Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 21 FBI leitar á hóteli í Nairobi Nairobi. Reuters. FULLTRÚAR bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI, réðust inn á hót- el í Nairobi, höfuðborg Kenýa, og fundu þar vísbendingar um sprengjusmíði, eftir að hafa fengið ábendingu frá manni sem grunaður er um aðild að tilræðinu. Kenýska blaðið The Nation greindi frá þessu í gær. Blaðið sagði að sprengjan, sem sprakk við sendiráð Bandaríkjanna í Nairobi, hefði verið búin til á hót- elinu. Starfmaður Hilltop-hótelsins staðfesti við fréttastofu Reuters að lögreglumenn hefðu komið á hótelið á þriðjudag og handtekið fram- kvæmdastjóra þess, James Ng’anga, en starfsmaðurinn kvaðst ekki vita hvað lögreglumennirnir hefðu fundið á hótelinu. Hvorki FBI né kenýska lögregl- an vildu segja nokkuð um frétt The Nation. Blaðið hafði eftir ónafn- greindum heimildamönnum að sprengjan, sem varð 247 manns að bana og særði rúmlega 5.000, hefði verið smíðuð í tveim herbergjum á hótelinu. Á þriðjudag hefðu 15 full- trúar frá FBI og sex kenýskir lög- reglumenn innsiglað hótelið og leit- að þar dyrum og dyngjum í tvær og hálfa klukkustund. Hafði blaðið eftir heimildamanni sínum að umrædd tvö herbergi hefðu verið rannsökuð í þaula en út- lit væri fyrir að sprengjusmiðirnir Reuters NOKKUR mannfjöldi var saman kominn við Hilltop-hótelið í miðborg Nairobi í gær. hefðu tekið vandlega til eftir sig. Blaðið birti mynd af FBI-fulltrúa að bera út kassa sem sagður var inni- halda „mikilvægai- vísbendingar“. Þrír sagðir hafa framið sjálfsmorð í tilræðinu Aðstoðarframkvæmdastjóri hót- elsins sagði fréttamönnum í gær að það væri óhugsandi að sprengjan hefði verið smíðuð á hótelinu því tekið væri til í herbergjunum á hverjum degi. „Við hefðum orðið varir við [smíðina],“ sagði hann. Blaðið sagði að Mohammed Saddiq Odeh, sem var framseldur til Kenýa frá Pakistan í tengslum við sprengjutilræðið, hefði við yfir- heyrslu játað að hafa skipulagt til- ræðið í Nairobi. Sprenging sama dag við bandaríska sendiráðið í Tansaníu varð tíu manns að bana. Sagði blaðið að Odeh, sem væri Pa- lestínumaður, hefði bókað sig á hót- elið 4. ágúst, en þrír samstarfs- menn hefðu komið þangað daginn áður. Sprengjan hefði verið fullbúin og komið fyrir í flutningabíl 7. ágúst, og þá hefðu tilræðismennirnir ekið yfir í hinn hluta borgarinnar að sendiráði Bandaríkjanna. Tveir aðrir slógust í förina og þrír menn frömdu sjálfsmorð með því að sprengja sprengjuna í bflnum, hef- ur The Nation eftir heimildamanni sínum. Tveir samstarfsmenn Odehs eru enn ófundnir. Hlutabréf lækka í verði í Rússlandi Skuldbreyting skammtímalána undirbúin Moskvu, Tókýó. Reuters. GENGI rússnesku rúblunnar hélt áfram að lækka í gær og verð hlutabréfa á markaði var það lægsta um tveggja ára skeið. Bor- is Fjodorov, nýskipaður aðstoðar- forsætisráðherra, frestaði til- kynningu um fyrirkomulag end- urskipulagningar skammtíma- skulda ríkisins: „Við verðum til- búnir með áætlun um breytingu skammtímaskulda á mánudag,“ lofaði Fjodorov í gær. Talið er að gjaldfallnar skammtímaskuldir ríkisins, víxlar og skuldabréf, verði greiddar með nýjum ríkis- bréfum sem falla í gjalddaga í lok árs 1999. Talsmenn erlendra banka og lánastofnana vöruðu við hug- myndum um að mismuna erlend- um fjárfestum í Rússlandi með því að greiða þeim lægra verð fyrir gjaldfallna viðskiptavíxla en innlendum fjárfestum. Áukinn þrýstingur verkalýðshreyfingarinnar Verkalýðshreyfingin beitir nú stjómina auknum þrýstingi vegna ógreiddra launa og krafðist þess að skuld ríkisins við verkafólk, að upphæð um 710 milljarðar ís- lenskra króna, yrði vísitölubundin svo að tryggt væri að gengis- lækkun rúblunnar lækkaði ekki vanskilaskuld ríkisins við laun- þega. „Gengisfellingin og frysting afborgana erlendra lána sanna að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur beðið skipbrot," var haft eftir Mikhafl Shmakov, forseta sambands sjálfstæðra rússneskra verkalýðsfélaga. Rússneski seðlabankinn hefur fyrirskipað að munur kaup- og söluverðs Bandaríkjadollars megi ekki fara yfir 15%, að sögn til þess að koma í veg fyrir spákaup- mennsku. Sergei Dubinin seðla- bankastjóri gi-eindi einnig frá því í gær að bankinn hefði á réttum mánuði eytt jafnvirði 270 millj- arða íslenskra króna, sem fengust frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, til þess að styrkja rúbluna. Útborgun láns frá Japan verði flýtt Sergei Kíríjenkó forsætisráð- herra hefur farið fram á það við Keizo Obuchi, forsætisráðherra Japans, að fiýta útborgun láns að jafnvirði tæplega 57 milljarða ís- lenskra króna. Féð á að nota til endurskipulagningar kolanámu- iðnaðarins í Rússlandi. Stjórn Japans sagðist mundu taka beiðn- ina til alvarlegrar athugunar vegna hins slæma efnahagsá- stands í Rússlandi. V j ri rI - 1 ~í ' Hyundai frá kr. Huyndai Accent er glæsilegur og rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls. Hyundai Accent fæst bæði með 1,3 og 1,5 vél; 3, 4 og 5 dyra. Kynntu þér Hyundai Accent, sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar 995 000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.