Morgunblaðið - 20.08.1998, Qupperneq 34
84 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Augu, ham-
! ar og steðji
Dómarar í íþróttum eru mannlegir og
oft hamrað á því við leikmenn að muna
það. Þá kröfu verður að gera á móti að
dómarar gleymi því ekki að leikmenn-
irnir eru líka mannlegir.
ÞAÐ er kannski und-
arlegt, en stundum
hefur hvarflað að
mér - líklega meira
í gríni en alvöru -
hvort ekki væri heppilegt að
dómarar í íþróttum hefðu lélega
heym.
Atvikið þegar Amór
Guðjohnsen var rekinn af leik-
velli í viðureign Keflavíkur og
Vals á Islandsmótinu í knatt-
spymu í vikunni varð til þess að
j_ég fór að velta þessu aftur fyrir
mér. Hann er sagður hafa haft í
frammi særandi eða móðgandi
ummæli við línuvörð, og slíkt er
auðvitað ekki
til fjTÍrmynd-
ar. Tilgangur
þessa pistils er
heldur ekki að
verja leik-
manninn í þessu einstaka tilfelli,
og tekið skal fram að sá sem
þetta skrifar er hvorki tengdur
honum né Val á nokkum hátt,
frekar en öðm félagi eða leik-
manni - þótt við Amór höfum
borðað saman pylsu í síðustu
viku, eins og fram kom í Morg-
unblaðinu sl. laugardag.
En hollt er að staldra við og
velta máhnu fyrir sér.
Amór segist, í Morgunblað-
inu, myndu hafa skilið áminn-
ingu eða tiltal. En brottvísun
eins og um gróft brot hefði ver-
ið að ræða væri fáránleg. Hann
segist ennfremur telja íslenska
dómara viðkvæmari fyrir orðum
leikmanna en erlendir starfs-
bræður þeirra. „Leikmenn
leggja sig alla fram í leikjum og
. . tilfinningamar era oft miklar.
Því er nauðsynlegt að menn sjái
í gegnum fingur sér þótt ein-
hver mótmæli í hita leiksins.
Það er ekki illa meint og það
sem ég sagði var lítið í saman-
burði við það sem ég hef heyrt
aðra segja við dómara í sumar.
Mér finnst að þessi mál verði að
taka alvarlega í gegn. Erlendis
koma dómarar kannski og ræða
málin ef mótmælin ganga of
langt. Stundum er jafnvel gefið
gult [spjald] fyrir mótmæli. En
skilningsleysið á knattspymu,
sem kemur fram í brottvísun
sem þessari, finnst mér sorg-
legt.“
*“• Eg tek undir það af öllu
hjarta að knattspyma er leikur
tilfinninga. Og að mínu mati era
þeir dómarar mun farsælli í
starfi sem leggja áherslu á að
dæma með augunum en eyran-
um, þótt vitaskuld geti þeir ekki
látið hvað sem er yfir sig ganga.
En þótt hamarinn, ístaðið og
steðjinn í eyram dómaranna
virki vel finnst mér óþarfi að
allt sem þeir heyra sé lagt á
minnið. Áugun era mikilvægari
skilningarvit þegar dómarar
eiga í hlut. Gróf brot era mun
alvarlegri í knattspymu en
ósæmileg orð sem kunna að
velta upp úr mönnum.
Stemmning á knattspymu-
leikjum víða erlendis er alkunn;
hávaðinn iðulega svo mikill að
vart heyrist mannsins mál. Hér
heima era aðstæður hins vegar
"*aðrar. Þögnin á leikjum er oft
æpandi; hvert einasta orð heyr-
ist langar leiðir, sem verður til
þess að frelsi leikmanna til að
tjá tilfinningar sínar er af mjög
skomum skammti. Eg tel það
leikmönnum beinlínis hollt að
geta hellt úr skálum reiði sinnar
augnablik. Haldi þeir hins vegar
áfram að rífast og skammast
verður auðvitað að grípa í
taumana.
Leikmenn eins og Amór
Guðjohnsen era vanir að leika
fyrir framan fjölda áhorfenda,
vanir að leika í svo miklum há-
vaða að geta „hugsað upphátt“
þegar þeir era ósammála dóm-
ara eða línuverði eða jafnvel
ósáttir við samherja eða þjálf-
ara. Þegar hingað heim kemur
þurfa þeir hins vegar að læra í
snatri að bíta á jaxlinn og bölva
í hljóði við sömu aðstæður. I út-
landinu heyrist ekkert þótt
menn maldi í móinn og ekki
nema allra færastu varalesarar
í dómarastétt geta elt menn
uppi og refsað fyrir Ijótt orð-
bragð, hafi þeir áhuga á því.
Hægt er að halda því fram
með þessum rökum að aðstæður
hér leiði til þess að knatt-
spymumenn hérlendis - einsog
í öðram smáríkjum - sitji alls
ekki við sama borð og leikmenn
í fjölmennari löndum, þar sem
þúsundir áhorfenda sækja leik-
ina. Að dómarar starfi hreinlega
ekki á sömu forsendum hérlend-
is, þegar tekið er mið af því hve
auðveldlega þeir geta greint allt
sem menn láta út úr sér og það
sé ef til vill ástæða þess að hér á
landi hljóti menn svo mikið af
áminningum, og jafnvel brott-
vikningum, fyrir munnsöfnuð.
Er hægt að samræma þetta at-
riði með einhverjum hætti?
Gætu hérlendir dómarar til að
mynda troðið bómull í eyran
fyrir leiki eða ættu starfsbræð-
ur þeirra erlendis ef til vill allir
að dæma útbúnir heymartækj-
um? Er ekki ástæða til þess að
dómarar ræði þetta atriði við fé-
laga sína í útlandinu?
Dómarar era oft skammaðir
fyrir frammistöðu sína. Fyrir
kemur að þeir standa sig ekki
sem skyldi, en oft era skamm-
imar ósanngjamar og margir
íþróttamenn mættu eflaust
kynna sér leikreglur betur áður
en þeir gagnrýna störf þeirra
svartklæddu. Og þeir verða að
muna að dómarar era mannleg-
ir og gera mistök.
Að mínu mati verður dómari
að geta rætt við leikmenn með-
an kappleikur stendur yfir. Mér
er í fersku minni dómari knatt-
spymuleiks sem ég var við-
staddur í Englandi fyrir
nokkram áram; sá svaraði
mönnum fullum hálsi væra þeir
að nöldra, brosti svo bara að
þeim og var rokinn af vett-
vangi. Hlustaði ekki af kost-
gæfni á hvað menn höfðu til
málanna að leggja, enda skiptir
það varla höfuðmáli í hita leiks-
ins. Dómarinn mundi einfald-
lega þarna að leikmaðurinn er
líka mannlegur og það er
einmitt lykilatriðið í málinu. Þá
kröfu verður nefnilega að sjálf-
sögðu að gera að þetta atriði sé
gagnkvæmt.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
Málamiðlanir
upp á eldhúsborðið
UPP á síðkastið hef-
ur mátt sjá einhver
ósköp af hugtakaragl-
ingi hrökkva af munni
stjórnmála- og embætt-
ismanna og endurvarp-
ast í fjölmiðlum. Það er
ekki á færi hvunndags-
fólks að skilja allar
flækjumar í sambandi
við hvað sé ferðakostn-
aður og hvað sé risna,
eða hvemig aðgreina
beri bankastjóm og yf-
irmenn banka.
Vaxandi misrétti
Það sem við, venju-
legt fólk, skiljum hins
vegar er vaxandi misrétti og stétta-
skipting í þjóðfélaginu okkar sem
kennt hefur verið við velferð þótt
tæplega rísi það undir nafni lengur.
Hin einfalda skilgreining á velferð-
arþjóðfélagi er nefnilega að þar hafi
þegnamir jafiian, hindrunarlausan
og ókeypis aðgang að almennri
menntun og heilbrigðisþjónustu,
þ.e.a.s. að sú fjárfesting sé greidd úr
sameiginlegum sjóðum. Það er varla
að maður taki sér í munn nánari út-
færslu á þessu kerfi,
eins og t.d. sæmilega
þétt riðið öryggisnet
fyrir einstaklinga þeg-
ar lífsins boðaföll ríða
yfir, svo mjög hefur
möskvastærðin þar
aukizt.
Ekki alls fyrir löngu
kynnti landlæknir
skýrslu þar sem fram
kom að fjöldi fólks
dregur það við sig að
leita heilbrigðisþjón-
ustu af fjárhagsástæð-
um. Það þarf vart að
ræða hvaða afleiðing-
ar slíkt ástand getur
haft á frambúðar-
heilsu þjóðarinnar ef ekki verður
snarlega breyting á. Margar fjöl-
skyldur hafa einnig lent í vítahring
vegna námskostnaðar eða hrein-
lega gefizt upp við að mennta böm-
in sín.
Breytingar aðkallandi
Þessu ófremdarástandi, sem hef-
ur markað æ dýpri spor á undan-
fömum áram, verður að linna - og
það fyrr en síðar. Ljóst er hins
vegar að það gerist ekki nema með
póhtísku átaki. I því sambandi hafa
ýmsar leiðir verið ræddar. Sumir
leggja ofurkapp á það sem kallað
er sameining vinstrimanna og
Stefna - félag vlnstri-
manna hefur lagt ríka
áherzlu á að stuðla að
samfylkingu vlnstri-
manna í stjórn og
stjórnarandstöðu, segir
Sigríður Stefánsdóttir,
án þess þó að allir
gangi í eina sæng og
útvatni baráttumál sín
og markmið.
vissulega er það freistandi tilhugs-
un að sjá rísa upp afl sem sameinar
vinstrimenn, femínista, krata og fé-
lagshyggjufólk og getur staðið
vörð um það sem vel hefur til tekizt
í þessu þjóðfélagi, endurreist þætti
Sigríður
Stefánsdóttir
Hæstaréttarlögmenn-
irnir Jón Steinar Gunn-
laugsson og Jakob
Möller hafa undanfarið
átt í athyglisverðri orð-
ræðu um lögfræðileg
málefni. Þar hafa þeir
m.a. rætt um gagnrýni
á dóma Hæstaréttar Is-
lands og hvort til séu
fleiri en ein „rétt“ nið-
urstaða í lögfræðilegum
álitaefnum. Það eru
einkum skoðanir Jóns
Steinars sem ég kýs að
gera að umtalsefni.
Um gagnrýni Jóns
Steinars á niðurstöðu í
dómum Hæstaréttar frá
22. maí sl. er það að
segja að niðurstaða réttarins í þeim
málum er í samræmi við ríkjandi af-
stöðu Hæstaréttar til skýringa á
ákvæðum stjórnarskrárinnar. Meg-
inatriði þeirrar afstöðu felst í því að
Hæstiréttur er varkár í því að lýsa
lög, sem sett eru af lýðræðislega
kjörnum fulltrúum þjóðarinnar, and-
stæð stjómarskránni. Er á því byggt
að ætla verði löggjafanum svigrúm
til að skilgreina nánar og útfæra
vemd þeirra réttinda sem stjórnar-
skráin mælir fyrir um. Þetta er talið
samræmast vel þeim lýðræðishefð-
um sem við búum við. Um þessa
grundvallarafstöðu Hæstaréttar
vitna fjölmargir dómar réttarins,
auk þess sem hún er í samræmi við
norræna réttarhefð. Fyrirfram mátti
Jón Steinar gera ráð fyrir þessari
niðurstöðu og raunar ekki ósennilegt
að hann hafi einmitt gert það. í
stuttu máli: Jón Steinar þarf ekki að
skýra niðurstöðu Hæstaréttar með
tilvísun til sérstakra „vildarhags-
muna“ dómara gagnvart einstökum
starfsbræðrum sínum. Það kaus
hann að gera og það er hans mál og
enginn vafi er á því að hann hefur til
þess fullan rétt. Niðurstaðan í um-
ræddum dómum er engu að síður í
samræmi við lagahefð hér á landi.
Hún er m.ö.o. „rétt“ frá því sjónar-
miði.
Annað atriði í orðræðu Jóns
Steinars og Jakobs lýt-
ur að ágreiningi um
hina „réttu niðurstöðu“
í lögfræðilegum áUta-
efnum. Þótt Jón Stein-
ar nefni lagadeild ekki
sérstaklega í því sam-
hengi er ástæða til að
ætla að hann hafi ekki
síst í huga skoðanir
sem hann ætlar að ein-
stakir kennarar laga-
deUdar hafi um þetta
efni'. Hefur hann á öðr-
um vettvangi lýst
„áhyggjum" sínum af
þessum kenningum. Er
rétt að minnast á í
þessu samhengi að Jón
Steinar kom á vorönn
1997, að beiðni undirritaðs, í heim-
sókn í kennslustund í námskeiði sem
fjallar um lögskýringar til þess eins
að skýra sínar eigin kenningar um
þetta og önnur þau málefni sem hon-
um voru hugleikin þá. Notaði hann
m.a. tækifærið til að gagnrýna
Hæstiréttur er æðsti
handhafí eins af þrem-
ur þáttum ríkisvalds-
ins, segir Davíð Þór
Björgvinsson, og gegn-
ir mikilvægu hlutverki
við mótun réttarreglna,
skýringu settra laga og
lagaframkvæmd alla.
Hæstarétt. Var þetta afar eftir-
minnileg kennslustund og fastur
ásetningur minn að óska eftir því að
Jón Steinar komi aftur í heimsókn
næst þegar námskeiðið verður
kennt. Þá voru ritverk Jóns Steinars
meðal prófsefnis í námskeiðinu, m.a.
rit hans Deilt á dómarana. En eins
og sæmir í háskólakennslu voru
kenningar hans einnig gagnrýndar
og. aðrar skoðaniiv raktar ,og þær.
skoðanir eru hvorki nýjar, né sér-
staklega íslenskar eins og Jón Stein-
ar virðist halda. Ganga þær í stuttu
máli út á það, að við mat á því hvort
niðurstaða í lögfræðilegu álitaefni sé
„rétt“ (eða lögfræðilega tæk eins og
ég kýs sjálfur að orða það) beri að
leggja áherslu á það hvort fylgt hafi
verið viðurkenndri lögfræðilegri að-
ferðafræði. Þannig megi hugsa sér
tvær mismunandi niðurstöður í einu
og sama álitaefninu og að báðar séu
byggðar á réttri lögfræðilegri að-
ferðafræði. Litið er svo á að niður-
staða í lögfræðilegu álitaefni sé ekki
óhjákvæmileg rökleg afleiðing af til-
teknum forsendum, heldur ákvörð-
un sem tekin er á grundvelli fjöl-
margra atriða, þar sem fram kemur
mat á því hvað telst sannað og hvað
ekki, mat á því hvaða málsatvik telj-
ast skipta mestu máli, mat á gildi og
rétthæð réttarheimilda og mat á
margvíslegum sjónarmiðum sem
rekja má til þeirra pólitísku, sið-
ferðilegu og félagslegu gilda sem
réttarreglurnar eru reistar á. Slíkar
ákvarðanir kunna að vera mismun-
andi „góðar“, allt eftir því hvaða
mælikvarði er notaður við mat á
gæðum dómsniðurstöðu, en það þarf
ekki að vera að aðeins ein sé aug-
ljóslega rétt og aðrar þá jafn aug-
Ijóslega rangar. Hlutverk rökfræð-
innar er að tryggja að niðurstaðan
sé sett fram þannig að skynsamlegt
samhengi sé milli forsendna sem
niðurstaða er byggð á og niðurstöð-
unnar sjálfrar. Þetta er sú kenning
sem Jón Steinar segir íslenska og
nýlega og jafnvel stórhættulega og
hann hefur miklar áhyggjur af. Þær
hafa engu að síður verið hluti af lög-
fræðilegri umræðu, m.a. á Norður-
löndunum, alveg frá því Jón Steinar
hóf að læra lögfræði og raunar
miklu lengur.
Að síðustu vil ég taka undir það
sjónarmið Jóns Steinars að honum
séu ekki sérstakar skorður settar í
gagnrýni sinni á Hæstarétt og dóma
réttarins. Skiptir engu máli hvort
um er að ræða dóma í málum sem
hann hefur sjálfur flutt eða aðra
dóma. Hæstiréttur íslands er æðsti
handhafi eins af þremur þáttum rík-
isvaldsins og hann gegnir mikil-
vægu hlutverki við mótun réttar-
reglna, skýringu settra laga og
lagaframkvæmd alla. Störf Hæsta-
réttar snerta alla landsmenn og
hafa áhrif á stöðu þeirra í samfélag-
inu, rétt eins og störf löggjafans og
framkvæmdarvaldsins. Það er sjálf-
sagt og eðlilegt að Hæstiréttur sæti
gagnrýnni umræðu og aðhaldi með
sama hætti og aðrir handhafar rík-
isvalds.
Höfundur er prófessor við lagadeild
Háskólaíslands.___________________
Gagnrýni á
Hæstarétt og
„rétt“ niðurstaða
í domsmálum
Davíð Þór
Björgvinsson