Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ Dauði hrossanna um borð í Norrænu rannsakaður í Danmörku Hestar fluttir með sama hætti mörg undanfarin ár gengið vel. Dýralæknir hafi tryggt að hestamir hafi haft nægilegt rými í bílnum. Köfnun líkleg dánarorsök Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er langlíklegast að hrossin hafi kafnað í bílnum. Kvöld- ið fyrir flutninginn hafi verið gengið frá flutningabílnum á hafnarbakk- anum á Seyðisfirði eins og til stóð að gengið yrði frá honum um borð í skipinu, þ.e. með opinn hlera á aft- anverðum bílnum og með viftu í gangi sem tengd var við rafmagn. Allt virkaði þetta rétt aðfaranótt fimmtudags. Halldór segir að grun- ur leiki á um að eitthvað hafi brugð- ist við fráganginn um borð í skipinu. Varðandi eftirmála segir Halldór að embættið vilji fá skýringar á því hvað hafi farið úrskeiðis svo hægt verði að tryggja að sambærilegir hlutir gerist ekki á ný. Morgunblaðið/Bima Mjöil AtladótUr TILMAN hefur dvalið á Islandi í sumar og að hluta til á Patreksfirði. Þar kann hann vel við sig og finnst afskaplega gaman að vera úti að leika, meðal annars á bryggjunni. YFIRDÝRALÆKNISEMBÆTTIÐ á íslandi á samstarf við yfirdýra- lækni í Danmörku um rannsókn á hrossunum níu sem drápust í hesta- flutningabíl um borð í ferjunni Nor- rænu fyrir einni viku. Danska yfir- dýralæknisembættið tók hestana til krufningar og er nú beðið skýrslu embættisins. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir segir að samkvæmt fyrstu niðurstöðum hafi smitsjúkdómar ekki fundist í hrossunum. „Menn óttast enn hitasótt í hrossum en það er ljóst að öllum okkar reglum var fylgt hvað það varðar enda voru önnur hross í skipinu við góða heilsu,“ segir Halldór. Halldór hefur beðið um að fá senda skýrslu frá dönskum starfs- bræðrum sínum svo fljótt sem auðið er. Hann kveðst telja að rétt hafi verið staðið að flutningi hrossanna. Hestar hafi verið fluttir með sama hætti mörg undanfarin ár og alltaf WILLIAM Webb þreytir stórlaxinn í Vífilsfljóti, en Orri Vigfússon fylgist spenntur með framvindu mála. Missti tröll eftir nær fímm stunda viðureign MENN hafa verið að setja í og landa óvenjumörgum stórlöxum í sumar, sérstaklega þó í gömlu stór- laxadrottningunni Laxá í Aðaldal. Það er þó ekki þar með sagt að það sé liðin tíð að menn missi þá stærstu. Fyrir skömmu fréttist að enskur unglingur hefði glímt við mikið ferlíki í Vífilsfljóti í Selá í Vopnafirði. Laxinn tók upp úr klukkan átta um kvöldið og klukk- an var orðin kortér yfir eitt um nóttina þegar flugan losnaði úr honum . Orri Vigfússon, sem stóð við hlið drengsins orrustuna á enda, sagði menn hafa giskað á að hann væri 26 pund. Ungi maðurinnn, William Webb, setti í laxinn nákvæmlega klukkan 20.45 um kvöldið og notaði hann flugu númer sextán og gáruhnút. „Hann stóð sig mjög vel, elti laxinn upp og niður allt fljótið, sem er mjög langt og víða erfitt í botninn, datt tvisvar í ána og tók aldrei of fast á laxinum. Fiskurinn var hins vegar illviðráðanlegur og fór ferða sinna nánast eins og hann vildi. Það varð dimmt, en sem betur fer kom tunglið fram og lýsti okkur. Það er spuming hvaða möguleika strákurinn átti og svo fór að flugan losnaði úr laxinum,“ sagði Orri Vigfússon í samtali við Morgun- blaðið í gær. Oi-ri sagði enn fremur, að veiðin í Selá væri að nálgast 850 laxa. sem væri mjög góð útkoma. Þá væri veiðin jöfn og góð á öllum svæðum. Nú í vikubyrjun veiddi Steingrím- ur J. Sigfússon 20 punda hæng á efra svæði árinnar og er það stærsti laxinn í sumar. „Ef skoðuð era meðaltöl í lax- veiði síðastliðin 24 ár og síðastliðin 5 ár hefur orðið 10% samdráttur á landsmeðaltali en aukning um 6% í Selá. Þetta er mjög ánægjuleg vís- bending um langtímaþróunina í Selá. Laxastiginn og hið mikla upp- eldissvæði í efri hluta árinnar hafa þannig mjög jákvæð áhrif á að bæta villta stofninn í þessari veiði- perlu,“ sagði Orri. Fréttir úr ýmsum áttum Um 160 laxar eru komnir á land úr Svalbarðsá í Þistilfirði og hafa hollin verið að fá 10 til 20 laxa. Ry- sjótt veður hefur traflað veiðar, en mikill lax er sagður í ánni. 20 og 19,5 punda laxar, veiddir snemma í júlí, eru stærstir enn sem komið er. Veiði hefur verið lífleg í Breið- dalsá allra síðustu daga og dagsveiði verið 4 til 8 laxar. Um 60 laxar voru komnir úr ánni í gær- morgun og bleikjuveiði hefur einnig verið prýðileg. Milli 60 og 70 laxar hafa veiðst í Miðá og hermt ert að bleikjuveiði sé komin yfir 500 fiska. Þetta eru fleiri laxar en allt síðasta sumar og sama má segja um bleikjuveiðina, auk þess sem bleikjan er mun vænni í ár en í fyrra. Að sögn Lúð- víks Gissurarsonar leigutaka ár- innar er allt annað og betra hljóð í viðskiptavinunum í sumar og það er ekki aðeins vegna mun betri veiði, heldur einnig vegna þess að veiðifélag árinnar hefur reist nýtt og vel búið veiðihús. Fáskrúð var komin í 163 laxa í gærdag og höfðu síðustu 6 dagar gefið 59 laxa. Þetta er 18 löxum meiri veiði en allt síðasta sumar. Á mánudagsmorgun var Gljúfurá komin í 86 laxa. Miðað við hve langt er liðið á sumar hefði ekki þótt óeðlilegt að þeir væra hundraði fleiri. Sum sé léleg vertíð til þessa og ekki mikill lax í ánni, auk þess sem stóraukið álag vegna fjölgunar stanga úr þremur í fjórar yfir há- veiðitímann hefur verið til bölvunar að mati flestra sem verið hafa að veiðum í sumar. Veiðifélagsmenn hafa bent á að um raunveralega fjölgun stanga sé ekki að ræða þar sem skomir hafi verið tíu dagar aft- an af veiðitímanum og stangardög- unum dreift yfir hásumarið. Stærð- fræðilega er því ekki um stanga- fjölgun að ræða í Gljúfurá. Forstjóri Ríkiskaupa má ekki gegna formennsku í lyfjaverðsnefnd Kom heilbrigð- isráðuneyt- inu á óvart „Langar að koma aftur að ári“ ÞÝSKU mæðginin Petra og Tilman Bartsch hafa dvalið hér á landi í sumar af heilsufarsástæðum. Tilm- an er haldinn sjaldgæfum sjúkdómi sem gerir vart við sig þegar hita- stigið fer yfir 20 stig á Celsius. Því er ekki óhætt fyrir hann að vera í heimalandi sínu frá miðjum maí fram í miðjan september. Mæðginin vonast til að geta komið hingað aftur næsta sumar og langar til að leigja eða kaupa sér h'tið hús þar sem þau geta tek- ið á móti Ijölskyldunni, en fimm mánaða aðskilnaður á ári hverju getur verið ansi langur. Tvö systkini Tilmans og föður hans Iangar að eyða sumarfrnnu sínu hér, en það er sex vikna Iangt. Ef einhver getur leigt híbýli sín að sumarlagi fylgir hér heimilisfang fjölskyldunnar í Þýskalandi. Petra og Tilman Bartsch Offermanstrafie 10 52159 Roetgen Deutschland sími: 00 49 2471 3064 bréfsími: 00 49 2471 2065 UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu í áliti, sem tekið var saman vegna kvörtunar Félags íslenskra stórkaupmanna, að Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, megi ekki gegna starfi formanns lyfjaverðsnefndar. Segir í niður- stöðum álitsins að starfsskyldurnar séu í þeim mæli ósamrýmanlegar, að sami maður megi ekki gegna þessum störfum á sama tíma. Lagt er til að skipan nefndarinnar verði komið í lögmætt horf og er þeim til- mælum beint til ráðherra að vandað verði betur til könnunar hæfisskil- yrða áður en nefndarmenn séu skip- aðir í nefnd. Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðu- neytisins kom álit umboðsmanns Alþingis mjög á óvart. „Lögfræð- ingar skoðuðu þetta áður en Júlíus var beðinn um að taka að sér for- mennsku í nefndinni og ráðuneytið mun óska eftir viðræðum við um- boðsmann til að fá nánari skýringu á málinu," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið. í áliti umboðsmanns kemur fram að rök heilbrigðisráðuneytis fyrir formennsku Júlíusar í nefndinni séu ekki nægilega sterk. Umboðsmaður vísar til bréfa sem ráðuneytið sendi Félagi íslenskra stórkaupmanna í ágúst 1996 og umboðsmanni Al- þingis í apríl 1997 þar sem Júlíus er ekki talinn vanhæfur til að eiga sæti í lyfjaverðsnefnd þar sem Ríkis- kaup annist ekki kaup á lyfjum fyrir sjúkrahúsin heldur sjái aðeins um framkvæmd útboða. Því sé Júlíus ekki aðili að málunum. Umboðsmaður Alþingis bendir á að samkvæmt lögum annist Ríkis- kaup innkaup íyrir allar stofnanir og fyrirtæki ríkisins. Fjármálaráð- herra geti þó heimilað einstökum ríkisstofnunum að annast eigin inn- kaup en sjúkrahúsin hafi ekki feng- ið slíkt leyfi. Það er niðurstaða umboðsmanns að Júlíus „geti ekki átt sæti í lyfja- verðsnefnd á sama tíma og hann gegnir stöðu forstjóra Ríkiskaupa, á meðan það fellur í hlut Ríkiskaupa að aðstoða stærstu lyfjakaupendur landsins, sjúkrahúsin, við að kaupa lyf á sem hagstæðustu verði með út- boðum á lyfjum." Umboðsmaður telur að ekki verði horft framhjá því að þessar starfsskyldur stangist á við skyldur formanns lyfjasölu- nefndar sem ákveður hámarksverð lyfseðilsskyldi-a lyfja í heildsölu og smásölu. Ráðherra vandi betur könnun á hæfisskilyrðum Umboðsmaður beinir þeim til- mælum til ráðherra að vanda betur til könnunar á því hvort almenn hæfisskilyrði séu uppfyllt. Það ráði t.a.m. ekki úrslitum um hæfi Júlíus- ar hvort Ríkiskaup teljist beinn kaupandi lyfja eður ei, því hæfis- reglur stjómsýsluréttar segi m.a. að það valdi vanhæfi þegar maður er aðili máls, fyrirsvars-, umboðs- eða aðstoðarmaður aðila máls við undirbúning og meðferð þess. Einnig er bent á að markmið hæfislaga sé ekki eingöngu að hindra að ómálefnaleg sjónarmið hafi áhrif á ákvarðanir í stjórnsýslu heldur einnig að koma í veg fyrir að almenningur eða þeir sem hlut eiga að máli geti haft réttmæta ástæðu til að ætla að svo geti verið. Umboðsmaður bendir á að árið 1992 hafi hann komist að þeirri nið- urstöðu að lyfjamálastjóri, sem ráð- herra skipaði án tilnefningar í lyfja- verðlagsnefnd, væri vanhæfur og Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu í mars 1993 að skrifstofu- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti, sem ráðherra skip- aði einnig án tilnefningar, væri van- hæfur. Davíð segir ekkert sameiginlegt með áliti umboðsmanns á vanhæfi Júlíusar og fyrri tilvikunum tveim- ur, mjög mismunandi rök liggi að baki. Þá var um starfsmenn ráðu- neytisins að ræða en nú sé um að ræða forstjóra Ríkiskaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.