Morgunblaðið - 20.08.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
ERLENT
H
MORGUNBLAÐIÐ
Mál höfðað gegn
Bhutto vegna
peningaþvættis
Genf, Karachi. Reuters.
SVISSNESKUR rann-
sóknardómari tilkynnti
í gær að nægar vís-
bendingar væru fyrir
hendi til að höfða mál á
hendur Benazir
Bhutto, fyrrverandi
forsætisráðherra
Pakistans, vegna pen-
ingaþvættis. Málið
verður tekið fyrir í
Pakistan, þar sem
Bhutto hefur verið
meinað að yfirgefa
landið. Hún neitar öll-
um sakargiftum.
Dómarinn Daniel
Devaud skýrði frá því í
gær að málið tendist tveimur sviss-
neskum fyrirtækjum, SGS og Cot-
ecna. I valdatíð Bhuttos voru gerðir
stórir samningar við fyrirtækin um
eftirlit með tollsvikum í Pakistan,
og pakistanskir rannsóknaraðilar
saka þau um að hafa í staðinn lagt
milljónir dollara inn á erlenda
bankareikninga í eigu eiginmanns
Bhuttos, Asif Ali Zardari, sem þeg-
ar hefur verið ákærð-
ur. Talsmenn SGS og
Cotecna hafa vísað
þessum ásökunum á
bug.
Devaud sagði að
málið snérist fyrst og
fremst um það hvort
Bhutto hefði notað
„þvegið“ fé af banka-
reikningi í Sviss til að
kaupa skartgripi, þar á
meðal demantsháls-
festi að verðmæti nær
fjórtán milljóna króna.
Benazir Bhutto neit-
aði í gær öllum ásökun-
um um fjármálamis-
ferli og sakaði rannsóknardómar-
ann um að fara út fyrir valdsvið sitt.
„Eg fullyrði að ég hafði engin áhrif
á gerð samningsins og ég fullyrði að
það sé þörf á réttarhöldum fyrir al-
mennum dómstóli til að skera úr um
hvort ég segi satt eða hvort stjóm
Nawas [Sharifs, forsætisráðherra
Pakistans] segir satt,“ sagði hún við
fréttamenn í gær.
Benazir Bhutto
Aurskriður falla í Indlandi
' ' Garbyang
PITHORAGARH \
Kathgodam
I N D L A N D
UTTARPRADESH j
Til Delhi
AURSKRIÐUSLYS A INDLANDI
Á þriðja hundrað manns, flestir pílagrímar,
eru taldir af eftir að stór aurskriða féll
á fjallveg sem fólkið var á leið um.
Pílagrímarnir voru á leið til Mansarovar-
vatns undir hlíðum Kailash-fjalls,
sem hindúar telja heimili guðsins Shiva.
KINA
TIBET
Shva
v-v Almora
50 km
Leið píiagrímanna
Pílagrímar leggja í 27 daga ferð
upp í fjöllin á tímabilinu frá júní
og fram í október
Malapa-búðirnar
Að minnsta kosti 60 pílagrímar eru grafnir
undir 15 metmm af aur og braki í aurskriðu
sem féll í kjölfar þriggja daga úrhellis
Reuters
' -
K»v WsTLjQr YtMWilw i im. Æ
í Mfm | |l\[v
HHBHVi
Fagna frelsi Oviedos
STUÐNINGSMENN Lino Oviedos, fyrrverandi yfir-
manns herafla Paraguays, fagna fyrir utan þing-
húsið í höfuðborginni Asuncion í gær, eftir að Raul
Cubas, pólitískur bandamaður Oviedos sem tók við
embætti forseta landsins 15. ágúst, fyrirskipaði að
hann skyldi látinn Iaus úr fangelsi. Cubas efndi þar
með kosningaloforð, en Oviedo sat inni fyrir valda-
ránstilraun sem hann gerði árið 1996.
Ottast að
yfír 200
manns
hafí látið
lífíð
Lucknow, Indlandi. Reuters.
ÓTTAST er að yfir 200 manns hafi
látið lífið er aurskriða féll á af-
skekktan fjallaveg í norðurhluta
Indlands á þriðjudag. Embættis-
menn skýrðu einnig frá því að 25
manns hefðu farist af völdum ann-
arrar aurskriðu sem féll á svipuð-
um slóðum í gær.
Yfirvöld í Uttar Pradesh-héraði
greindu frá því í gær að 210 manna
væri saknað eftir aurskriðuna á
þriðjudag og að óttast væri að
flestir þeirra væru látnir, en þá
höfðu tíu lík fundist. Björgunar-
sveitir komu á staðinn í gærmorg-
un, en björgunarstörf gengu illa
vegna veðurs og erfiðra aðstæðna.
Meðal þeirra sem var saknað eru
60 indverskir pflagrímar sem voru
á leið til Mansarovar-vatns í Tíbet,
er hindúar hafa í hávegum sem bú-
stað guðsins Shíva. Yfirvöld í hér-
aðinu segja að pflagrímsferðirnar,
sem eru árlegur viðburður, hafi
verið stöðvaðar og að allt fólk muni
verða flutt flugleiðis af svæðinu.
Afstaða þýzkra stjórnvalda til stækkunar Evrópusambandsins í austur
Takmarka skuli flutningsfrelsi vinnuafls
ÞÝZK stjórnvöld vilja koma í veg
fyrir að stækkun Evrópusam-
bandsins (ESB) til austurs opni
fyrir nýja bylgju innflytjenda til
Vestur-Evrópu og eru þess vegna
fylgjandi því að að fijáls flutn-
ingur vinnuafls frá austantjalds-
ríkjunum fyrrverandi verði tak-
markaður í tólf til fimmtán ár
eftir að þau fá inngöngu í sam-
bandið.
Þetta tjáði Kurt Schelter, hátt-
settur embættismaður innanrík-
isráðuneytisins í Bonn, dagblað-
inu Neue Osnabrúcker Zeitung.
„Það væri ómögulegt að standa
undir öðru,“ sagði hann.
Það sem að
sögn Schelters
veldur mestum
áhyggjum í
þessu sambandi
núna, er hvern-
ig hægt sé að
sjá fyrir því að
nágrannaríkjunum í austri takist
að veija sín landamæri betur fyr-
ir ólöglegum innflytjendum.
Schelter leggur til að þær
greiðslur sem flóttamenn fá frá
þýzkum stjórnvöldum verði
skornar niður strax eftir kom-
andi þingkosningar. Það væri að
hans mati skilvirkasta aðferðin
til að draga úr
straumi ólög-
legra innflytj-
enda, þar sem
Þýzkaland yrði
þar með mun
minna áhuga-
vert fyrir marga
útlendinga og ekki síður í augum
skipulagðra innflyljendasmygl-
hringja.
Nær einnig til íslands
Frelsi í flutningum vinnuafls
milli landa er meðal þeirra rétt-
inda sem aðild að innri markaði
Evrópu felur í sér, en með samn-
ingnum um Evrópska efnahags-
svæðið (EES) ná þessi réttindi
einnig til íslands.
Fái Austur-Evrópuríkin, sem
bíða aðildar að ESB, að njóta
þessara réttinda frá fyrsta degi
eftir að þau fá inngöngu í sam-
bandið, hefðu þegnar þeirra
(þar á meðal Póllands) rétt til að
leita sér að vinnu í öilum aðild-
arlöndum EES, bæði í ESB-ríkj-
unum og í EES-ríkjunum Noregi
og fslandi, án þess að þurfa að
fyrst að afla sér sérstakrar
heimildar til þess frá stjórnvöld-
um viðkomandi lands, eins og nú
er.
****★.
EVRÖPA
Grafíð eftir
spænsku-
veikiveiru
VÍSINDAMENN af ýmsu þjóð-
erni héldu í gær minningarat-
höfn í kirkjugarðinum á Sval-
barða áður en þeir hófust handa
við að grafa upp jarðneskar leif-
ar sex manna, sem létust úr
„spænsku veikinni“ svokölluðu
árið 1918. Vonast vísindamenn-
irnir til að geta einangrað
veiruna úr frosnum líkunum, í
því skyni að komast að því hvað
gerði hana svo skæða sem raun
bar vitni. Fleiri létust úr
„spænsku veikinni" en á vígvöll-
um fyrri heimsstyrjaldar.
Netanyahu
ekki til Óslóar
BENJAMIN Netanyahu, for-
sætisráðherra ísraels, hefur
hafnað boði um að taka þátt í at-
höfn sem fram fer í Ósló í næstu
viku, í tilefni þess að fimm ár
eru liðin frá þvi þar var undirrit-
að sögulegt friðarsamkomulag
ísraejsmanna og Palestínu-
manna, Talsmaður hans sagði að
forsætisráðherrann væri of önn-
um kafínn.
Hungur
í N-Kóreu
HUNGUR hefur orðið milli þrjú
og átta hundruð þúsund manns
að bana í Norður-Kóreu árlega á
síðustu þremur árum, að sögn
bandarískrar þingnefndar, sem
er nýkomin úr heimsókn til
landsins.
Kosningar
auglýstar
með kynlífi
UNGLIÐAHREYFING
sænska Jafnaðarmannaflokks-
ins virðist ekki ætla að uppskera
eins og til var sáð með mynd-
bandi sem hún dreifði til allra
Svía sem eiga kost á því í þing-
kosningunum í september að
njóta kosningaréttar síns í
fyrsta sinn. Á myndbandinu,
sem var dreift í pósti í ómerktu
umslagi, eru opinská kynlífsat-
riði, og hefur kvörtunum rignt
yfir samtökin vegna þess. A
myndbandinu kemur fram fólk,
sem ræðir fyrstu kynlífsreynslu
sína og Mona Sahlin, fyrrver-
andi varaforsætisráðherra,
hvetur ungt fólk til að fara á
kjörstað.
Tónlist í gegn-
um tennurnar
STARFSSTÚLKA japanska
leikfangaframleiðandans Bandai
bítur í sleikibrjóstsykur og
heyrir við það tónlist. Þetta nýja
leikfang, Silent Shout, sem
kynnt var í gær, virkar þannig,
að sleikjó er stungið í það og
með hnappi er valið hvernig tón-
list sá sem á heldur vill heyra.
Hljóðið berst með titringi í gegn
um brjóstsykurinri um tennurn-
ar og bergmálar í höfuðkúpunni
þannig að innra eyrað nemur
titringinn sem tónlist.