Morgunblaðið - 20.08.1998, Side 26
Hf
26 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ
LISTIR
Ferðabrot frá Israel I
Naglasúpa á
krossgötum
✓
Israelsmenn fagna á þessu ári 50 ára
ríki sínu. Þeir halda upp á afmælið með
mörgu móti; heima fyrir og erlendis.
Af þessu tilefni heimsótti Freysteinn
-- 1 1 1 ■ .—7-----
Jóhannsson Israel fyrsta sinni.
FRÁ Tel Aviv.
Klukkan er um 16 að staðar-
tíma, þegar vél brezka flug-
félagsins lækkar sig inn að
botni Miðjarðarhafs og flýgur inn
yflr strönd Israels til lendingar á
Ben Gurion flugvellinum. Þrátt fyrir
30 stiga hita hef ég beðið þess með
nokkurri eftirvæntingu að sjá þetta
land, sem ekki aðeins er stríð og
deilur gyðinga og araba, heldur og
vagga barnstrúar minnar og löngu
fyrirheitinn staður.
Það er sama sagan alls staðar,
hugsa ég, þegar bílstjórinn bölvar
umferðinni frá flugvellinum inn til
Tei Aviv. Eg segi honum að mér
liggi ekkert á og reyni að hressa
hann með hamingjuóskum vegna
sigurs Dönu í söngvakeppni sjón-
varpsstöðvanna. Þær virðast ekkert
létta honum lífíð. Hann segist þurfa
að sækja fólk á annað hótel klukkan
sex og koma því út á flugvöll. Von-
andi hefur hann náð því.
Israelar fagna nú 50 ára afmæli
ríkis síns. Þeir halda upp á það með
ýmsum hætti, m.a. með ýmsum
menningar- og listviðburðum, bæði
heima fyrir og erlendis. Hér á landi
hafa verið haldnir tónleikar af þessu
tilefni.
Það er sérstætt fyrir mann ofan
af íslandi, sem velkist ekkert í vafa
um sjálfan sig, að kynnast vanga-
veltum ísraelsmanna um það,
hverjir þeir séu í raun og veru og
hvað sé ísraelskt. Það er ekki eins
og þeir viti ekki að þeir séu Isra-
elsmenn, heldur er eins og þá vanti
innmatinn. Þess vegna eru þeir
önnum kafnir við að leita svara við
spurningunni um uppruna sinn og
hvað það sé í raun og veru að vera
Israelsmaður. Og um leið eru þeir
allt að því ýtnir við að sannfæra
alla um það, að fyrirheitið sé þeirra
___i-______________
LISTASAFN Tel Aviv.
og að þeir eigi þetta land skilið.
Þetta sést í menningu og listum
sem öllu öðru. Dan Ronen, deildar-
stjóri í menntamálaráðuneyti ísra-
els, veltir upp spurningunni: Er til
einhver ísraelsk menning?
ann bendir á að íbúar ísra-
els séu af margs konar bergi
brotnir; af fleiri en 80 þjóð-
ernum, sem öll eigi sína eigin menn-
ingu. ísraelsþjóð er margar þjóðir í
einni þjóð, segir hann, og þá er
mörg menningin í þeirri ísraelsku.
Ætli sé ekki réttast að segja bara,
að ísraelsk menning sé allt það sem
Israelar gera á því sviði. Og Israel-
inn? Hann er auðvitað maðurinn,
sem býr í ísrael.
Þetta hljómar ekki flókið. En
ólíkur uppruni situr í mönnum.
þjóðirnar setja sinn svip á mennina
og menninguna. Þar virðist þunga-
miðjan vera bandarísk og megin-
straumarnir evrópskir og austur-
lenskir. Og svo er allt þarna á milli.
En þeir hafa sitt eigið tungumál.
Þess vegna eru þeir þjóð í sínu
landi. Það útslag á íslendingurinn
auðvelt með að skilja.
En mitt í öllu þessu er svo tog-
streitan mili trúar og tíma. Hin
fomu lögmál fara misvel við nútím-
ann, en bókstafurinn blífur. Dan
Ronen segir okkur söguna af því að
við undirbúning hátíðahaldanna var
m.a. æfður dans við kvöldljóð. Bók-
stafstrúarmenn settu sig upp á móti
sýningunni vegna þess að þeir gátu
ekki fellt sig við stuttar skálmar á
nærbuxum dansaranna. Málið hljóp
í hnút og barst á endanum inn á
borð ríkisstjómarinnar. En þar flyt-
ur trúin engin fjöll. Á endanum sat
forsætisráðherrann uppi með málið
og knúði fram samkomulag um síð-
ari skálmar. En þá var listafólkinu
nóg boðið og danshöfundurinn neit-
aði að verkið yrði sýnt í lengri
skálmum. Á endanum varð ekkert
af sýningunni.
essi þjóð sem fagnar 50 áram
stendur nú á krossgötum.
Hún er með aðra hendina á
langþráðum friði, en hin vill fátt
gefa fyrir samninga við Palestínu-
menn. Þetta er nokkurs konar nú-
tímaleg naglasúpa, þar sem menn
segjast ekki sætta sig við það, sem
hendi er næst, en vilja fyrirhafnar-
laust njóta þess sem ekki fæst.
Þessi tvískinningur allur segh'
Dan Ronen að leiði til ákafs lífs og
þá ákafrar listsköpunar um leið.
„Leitin að tilgangi lífsins leiðir menn
til lista og þótt ekkert sé fullkomið í
henni veröld er hátindur listsköpun-
arinnar það fullkomna í lífinu,“ segir
hann, „Og við lifum í skugga dauð-
ans. Við viljum vera ódauðleg, en
vitum þó, að morgundagurinn getur
sem auðveldast orðið sá síðasti.
Listsköpunin er okkur það ódauð-
lega; það, sem lifir áfram, þótt við
deyjum.“
En hvað sem þessu öllu líður,
þá rekja menn ísraelska list
aftur til ársins 1906, þegar
Listaskóli gyðinga tók til starfa í
Jerúsalem. Tveimur árum áður
hafði þing Zíonista í Basel sam-
þykkt stofnun skólans. Gyðingar
voru þá aðeins lítið samfélag í Jer-
úsalem, en Tyrkir og Palestínu-
menn réðu lögum og lofum. Ári síð-
ar, 1907, var komið á fót safni við
listaskólann og það byrjaði í tveim-
ur deildum; trúminjum og náttúru-
gripum. Frá Evrópu bárust svo
safninu málverk af kappklæddum
gyðingafjölskyldum og á þessum
evrópsku fjölskyldumyndum era
líka appelsínutréð og geitin; tákn
fyrirheitna landsins.
Til er saga af því að listmálarinn
Chagall hafi sagt við þáverandi
borgarstjóra Tel Aviv, að það væri
engin borg með borgum nema þar
væri listasafn. Borgarstjórinn
ákvað þá að bæta sjálfur úr þessum
vankanti og 1932 gaf íbúðarhús sitt
undir listasafn.
Listasafn Tel Aviv er löngu farið
úr því húsi. Og nú er safn á hverju
strái í ísrael. Allir vilja sín söfn;
fornleifasöfn og listasöfn. Þau eru
orðin hátt í 200 talsins.
Minningarsýning
MYIYDLIST
Listaskálinn í
Hveragerði
MÁLVERK og BLÖNDUÐ TÆKNI
PROJEKTHÓPURINN +
DIETER ROTH, KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON og
HERMANN NITSCH
Til 30. ágúst. Opið daglega frá kl.
13-18. Aðgangur kr. 200.
PROJEKTHÓPURINN, þeir
Björn Roth, Daði Guðbjörnsson,
Eggert Einarsson og Ómar Stef-
ánsson, hafa hleypt af stokkunum
samsýningu í Listaskálanum í
Hveragerði tileinkaðri Dieter Roth.
Til þessarar minningarsýningar
hafa þeir boðið tveim listamönnum
utan hópsins, þeim Kristjáni Guð-
mundssyni og Hermann Nitsch.
Sýningin í Hveragerði mun vera
fimmta sýning Projekthópsins.
Sýninginn steypir okkur aftur til
hugmyndaheims sjöunda áratugar-
ins og afleiðinganna í byrjun níunda
áratugarins. Þá sveif andi Fluxus-
hreyfingarinnar og aktionistanna
yfir vötnum í hinum þýskumælandi
heimi með tilheyrandi uppákomuin
og launhelgum. Undanfari þessarar
þróunar var auðvitað abstrakt-ex-
pressjónisminn í New York eftir-
stríðsáranna. í hugum listamanna
frá Vínarborg var örstutt skref frá
slettilist Jacksons Pollock til dí-
onýsískra blóðfórna Forn-Grikkja.
Sú staðreynd, að helgilist indíána í
vesturfylkjum Bandaríkjanna hafði
haft djúp áhrif á aðferðafræði Poll-
ocks, staðfesti nálægð hinnar nýju
málaralistar við blótsiði til forna.
Grundvöllur Dieters heitins Roth
var allur annar. Hann dró engar
trúarlegar ályktanir af abstrakt-ex-
pressjónismanum heldur leit á
frelsun handbragðsins sem merki
um víðtækari endurlausn listarinn-
ar undan þeirri hólfun sem fagræn
formfesta áskapaði henni. í staðinn
fyrir Díonýsos, sem heillaði Nitseh,
dreymdi Dieter Roth um endurlífg-
un goðsögunnar um Mídas konung,
þann sem breytti öllu í skíragull
sem hann snerti. Að minnsta kosti
áskildi hann sér rétt til að umbreyta
öllu í list sem hann kom nálægt og
snerta á öllu til að útvíkka listina í
hið óendanlega.
Það merkilega við sýninguna í
Hveragerði er hve vel hún sýnir
þensluna sem einkenndi frjálsa
flæðilist eftirstríðsáranna. í staðinn
fyrir köntuð og kyrrstæð form
kúbismans komu barokksveiflur
eins og seismískar hringamyndanir
á vatni. Allt varð mjúkt eins og
taktsveiflur hljómsveitarstjórans.
Þessa sveiflu má svo sjá í margvís-
legum útgáfum hjá öllum meðlimum
Projekthópsins. Hún hefur erfst
milli kynslóða. Meira að segja end-
urómar hún í sveiflukenndum
vinnuteikningum Kristjáns Guð-
mundssonar að bláu glermyndun-
um.
Svona list stendur þráfalt nær
tónlist en arkitektúr, enda dunar ís-
landssymfónfaNitsch í heyrnartól-
um undir ljósmyndum af valinkunn-
um íslenskum listamönnum af milli-
kynslóðinni - módel ‘50 til ‘60 - sem
þenja hljóðfærin undir öraggri
stjórn höfundarins. Það var Dieter
Roth sem gaf hljómverkið út á fimm
hljómplötum. Blóðrautt málverk
tengir okkur við blótkennda mynd-
list Nitsch. Það stendur í litrænni
togstreitu við Barnhlátt útsýni og
krómblátt gler Kristjáns Guð-
mundssonar; óvenjuleg en bráð-
skemmtileg gleiverk, sem reist eru
upp við vegg.
Þá koma syeiflukennd málverk
Morgunblaðið/Aldís
SÉÐ yfír salinn í Listaskálanum.