Morgunblaðið - 20.08.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
Heyra má ég
biskups boðskap
Frá Jörmundi Inga Hansen:
BISKUP hinnar íslensku þjóð-
kirkju lýsti því yfir á Hólum nú um
helgina að þjóðin stæði nú í fyrsta
sinn í þúsund ár andspænis raun-
verulegu vali milli kristni og heiðni.
Ásatrúarmenn eru hér hjartanlega
sammála biskupi. í fast að níu-
hundruð ár nutu íslendingar ekki
trúfrelsis. í nær fimm hundruð ár
voru Islendingar skikkaðir til kaþ-
ólsku og til lútersku í meira en þrjú
hundruð ár. Þeir sem nálguðust um
of hina fornu heiðríkju voru
brenndir eða höggnir. Þá var ekk-
ert val, en nú stendur íslensk þjóð í
fyrsta sinn í þúsund ár andspænis
vali, raunverulegu vali milli kristni
og heiðni, kristinna og heiðinna
lífsviðhorfa. Eigum við að halda
áfram á þeirri braut sem við höfum
fylgt svo sorglega lengi, eða taka
upp aftur hinar fornu dyggðir;
heiðarleika, umburðarlyndi, dreng-
lyndi, hugprýði og virðingu fyrir
náttúrunni og öllu því sem lifir?
Við stöndum frammi fyrir raun-
verulegu vali og nú í fyrsta sinn i
þúsund ár leyfist oss að velja. Við
skulum ekki vera í nokkrum vafa
um það hvort við viljum sjá varða
veg barna okkar og niðja. Þegar
kristnir menn og heiðnir gerðu sitt
sögulega samkomulag árið 999
treystu menn sér ekki til að velja á
milli kristni og heiðni en fóru þann
milliveg sem hinn heiðni lögsögu-
maður lagði til, með þó nokkrum
tilslökunum. Það versta var þó að
hið forna trúfrelsi var afnumið um
leið og kirkjunni óx fiskur um
hrygg.
Ekki var þó allt jafn viturlegt í
ræðu biskups. Álfasögur og trölla
eru honum dýrmætur arfur úr
viskubrunni genginna kynslóða, en
um leið varar hann sterklega við
þeim. Einnig varar hann landsmenn
við landvættum. Hann segir okkur
að íslensk þjóð hafi verið vernduð
og signd af Guði og og englum hans
í öllum þeim hörmungum sem yfir
oss hafa gengið undanfarin þúsund
ár. I ljósi þessa verður það enn
skiljanlegra að forráðamenn Spalar
leiti til hinna fornu vætta, til að
halda verndarhendi yfir Hvalfjarð-
argöngunum. Allt gerir þetta okkur
svo auðveldara um vik í því vali,
sem biskup hvetur nú til.
P.S. Samkvæmt mínum sögubók-
um eru 942 ár síðan ísleifur Gizur-
arson stofnaði kirkju í Skálholti,
ekki þúsund ár eins og biskup virð-
ist halda, en hvað munar um einn
kepp í sláturtíðinni.
JÖRMUNDUR INGI HANSEN,
allsherjargoði.
Sjúkravörur hf
Verslvnin Remedh
Athugið að verslunin er flutt úr Borgar-
túni í eitt af bláu húsunmn við Fákafen.
í dag, fimmtudag, frá kl. 12—17 er hægt
að fá fría blóðsykurþols- og blóðþrýst-
ingsmælingu.
Einnig verður kynnt Human lyfjapróf
og selt á staðnum.
L