Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 24

Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ -1- FERÐALÖG Skotist vestur á fírði Auglýsingaflaumurinn og tilboðin hér á höfuð- borgarsvæðinu eru svo yfírþyrmandi að það má segja að þeir sem hér búa séu í raun orðnir NÁTTÚRUFEGURÐIN er mikil hvert sem horft er úr eynni. fangar í frítíma sínum, skrifar Friðrik A. Brekkan. Auglýst eru tilboð á alls kyns neyzlu- vörum og opnunar „há- tíðir“ hér og þar og ókeypis pylsur og gos. ÞETTA glepur vitaskuld margan fjölskyldumanninn og veldur því að æ fleiri höfuðborgarbúar missa af því að kynnast landsbyggðinni, því hver frítímamínúta er afar verð- mæt. En ef viljinn er fyrir hendi er alveg hægt að skella sér út á land og upplifa marga skemmtilega hluti Glæsilegyr frístunda- fatnaður ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina. Sími 551 9800 http://www.mmedia.is/sportleigan á aðeins einum degi. Ég hef komið á Vestfirði tíu-tólf sinnum, stundum sem leiðsögumaður og stundum í einkaerindum og ávallt horft hýru augu til Vigurs, en aldrei komist þangað. Kyrrðin í Vigur Ég lét mig hafa það um daginn að fara vestur á firði dagstund til þess að koma í eyjuna Vigur. Það tókst. Siglt er annað hvort frá ísa- firði eða Súðavík og í þetta sinn var það frá Súðavík. Átakanlegt var að skoða þann hluta Súðavíkur sem stendur tómur eftir snjóskriðuna miklu og er erfitt að gera sér grein fyrir umfanginu eingöngu í gegn- um sjónvarpsfréttir. Menn verða að fara og sjá þetta til þess að skilja, og sama gildir um öli tómu húsin í Hnífsdal. Ferðin út í Vigur tekur um hálf- tíma og þegar þangað er komið tek- ur bóndinn í eynni á móti ferðalöng- um og er hann leiðsögumaður góður sem gengur með hópa og einstak- linga um eyna. Mikil kyrrð ríkir og náttúrufegurðin og stressleysið ai- gjört. Að aflokinni göngu um eyna er gott að koma við í gömlu bæjar- húsunum sem hafa verið gerð upp og þiggja þar kaffi og meðlæti hjá húsfreyjunni. Bátar liggja fyrir framan húsin og æðarfuglinn lætur í sér heyra í fjarlægð, Tjaldurinn vappar um fjöruna í eftirlitsferðum og mávar íljúga um. Ég sat drykklanga stund Ógleymanlegt ævintýri! Stórhvalaskoðun frá Ólafsvík Fuglaparadís Skelveiði og smökkun Stykkishólmi, s. 438 1450 SIÐSUMAR DAGAR ÍPARÍS A ótrúlegu verði meö franska flugfélaginu Corsair Brottför 23., 26. og 30. ágúst til Parísar - heim 26/8, 30/8 og 2/9 Verð kr. 22.740 með sköttum Hafðu samband við Ferðamiðstöð Austurlands Stangarhyl 3a, 129 Reykjavík, sími 587 I 91 9. BÆJARHUSIN og veitingastaðurinn í Vigur. í fjörunni og horfði niður í gegnum hið tæra vatn og minnti sú sjón mig helzt á tærleika Adríahafsins, en við Vigur var vatnið reyndar nokkrum tugum gráðum kaldara, en samt freistandi til baða. Öll ævintýri taka sinn enda og dvölinni í Vigur lauk þegar Konráð, hrefnuveiðimaðurinn mikli, kom og sótti okkur á bát sín- um og flutti til Súðavíkur. Þaðan var haldið til ísafjarðar og síðan til Ósvarar, gömlu verbúðarinnar, sem gerð hefur verið upp andspænis Bolungarvík. Yndisleg stemmning ríkir þar og er umsjónarmaðurinn með fróðari mönnum á íslandi og í flokki með Þórði Tómassyni í minja- safninu að Skógum að kunnáttu, að öllum öðrum sagnamönnum ólöst- uðum. Einnig er hægt að skoða margt á Isafirði en ef menn ætla að ná því að renna aðeins í gegnum jarðgöng- in flnu áður en flugvélin fer aftur til Reykjavíkur verða menn að hafa hraðan á. Jarðgöngin ei-u mikið og merkilegt mannvirki og heilmikil samgöngubót og það er þess virði að fara akandi vestur til þess að kynnast þeim betur af eigin raun. Hótelið á Isafirði tekur við gestum og veitir góðan viðurgjöming kjósi menn að dvelja lengur enn einn dag. Hótelið reka þau ágætishjón Ólafur og Áslaug og hafa gert um árabil. Það er vel þess virði að athuga dagsferð til Vestfjarða. Höfundur starfar sem leiðsögumað- ur og ráðgjafi. Nýtt rit um gönguleiðir á Kili Fótgangandi um fjallasali FERÐAFELAG Islands hefur, auk árbókar sinnar, staðið fyrir útgáfu smárita með fræðsluefni um sögu, náttúrufar, göngu- og ferðaleiðir um landið. Nú er út komið sjötta ritið með slíku efni og nefnist það Fótgangandi um fjallasali, 12 gönguleiðir á Kili. Kjölur nýtur sívaxandi vinsælda meðal útivistar- fólks sem göngusvæði. Þar á Ferðafélag Islands fímm sæluhús á fjórum stöðum og Biskupstungna- hreppur á þar tvö sæluhús, eins og segir í fréttatilkynningu frá Ferða- félaginu. í þessum sæluhúsum get- ur göngu- og ferðafólk fengið gist- ingu. Kjölur er aðgengilegur vegna Kjalvegar sem liggur sunnan frá Gullfossi og norður í Blöndudal. Ut frá honum eru ótal möguleikar á skemmtilegum gönguleið- um til allra átta. Höfundur að hinu nýja Kjalriti Ferðafélagsins er Arnór Karlsson, bóndi í Arnarholti í Biskupstung- um, en hann er nákunnug- ur öllum staðháttum á Kili eftir fjölmargar ferðir sínar um svæðið síðustu fjóra áratugi, m.a. við fjárleitir. I ritinu lýsir Arnór tólf áhugaverðum gönguleiðum °g fylgja öllum lýsingum myndir og staðfræðikort. Um teikn- ingu kortanna sá Guðmundur Ó. Ingvarsson, en prentsmiðjan Stein- dórsprent-Gutenberg sá um prentun ritsins sem er 32 blaðsíður að stærð. Það er von Ferðafélags íslands að þetta fræðslurit verðu göngufólki kærkomin leiðsögn um forvitnilegar slóðir. Ritið er til sölu á skrifstofu Ferðafélagsins og í helstu bóka- verslunum. NYTT rit um gönguleiðir á Kili. • JVIöguIeíkí á ævintýraferð í Flatey ag auka gistinótt á Hótel Húsavik á aðeins 4.900 pr. mann. ■ Pantið tímanlega í síma 464 1220

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.