Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ASAUMUR LIST OG HÖNJVUN Handverk & hönnun TEXTÍLAR ANITA HEDIN Opið þriðjud. - föstud. kl. 11-17. Laugard. kl. 12-16. Til 22. ágúst. Aðgangur ókeypis. SÆNSKA listíðakonan Anita Hedin hefur þann háttinn á að nota handlituð efhi í stað lita, nál og tvinna til að festa það á léreftið í stað pensla. Hún leitast við að fanga hlutlæg form, ljós og skugga í um- hverfínu, skapa upplifaðar stemmn- ingar með sérstakri og afmarkaðri aðferð. Er sjálflærð í faginu sem kemur minna fram í blæbrigðum en teikningu og uppbyggingu verk- anna, þótt auðsjáanlega sæki hún hér óbeint í fyrirmyndir eða hafi þær til hliðsjónar. Einfaldleiki, ljós og blæbrigði eru sterkasta hlið hennai' og kemst hún á stundum merkilega vel frá pataldrinum við þau flóknu at- riði, en teikningin mætti vera hnit> miðaðri. Þá fer hún einnig vel með hættulega liti svo sem kemur fram í myndinni Móðir og bam (11), þar sem gagnsætt gluggatjaldið er afar vel formað en örlar á viðvaningsbrag í teikningu. Hins vegar er fagmann- lega gengið til verks í myndinni Göm- ul hlaða, Öland (18), sem er heillegast skiliría á sýningunni fyrir markaða myndbyggingu, hryn og htræna stíg- Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson GOMUL hlaða, Oland, ásaumur, hand- litað efni. andi. Hér er annars komið gott dæmi um þróað handverk í almennum íðum sem er á mörkum þess að vera gildur Iistiðnaður og væri spennandi að sjá útkomuna ef gerandinn skólaði sig frekar. Litið til vinnubragðanna er af- ar eðlilegt að Anita hafi hlotið þann sóma að fá menningarverðlaun Kal- mar 1979, og að verk hennar séu í eigu ýmissa opinberra aðila í Sví- þjóð... - Það er ómaksins vert að líta við í húsakynnum Handverks & hönnunai- sem eru þau sömu og Hsthússins Úmbru í Torfunni, meðan það var og hét. Lítið hefur breyst nema sjálf starfsemin, en um er að ræða höfuð- stöðvar og leiðbeiningarstöð al- mennra íða á íslandi og kennir þar mai-gi-a grasa. Um er að ræða afar mikilvæga starfsemi og undirstöðu til fremdar íðum af þróaðra taginu, en hér eru íslendingar á byi'junar- reit enn sem komið er. Hér skiptir mestu máli að iðnhönnun og hönnun af öllu tagi verði gilt og lögfest námsfag, en mæti ekki afgangi og sé í sumum tilfellum ekki námslána- hæft, sem er hrikalegur áfellisdóm- ur fyrir menntakerfið, ef litið er til annarra non-ænna þjóða. Frammi liggur mikið magn upplýsinga og blaðaúrklippa, er varða íðir og hönn- un sem afar vel er gengið frá og geta hér margir lengra komnir numið af, einkum fulltrúar nýviðhorfa. Rýnir- inn kom fróðari úr listhúsinu og þakkar fyrir sig... Bragi Ásgeirsson Erfðararmsóknir og gagnagrunnar Dagskrá Ráðstefna á vegum Sambands ungra sjálfstæðismanna Laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 14.00 Davíðs Oddsson, forsætisráðherra. Ávarp 14.10 Sigurður Cuðmundsson, læknir og formaður Vísindasiðanefndar. Víslndaslöfræðileg álltamál 14.25 Þorgeir Örlygsson, prófessor og formaður Tölvunefndar. Persónuvernd og gagnagrunnar 14.45 Gylfi Magnússon, hagfræðingur. Hvenær elga elnkaleyfl rétt á sér? 15.05 Kaffihlé 15.30 Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Islensk erfðagrelnlng. 15.10 Bemharð Pálsson, prófessor. Tæklfærl I bróun líftæknl á Islandi 16.50 Björn Bjarnason, menntamálaráðherra. Niðurstöður og framtiöarsýn 17.00 Ráðstefnulok Ráðstefnustjórí er Ásdis Halla Bragadóttir, formaður SUS. Ráðstefnan er öllum opin og eru áhugasamir hvattir til að mæta. SAMBAND UNCRA SJÁLFSTÆÐISMANNA — kraftur ttýrrtir kynslóöar — Tveir afbragðs ljósmyndarar MYNÐLIST Lislasafn Aljiýöu UÓSMYNDIR GUÐMUNDUR INGÓLFSSON OG WAYNE GUDMUNDSON Opið alla daga nema mánudaga milli 14 og 18. Aðgangur 200 kr. Til 23. ágúst. LJÓSMYNDASÝNINGIN „Heimahagar - Homeplaces“ er heillandi fyrir margra hluta sakir. Tveir ljósmyndarar, einn íslending- ur og einn Ameríkani frá Minnesota, sem kominn er af Vest- ur-íslendingum, heimsækja heima- slóðir hvor annars. Hvemig sjá þeir þessa fjarlægu staði, sem eru þeim sjálfum framandi, en þó svo stór þáttur í sögu og menningu Islend- inga? Hugmyndin, sem er upphafið að samstarfi þeirra og sem sýningin byggist á, heppnast afbragðsvel. Það er ekki aðeins athyglisvert að sjá með hvaða augum þeir líta heimaslóðir hvors annars, því þeir eru ekki að skoða landið með hlut- lausu hugarfari ferðalangsins, held- ur eru þeir einnig í innra samtali við eigin væntingar og ímyndanir. Það er eins og báðir séu að leita að ein- hverju sem tengir hið fjarlæga land við þeirra eigin heimahaga. Hér eru á ferðinni tveir afbragðs ljósmyndarar, sem eru þar að auki á svipaðri bylgjulengd. Wayne Gud- mundson, er fæddur 1949 og er Vestur-íslendingur af fjórðu kyn- slóð, einkum þekktur fyrir myndir sínar af sléttunum í miðríkjum Norður-Ameríku. Guðmundur Ing- ólfsson er fæddur 1946 og hefur ekld sýnt mikið á opinberum ijós- myndasýningum hér á iandi, en kannski muna einhverjir eftir heim- ildamynd, sem sýnd var síðastliðinn vetur, „Ekki stingandi strá“, þar sem fylgst var með honum að störf- um á hálendi Islands. Myndir Guðmundar Ingólfssonar frá Minnesota og Norður-Dakóta í Ameríku, og Manitóba í Kanada, eru tregablandnar, fullar af eftirsjá og einsemd. Stöku kræklótt, hálf- dautt tré stendur upp úr kornakri. Myndirnar eru flestar mannlausar, staðirnir yfirgefnir, eins og gömul kirkja, með neglt fyrir glugga og dyr, er til vitnis um. Alls staðar er sléttan sem virðist hafa gleypt for- tíðina, eftir sitja minningar í formi yfirgefinna húsa, gatna og leikvalla. Þessi tilfinning að komið sé að endalokum, að samhengi sögunnar og minninganna sé að rofna, kemur vel fram í mynd frá Riverton í Manitóba. Við stöndum við endann á götu. Enginn á leið hér um lengur, gróðurinn er smám saman að þröngva sér upp um sprungur. Á götunni stendur yfirgefinn bíll, dyrnar standa opnar, ökumaðurinn er horfinn. Við horfum til baka yfir farinn veg - hvar erum við stödd? Venjulega þegar við sjáum veg í myndum hlykkjast hann inn eftir myndinni og hverfur út í buskann, eins og fyrirheit um það sem koma skal, ótilgreind von. Hér er þessu snúið við. Vegurinn liggur til okkar, en við höfum hvergi neitt að fara lengur, hér er endapunkturinn. Það er eins og það sé verið að segja okk- ur að þessi hliðargata í sögu Islend- inga í Vesturheimi sé á enda runnin, að það þýði ekki að fylgja henni eft- ir lengur. Fallegustu myndir Guðmundar eru af villtum gróðri, frá Icelandic River í Manitóba og Mountain í Norður-Dakóta, sem er við það að kaffæra öll merki um mannavist. Myndirnar eru prentaðar á stóra örk, og skerpan og dýptin í grátón- unum gerir að verkum að þær virð- ast nánast iða fyrir framan augun á manni. Wayne Gudmundson sér fsland sem framandi og stundum furðuleg- an heim, sem býður ekki aðeins upp á stórbrotið og óvænt landslag, heldur einnig sérstætt sambýh manns og náttúru. Talsverða fjöl- breytni er að finna í þeim mótívum sem Wayne velur sér, en verður aldrei landslagsklisjunum að bráð og forðast alla póstkortaupphafn- ingu. Hann dregur fram sterkar andstæður, t.d. hóp af öndum sem svamla innan um tröllslega jaka á Jökulsárlóni, eða ijósastaur á hjara veraldar í Grímsey. Honum tekst einnig að fanga algleymi víðáttunn- ar, eins og í annarri mynd úr Gríms- ey, þar sem haf og himinn leysast upp í órofa heild. Það er líka aug- ljóst að reynsla hans af sléttunum i miðríkjum Bandríkjanna nýtist honum vel í íslensku landslagi. Hann hefur alltaf hugann við það sem er að gerast í forgrunni mynd- anna og leitar jafnvægis milli hins nálæga og fjarlæga. SúrtTiiisvörur Karln Herzog í vinnfl gegn öldrun areinkennum f enduruppbyggja húðina ‘ vinna á appelsínuhúð ogsliti ‘ vinna á unglingabólmn ‘ viðhalda fergkleika húðarinnar Ferskir vindar í umhirðu húðar Ráðgjöf og kynning í Holtsapóteki - Glæsibæ í dag kl. 14-18 Kynningarafsláttur Nýjar bækur • ÁRTÖL og áfangar i sögu is- lenskra kvenna er uppfletti- og heimildarit sem nýtist fræðimönnum og nemendum er vinna að rannsókn- um á sviði kvennafræða. Einnig öll- um þeim sem vilja fræðast um áfanga í sögu kvenna á íslandi, segir í fréttatilkynningu. Hugmyndin að ritinu átti dr. Anna Sigurðardóttir, stofnandi Kvenna- sögusafns Islands. Anna hafði um árabil haldið til haga öllu því er snerti sögu kvenna að fornu og nýju. Árið 1976 kom út eftir hana fjölritað hefti er nefnt var Artöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna frá 1746-1975. Er þetta ný og endur- bætt útgáfa þessa rits. Ritstjórar eru Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir. I ritinu er fjallað um konur sem hafa rutt brautina á margvíslegum sviðum þjóðlífsins; í námi, starfi, list- um og íþróttum. Þá er fjallað um samtök, félög, blöð og tímarit sem konur stofnuðu. Auk þess er saman- tekt á lögum og reglugerðum, allt frá Grágás til okkar tíma, er varða rétt og stöðu kvenna. Sumarsýning Norræna hússins Þeirra mál ei talar tunga - íslands- dætur í myndlist, sem sett var upp í tilefni af útgáfu bókarinnar, stendur til 23. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.