Morgunblaðið - 26.08.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Ný biðskýli að komast í gagnið
UPPSETNINGU 120 biðskýla
víða í Reykjavíkurborg miðar
vel. Danskir verktakar vinna
að uppsetningunni og á verk-
inu að ljúka í lok september.
Að sögn Þórhalls Guðlaugsson-
ar, markaðs- og þróunarstjóra
hjá SVR, lítur út fyrir að sú
áætlun muni standast. Ekkert
skýli er fullbúið nú, en búið er
að steypa milli 40 og 50 grunna
fyrir þau. Lokafrágangur hefst
í næstu viku en þá verður m.a.
gler sett í skýlin.
Umfjöllun um Island í ævisögu Friedman-hjónanna
Töfrandi dag-
ar á Islandi
ÍSLANDS er getið í nýlegum
æviminningum Miltons Friedmans,
nóbelsverðlaunahafa í hagfræði og
eiginkonu hans, Rose D. Friedman.
Friedman-hjónin fjalla um heim-
sókn sína hingað til lands árið 1984
þegar Friedman hélt opinberan
fyrirlestur í Reykjavík, á eftirfar-
andi hátt:
„Á leið á fund Mont Pelerin-sam-
takanna í Cambridge í Englandi,
eyddum við nokki-um töfrandi dög-
um á íslandi. Reykjavík reyndist
indæl borg, tandurhrein og and-
rúmsloftið hreint og tært, þökk sé
nægu framboði af heitu vatni til að
hita upp húsin.
Einmana en áhrifamikill
veijandi fijáls markaðar
Gestgjafí okkar var Hannes
Gissurarson, sem þá var fremur
einmana en afskaplega áhrifamik-
ill verjandi frjáls markaðar og tak-
markaðra ríkisafskipta á íslandi.
Hið yfírlýsta tilefni heimsóknar
okkar var það að ég átti að halda
opinberan fyrirlestur. Ástæða þess
að við þekktumst boðið var að
þarna gafst tækifæri til að koma til
Islands, þessa litla lands, sem á
sér langa sögu, sem einkum er
merkileg vegna íslendingasagn-
anna, sem skrifaðar voru á þrett-
ándu og fjórtándu öld. Það jók
áhuga okkar að sonur okkar, Da-
vid, er mikill aðdáandi íslendinga-
sagnanna. Hann hefur skrifað
greinina „Private Creation and
Enforcement of Law: A Historical
Case,“ þar sem hann rannsakar
ylagalegar og pólitískar stofnanir á
Islandi frá tíundu öld til þrettándu
aldar“. Greinin er orðin nánast
klassískt lesefni frjálshyggju-
manna.
Hannes kom því svo fyrir að við
hittum Vigdísi Finnbogadóttur
forseta og fleiri ráðamenn, hann
kom á laggirnar umræðufundi
okkar með fræðimönnum og fylgdi
okkur á afskaplega gefandi ferð
Mil.TON akd ROS-F Ð.
FFUEDMAN
M E M O I íi S
MYND af Rose D. og Miltons
Friedmans prýðir bókarkápu
„Two Lucky People".
um áhugaverðustu staðina á fs-
landi. Við hina fornu sögu, sem við
höfðum heyrt um frá David, bætt-
ust umræður um vandamál og
deiluefni líðandi stundar. Órofíð
samhengi í þúsund ár.“
Ævisaga Friedman-hjónanna
heitir „Two Lucky People" og er
gefin út af The University of
Chicago Press. Á kápu bókarinnar
rita m.a. umsögn George P. Shultz,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Steve Forbes, auð-
kýfíngur og forsetaframbjóðandi,
Jack Kemp, öldungardeildarþing-
maður og forsetaframbjóðandi,
James Buchanan, nóbelsverð-
launahafí í hagfræði, og William E.
Simon, fyrrverandi fjármálaráð-
herra Bandaríkjanna.
Áhrifamikil
og umdeild
Á bókarkápunni segir ennfrem-
ur að Friedman-hjónin hafí verið
áhrifamikil og umdeild en hafi
smám saman unnið sér viðurkenn-
ingu. Friedman hlaut Nóbelsverð-
launin í hagfræði árið 1976. Hann
starfaði sem ráðgjafi forsetanna
Richards M. Nixons og Ronalds
Reagans og á bókarkápunni segir
að hann og kona hans séu þekkt
fyrir að hafa breytt andrúmsloft-
inu í opinberri orðræðu í Banda-
ríkjunum og víða um heim með
fastheldni á þá skoðun að frelsi
einstaklingsins sé æðstu gæði í
efnahagsmálum, stjórnmálum og
félagsmálum.
Margar gerðir,
ótal möguleikar
Fást í raftækja-
verslunum
hársnyrtistofum
og stórmörkuðum
um allt land
DREIFINGARAÐIU
I.GUBMUNÐSSONehf.
—--------------_i___1___I
Sími: 533-1999, Fax: 533-1995
Ráðstefnur um sjálfboðastörf
Siöræn gildi
liggja að baki
sjálfboðastörfum
Sigrún Júlíusdóttir
DAGANA 28. og 29.
ágúst verður hald-
in norræn ráð-
stefna á Hótel Loftleiðum
sem ber yfirskriftina Sjálf-
boðastörf, reynsla og skip-
an. Hún er haldin á vegum
Norrænna sjálfboðasam-
taka FRIA, Rauða kross
íslands og félagsráðgjafar
við Háskóla íslands.
Um leið er haldin nor-
ræn rannsóknarráðstefna
um sjálfboðastörf. Hún
verður haldin í Odda í
samvinnu Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Islands
og Norræns rannsóknar-
nets um sjálfboðavinnu.
Yfirskrift þeirrar ráð-
stefnu er Sjálfboðavinna í
norðri, lýðræði, samfé-
lagsþátttaka og velferð.
Sigrún Júlíusdóttir dósent
flytur opnunarerindi á
faglegu ráðstefnunni og hefur um-
sjón með rannsóknarráðstefnunni
af hálfu Félagsvísindadeildar HI.
- Hvíið verður fjallað um á ráð-
stefnurmi?
„Fyrri ráðstefnan er hugsuð
fyrh' fræðimenn og fagfólk. Þar
verður kynnt upphaf og staða
sjálfboðastarfa á íslandi, fjallað
um gildi gæðamats á sjálftioða-
störfum og hvort það tengist
spurningunni um opinbert eftirlit
og að sjálfboðastörf tryggi nægi-
leg gæði.
Fjallað verður um sjálfboða-
geirann svokallaðan, hagsveiflur
og rannsóknir, mannúð, samhjálp
og fagmennsku.“
Norræna rannsóknarráðstefnan
segir Sigrún að sé ætluð háskóla-
kennurum og öðrum vísindamönn-
um. Megin viðfangsefni hennar er
þríþætt, rannsóknir á sögu sjálf-
boðastarfa, rannsóknir á forsend-
um sjálfboðastarfa og rannsóknir
á sjálfboðastörfum í íþróttahreyf-
ingunni.
- Stunda margir sjálfboða-
vinnu?
„Sjálfboðastörf hafa farið vax-
andi þrátt fyrir aukið framlag vel-
ferðarkerfisins til heilbrigðis- og
félagsmála. Það segir okkur heil-
mikið um þetta jákvæða af! í
manneskjunni. Þeir sem búa við
jöfnuð og félagslegt réttlæti virð-
ast vera tilbúnari að láta gott af
sér leiða, eru aflögufærir og láta
sig náungann varða. Um leið eru
önnur öfl að verki í okkar samfé-
lagi sem birtast í afskiptaleysi.
Rannsóknir hafa sýnt að um 25%
að meðaltali taka þátt í sjálfboða-
starfi. Langhæst er hlutfallið í
Hollandi og Belgíu þar sem fram-
lagið er um 34%.“ Sigrún segir að
í Svíþjóð sé hlutfallið 32% og í
Danmörku 28%.
- Hvar stendur ísland í þess-
um samanburði?
„Island var ekki með í þessum
rannsóknum en fyrir
nokkrum árum var
gerð rannsókn á vegum
Félagsvísindastofnunar
Háskólans á lífsgildum
Islendinga og viðhorf-
um þeirra til marvís-
legra málefna þar á meðal til sjálf-
boðastarfs. í Ijós kom að íslend-
ingar eru ekki á neinn hátt minna
áberandi í félagsstarfi en aðrar
þjóðir og athyglisvert að um þriðj-
ungur Islendinga er í hópum og
samtökum sem tengjast íþróttum
og tómstundastarfi. Þá segist um
það bil fjórðungur íslendinga
vinna ólaunuð sjálfboðastörf fyrir
líknarfélög, góðgerðarsamtök, eða
þjónustuklúbba. Um 40% íslend-
inga vinna fyrir íþróttafélög. Eng-
►Sigrún Júlíusdóttir er fædd í
Hrísey árið 1944.
Hún lauk námi í félagsráð-
gjöf, stundaði framhaldsnám í
hjóna- og fjölskyldumeðferð til
MA-prófs í Bandaríkjunum
1978. Sigrún lauk doktorsprófl
í félagsráðgjöf frá háskólanum
í Gautaborg árið 1993 með ís-
lenskar íjölskyldur sem rann-
sóknarsvið.
Hún er dósent í félagsráðgjöf
við Háskóla íslands og starfar á
eigin stofú, Tengsl sf.
Eiginmaður hennar er Þor-
steinn Vilhjálmsson prófessor.
Hún á tvo syni og þrjú sljúp-
börn.
in sjálfstæð rannsókn hefur verið
gerð hérlendis um umfang og eðli
sjálfboðastarfa, þar er ísland enn-
þá eftirbátur Norðurlandanna.“
- Þú munt kynna norræna rann-
sókn þína og Sigurveigar H. Sig-
urðardóttur um sjálfboðastarf hér
á landi?
„Árið 1994 hófst norræn rann-
sókn sem Island tók þátt í og ég
ásamt Sigurveigu H. Sigurðar-
dóttur sá um. Fyrr á þessu ári
kom rannsóknin út á bók: „Hvers
vegna sjálfboðastörf?" Markmið
þeirrar rannsóknar er að greina
þarfir, áform og forsendur sem
liggja að baki því að fólk gerist
sjálfboðaliðar og að skilja þær
þarfir sem sjálfboðaliði vill full-
nægja með því að vinna sjálfboða-
vinnu.“
Sigrún segir að sú ástæða sem
rannsóknin leiddi í ljós að vegi
þyngst sé gildismat eða siðræn
gildi eða að vilja láta gott af sér
leiða. Því næst kemur skilnings-
þörf eða það að vilja setja sig inn í
aðstæður og læra um fólk. Þetta á
einkum við um ungt fólk sem er að
afla sér reynslu. Þriðji þátturinn
er sjálfsvirðing eða þörfin fyrir að
finnast maður sjálfur
hafa vægi í samfélaginu
og það er áhugavert að
í okkar niðurstöðum
virðist eldra fólk í sjálf-
boðavinnu talsvert
stýrast af þessari
ástæðu. Fjórði þátturinn er fé-
lagsþörfin eða væntingar um-
hverfísins. Að lokum koma völd og
framaþörf. Sá þáttur hefur ekki
mikið vægi.“
- Eru þetta svipaðar niðurstöð-
ur og annars staðar?
„Heildarmynstrið er mjög sam-
hljóma því sem er á hinum Norður-
löndunum og ekki marktækur
munur. Niðurstöður af þessu tagi
geta auðveldað sjálfboðasamtökum
að velja „rétt fólk“ á réttan stað.“
Þeir aflögu-
færu geta
látið gott af
sér leiða