Morgunblaðið - 20.08.1998, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
ÚR VERINU
Úrskurðarnefnd sjávarútvegsins
Deilum um físk-
verð vísað frá
________________________MORGUNB LAÐIÐ
ERLENT
Starr ber saman
vitnisburð Clintons
og Lewinsky
Reuters
CLINTON mætir til athafnar í Rósagarði Hvíta hússins 6. ágúst sl.
með bindið sem Lewinsky mun hafa gefið honum.
ÚRSKURÐARNEFND sjávarút-
vegsins hefur komist að þeirri nið-
urstöðu að áhöfnum og útgerðum
fiskiskipa sé ekki heimilt að fela
hagsmunasamtökum sínum eða
öðrum utanaðkomandi aðila samn-
inga um fiskverð. Áhöfn ísfísktog-
arans Ásbjörns RE fól fulltrúum
Sjómannasambands Islands og
Farmanna- og fískimannasam-
bands íslands fyrr í sumar að
semja fyrir sína hönd um fiskverð
við útgerð skipsins, Granda hf.
Sjómannasamtökin fóru þess í
tvígang á leit við Granda hf. að
hafnar yrðu viðræður um endur-
nýjun fiskverðs, en þvi var hafnað
með vísan til þess að samkvæmt
gildandi kjarasamningum eigi fyr-
irtækið rétt og skyldu tfi að semja
beint og milliliðalaust við áhafnir
skipa sinna. Málinu var því vísað til
Úrskurðamefndar sjávarútvegs-
ins. Fulltrúar útgerðarmanna í
nefndinni kröfðust þess að málinu
yrði vísað frá þar sem það væri
ekki í verkahring hennar að annast
samningsgerð fyrir áhafnir skipa
og útgerðarmenn. Fulltrúar sjó-
mannasamtakanna mótmæltu
þessari afstöðu útgerðarmanna og
fóru fram á að umboð þeirra frá
áhöfn Ásbjöms RE yrði metið gilt
og að nefndin tæki til úrskurðar
verð á afla togarans.
Viðræður útgerðar og
áhafnar forsendan
Fulltrúar útgerðarmanna í úr-
skurðamefnd byggðu frávísunar-
kröfu sína á því að hvorki útgerð
né áhöfn sé heimilt að fela hags-
munasamtökum sínum að fara með
samninga um ákvörðun fiskverðs.
Hagsmunasamtökum beggja aðila
sé fyrst heimilt að koma að málinu
eftir að því hefur verið vísað til Úr-
skurðamefndar og þá með aðild
sinni að nefndinni. Það sé algjör
forsenda þess að nefndin taki mál
til meðferðar að útgerð og áhöfn
skips hafi áður reynt að ná sam-
komulagi um fiskverð. Það hafi
hins vegar ekki verið gert í þessu
tilfelli.
Samningsheimild í
samræmi við lög
Fulltrúar sjómannasamtakanna í
Úrskurðamefnd bentu aftur á móti
á að fiskverð til áhafnarinnar á Ás-
bimi RE hafi verið óbreytt um 30
mánaða skeið en verð botnfiskaf-
urða hafi á þeim tíma farið hækk-
HELLUR I
STEINAR
GOTT VERÐ
Ókeypis þjónusta
skrúðgarðyrkjumeistara
Vagnhöfði 17*112 Reykjavík
Sími 587 2222 • Fax 587 2223
www.mbl.is
andi á útflutningsmörkuðum. Það
gefi tilefni til hækkunar á fiskverði.
Ahöfnin hafi hins vegar ekki treyst
sér til að leita eftir endurnýjun á
samningum, né hafi Grandi hf. boð-
ið slíkar viðræður fyrr en sjó-
mannasamtökin hafi leitað eftir
þeim. Samtökin telja að umboð
þeirra til samninga sé í fullu sam-
ræmi við lög og gildandi kjara-
samninga.
Myndi leiða til miðstýrðs
fískverðs
Ekki náðist samkomulag um
málið í úrskurðamefnd og því
kvaddur til oddamaður sem til-
nefndur er af stjórnvöldum, en
hann er jafnframt formaður nefnd-
arinnar. I greinargerð um málið
segir formaður nefndarinnar, Skúli
J. Pálmason, það vera afturhvarf
til fyrra horfs ef heildarsamtökin
fæm að hafa afskipti af samning-
um áhafna við útgerðir og eiga
þannig beina aðild að samningum
útgerða og sjómanna um fiskverð.
í greinargerðinni segir m.a: „Yrði
fallist á kröfur sjómannasamtak-
anna um beina aðild þeirra að fisk-
verðssamningum íyrir hönd áhafn-
ar Ásbjörns RE við Granda hf.
myndi það kalla á þau viðbrögð
Granda hf., eins og boðað hefur
verið af þeirra hálfu, að hagsmuna-
samtök útgerðarmanna, LIÚ og
VSÍ, yrðu kvödd til samninga fyrir
fyrirtækisins hönd. Færi svo
myndu einstakir samningar um
fiskverð viðkomandi áhafnar og út-
gerðar fljótlega heyra sögunni til
og þróast yfir í miðstýrt fiskverð
sem heildarsamtökin myndu móta,
en þvl fyrirkomulagi hefur löngu
verið kastað fyrir róða.“
Formaðurinn segir ennfremur
að sé litið til ákvæða í gildandi
kjarasamningum sem varði samn-
inga áhafna og útgerða verði þau
vart skilin á annan veg en þann að
útgerð og áhöfn sé bæði rétt og
skylt að reyna að ná samkomulagi
um fiskverð sín á milli, án beinna
afskipta hagsmunasamtaka og áð-
ur en komi til kasta úrskurðar-
nefndar. Með hliðsjón af þeim sér-
stöku hagsmunum útgerðar og sjó-
manna að eiga kost á að semja
beint og milliliðalaust sína á milli
sé því rétt að víkja frá almennum
reglum um umboð sem fulltrúar
sjómannasamtakanna byggi á. Því
er fallist á frávísunarkröfu útgerð-
armanna í úrskurðamefnd.
-----------------
Hraðfrystihús
Eskifjarðar
kaupir Tríton
HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar
hf. hefur keypt útgerðarfélagið
Tríton ehf. á Djúpavogi. Kaup-
samningur þar að lútandi hefur
verið undirritaður og samþykktur
af Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf.
og tekur fyrirtækið við rekstrinum
frá og með 31. ágúst nk.
Útgerðarfélagið Tríton ehf. á og
rekur rækjuveiðiskipið Gest SU og
fylgir aflahlutdeild skipsins með í
kaupunum. Að sögn Magnúsar
Bjamasonar, framkvæmdastjóra
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, mun
skipið fyrst og fremst afla hráefnis
fyrir rækjuverksmiðju fyrirtækis-
ins, eins og útgerðin hafi reyndar
gert síðustu ár.
Gestur SU, sem áður hér Óskar
Halldórsson RE, er um 250 brúttó-
lestir og smíðaður í Hollandi árið
1964. Aflahlutdeild skipsins er um
465 þorskígildistonn og er vátrygg-
ingaverð þess um 146 milljónir
króna.
MONICA Lewinsky, fyrrverandi
starfsstúlka í Hvíta húsinu, ber í dag
vitni fyrir rannsóknarkviðdómi sér-
skipaðs saksóknai’a, Kenneths St-
arrs, öðru sinni. Blaðið Washington
Post hefur eftir heimildamönnum
sem kunnugir eru rannsókn Starrs,
að tilgangurinn með því að kalla
Lewinsky aftur fyrir sé að láta reyna
á trúverðugleika framburðar Bills
Clintons forseta sl. mánudag gagn-
vart framburði Lewinsky um sam-
band þeirra.
Rannsókn Starrs beinist að því
hvort forsetinn hafi gerst sekur um
meinsæri eða tilraun til að hindra
framgang réttvísinnar í máli Paulu
Jones gegn honum. Þótt Clinton hafi
játað við yfirheyrslu og í sjónvarps-
ávarpi sl. mánudag að hafa átt í
„óviðeigandi" sambandi við Lewin-
sky hyggst Starr ekki láta rannsókn
sinni lokið, að því er segir í Was-
hington Post.
Frekari upplýsingar hafa verið að
berast fjölmiðlum um framburð
Clintons á mánudag. Forsetinn las
fyrst yfirlýsingu þar sem hann sagði
frá kynferðislegu sambandi sínu við
Lewinsky, að þvi er Washington
Post greindi frá í gær. Tók forsetinn
sérstaklega fram að hann hefði átt
munnmök við stúlkuna og greindi
nákvæmlega frá ýmsum stöðum og
tímasetningum er þau hittust. Þegar
forsetinn hafði lesið yfirlýsinguna
sagði hann: „Þetta er allt og sumt
sem ég hef að segja.“
Heimildamaður Washington Post
segir að er hér hafi verið komið sögu
hafi Starr og fjórir samstarfsmenn
hans tekið sutt hlé til að bera saman
bækur sínar. Að því loknu hafi þeir
lagt fyrir forsetann spurningar sem
hann hafi neitað að svara á þeim for-
sendum að þær væru of afdráttar-
lausar og uppáþrengjandi.
Saksóknarar sögðu forsetanum að
þeir áskildu sér rétt til að birta hon-
um aftur stefnuna sem þeir aftur-
kölluðu gegn því að Clinton mætti
sjálfviljugur fyrir rannsóknarkvið-
dóminn. Neiti forsetinn að svara
spurningum saksóknara á hann á
hættu að verða dæmdur fyrir van-
virðingu við dómstóla. Embætti sak-
sóknarans hefur ekkert látið frá sér
fara um framburð forsetans, og sam-
kvæmt því sem fram kemur íWas-
hington Post er ekki vitað hvort St-
arr hyggst láta kné fylgja kviði.
Mesta áhorf frá Simpson-
réttarhöldunum
Dagblaðið al-Thawra, opinbert
málgagn Sýrlandsstjórnar, sagði í
gær að hneykslismálin sem Clinton
stæði nú í kæmu sér vel fyrir Benja-
min Netanyahu, forsætisráðherra
Israels, sem slyppi við þrýsing frá
bandarískum stjórnvöldum um að
semja um frið við araba. Sagði blaðið
að ísraelsk stjórnvöld teldu að
hneykslið gerði bandamönnum
þeirra í Bandaríkjunum auðvelt um
vik að kúga þarlend stjórnvöld.
íhaldssamt dagblað í íran, Teher-
an Times, kom Clinton til varnar í
gær og sagði að síonistar í Banda-
rikjunum stæðu fyrir þeim vandræð-
um sem forsetinn ætti nú við að etja.
Væru síonistarnir að vinna gegn
þeim þrýstingi sem bandarísk yfir-
völd hefðu undanfarið beitt ísraels-
stjórn.
Samkvæmt áhorfskönnunum var
sjónvarpsávarp forsetans sl. mánu-
dagskvöld vinsælasta sjónvarpsefni
sem sent hefur verið út frá því rétt-
arhöld stóðu í máli leikarans og
ruðningshetjunnar O.J. Simpsons.
GWjV-sjónvarpsstöðin greindi frá því
að 5,4 milljónir heimila í Bandaríkj-
unum hefðu fylgst með ávarpi forset-
ans á sjónvarpsstöðinni. Síðar verð-
ur ljóst hversu mikið var horft á
ávarpið á öðrum sjónvarpsstöðvum.
Washington Post greindi frá því í
gær að viðbrögð almennings í
Bandaríkjunum við játningu forset-
ans hefðu verið á ýmsa lund. „Hann
er ekki lengur trúverðugur," hafði
blaðið eftir Janice Light, 61 árs,
fyrrverandi hjúkrunarkonu í Phila-
delphiu. Todd Whithead, 28 ára Atl-
antabúi, sagði hins vegar: „Hann
sveik konuna sína, ekki Bandaríkin.
Hann er ekki fyrsti forsetinn sem
gerir slíkt, hann er bara sá fyrsti
sem hefur Ken Starr sem andstæð-
ing.“
Ekki lokaþátturinn
Fréttaskýrandi New York Times
segii- að vitnisburður Clintons á
mánudag hafi alls ekki verið loka-
þátturinn í rannsókn Starrs. Þvert á
móti kunni framburður forsetans að
hafa virkað sem olía á eldinn og auk-
ið spennuna milli Clintons og Starrs.
í sjónvarpsávarpi forsetans þá um
kvöldið hafi verið vígreifur tónn og
hann hafi haldið áfram að vega að
Starr og sagt hann fara offari og
vera hlutdrægan. Þetta væri til
marks um að spenna ríkti á milli
þeirra. Annað merki væri að Starr
hefði hiklaust haldið rannsókn sinni
áfram og á þriðjudag boðaði hann
Dick Morris, fyrrverandi ráðgjafa
forsetans, til yfirheyrslu.
„Þetta minnir á tvo þungarvigtar-
kappa sem eru staðráðnir í að halda
út fimmtán lotur,“ sagði Stanley
Brand, lögmaður Demókrataflokks-
ins, í samtali við New York Times.
„Þeir verða báðir sárir er upp verður
staðið, hvor svo sem kemur til með
að sigra, og embættin tvö verða ekki
söm á eftir.“
Haft var eftir lögfræðingum að til
skamms tíma litið mætti búast við að
orrustan milli forsetans og saksókn-
arans færi harðnandi, þótt það væri
engum ánægjuefni. Ein meginástæð-
an fyrir því væru spurningarnar sem
forsetinn hefði neitað að svara, en
ekki hefur komið í ljós nákvæmiega
hverjar þær voru.
Vildi Clinton játa strax?
Morris sagði í viðtali við Fox-sjón-
varpið á þriðjudagskvöld að í janúar
sl. hefði forsetinn viljað segja opin-
berlega frá því að honum hefðu orðið
á mistök í samskiptum sínum við
Lewinsky. Þetta hefði verið þegar
fregnir tóku að berast af því að Starr
hygðist snúa sér að rannsókn á því
hvort forsetinn hefði átt í kynferðis-
legu sambandi við stúlkuna.
Morris sagði að Clinton hefði sagt
við sig: ,Álveg frá því að ég var kjör-
inn forseti hef ég reynt að hætta
þessu. En ég bara missteig mig með
þessari _stelpu.“ Síðar hafi forsetinn |
sagt: „Ég gerði ekki það sem þeir
segja að ég hafi gert, en ég gerði
eitthvað." Morris tók fram að forset-
inn hefði neitað því að hafa reynt að
fá einhvern til að segja ósatt í eið-
svörnum framburði.
Morris sagðist hafa fengið á til-
finninguna að Clinton vildi greina frá
mistökum sínum opinberlega, en
sagðist telja að forsetinn hefði haft k
áhyggjur vegna niðurstaðna leyni-
legrar skoðanakönnunar sem Morris
hefði gert 21. janúar. Sagðist Morris |
hafa hringt í forsetann skömmu fyrir
miðnætti og sagt honum að könnun-
in sýndi að bandaríska þjóðin myndi
fyrirgefa framhjáhald. En ef fólk
fengi á tilfinninguna að forsetinn
hefði logið í eiðsvörnum framburði
og hvatt til meinsæris „þá væru dag-
ar þínir taldir".
Leynilegt merki?
Þegar Clinton kom fram við at-
höfn í Rósagarði Hvíta hússins 6. |
ágúst sl., daginn sem Lewinsky kom *
fyrir rannsóknarkviðdóm Starrs, var
nokkrum lögfræðingum illa brugðið
er þeir sáu hálstau forsetans. Gult og
blátt skar það sig frá hvítri skyrt-
unni.
Þessir lögfræðingar voru starfs-
menn Starrs og þeir vissu að þetta
Zegna-bindi hafði Lewinsky gefið
Clinton er hann varð fimmtugur, og
náinn vinur hennar hafði sagt að hún
hefði sagt forsetanum að í hvert sinn |
sem hún sæi hann með þetta bindi I
myndi hún vita að hann væri að
hugsa til hennar.
En hafi þetta verið úthugsað
leynimerki frá forsetanum fór það
framhjá Lewinsky, því að hún sá
hann ekki fyrr en í fyrsta lagi í sjón-
varpsfréttum um kvöldið. Saksókn-
arar veltu því hins vegar fyiTr sér
hvort forsetinn hefði verið að senda
henni merki um stuðning í yfir-
heyrslunni, og hvort hann hefði með “
hálstaui sínu hindrað framgang rétt-
vísinnar.
Var forsetinn sérstaklega spurður
að þessu í yfirheyrslu Starrs sl.
mánudag og sýnd mynd af hálsbind-
ingu. Segja heimildarmenn það hafa
verið í eina skiptið á meðan á yfir-
heýrslunni stóð sem að létti yfir and-
rúmsloftinu í herberginu. Forsetinn
hafi brosað og tjáð saksóknaranum j
að hann hafi hugsanlega fengið bind-
ið frá Lewinsky en að hann hafí ekki
ætlað að senda nein sérstök skilaboð
með því að klæðast því.