Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, systir og amma, MARÍA MAGNÚSDÓTTIR sjúkraliði, Lækjarási 4, Garðabæ, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Tryggvi Tryggvason, Tryggvi Gunnar Tryggvason, Guðbjörg Haraldsdóttir, Helga Tryggvadóttir, Hildur Tryggvadóttir, Elínborg Kristófersdóttir, Kristinn Magnússon, Alexandra Ósk. t Elskulegur frændi okkar, RAGNAR ERLENDSSON, Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Hringbraut 78, lést þriðjudaginn 18. ágúst. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís B. Pétursdóttir. + Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur, föður- bróðir og ömmubarn, HJALTI ÓLI EIRÍKSSON, Faxatúni 40, verður jarðsettur frá Garðakirkju föstudaginn 21. ágústkl. 16.00. Jóhanna S. Sigmundsdóttir, Eiríkur Hjaltason, Helgi Eiríksson, Elvar Þór og Agnar Freyr Helgasynir, Heiðar Sigmar Eiríksson, Anja Zillke, Ólína Jóhanna, Álfheiður Björnsdóttir, Ólína Rebekka Eiríksdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG LÁRUSDÓTTIR, Aðalgötu 20, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00. Jósefína G. Pétursdóttir, Sverrir Kristjánsson, Jón Svanur Pétursson, Lárus Pétursson, Hafdís Knúdsen, Sigurður Pétursson, Guðrún K. Eggertsdóttir, Þórey J. Pétursdóttir, Rakel H. Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar tengdamóður minnar, fóstur- móður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞÓRMUNDSDÓTTUR frá Meltúni, Mosfellsbæ. Svavar Sigurjónsson, Sigmar Pétursson, Þrúður J. Kristjánsdóttir, Áslaug S. Svavarsdóttir, Geir Magnússon, Margrét Svavarsdóttir, Ingólfur Gissurarson, Eiríkur Svavarsson, Guðrún V. Eyjólfsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson og barnabarnabörn. BJÖRN ÞÓRÐARSON OG * SIGRIÐUR J. GUÐMUNDSDOTTIR + Björn Þórðarson var fæddur að Steindyrum í Svarfaðardal 20. febrúar 1902. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akur- eyri hinn 3. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Lovísa Björnsdótt- ir frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal, f. 1. nóvem- ber 1862, d. 9. júní 1906, og Þórður Kristinn Jóns- son bóndi í sömu sveit, f. 15. júní 1858, d. 7. október 1941. Björn var næstyngstur tíu systkina og lifði hann þau öll. Þau voru fædd 1882 til 1906. Hann vann verslunar- og skrifstofu- störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri í nærfellt fimmtíu ár. Sigríður J. Guðmundsdóttir var fædd í Bolungarvík 20. ágúst 1903 og lést á Landspítalanum 26. desember 1983. Foreldrar hennar voru Guðríður Hanni- balsdóttir, f. 20.6. 1874, d. 20.6. 1921, og Guðmundur Steinsson, f. 16.10. 1874, d. 7.11. 1923. Sig- ríður var næstelst átta alsystk- ina sem voru fædd 1902 til 1915 og hálfsystir hennar samfeðra fæddist 1923. Sigríður og Björn gengu í hjónaband 16. ágúst 1930. Þau eignuðust þrjár dætur. 1) Guðrún, húsmóðir, f. 23.11. 1930, gift Árna Gunnarssyni, skrifstofusljóra, f. 6.11. 1930. Dætur þeirra eru Sig- ríður, f. 24.5. 1960, gift Helga Má Arthurssyni, f. 19.2. 1951. Þau eiga tvö börn, Gunnar Arthúr og Elínu Þóru. Auður Þóra, f. 21.3. 1962, gift Höskuldi Björnssyni, f. 17.11. 1961. Þau eiga þrjú börn, Árna Björn, Birgi Orn og Guð- rúnu. 2) Erla, hússtjórn- arkennari, f. 31.3. 1932, gift Erni Guðmundssyni, kennara, f. 3.10. 1924. Sonur þeirra er Björn Arnarson, f. 21.6. 1954. 3) Birna, handavinnukenn- ari, f. 2.2. 1936, d. 15.6. 1985, gift Heimi Hann- essyni, lögfræðingi, f. 10.7. 1936. Börn þeirra eru Hannes, f. 25.3. 1960, kvæntur Guðrúnu Sólons- dóttur, f. 20.4.1962. Þau eiga tvö börn, Heimi og Jónu Vestfjörð. Sigríður, f. 29.3. 1963, gift Eri- ing Jóhannessyni, f. 10.4. 1963. Þau eiga tvö börn, Birnu og Kristin. Magnús, f. 25.8. 1964, kvæntur Sigríði Bjamadóttur, f. 24. 9. 1960. Börn þeirra em Kol- beinn Ingi, Arnar Freyr og Unn- ur Birna. Sigríður og Björa hvfla í kirkjugarðinum við Þómnnar- stræti á Akureyri. „Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag.“ Afi bað okkur systurnar oft að syngja þetta ljóð, Hótel jörð, eftir Tómas Guðmundsson, fyrir sig og ömmu. Þá vorum við einu sinni sem oftar á ferð í bílnum í stuttri „skemmtiferð", eins og hann sagði svo oft, eða á lengri leið milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Ferð afa var torsótt til að byrja með. „Urð og grjót. Upp í mót.“ Móðir hans dó þegar hann var fjögurra ára. Honum fannst hann muna eftir að hafa stað- ið við rúmið hennar, annars kynntist hann þvi aldrei að eiga móður. Heim- ilið var leyst upp þegar hann var fimm ára og honum komið í fóstur. Vinnukonurnar voru honum góðar, kenndu honum að lesa og keyptu efni í milliskyrtu á hann. Hann lærði kverið utan að og kunni níu kafla af átján, þegar hann kom í nýja skólann á Grund tíu ára. Eftir þrjú ár í skóla annan hvern dag fannst fólki hann vera búinn að læra nóg, þótt skóla- skyldan væri fjögur ár. Hann var tekinn úr skóla og settur í fjósið. Samt varð hann efstur á fullnaðar- prófi. Sautján ára fór hann í vinnu- mennsku á Tjöm í Svarfaðardal og „eftir það var lífið leikur", sagði hann. Hann fór á bændaskólann á Hólum og var þar við nám og störf. Þar undi hann sér vel. Vinnukonur voru tíu og vinnumenn jafnmargir. Þegar tóm gafst frá önnum um helg- ar var farið í útreiðartúra og á kvöld- in var dansað. Tuttugu og sex sinn- um fór hann fótgangandi yfir Heljar- dalsheiði og minntist þess oft. Hug- urinn leitaði út fyrir landsteinana og draumurinn um frekara nám rættist í Danmörku. Þar var hann i bænda- skóla og íþróttakennaraskóla. Orlög- in spunnu sinn vef og seint á þriðja áratugnum vai- hann kominn í fjósið á Vífilsstöðum. Sjálfur sagði hann, að það hefði verið líkara því að ganga i kirkju en fjós að koma þar inn. Þrjár raðir af ljósaperum, ein yfir fóðurgangi og tvær yfir stéttunum. Fjósamaðurinn og stúlka á straustofunni felldu hugi saman. Amma var komin á straustofuna að vestan. Hún sleit barnsskónum í Bol- ungarvík hjá ástríkum foreldrum, næstelst í átta systkina hópi. Tvö þeirra dóu í bernsku og elsti bróðrr hennar dó 17 ára. Þrátt fyrir kröpp kjör við sæbarða strönd minntist amma æsku sinnar ávallt með bros á vör. Faðir hennar var sjómaður og kenndi henni vers og góða siði. Hann var hagleikssmiður og skrifaði lista- vel. Hún varðveitti alla tíð kver með fallegri rithendi hans. Móðir hennar hugsaði vel um barnahópinn en hún þurfti líka að vinna utan heimilis til að bjarga verðmætum og draga björg í bú. Amma hjálpaði til heima og fór einnig í vist. Þá og ætíð síðan fús að leggja öðrum lið. Mamma hennar tók spænsku veikina og tveimur ái-um síðar lést hún, 47 ára að aldri. Yngsta barnið var þá sjö ára og amma elst, tæpra 18 ára. Og enn eitt ólag reið yfir hálfu þriðja ári síðar. Faðir hennar lenti í sjávar- háska skammt undan landi í slæmu veðri um hávetur. Honum var bjarg- að í land, en var of langt leiddur og gaf upp öndina skömmu síðar. Amma var tvítug. Hún gekk í Hús- mæðraskólann á Isafirði og lærði húshald og matreiðslu hjá frú Gyðu. Námsmeyjarnai- urðu að bragða ým- islegt sem þær höfðu aldrei áður heyrt getið um. Þær fengu það í teskeiðavís þar til þær höfðu vanist bragðinu. Svo lá leiðin suður. Amma var stofustúlka hjá breska og norka konsúlnum í Reykjavík á þriðja ára- tugnum. Þegar okkur varð eitthvað á sagði hún okkur til huggunar frá því þegar hún braut bolla í sparistellinu á heimilinu. Hún var í öngum sínum, en frúin, sem alla jafna var svo ströng, sagði: „Það brýtur enginn að gamni sínu.“ Amma var fengin til að uppvarta á Alþingishátíðinni á Þing- völlum. Jón Sigurðsson, Nonni, var þar og gaf henni fimm króna seðil. Hún sá alltaf eftir að hafa ekki varð- veitt hann. Þegar þarna var komið sögu var hún að vinna á straustof- unni á Vífilsstöðum. I hrauninu hitti hún fjósamanninn, sem í frístundum spilaði þar á grammófón. Þau trúlof- uðu sig á Þingvöllum í maí 1930, Al- þingishátíðarárið. Þau gengu í hjónaband síðar sama sumar og stofnuðu heimili á Akureyri. Afi og amma spunnu saman þráð sem aldrei slitnaði. Akureyri. Þaðan ei'u björtustu + Ástkær dóttir okkar, ANNA SIGRÍÐUR BRAGADÓTTIR, Vindási, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. ágúst. Jarðsett verður í kyrrþey, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna njóta þess. Margrét Gísladóttir, Bragi Guðmundsson. + Vinur okkar og frændi, HALLDÓR JÓNSSON frá Teigi, síðast til heimilis að Miðsitju, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks mánudaginn 17. ágúst. Jarðsett verður frá Viðvíkurkirkju laugardaginn 22. ágúst kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja og vina, Sólveig Stefánsdóttir, Jóhann Þorsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MAGNEU Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR. Ingvar K. Guðnason, Guðrún Eiríksdóttir, Valdimar Guðnason, Helga Sveinsdóttir, Stefán Kjartansson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.