Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson VERIÐ var að slá há í Hrunamannahreppi á dögunum en þar hefur heyskapartíð verið hagstæð. Mismikill heyfengur eftir landshlutum Mikil hætta á heyskorti verði veturinn harður Heimilaðar breytingar á hringveginum um Möðrudalsöræfí Land á Háreksstaða- leið tekið eignarnámi HEYFENGUR hefur víðast hvar verið undir meðallagi í sumar og að- eins á Suðurlandi er búist við að hann nái góðu meðalári. Að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar landnýtingarráðu- nautar gæti heyskortur farið að segja til sín á ákveðnum svæðum, einkum verði veturinn harður og nefnir hann þar sérstaklega Norðausturland þar sem tíðarfar hefur verið erfitt og hey- skapur seint á ferðinni. „Það hefur verið óvenjumikill breytileiki á heyskap eftir landssvæð- um,“ sagði Ólafur Dýrmundsson. ,A Suðurlandi var óvenjugóð tíð og gekk heyskapur vel utan þess að gras- maðkur herjaði á tún í Rangárvalla- sýslu part af sumri. Hins vegar var tíðarfai- mun kaldara og spretta seinna á ferðinni eftir því sem norðar dregur og austar og það sama á við um Vesturland og Vestfirði. Mér sýn- ist að heyforði á landinu verði minni í haust heldm- en í fyrra og til viðbótar hefur sauðfé fjölgað annað árið í röð.“ Minnsti heyfengur í 25 ár I samtali við Daníel H. Jónsson á Ingunnarstöðum í Geiradal í Reyk- hólahreppi kom fram að sumarið hafi einkennst af þurrki og kulda sem hamlað hafi sprettu. „Venjulega hef ég náð um 650 rúllum og upp í 700 eftir fyrsta slátt en núna voru þær aðeins 430. Ég held að þetta sé lakasta sprettusumar sem ég hef upplifað frá því ég hóf búskap hér Neskaupstaður Makríl úr Smugunni landað ÍSFISKTOGARINN Sjóli HF landaði í gær hjá Síldarvinnsl- unni hf. á Neskaupstað um 60 tonnum af ísuðum makríl sem skipið veiddi í Síldarsmugunni. Áð sögn Svanbjamar Stef- ánssonar, framleiðslustjóra SVN, var makríllinn heilfryst- ur, væntanlega fyrir markaði í Rússlandi, Evrópu og Japan. Svanbjörn sagðist ekki vita til þess að makríll hefði áður verið unninn á þennan hátt hér á landi. „Við erum að minnsta kosti að gera þetta í fyrsta skipti. Makríllinn er fallegur fiskur og það er alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt,“ sagði Svanbjörn. fyrir rúmum 25 árum,“ sagði Daníel sem bætti því við að víðast hvar í ná- grenni hans væri ástandið svipað. Þá bjóst hann við að þurfa að kaupa hey í vetur þar sem hann ætti litlar sem engar fyrningar frá fyrra ári. Sigurður Jarlsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Vestfjarða, stað- festir að tíðin á Vesturlandi og Vest- fjörðum hafi verið erfið. „Það er í undantekningartilfellum sem menn eru með góðan heyfeng. Almennt voraði feikilega vel en síðan gerði mjög mikla þurrka og varla kom dropi úr lofti í júnímánuði og lítið í júlí. Þetta hafði mikil áhrif á tún- sprettu þó svo að ég hafi ekki heyrt af neinum vandræðum enda hey- skap ekki alls staðar lokið.“ Erfitt sumar Á Norðurlandi eystra hefur hey- fengur verið í meðallagi þó hann hafi ekki verið mikill að gæðum að sögn Maríu Svanþrúðar Jónsdóttur hjá ráðunautaþjónustu Þingeyinga á Húsavík. „Þetta er búið að vera eitt erfiðasta heyskaparsumar lengi enda hafa sólskinsstundir verið mjög fáar. Þá hefur gróðri almennt lítið farið fram sem sést best á lé- legri berjasprettu og einnig tók grænfóður og nýræktun óvanalega seint við sér. Hins vegar virðist þetta ætla að bjargast hjá flestum og þá sérstaklega hjá þeim sem gátu slegið um mánaðamótin júní/júlí en hjá nokkrum verður þetta lakara." Missti af þurrki Líkt og í Þingeyjarsýslum þá hef- ur spretta farið seint af stað á Aust- urlandi. Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði skammt frá Egilsstöðum segir að kuldi og vætutíð hafi ein- kennt sumarið. ,Agústmánuður ætl- ar að bjargast eftir óvenju litla þurrka í júlí. Þá fóru veðurspárnar illa með okkur þegar spáð var leið- indaveðri einu helgina í júlí þegar hægt hefði verið að heyja almenni- lega,“ sagði Jóhann, sem í gær var að verka í grænfóður. Góð tíð á Suðurlandi Heyfengur verður í góðu meðallagi á Suðurlandi og segir Sveinn Sigur- mundsson, framkvæmdastjóri Búnað- arsambands Suðurlands, að til viðbót- ar bætist prýðis heygæði. „Þetta er með betri sumrum síðustu áratugina og komræktin h'tur vel út. Ég held að allir séu búnir að slá fyrsta slátt sem hófst 30. júm' og einhverjir eru núna að slá kúanögur. Þá varð grasmaðkur- inn ekki eins skæður eins og síðasta sumar þannig að við megum vel við una,“ sagði Sveinn að lokum. MATSNEFND eignamámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að lokinni vettvangsgöngu í fyrradag að Vega- gerð væri heimilt að hefja fram- kvæmdir á svokallaðri Háreks- staðaleið, en Vegagerðin tekur land í jörðum Háreksstaða og Arnórsstaða eignamámi undir vegagerðina. Breytingar á hringveginum, sem staðið hafa til um ársskeið, hefjast því eins fljótt og auðið er en stefnt er að því að flytja hringveginn frá Möðmdal að Háreksstaðaleið, sem liggur úr Langadal að Armótaseli. I landi Háreksstaða voru rúmlega 10 km teknir eignarnámi en rúmlega 9 km í landi Arnórsstaða. Jömndur Gauksson, lögmaður eig- enda Háreksstaða og Amórsstaða, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort látáð verður reyna á lögmæti eignamámsins fyrir dómstólum eða hvort borið verður undir Umboðs- mann Alþingis hvort réttilega hafi verið staðið að undirbúningi málsins. Mikill styr hefur staðið um breyt- ingarnar á veginum frá upphafi og segir Gunnar Gunnarsson, lögfræð- ingur hjá Vegagerðinni, að málið hafi í raun fengið alla þá málsmeðferð sem möguleg er. Vegagerðin bauð verkið út síðastliðið sumar og segir Gunnar það hafa verið fullbjartsýnt af henni að gera ráð fyrir að verkið gæti hafíst síðasta haust að loknu frummati umhverfisáhrifa sl. sumar, en það mat var kært. Gunnar segir Vegagerðina hafa greitt verktaka 1,5 milljónir fyrir töfina. Stefnt er á að hefja framkvæmdir sem fyrst, en áætluð verklok era fyrirhuguð haustið 2000 og mun verkið kosta um hálfan milljarð króna. VERÐLAGSHÆKKANIR hafa verið mjög litlar á íslandi síðustu árin, en sú er ekki raunin þegar litið er lengra aftur í tímann. Þá mæld- ust verðlagshækkanir milli ára gjarnan í tugum prósenta og ísland skar sig úr að þessu leyti í saman- burði við nágrannalöndin. Nú er hins vegar verðbólga á íslandi með því lægsta sem gerist í Evrópu og mældist einungis 0,7% síðustu tólf mánuði á samræmda neysluverðs- vísitölu Evrópska efnahagssvæðis- ins, eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær. Ekki þarf hins vegar að fara lengra aftur en til ársins 1990 til að í október sl. hóf Skipulagsstofnun aðra athugun á umhverfisáhrifum vegarlagningar. Þeirri athugun var lokið í mars og féllst Skipulagsstofn- un á lagningu vegarins um Háreks- staðaleið, talið var að endurgerð gamla vegarins hefði minni áhrif á menn og samfélag, en Háreks- staðaleið þótti hagstæðari gömlu leiðinni út frá vegatæknilegum sjón- armiðum, liggur um hallaminna svæði og er öruggari. Framkvæmdaleyfi kært Hreppsnefndir Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa gáfu svo fram- kvæmdaleyfi í byrjun apríl en það leyfi var kært til Urskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Nefndin hafnaði kröfu eigenda um ógildingu framkvæmdaleyfisins í finna dæmi um tæplega 15% verð- lagshækkanir á milli ára. Á því ári voru einmitt svonefndir þjóðarsátt- arsamningar gerðir, en þeir mörk- uðu tímamót í þessum efnum og miðuðu fyrst og fremst að því að ná verðlagshækkunum hér á landi nið- ur á það stig sem gerðist í ná- grannalöndunum. Verðbólgan árið 1991 varð 6,8% og næstu tvö árin þar á eftir í kringum 4%. Síðan þá hafa verðlagshækkanir á mæli- kvarða vísitölu neysluverðs mælst árlega á bilinu 1,5% til 2,3%, sem er sambærilegt við það sem gerist í flestum þeim ríkjum sem við gjam- an berum okkur saman við. byrjun ágúst. Úrskurður Skipulags- stofnunar var einnig kærður og stóðu tveir einstaklingar, eigendur Arnórsstaða og Háreksstaða, og Náttúruverndarsamtök íslands að þeirri kæra, sem byggð var á þeim rökum að vegaframkvæmdir um Há- reksstaðaleið kostuðu mikil um- hverfisspjöll og einnig var bent á að ekki hefði verið sýnt fram á að nú- verandi leið væri vegtæknilega erfið- ari eftir breytingar. Umhverfisráð- herra staðfesti hins vegar úrskurð Skipulagsstofnunar í maflok. Breytingamar, sem era liður í að bæta samgöngur milli Norður- og Austurlands, stytta leiðina mflli Egilsstaða og Vopnafjarðar um 40 km þegar Hellisheiði er lokuð. Hringvegurinn lengist hins vegar um 1 km. Verðlag nærfellt tvöfaldaðist milli ára Eins og fyrr sagði mælist verð- bólgan nú 0,7% síðustu tólf mán- uði sem er um einu prósentustigi lægri verðbólga en að meðaltali í Evrópusambandsríkjunum svo dæmi sé tekið. Það eru mikil um- skipti frá verðlagshækkunum átt- unda áratugarins þegar verðlags- hækkanir milli ára voru frá því að vera tæp 20% og upp í tæp 85% mest á árinu 1983. Það þýðir að verðlag hafi verið nærfellt tvöfalt hærra á árinu 1983 en það var á árinu 1982. Breytingar verðlags hér á landi síðustu áratugina Þj óðarsáttarsamning- arnir mörkuðu tímamót I f i—t-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.