Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Efi um áhættuþætti hjartasjúkdóma MISTEKIST hefur að sýna fram á beint samband milli hjartasjúkdóma og áhættuþátta á borð við reykingar og blóðfitumagns í umfangsmestu rannsókn á hjartasjúkdómum sem sögur fara af í heiminum. Rannsóknin náði m.a. til íslands. í rannsókninni kemur m.a. fram að dánartíðni ís- lenskra karla og kvenna af völdum kransæðasjúkdóma stórlækkaði hér á landi á 14 ára tímabili. Nikulás Sigfússon, yfn-læknir rann- sóknarstofu Hjartavemdar, segir að rannsóknin hafi náð til 30 landa. Til rannsóknarinnar var efnt að frum- kvæði Alþjóðaheilbrigðisstofnunar- innar (WHO) árið 1981 og stóð hún til 1994. Nikulás segir að þijú atriði hafi ver- ið rannsökuð í hverju landi. í fyrsta lagi tíðni á kransæðastíflutilfellum, í Dánartíðni vegna kransæðastíflu lækkað um allt að 50% á íslandi öðru lagi voru gerðar kannanir á áhættuþáttum, svo sem reykingum, blóðfitu og hækkun á blóðþrýstingi. I þriðja lagi voru aðferðir á meðferð hjartasjúkdóma metnar í upphafi og í lok rannsóknaiánnar. Nikulás segir að gagnasöfnun rannsóknarinnar sé ný- lega lokið og veiið sé að birta niður- stöður um áhættuþætti og breytingar. Offituvandamál aukist á íslandi Meðal annars komi fram að dánar- tíðni af völdum kransæðastíflu hér á landi hafi stórlega lækkað á meðan rannsóknin stóð yfir, hjá körlum hafi hún lækkað um 50% og hjá konum um 40%. Nikulás segir að skýringin sé breyting á áhættuþáttum. Þá hefur tíðni hjartasjúkdóma af völdum reykinga, blóðfitu og blóð- þrýstings lækkað að sama skapi. Hins vegar er offita meira vandamál hér á landi en áður. Nikulás sagðist ekki geta skýrt ástæður þess, þrátt fyrir aukna hreyfingu Islendinga á liðnum áratugum. Sérfræðingar á sviði heilbrigðis- mála leggja áherslu á að ítrekað hafi verið sýnt fram á samband milli blóðfitu, reykinga og offitu og hjartasjúkdóma. Verið gæti að þess- ir áhættuþættir hefðu ekki mælst eins afdrifaríkir í stóru rannsókninni vegna hins mikla fjölda einstaklinga. Forstjóri Dimension Films hjá Miramax á íslandi Kannar tökustaði fyrir myndina Highlander CARY Granat, forstjóri Dimension Films hjá bandaríska kvikmynda- fyrirtækinu Miramax, sem nú er staddur hér á landi, kannar þessa dagana hugsanlega tökustaði á ís- landi fyrir gerð nýrrar Highlander kvikmyndar. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins er áætlað að tökur á þeirri mynd hefjist næsta vor og að aðalleikari í myndinni verði sem fyrr Sean Connery. Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins í gær, hefur Cary Granat átt fundi með embættis- mönnum hér á landi til þess að kanna hvort íslensk stjórnvöld séu tilbúin til þess að búa fyrirtækjum í kvikmyndaiðnaði hagstætt við- skiptalegt umhverfi. „Hann vill bara kanna hver af- staða íslenskra stjórnvalda er til þessa máls og hvaða möguleikar eru í stöðunni," segir Svanhvít Að- alsteinsdóttir, starfsmaður við- skiptaþjónustu utanríkisráðuneyt- isins. Hún segir að Granat hafi ein- ungis nefnt skattaívilnanir sem eina af mörgum hugsanlegum leið- um. Aðrir kostir kæmu einnig til greina og að í raun væri Granat op- inn fyrir öllum möguleikum. „Hann er einfaldlega að kanna hvernig að- stæður séu i íslensku viðskiptaum- hverfi og hvort það sé áhugi á að koma á einhvers konar samningi milli stjórnvalda og fyrirtækja í kvikmyndaiðnaði sem gerði slíkum fyrirtækjum kleift að reka hérna arðbær fyrirtæki." Granat er full alvara Eins og fram hefur komið hefur Miramax-fyrirtækið byggt upp risa- kvikmyndaver víða um heim m.a. á Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku og á Irlandi og hafa ríkisstjómir þessara landa veitt kvikmyndafyrirtækjum ýmsa fyrirgreiðslu á mismunandi hátt, m.a. til að laða að erlend kvik- myndafyrirtæki. Svo dæmi sé tekið er m.a. kveðið á um það í írskum skattalögum að aðeins 10% skattur skuli lagður á nettó hagnað kvik- myndarinnar fari 75% af vinnu við framleiðslu kvikmyndar fram á Ir- landi. Að sögn Svanhvítar er ekki búið að koma á fundum með Granat og íslenskum ráðherrum, en verið er að vinna í málinu. „Áður en hann kom vissum við ekki nákvæmlega hversu mikil al- vara lægi að baki þeirri hugmynd að koma hér á fót kvikmyndafyrirtæki, en eftir að hafa hitt hann finnum við að honum er full alvara þannig að við viljum gjarnan greiða fyrir því að hann nái tali af viðkomandi ráða- mönnum,“ segir Svanhvít. Ársveltan 35 milljarðar Kvikmyndafyrirtækið Miramax er í eigu Walt Disney sam- steypunnar sem m.a. á ABC sjón- varpsstöðvarnar, skemmtigarða í Kaliforníu, Flórída og Frakklandi auk kvikmyndafyrirtækjanna Touchstone Pictures, Touchstone Films og Hollywood Pictures. Walt Disney er eitt stærsta afþreyingar- fyrirtæki í heimi með 22 milljarða bandaríkjadala í veltu og 108 þús- und starfsmenn. Miramax er einn af stærstu dreifingaraðilum á erlendum kvik- myndum í Bandaríkjunum en fyrir- tækið framleiðir og gefur út um það bil 30 bandarískar og erlendar kvikmyndir á ári hverju. Á síðasta ári var velta Miramax um það bil 500 milljónir bandaríkjadala eða um 35 milljarðar íslenskra króna. Eitt af vörumerkjum Miramax er Dimension Films sem Cary Granat er forstjóri fyrir og voru kvikmyndirnar H20, með Jamie Lee Curtis í aðalhlutverki, og Air Bud II m.a. framleiddar undir merkjum Dimension Films í sum- ar. Þær kvikmyndir hafa verið meðal mest sóttu kvikmynda í Bandaríkjunum á þessu ári. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞORSTEINN Hannesson, efnaverkfræðingur hjá IJ, sýnir systkinun- um Kjartani og Katrínu Ösp Guðjónsbörnum kísiljárn sem er afrakst- ur þess hráefnis sem verksmiðjan vinnur úr. Skýrsla um rannsóknir á umhverfi Grundartanga kynnt Dregur úr brenni- steini við verk- smiðjuna NIÐURSTÖÐUR umhveríisrann- sókna í nágrenni Grundartanga, sem stóðu yfir frá júní 1997 til ágúst 1998, voru kynntar í gær en það voru íslenska járnblendifélagið hf. og Norðurál sem kostuðu þær. Helstu niðurstöður benda til að minni mengunar gæti á svæðinu og á það bæði við um útbreiðslu brennisteins sem og styrk snefil- efna og þungmálma í vatni en þó er tekið fram að ástæður þessa kunni að vera minni hnattræn mengun. Bent var sérstaklega á að styrkur brennisteins í Laxá við Vogatungu og Þverá við Geitaberg hefði verið minni árið 1997 en árin 1973 til 1974 og þá mælist slík áhrif alls engin í læk við Fellsenda en hann er á því svæði sem útblástur í J dreifist yfir. Þá er styrkur snefilefna og þung- málma mjög lítill í straumvatni og langt undir leiðbeiningarmörkum Evrópusambandsins um styrk slíkra efna í drykkjarvatni eins og segir í niðurstöðum. Ibúum svæðisins í nágrenni Grundartanga var boðið sérstak- lega til kynningar á niðurstöðunum og við það tækifæri flutti Bjami Bjamason, forstjóri ÍJ, ávarp. Sagði hann að tilgangur rannsókn- anna hefði verið tvíþættur, annars vegar að kynna almenningi ástand svæðisins í umhverfismálum og hins vegar til undirbúnings vegna um- sóknar um endurnýjun starfsleyfis fyrirtækisins sem gert yrði á næstu dögum. Þá yrðu rannsóknirnar not- aðar sem gmnnur fyrir áframhald- andi rannsóknir en í framtíðinni mun fyrirtækið gefa út árlega skýrslu þar sem fram kemur ástand umhverfisins í nágrenni verksmiðj- unnar, öryggismál hennar og meng- unarstig. Fjölmargir gestir úr nágrenni sveitarinnar mættu á kynninguna og í samtölum við Morgunblaðið höfðu margir á orði að slíkar rannsóknir hefði þurft að framkvæma mun fyrr. Almenn ánægja kom þó fram með niðurstöðumar og var nefnt að þar væri fyrsti vísirinn að aðhaldi gagn- vart starfseminni á svæðinu sem nýtast myndi í framtíðinni. Það voru m.a. Iðntæknistofnun, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Náttúrufræðistofnun og Raunvís- indastofnun Háskólans sem fram- kvæmdu rannsóknimar en kostnað- ur við þær nam rúmum 20 milljón- um króna samkvæmt upplýsingum frá í J. Um 250 íslensk skip gætu nýtt fjarlækningabúnað Sérsamin bók handa skólafólki B0K.ii MANADARINS >3.115,- Verð frá 1. október 4.450,- • 36.000 uppflettiorð og 50.000 orðaskýringar. • Margs konar málfræðilegar upplýsingar um merkingar, beygingar, stigbreytingu, fleirtölu, framburð og fleira. Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 TALIÐ er að allt að 250 íslensk fiski- og fraktskip gætu notfært sér búnað til fjarlækninga, þ.e. skip sem eru við veiðar á fjarlægum mið- um vikum saman og fraktskip í millilandasiglingum. Með slíkum búnaði, sem kostar milli 1 og 1,5 milljónir, gætu sjómenn verið í myndrænu sambandi við lækna í landi sem leiðbeina myndu um með- höndlun vegna veikinda eða slysa. Þessa tækni kynnti Jón Bragi Björgvinsson, framkvæmdastjóri Skyns efh. sem hannað hefur bún- aðinn, á ráðstefnu um fjarlækningar í Reykjavík í gær, þeim Sigurði Ás- geiri Kristinssyni, lækni á Sjúkra- húsi Reykjavíkur, og Þorgeiri Páls- syni, eðlisfræðingi hjá Landspítal- anum, en þeir síðastnefndu eru full- trúar spítala sinna í evrópskum til- raunahópi um fjarlækningar. Fara tilraunir fram á Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Danmörku auk Islands og hefur hvert land afmarkað verkefni. Búnaðurinn hefur síðustu mánuði verið til prófunar í fimm skipum, Guðbjörgu ÍS, Þemey RE, Brúar- fossi og varðskipunum Ægi og Tý. Hann samanstendur af tölvu, myndavél, hjartalínuriti, blóðþrýst- ingsmæli og fleiri tækjum. Myndsamband um gervihnött Sjómenn geta náð sambandi um gei’vihnött til slysadeildar SHR, sem hefur yfir að ráða nauðsynleg- um samskiptabúnaði, og sent mynd- ir af áverkum, upplýsingar úr hjartalínuriti, blóðþrýstingsmæl- ingu eða súrefnismettun í blóði til læknis. Hann getur skoðað myndir og metið með upplýsingum hvernig bregðast skal við vanda. Gefur þetta mun betri möguleika á aðstoð og viðbrögðum en einfalt símasamband þar sem erfitt getur verið að lýsa vandanum og fá leiðbeiningar um hjálp með símasambandi eingöngu. Fram kom í erindinu á ráðstefn- unni að þessi búnaður gefur mun víðtækari tækifæri til hjálpar en að- eins vegna slysa þar sem læknir getur metið ýmsar upplýsingar sem sjómenn senda, svo sem úr hjarta- línuriti sem tekið er vegna bráðra veikinda. Jón Bragi Björgvinsson benti á í samtali við Morgunblaðið að þennan búnað mætti einnig nota til að koma margs konar öðrum upplýsingum úr skipum í land, m.a. vegna vinnslu afla, tækjabilana eða annarra upp- lýsinga sem útgerð og skipshöfn þurfa að senda á milli sín. Telur Jón því raunhæft að margar útgerðir muni vilja fjárfesta í þessum búnaði þar sem notkunarmöguleikar séu svo fjölbreyttir. Gert er ráð fyrir að tilraununum ljúki 1 lok næsta árs. Rafeindafyrirtækið Skyn ehf. hefur sérhæft sig í hönnun búnaðar vegna fjarlækningatækni, m.a. til að senda röntgenmyndir milli staða og hefur slíkur búnaður verið notaður hérlendis um skeið. Jón Bragi Björgvinsson segir að Rannsóknar- ráð Islands hafi styrkt verkefnið með 2,5 milljóna króna framlagi en á móti því kemur framlag Skyns og verið er að leita frekari stuðnings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.