hægt sé að verja brúna þar til fjörubakkinn er kominn í um 100 metra fjarlægð. í dag er fjar- lægðin milli brúar og fjöru um 315 metrar. Vegagerðarmenn hafa þeg- ar hugmyndir um að færa veginn til norðurs, bæði við lónið sjálft og á kafla austan þess, og leggja hann um 250 metra inni í lóninu. Nýja brú mætti reisa á gömlum farvegi árinn- ar, þangað sem henni yrði veitt að nýju, rétt austan núverandi farvegs, og yrði þá brú og vegarstæði í um 700 metra fjarlægð frá sjó. Önnur lausn er að stífla Jökulsá og myndi þá afrennsli úr Breiða- merkurlóninu vera austar, um far- veg Stemmu. Kostnaðaráætlanir liggja ekki fyrir en vegamálastjóri bendir líka á að brúin yfir Jökulsá, sem er einbreið, sé orðin 30 ára gömul og þurfi því einhvern tíma endurnýjunar við. Fyrir utan þetta má einnig benda á að færa þarf raf- línur sem liggja sunnan við veginn og yrðu áfram hafðar sunnan við veg til að trufla ekki útsýn til jökla. Helgi Hallgrímsson segir að ekki megi koma til þess að sjórinn rjúfi skarð inn í lónið því þá sé eiginlega kominn fjörður, sem kalli á mun viðameiri samgöngumannvirki. Ibúðalánasjóður 17 sækja um stöðu fram- kvæmda- stjóra UMSÓKNARFRESTUR um stöðu framkvæmdastjóra fbúðalánasjóðs rann út 15. ágúst sl. og að sögn Gunnars S. Björnssonar, formanns und- irbúningsnefndar um stofnun íbúðalánasjóðs, bárust 17 um- sóknir. Gunnar vildi hins vegar ekki gefa upp nöfn umsækjenda að sinni en gerði ráð fyrir að greint yrði frá þeim á morgun, fóstudag, og að ákvörðun um ráðningu yrði að öllum líkind- um tekin í næstu viku. Landbúnaðar- og umhverfís- ráðherra einn umsælqenda? Morgunblaðinu bárust þær upplýsingar í gær að Guð- mundur Bjarnason, landbún- aðar- og umhverfisráðherra; væri meðal umsækjenda. I samtali við blaðið í gærkvöldi vildi Guðmundur hvorki játa því né neita að hann væri einn umsækjenda. „Ég vil helst ekki tjá mig um málið á þessu stigi,“ segir ráðherrann. Ibúðalánasjóður tekur við verkefnum Húsnæðisstofnun- ar frá og með 1. janúar 1999, samkvæmt nýjum húsnæðis- lögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. „SVÖRT ekkja“ með eggjapoka. „Svört ekkja“ á Islandi ERLING Ólafssyni, skordýra- fræðingi hjá Náttúrufræði- stofnun, hefur verið falið af lögreglunni að farga eitraðri kónguló af tegundinni Latro- dectus mactans, sem nefnd hefur verið Svarta ekkjan, sem borist hefur hingað til iands frá Bandaríkjunum. Bit kóngulóa af þessari teg- und veldur miklum sársauka og ógleði en sjaldgæft er að það sé banvænt. Að sögn Erl- ings er sú sem í vörslu hans er af svipaðri stærð og stærstu ís- lensku kóngulær. Ekki tókst að fá upplýsingar hjá lögreglu í gær um hvernig kóngulóin hefði borist til landsins. Sérblöð í dag Easfci boltina www.nbl.is vökum AFLIST \ m Menning- • arnótt í mið- * borg Reykja- J víkur verður • haldin laugar- * daginn 22. • ágúst næst- : GÍæsilegur sigur á Lettum E3Í j ■-Laugardal/C2................ nœturfyigir ■ Herbert Arnarson til biaðinu í dag.; Grindavíkur/C1 VIDSIOFn AIVINNULÍF UTFLUTNINGUR Lamba- fcjöt Sala gengur vel í Danmörku/B5 HAGABUPIN VERSLUN Klukku- búðir Fjölgun 10-11 og 11-11 verslana/B6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.