Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 20.08.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1998 51 FÓLK í FRÉTTUM • tónlist við tölvuleiki, hefur flakkað víða sem HRÖNN hefur áhugaá^Mhííg vinnur við dagskrárgerð. finna góðar plötur í R&B og trans tónlist. Annars er þetta blanda af öllu saman því það er ekki hægt að búa til tónlist án þess að hafa hlustað á alls konar tónlist. - Langar þig til að búa til tónlist? „Ég hef tekið upp tónlist og það er mjög gaman en ég veit ekki hvort ég hef einhvern sér- stakan áhuga á að leggja það fyrir mig. Mér finnst að fólk eigi ekki að labba inn í hljóðver og finna bara eitt- hvað „cool beat“ og hljóðblanda eitt- hvað „groove“ inn á milli. Ég er langhrifnust af plötum með heild- arhugmynd sem er meira en bara tónlist og virkar í raun eins og kvikmynd. Þá er ákveðinn karakt- er í hverju lagi og hlustandinn fær eitthvað meira en bara tónlist. Ég er til dæmis mjög hrifin af kvik- myndatónlist. Gömlu teknóplöturn- ar voru oft með heildar- hugmynd sem kom frá hryll- ingsmynd og það var einhver þráður sem gekk í gegnum plötuna." Morgunblaðið/Knstinn Fjölbreytni í starfi „Allir góðir hlutir tengjast“ Hrönn Sveinsdóttir plötusnúður, þátta- gerðarmaður og tölvuspilaunnandi hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hún trúir á fjölhæfni og framtíðarplön hennar eru engin einstefna. Rakel Þor- bergsdóttir hitti Hrönn á Kaffí Frank þar sem hún þeytir skífu af og til. HRÖNN var hálfslöpp þegar hún mætti í viðtalið en lét það ekki aftra sér og kom sér fyrir við gluggann á Kaffi Frank í Lækjargötu. Hún er 21 árs og útskrifaðist úr MR fyrir ári. Út- skriftin kom reyndar hálfóvænt því Hrönn hafði ákveðið að hætta í skólanum á miðjum vetri og skellti sér til San Fransisco. Þegar líða tók að stúdentsprófum komst hún hins vegar að þeirri niðurstöðu að best væri að klára skólann og fékk að taka lokaprófin. „Þegar ég var 18 ára tók ég upp á því að skreppa til London af og til. Síðasta sumar fór ég svo með kvartett Ó. Jónssonar & Grjóna til Berlínar með mjög stuttum fyrir- vara, tók bara með mér tvo stutt- ermaboli og plötur. Við vorum þar í tvær vikur, skemmtum okkur vel og ég spilaði ein eitt köldið. Þar á eftir fór ég til London og slóst í för með plötusnúðnum Depth Charge, öðru nafni J. Saul Kane, og ferðaðist með honum um Bretland og Evrópu í svokölluðu „club-promotion.“ Við fórum til Spánar, Belgíu, Þýskalands, Tókýó og New York. Tókýó er ein- hver brjálaðasta borg sem ég hef komið til. Mér leið eins og ég væri í „Blade-Runner“ allan tímann. Við gátum farið í raftækjabúð sem var opin allan sólarhringinn og á sama tíma og við vorum þar var að koma út ný tegund af Nintendo sem við keyptum okkur klukkan sjö um morguninn og fórum með upp á hótel til að spila. Þetta var klikkaðasta þrívídd sem ég hef á ævinni séð.“ - Leikurðu þér mikið með tölvu- spil? „Já, ég spila frekar mikið af tölvuleikjum. Ég held reyndar að ef maður geri nógu mikið af ein- hverju sem maður er góður í þá endi alltaf með því að einhver fari að borga manni fyrir það. Hvort sem það eru tölvuleikir eða að leika sér með jójó, þá gerist þetta á end- anum. Heimsmeistarinn í jójó sem ferðast núna um allan heim hlýtur að hafa byrjað einhvers staðar.“ Plötusnúður á flakki Þegar Hrönn var í London í fyrra var hún að vinna hjá plötu- fyrirtæki við að kynna plötur og taka þátt í dreifingu. „Við Depth Charge tókum saman upp tónlist en hann gerir tripphopp sem er mjög breskt fyrirbæri. Lagið okk- ar „Disco Airlines" var til dæmis gefið út á plötu. Um þessar mundir spilar hún mest á Kaffibarnum og á Kaffi Frank. „Það er mikill munur á því að spila á klúbbum eða kaffíhúsum. Það fer reyndar eftir því hvar mað- ur er að spila og hvaða aldurshópar sækja staðinn. Ég spila nú samt bara það sem mig langar til og reyni að hafa tónlistina sem fjöl- breyttasta. Ég hlusta á svo mikið af ólíkri tónlist, reggae, teknó og í raun hvað sem er. Það er svo þreytandi að fara til dæmis og hlusta á Drum&Bass tónlist heilt kvöld. Það er enginn púrismi í tónlist lengur, það er allt komið af ein- hverju. Það segist enginn hlusta bara á „minimalískt" teknó því það væri ekki til nema af því elektró var til og svo koll af kolli. Það er nokkurs konar ævistarf hjá mér að draga upp allar góðar plötur í heiminum. Að mínu mati eru til góðar plötur í öllum tónlist- arstefnum. Reyndar eru tvær tón- listarstefnur sem að mínu mati eru réttdræpar, það er að segja engin ástæða fyrir tilvist þeirra. Það er að minnsta kosti mjög erfitt að - Nærðu að lifa af því að vera plötusnúður? Það kemur fyrir að ég á engan pening og ég er að treysta á það sem ég fæ fyrir kvöldið sem plötu- snúður. Ég hef í raun aldrei unnið venjulega vinnu. Ég geri margt annað en að spila. Ég hef verið að vinna við gerð tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Núna er ég að gera heimildamynd um tölvuleiki fyrir fyrirtækið 20 geitur sem er að framleiða átta heimildarmyndir sem ungt fólk gerir. Myndirnar gerast í samtímanum og fjalla um nánasta umhverfi okkar og eru mjög frjálslega unnar og í raun er allt leyfilegt. Ég er samt með „manifesto" sem þýðir að allt verð- ur að vera handfært, við tökum allt sjálf og gerum allt sjálf. Hvort sem færa þarf ljós á staðnum eða klippa. Þetta er mjög gaman og ég hef hitt mikið af skemmtilegu fólki í tengslum við heimildamyndina. Ég hef líka komist að því að mig myndi langa til að gera tónlist við tölvu- leiki. Það eru mörg góð lög sprott- in upp úr tölvuleikjahugmynd. Svo er ég að vinna við dagskrár- gerð hjá Sjónvarpinu sem er að byrja með nýjan þátt í haust með ungu fólki.“ - Viltu leggja vinnu við sjónvarp fyrirþig? „Ég held að allir góðir hlutir tengist alltaf. Þú getur verið aug- lýsingateiknari og allt í einu farið að búa til tónlist og svo geturðu farið að klippa hár. Það er allt hægt. Eg held að það sé engin ástæða fyrir mig að fara í Háskólann og læra til dæmis málsvísindi eða guð- fræði. Þetta eru hlutir sem fólk hefur stúderað í gegnum aldirnar og er mjög ólíkt kúltúrnum sem er í kringum okkur núna. Þú átt eng- an möguleika á að hafa bein áhrif á þetta. Fólk hefur stundað þessi fræði í þúsund ár og hefur maður eitthvað við þeirra vísindi að at- huga? Það er miklu skemmtilegra að hafa aðgang að nútímanum og taka þátt í gerjuninni sem á sér stað úti um allt.“ Spennandi borgarferðir í haust Borg________________3 nætur Minneappolis kr. 34.400 Barcelona kr. 35.500 Paris kr. 37.700 Innifalið: Flug, skattar, gisting Fjöldi annarra borga í boði % y ferðaskrifstoPa I stúdenta í Sími: 561 5656 WWW.fs.is/gtnðtravel ...og ferðin er hqfín m Vinsælasti skólabakpokinn á Norðurlöndum ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina Símiar 551 9800 og 551 3072 Ofnhitastillar • Fínstilling ,4neð einu handtaki" • Auðvelt að yfirfera stillingu • Lykill útilokar misnotkun • Minnstu rennslistrávik • Hagkvæm rennslistakmörkun • Þýsk gæða vara Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11. Kópavogi Sími 564 1088,fax 564 1089 Fæst í bygginaavöruverslunum um land allt. ______Jehf. www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.