Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 15
LANDIÐ
Morgunblaðið/Davíð Pétursson
GUÐMUNDUR Bjarnason landbúnaðarráðherra ók í fararbroddi
forndráttarvéla um svæðið á gömlum Farmall A árg. 1945.
Fjölmeimi sótti
D-dag’inn á
Hvanneyri
Aðalfundur Landssambands sauðfjárbænda á Sauðárkróki
Gerð nýs búvörusamn-
ings aðalmál fundarins
Grund - Á annað þúsund gesta heim-
sótti Hvanneyri 15. ágúst sl. á degi
dráttarvélanna sem haldinn var í til-
efni þess að nú eru 80 ár liðin síðan
fyrsta dráttarvélin var flutt til lands-
ins. Dagskráin var fjölbreytt.
Kl. 13.30 var hátíðin formlega sett
af Guðmundi Bjarnasyni landbúnað-
arráðherra. Að loknu ávarpi steig
hann upp í gamlan Farmall A árg.
1945 og ók í fararbroddi forndráttar-
véla um svæðið. Búvélainnflytjendur
sýndu nýjustu dráttarvélarnar og
einnig var á staðnum stórbakkavél,
kornþreskivél og fleiri nýjar búvélar.
Vörubílaeigendur úr Fornbíla-
klúbbnum komu í heimsókn og gladdi
það margan gestinn að sjá slíka
kostagripi endurborna. Einnig var á
staðnum Land Rover árg. 1964, sem
var svo vel uppgerður að hann var
betri en nýr að margra áliti og
Willy’s árg. 1946 var einnig mættur á
staðinn.
Islandsmótið í dráttarvélaakstri
fór fram. Keppendur voru 8 og sigur-
vegari varð Oddur Grétarsson með
115 stig. Annar varð Jón Kr. Guð-
mundsson með 111,5 stig og þriðji
vai'ð Isgeir Kr. Guðmundsson með
96,5 stig. Umsjónarmaður keppninn-
ar var Bjami Guðmundsson en
keppnisstjóri var Lárus Pétursson.
Sigurvegararnir fengu verðlaun frá
Globus-Vélaveri en keppt var á drátt-
arvél frá því umboði.
Ágóði rann til búvélasafnsins
Allur ágóði af D-deginum rann til
búvélasafnsins á Hvanneyri en brýn
þörf er á að koma upp nýju húsi til að
hýsa það safn. Búvélasafnið er vísir
að tæknisafni landbúnaðarins. Safnið
er í eigu Hvanneyrarskóla en Bú-
tæknideild Rannsóknastoftiunar
landbúnaðarins tekur einnig þátt í
rekstri þess. Safninu er ætlað að
bregða Ijósi á þróun tækni í landbún-
aði með því að varðveita ýmsar bú-
vélar og verkfæri sem komið hafa við
sögu í íslenskum sveitum, svo og aðr-
ar heimildir um þróun bútækninnar.
Safnið á að vera almenningi heim-
ild um þennan gilda þátt búnaðarsög-
unnar. Pá er safnið mikilvægur
stuðningur við kennslu, nám og rann-
sóknir við Hvanneyrarskóla.
Rekja má sögu safnsins allt aftur
til ársins 1940 er ákveðið var með
lögum um rannsóknh' í þágu land-
búnaðarins að „safni af landbúnaðar-
verkfærum" skyldi komið upp við
Bændaskólann á Hvanneyri. Sökum
fjárskorts varð þá lítið úr fram-
kvæmdum. Frá skólastjóratíð Hjart-
ar Snorrasonar á Hvanneyri vai- til
safn verkfæra frá Torfa Bjarnasyni í
Ólafsdal. Úr búi Halldórs Vilhjálms-
sonar skólastjóra hafa og varðveist
ýmis tæki, m.a. dráttarvélar frá
frumskeiði þeirra hér á landi. Þá afl-
aði Guðmundur Jónsson skólastjóri
safninu merkra tækja og áhalda.
Landbúnaðarráðherra færði safn-
inu 500.000 kr. í tilefni dagsins og er
vonandi að sem flestir einstaklingar,
stofnanh' og fyrirtæki leggi málinu
lið. Gamlir nytjahlutir mega aldrei
glatast, samfélaginu ber skylda til að
varðveita sýnishorn.
Sauðárkróki - Aðalfundur Lands-
sambands sauðfjárbænda var hald-
inn á Sauðárkróki 17. og 18. ágúst
sl. og sóttu fundinn 43 af 44 fulltrú-
um sem rétt höfðu til fundarsetu.
Fundarstörf hófust eftir hádegi á
mánudag og að lokinni fundarsetn-
ingu, kosningu starfsmanna fundar-
ins, afgreiðslu kjörbréfa og laga-
breytingum var flutt skýrsla stjóm-
ar og ávörp gesta. Eftir kaffihlé fór
fram nefndaskipun en síðan fluttu
einndi Steinþór Skúlason, Bryndís
Hákonardóttir og Bergþóra Þor-
kelsdóttir um markaðsmál innan-
lands og utan, síðan fjallaði Jón Við-
ar Jónmundsson um nýtt kjötmat
og kynbótastarf og að lokum Jó-
hannes Ríkharðsson sem fjallaði um
framkvæmd sauðfjárræktarsamn-
ings og hugmyndir að þeim næsta.
Að afloknum framsöguerindum fóru
fram fyrirspurnir og umræður.
Nefndastörf hófust þegar klukk-
an átta árdegis á þriðjudagsmorgni
og stóðu til hádegis en þá var tekið
til við afgreiðslu mála frá nefndum.
Frá Allsherjar- og félagsmálanefnd
voru samþykktar tillögur sem fjöll-
uðu um reglur um atkvæðagreiðslu
vegna samnings um framleiðslu
sauðfjárafurða, um nýtt merki sam-
takanna, um lausagöngu búfjár við
vegi landsins og samvinnu við Vega-
gerð ríkisins varðandi þetta.
Frá Fagráðs- og sauðfjárræktar-
nefnd voru samþykktar tillögur
varðandi aukna þekkingu og kynn-
ingu á fóðrun og meðferð fleir-
lembna, um þjálfun kjötmatsmanna
og samræmingu á reglum um kjöt-
mat, um styrld til afkvæmarann-
sókna sem byggist á nýju kjötmati
og ómmællingum ásamt mati á ull-
argæðum.
Meira fé fari til
umhverfisverkefna
Frá Umhverfísnefnd voru sam-
þykktar tillögur sem fjölluðu um að
óbreytt eða meira fjármagn í nýjum
búvörusamningi færi til umhverfis-
verkefna og möguleika á að tak-
marka stuðning til jarða sem ekki
hafa viðunandi beitarþol sé ekki
fjármagn til þess verkefnis og síðast
en ekki síst um hvatningu til sem
flestra bænda og sláturleyfishafa til
að afla sér vistvænnar vottunar á
framleiðslu sína sem allra fyrst. Þá
skorar fundurinn á þá bændur sem
hafa til þess aðstöðu að fara út í líf-
ræna framleiðslu, telji þeir það hag-
kvæmt.
Frá Framleiðslunefnd voru sam-
þykktar tillögur um að stjórn sam-
takanna gefi út viðmiðunarverð fyr-
ir sauðfjárafurðir, að felld verði nið-
ur útflutningsskylda á kjöti af full-
orðnu fé, að útflutningshlutfall
dilkakjöts verði 15%, svo og að slát-
urleyfishafar flýti söluuppgjöri
kindakjöts þannig að bráðabirgða-
tölur liggi fyrir íyrstu viku eftir
hver mánaðamót.
Síðasta nefndin var Markaðs- og
kjaranefnd og frá henni voru sam-
þykktar tillögur varðandi afnám
reglugerðar um innheimtu verð;
skerðingargjalds og stærri hlut úr
verðjöfnunarsjóði til markaðsað-
gerða, um fullnýtingu innanlands-
markaðar fyrir sauðfjárafurðir og
um að ekki verði dregið úr því fjár-
magni Verðjöfnunarsjóðs sem varið
er til flutnings sláturfjár svo og að
það fjármagn sem fæst með hag-
ræðingu við sameiningu sláturhúsa
skili sér til bænda í lækkuðum
kostnaði við flutning á sauðfé.
Þá var tekin til umræðu gerð
næsta búvörusamnings og viðraði
Kristinn Guðnason fimm leiðir þar
að lútandi. Mjög miklar umræður
spunnust um þessi mál og komu
fram mörg sjónarmið. Arnór Karls-
son hvatti til þess að reynt yrði til
þrautar að marka stefnu sem full
sátt gæti náðst um og lagði fram til-
lögu þar að lútandi. Margir tóku til
máls um tillögu Ai'nórs og voru
lagðar fram breytingar- og viðauka-
tillögur við hana sem teknar voru til
afgreiðslu og að lokum var eftirfar-
andi tillaga samþykkt samhljóða:
,Aðalfundur LS haldinn á Sauðár-
króki dagana 17.-18. ágúst 1998
leggur áherslu á að þegar verði far-
ið að undirbúa nýjan búvörusamn-
ing í sauðfjárrækt. Leggur fundur-
inn áherslu á eftirfarandi atriði:
Gerður verði samningur til 5-10
ára, tryggja að stuðningur verði
ekki lakari en í núverandi samningi,
halda ullargreiðslum og greiðslum
vaxta og geymslugjalda í svipuðu
formi og verið hefur-, opna fyrir til-
færslu á greiðslumarki milli sauð-
fjárbænda á sem kostnaðarminnst-
an hátt fyrir bændur, sjá til þess að
eðlileg nýliðun og framþróun verði í
sauðfjárbúskap. Líta beri á hana
sem alvöru atvinnugrein, auka vægi
umhverfisverndar og vistvænnar
framleiðslu í sauðfjárbúskap. Stefnt
skal að því að flest sauðfjárbú í
landinu verði vistvæn vottuð í lok
samningstímans og að lokum að
framleiðslustengja stuðninginn með
einhverjum hætti þannig að þeir
sem eru að framleiða sauðfjárafurð-
ir njóti hans og að líta beri á
greiðslurnar sem niðurgreiðslu á
kjöti til neytenda."
Þar sem dagskrá var nú tæmd og
komið vel fram yfir áætlaðan fund-
artíma þakkaði Áðalsteinn Jónsson,
formaður, fundarmönnum góða
fundarsetu og gott fundarstarf og
sleit fundi.
Rýmingarsala á Ijósri
Notaðu tækifærið og sparaðu
igs verður haldin útsala í Heimilistækjum á
W
M-mmm
Frá fimmtudegí tíl
notuðum Ijósritunarvélum og sýnishornum, einnig faxtækjum, símkerfum,
tölvuskjám og símtækjum.
um verð
Notaðar Ijósritunarvélar, verð frá.. kr. 15.000
Ljósritunarvélar sýnishorn, verð frá kr. 59.900
Tölvuskjáir..................v........kr. 9.900
Faxtæki, verð frá..............á......kr. 15.900
Símtæki, verð frá.....................kr. 1.290
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
opið virka daga frá kl. 9-18
laugardaga frá kl. 10-16
PHILIPS
,