Morgunblaðið - 26.08.1998, Page 1

Morgunblaðið - 26.08.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 191. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters TONY Blair var gráti nær er hann vottaði íbúum Omagh á N-Irlandi í gær samúð en 28 manns fórust þar í sprengjutilræði fyrir tíu dögum. 59 liggja enn á sjúkrahúsi og eru fimm þeirra enn talin í lífshættu. Blair kallar breska þingið til aukafundar Harðnandi átök í Lýðveldinu Kongó Uppreisnarmenn á undanhaldi Kinshasa, Harare. Reuters. LAURENT Kabila, forseti Lýðveld- isins Kongó, var sigurviss í gær eftir að orrustuflugvélar höfðu gert loft- árásir á sveitir uppreisnarmanna á tveimur stöðum í landinu, í borginni Kisangani við Kongó-fljót og á stað um 30 km suðvestur af höfuðborg- inni Kinshasa. Bizima Karaha, tals- maður uppreisnarmanna, sagði MiG-orrustuflugvélar og herþyrlur gera harða hríð að uppreisnarmönn- um annan daginn í röð. Bætti hann því við að orr- ustuflugvélarnar væru frá Angóla og Zimbabve. Pedro Sebastiaon, vamarmálaráðherra Angóla, sagði í gærkvöld að stjórnarher Kabilas hefði náð Kisangani, þriðju stærstu borg landsins, á sitt vald. Bizima Karaha heldur því fram að hershöfðingi zimbabvíska flug- hersins stjórni nú loftárásunum á svæði uppreisnarmanna, að því er Associated Press greinir frá. Hersveitir frá Angóla eiga mikinn þátt í því að stjórnarherinn hefur hrakið uppreisnarmenn frá svæðinu suðvestast í landinu, sem þeir höfðu náð á sitt vald í síðustu viku. Greint var frá því í gær að um 940 manns hefðu fallið í bardögum um bæinn Kitona á sunnudag. ■ Mandela/17 Svalbarði Bakslag í uppgröft Ósltí. Reuters. BAKSLAG kom í áform vísinda- manna sem unnið hafa að upp- greftri á líkum á Svalbarða í von um að finna leifar af veirunni sem olli spænsku veikinni árið 1918, þegar sjö líkkistur fundust um 30 cm undir yfirborði jarðar. Talið var að kistumar hefðu verið grafnar í sífrera á um 2,5 metra dýpi, sem hefði gert mögjulegt að tekin yrðu sýni úr frosnum líkunum. Nú em þær vonir ef til vill fyrir bí, þar sem kisturnar sem fundust í gær liggja grunnt í jarðvegi sem þiðnar yfir sumarið og ekkert er eftir í þeim nema beinin. Uppgreftri verður þó haldið áfram því vísindamennirnir hyggjast leita af sér allan gran. Boðar mjög herta löggjöf Omagh, London, Belfast. Reuters og The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, tilkynnti í gær að hann hygðist kalla saman breska þingið til auka- fundar í næstu viku til að fá sam- þykkt lög sem auðvelda stjórnvöld- um að sækja til saka ódæðismennina sem stóðu fyrir sprengjutilræðinu í Omagh á N-írlandi fyrir tíu dögum. Munu nýju lögin gera kleift að tryggja dóm yfir manni hafi lögreglu- fulltrúi staðhæft að viðkomandi sé meðlimur öfgasamtaka. Jafnframt verður það tekin sem vísbending um sekt neiti sá granaði að svara spum- ingum lögreglu við yfirheyrslur. Blair heimsótti vettvang sprengju- tilræðisins í gær en hélt síðan til fundar við helstu stjómmálaleiðtoga í Belfast. I dag mun Blair síðan eiga fund með Bertie Ahem, forsætisráð- herra írlands, í Mayo-sýslu á írlandi. Martin McGuinness, aðalsamn- ingamaður Sinn Féin, fordæmdi ráð- stafanir Blairs í gær og sagði liðs- menn „hins sanna IRA“, sem stóðu fyrir tilræðinu í Omagh, hafa samein- að íbúa írlands sem aldrei fyrr, og þannig valdið algerri útskúfun eigin samtaka. Hörð viðurlög gætu hins vegar orðið til þess að afla hryðju- verkamönnunum samúðar, að mati McGuinness. Breska þingið hefur einungis fjórt- án sinnum frá stríðslokum verið kall- að úr sumarieyfi á þennan hátt og var það síðast gert 1990 þegar Mar- grét Thatcher þurfti stuðning þings- ins til að senda breska hermenn til Persaflóa, eftir að Irakar gerðu inn- rás í Kuwait. Reuters Ekkert lát á flóðum Tsjernomyrdín fliugar að skipa stjórnarandstæðinga í ráðherraembætti Mesta verðhrun rúbl- unnar í fjögur ár Moskvu. Reuters, The Daily Telegraph. GENGI rússnesku rúblunnar féll um tíu prósent í gær, úr 7,14 gagn- vart Bandaríkjadalnum í 7,88, og er þetta mesta verðfall á einum degi í um fjögur ár. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem rak ríkisstjórn Sergejs Kíríjenkós á sunnudag vegna þess að henni hafði mistekist að leysa efnahagsvanda Rússlands fór í gær fram á að hún starfaði áfram þar til önnur hefði verið mynduð. Þegar hafa vaknað spurningar um heilsu forsetans. Jeltsín gerði hins vegar lítið úr slíkum getgátum í gær og sagðist fullkomlega heilsuhraust- ur. Hann ræddi símleiðis við Bill Clinton Bandaríkjaforseta og urðu forsetarnir sammála um að nú dygðu engin vettlingatök og takast yrði á við efnahagsvanda Rússlands án hiks. Jeltsín og Viktor Tsjernomyrdín, sem Jeltsín skipaði á nýjan leik í embætti forsætisráð- herra á sunnudag, ski-ifuðu í gær undir áætlun um breytingar á greiðslum erlendra lána, en hennar hafði verið beðið síðan stjórn Kíríj- enkós tilkynnti 90 daga greiðslu- stöðvun fyrir rúmri viku. Kommúnistar, sem ráða Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, kröfðust þess í gær að ný ríkisstjórn yrði samsteypustjórn allra flokka. Vilja fulltrúar Dúmunn- ar að komið verði á fót eins konar þjóðstjórn til að leysa efnahags- vanda Rússlands, eigi þeir að styðja tilnefningu Tsjemomyrdíns. Tsjernomyrdín var í gær sagður íhuga kröfur stjórnarandstæðinga. Skipt um fallhlíf í miðju stökki Ovænt forsætisráðherraskipti Jeltsíns á sunnudag era ekki talin hafa styrkt traust manna á rúblunni og var hann gagnrýndur harðlega í rússneskum fjölmiðlum í gær. „For- setinn hefur enn á ný sannað að hann er gjörsamlega óútreiknanleg- ur,“ sagði dagblaðið Izvestia. „Hann hefur ekki skipt um reiðskjóta í miðri á heldur miklu frekar skipt um fallhlíf í miðju stökki - og það þarf ekki að taka fram hversu hættulegt það getur verið.“ Talið er einnig að vísbendingar um að Tsjernomyrdín muni draga úr umbótastefnu Kíríjenkós, fráfar- andi forsætisráðherra, hafi aukið þrýsting á rúbluna. Umbótasinnar eru óánægðir með stefnubreytingu þessa og hefur einn þeirra, Borís Nemtsov, þegar neitað að taka þátt í nýrri ríkisstjóm, en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Kíríjenkós. Gagnrýndi hann Tsjernomyrdín harðlega í gær og sagði það „grín“ ef hann segðist nú vera sá bjargvættur sem rússneskur efnahagur þarfnaðist. KÍNVERSKIR hermenn rannsök- uðu í gær skemmdir í borginni Harbin í norðausturhluta Kína sem gífurleg flóð hafa valdið á síðustu dögum. Þetta eru mestu flóð um áratugaskeið í Kína en að sögn Klaus Topfer, framkvæmdastjóra umhverfisnefndar Sameinuðu þjóð- anna, hafa kínverskir stjórnarer- indrekar nú viðurkennt að flóðin séu að miklum hluta tilkomin vegna mannlegrar vanrækslu og þess að Kínveijar hafi sýnt um- hverfi sínu óvirðingu. „Mér var sagt oftar en einu sinni að þetta séu verstu flóð um áraraðir en alls ekki mestu rigningar," sagði Topf- er á fréttamannafundi í gær. Ef marka má upplýsingar kín- verskra stjórnvalda hafa yfir 2.000 farist í flóðunum og næstum 370 manns liafa farist í þessum mánuði í sambærilegum flóðum á Indlandi. Þar var unnið hörðum höndum að því í gær að bjarga fólki og reisa varnargarða. Sömu sögu var að segja frá Bangladesh þar sem her- menn reyna nú að tryggja stoðir stíflu sem ver höfuðborgina Dhaka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.