Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 29

Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 29 LJÓSMYND Guðmundar Ingólfssonar frá Riverton í Manitóba. LITIÐ til Karlsskála. Ljósmynd Wayne Gudmundson. En það eru ekki síst myndir hans úr þéttbýli sem vekja athygli. I mynd frá Kópavoginum sýnir hann hversu kaldhamrað íslenskt borgar- landslag getur verið, þar sem sést í forgrunni hvernig mosavaxinn steinn hefur verið umkringdur snyrtilegum gangstéttarhellum og malbiki, í bakgrunni rís Hamra- borgin í miðbæ Kópavogs eins og bergstapi. Öll sýningin ber vott um óaðfínn- anlegt handverk. Allar myndirnar eru svart/hvítar, teknar á stórar filmur. Framköllunin á pappírnum býður upp á dýpt og breidd i grátónum sem jafnvel vandaðasta prentun í bók nær ekki að kalla fram. Það er því hægt að skoða sýn- inguna sem hreina svartlist, þar sem boðið er upp á blæbrigði í grátónum sem sjást varla lengur í myndlist. Með sýningunni fylgir vönduð sýningarskrá prýdd fjölda mynda. Vel hefur tekist til með prentun og sá Prentsmiðjan Oddi um þá hlið mála. „Heimahagar - Homeplaces“ er áhrifarík og margbrotin sýning. Margt af því besta sem ljósmynda- listin hefur upp á að bjóða fær hér að njóta sín. Við verðum að eiga það inni hjá Guðmundi Ingólfssyni að hann haldi sýningu á ljósmyndum sínum frá eigin heimaslóðum hér á Islandi. Gunnar J. Árnason Klassísk rómantík TOIVLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ Elisabeth Zeuthen Schneider og Halldór Haraldsson fluttu tónverk eftir Hartmann feðga og Carl Nielsen. Þriðjudagurinn 18. ágúst, 1998. SKANDINAVÍSKIR listamenn hafa á öllum tímum verið sérlega viðkvæmir fyrir öllu er gerðist í Mið-Evrópu og jafnvel Rússar og Englendingar hafa ævinlega gefið mikið fyrir viðurkenningu ítalskra, þýski'a og jafnvel franskra starfs- bræðra. Þetta átti sinn þátt í að nor- ræn tónskáld, fyrir utan Grieg og Sibelíus, hafa um langan tím legið óbætt hjá garði. Á síðari tímum hef- ur rykið verið blásið af verkum nor- rænu tónskáldanna, sem uppi voru á nltjándu öldinni og þá hefur komið í ijós, að margt gott er að finna í fór- um þeirra. Hér á landi var Hartmann aðal- lega þekktur fyrir nokkur alþýðleg sönglög og þegar „endurreisn" ís- lenskrar tónlistar hófst, eftir seinni heimsstyrjöldina, var sú danska tón- list er ráðið hafði miklu fram að þeim tíma hér á landi, eitthvað sem tónlistarmenn vildu útrýma og köll- uðu þýsk-danska rómantík. Nú hafa tónlistarmenn jafnað sig og sjá að fortíðin var ekki alvondur óvinur og Skandínavar sjálfir eru teknir að leika verk sinna manna. Hér á landi hefur Sveinbjörn Sveinbjörnsson notið þessa og á tónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar sl. þriðjudag fluttu Elisabeth Zeuthen Schneider og Halldór Haraldsson verk eftir þá Hartmann feðga og Carl Nielsen, sem Danir lærðu ekki að meta fyrr en Englendingar og Bandraríkjamenn hófu verk hans til skýjanna. Tónleikarnir hófust á sónötu fyr- ir fiðlu og píanó eftir Johan Peter Emilius Hartmann (1805-1900). Sónatan er samin 1826 og hvað tón- stfl og formskipan snertir, klassísk að gerð. Fyrsti kaflinn er viðamest- ur og ágætlega saminn en seinni kaflarnir, einkum skérsóið og lokakaflinn eru fremur litlir í sér en margt fallegt að heyra í þeim þriðja, hæga þættinum. Það ber að hafa í huga, að Emilius er aðeins 21 árs, þegar verkið er samið og snill- ingar tímans voru Haydn, Mozart og Beethoven. Elisabeth Zeuthen er ágætur fiðlari en nokkuð vantaði á köflum, að samspil hennar og Halldórs væri í jafnvægi, trúlega vegna lítils æfingatíma og flutning- urinn því í heild að mestu „beint af augum“. Sonur Emiliusar hét Emil (1836-1898) og þar mátti heyra að rómantíkin hafði haldið innreið sína í Danaveldi. Eftir Emil, sem lifði í skugga föður síns, var flutt Andante og Allegro op. 12 og var þessi hug- þekka tónlist nokkuð vel flutt. Lokaverkið var fiðlusónata í A-dúr, óp. 9, eftir Carl Nielsen (1865-1931), en eftir hann liggja þrjár sónötur fyrir fiðlu og píanó. Sú fyrsta, sem Nielsen samdi er hann var 17 ára, hefur ekki verið gefin út. Hann er þrítugur er hann gefur út hina eiginlegu fyrstu sónötu sína fyrir fiðlu og píanó en 47 ára þegar sú seinni er samin. Þrátt fyrir að „fyrri“ sónatan sé samin 1895, á blómatímabili, róman- tíkurinnar, eru töluverð umbrot í henni en á þessum árum lék Nielsen aðra fiðlu, í hljómsveit konunglega leikhússins, í Kaupmannahöfn. Sónatan er á köflum nokkuð erfið og einnig tyrfin, þar sem klassísk vinnubrögð eru ljósari en rómantísk, enda verður sérstaða Nielsens sú, seinna meir, að eiga meira saman með klassík og modernisma, en rómantík, sérstaklega fyrir sitt sér- kennilega tónmál. Margt var vel leikið hjá Zeuthen og Halldóri eink- um í hæga þættinum, sem er á köfl- um sérkennflegur, t.d. miðhlutinn en nokkuð var vöntun á samspili og samvirkni í túlkun og leik áberandi, sérstaklega í fyrsta kaflanum, sem er býsna erfiður á köflum og má í því sambandi gera ráð fyrir, að miklu valdi stuttur tími samæfinga. Jón Ásgeirsson. Signý Þóra Fríða Sæmundsdóttir Sæmundsdóttir Kaffileikhúsið „Ágústkvöld“ SIGNÝ Sæmundsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir flytja „Ágúst- kvöld í Kaffileikhúsinu" í kvöld, fimmtudagskvöld. Á efnisskrá eru m.a. glettnir söngvar, rómantískar „chansons" og kaffihúsasmellir. Meðal laga á efnis- skránni eru lög eftir Atia Heimi Sveinsson við ljóð Jónasar Hallgríms- sonar, lög eftir Satie, Poulence, Þor- stein Gylfason og G. Donnizetti. Signý Sæmundsdóttir var einsöngv- ari með Kammersveit Reykjavíkur á EXPO heimssýningunni í Portúgal og framundan er undirbúningur að tón- leikahaldi í Reykjavík og víðar. Þóra Fríða Sæmundsdóttir lauk píanókenn- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 og stundaði fi-am- haldsnám í Þýskalandi við tónlistarhá- skólana í Freiburg og Stuttgart. LÆGSTI KOSTNAÐURINN Á HVERN SJÓÐSFÉLAGA Samkvæmt Viðskiptablaðinu 15. júli 1998* FRJÁLSI LÍFEYRISSJÓÐURINN Frjálsi llfeyrissjóðurinn er stærsti og elsti séreignarlffeyrissjóður landsins. Við val á lífeyrissjóði er mikilvægt að skoða hvemig raunávöxtun sjóðanna hefur verið síðasta árið og hver kostnaðurinn er á hvern félaga í sjóðnum. Kostnaður á hvem virkan sjóösfélaga Hrein raunávöxtun 1997 Hrein raunávöxtun 1998 Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1.520 kr. 7,89% 13% *í Viðskiptablaðinu 15. júlí 1998 kemur fram að Ftjálsi lífeyrissjóðurinn var með hæstu hreinu raunávöxtunina árið 1997 og lægsta kostnað á hvem virkan sjóðsfélaga. Frjálsi lífeyrissjóðurinn þolir því allan samanburð! Er nokkur spurning hvaða lífeyrissjóð þú velur? Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.