Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Godzilla fær uppreisn æru KVIKMYNDIR Stjörnubfó, Laugarás- bíó, Bíðhöllin GODZILLA irk'k Leikstjóri: Roland Emmerich. Hand- rit: Emmerich, Dean Devlin o.fl. Framleiöandi: Dean Devlin. Kvik- myndataka: Ueli Steiger. Tónlist: Da- vid Arnold. Aðalhlutverk: Matthew Broderick, Jean Reno, Hank Azaria, Kevin Dunn, Michael Lerner, Harry Shearer, Maria Pitillo. Col- umbia/TriStar 1998. GODZILLA-skrímslið í samnefnd- um japönskum skrímslamyndum hef- ur löngum mátt þola að vera aðhlát- ursefni kvikmyndaunnenda en tvíeykinu Roland Emmerich og Dean Devlin, sem tókst að blása Innrásina frá Mars eftir H.G. Wells út í ótrú- legar stærðargráður, hefur nokkurn- veginn tekist að bjarga orðspori þess með myndinni Godzillu, sem frum- sýnd var í Reykjavík um helgina. Þeir reka sannarlega af því slyðru- orðið þar sem það fer um götur New York með eyðileggingarafii sæmilega stórrar kjai’norkusprengju. Enn notast þeir Emmerich og Devlin við hrikalegar stærðir til þess að fanga áhorfendur með sér í ótrú- lega ævintýralegt og rándýrt þrjúbíó og leika sér með hlutfóll á skemmti- legan og hugmyndaríkan hátt. I öll- um aðalatriðum nota þeir sömu að- ferðir og i Þjóðhátíðardegi áður og jafnvel götumyndirnar af eyðilegg- ingu New York borgar og fólki á flótta eru mikið til þær sömu. Það sem vantar uppá í Godzillu en Þjóð- hátíðardagur hafði upp að vissu marki er viðunandi handrit, glað- beittur húmor og leikur og persónu- sköpun eins og sú sem gerði Will Smith að sumarmyndakóngi verald- ar. Eins furðulegt og það kannski hljómar taka þeir Godzillu einum of alvarlega. I handritinu kenna þeir Frökkum um að hafa skapað Godzillu með kjarnorkutilraunum sínum í Suður- Kyrrahafínu. Þar verður óvætturinn til og fer með ógnarhraða um undir- djúpin og skilur eftir slóð eyðilegg- ingar og dauða á leið sinni til Man- hattan hvar það finnur varpstöðvar sínar. Bandaríski herinn setur allt í gang til þess að freista þess að gera útaf við skepnuna ógurlegu svosem eins og herinn reyndi áður að gera útaf við annan óvelkominn New York-búa, King Kong, en lengst af með litlum árangri. Frakkarnh- hafa samviskubit út af því að hafa búið til annað eins ski-ímsli og gera menn út af örkinni undir forystu Jean Reno, sem verður dularfyllri með hverri mynd og gerir heilmikið gagn fyrir Godzillu því aðr- ar persónur hennar eru fjarska lit- lausar. Hitt aðalhlutverkið er í hönd- um Matthew Broderick en hann leik- ur gersamlega sviplausan og óspenn- andi ormafræðing með spekingsleg gleraugu sem fá mann til þess að hugsa til Woody Allens. Þriðja höf- uðpersónan er svo gömul kærasta hans, leikin af Maria Pitillo, ein- hverju slakasta nýstimi sem kvik- myndirnar hafa alið. Mestur hluti miðjukaflans snýst á einhvern furðu- legan hátt um ævintýri hennar og ómerkilegheit í fréttamennsku og er mjög til ama. Hank Azaria leikur myndatökumann og sleppur þokka- lega frá sínu. Þá gera Emmerieh og Devlin grín að frægustu kvikmynda- gagnrýnendum Bandaríkjanna, Siskel og Ebert, með því að nefna borgarstjóra New York og aðstoðar- mann hans eftir þeim og eru þeir sí- fellt kvabbandi hvor í öðrum. Slíkt er persónugallerí myndarinnar að mað- ur sæi ekki eftir neinu af þessu liði í gin ófreskjunnar. Myndin er best í upphafi þegar verið er að kynna Godzillu til sögu, senan þegar skrímslið kemur fyrst fram í dagsljósið er frábærlega vel gerð, og í lokakaflanum þegar leik- urinn hefur borist inn í Madison Square Garden. Þar afsanna þeir Emmerieh og Devlin reyndar slag- orð myndarinnar, stærð skiptir máli, því einna hressilegasti eltingarleik- urinn í myndinni er á milli Broder- icks og kompanís og ógrynnis lítilla Godzilla-skrímsla. Godzilla er auðvitað fyrst og fremst sambland af tölvubrellumynd og þrjúbíói og virkar ágætlega sem slík; skrímslið er vel úr garði gert og hasaratriðin með því bjóða uppá hið ánægjulegasta bíó. Arnaldur Indriðason Jennifer Jason Albert Ben Maggie LEIGH FINNEY CHAPLIN SMITH Washingtön Torg VINAFUNDUR MYNDLIST Sigurjónssafn MÁLVERK GUÐMUNDA ANDRÉSDÓTTIR, JÓHANNESJÓHANNESSON, KRISTJÁN DAVÍÐSSON, ÞORVALDUR SKÚLASON Opið alla daga kl. 14-17. Til 30. ágúst. Aðgangur ókeypis. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson ÞORVALDUR Skúlason, Málverk, 1947, olía á léreft. ÞAÐ er vel til fallið að vera með sýningar á meðlimum September- hópsins í Sigurjónssafni, þá rúm hálf öld er liðin frá fyrstu fram- kvæmd hans í Listamannaskálan- um við Kirkjustræti. Nýlokið er sýningu á málverkum Nínu Tryggvadóttur úr safni dóttur hennar, Unu Dóru, og nú hanga uppi verk eftir Guðmundu Andrés- dóttur, Jóhannes Jóhannesson og Kristján Davíðsson sem öll eru á lífi, ásamt verkum eftir höfuðpaur og gúrú módernismans á Islandi, Þorvald Skúlason (1906-1984). Litli salurinn uppi, sem hefur yfir sér meiri nálgun og menningarblæ öllum öðr- um sýningarsölum á höfuð- borgarsvæðinu, með ein- stætt útsýni sem ábót, er undirlagður smærri verkum eftir hina fyrstnefndu, en niðri eru fyrirferðarmeiri verk eftir Þorvald. Og svo við byrjum á Þorvaldi, er elsta verkið gullfalleg Sikil- eyjarmynd frá 1938, er málarinn þræddi enn hefð- bundnar leiðir, næst kemur Málverk, 1947, þar sem greinast bein áhrif frá mál- urum Helhestsins, sem seinna urðu uppistaðan í Cobra hópnum, hinn sér- staki háttur Þorvalds að beita penslunum þó vel merkjanlegur. Seint verð ég sammála þeim framslætti ýmissa, að Cobratímabilið hafi verið lakasti kaflinn á ferli listamannsins sem óhlutbundins málara. Litirn- ir eru einmitt þróttmiklir og efniskenndir, maður skynjar sama litaspjaldið og hann notaðist við í hinum mettuðu og safaríku myndum frá stríðsárunum, hins vegar nemur maður einnig mikil umbrot málara á krossgöt- um. Islenzk náttúrustemma ennþá vel merkjanleg í dúk- um hans og nokkuð í land í strangflatatímabilið, sem lokaði fyrir öll hlutlæg áhrif um stund. Hin málverkin þrjú eru mun yngri, eða frá 1966, ‘75 og ‘76, er málarinn hafði mótað sér stí! raf- magnaðrar þenslu og flugs í bland við virkjanir fallvatna og nýja sýn á víðáttur him- insins á tímum geimaldar. Allar koma myndirnar úr safni Sverris Sigurðssonar, sem var mestur stuðnings- maður Þorvalds og fleiri Septembermanna. Samanlögð verk Jóhann- esar Jóhannessonar (f. 1921) eru hins vegar gerð á þess- um áratug, þar ríkir skeifu- formið, sem hefur verið svo einkennandi fyrir hann á síðari árum. Hér gildir yfir- vegað samræmið á mynd- fleti og ljóð- og litrænt hryn. Vatnslitamyndir Guðmundu Andrésdóttur (f. 1922), flest- ar frá því um 1980, eru mjög einkennandi fyrir listakon- una, sem skapaði sér sér- stöðu í íslenzkri abstraktlist, þar sem hún lagði út af orp- hisma, sem er dregið af Or- feusi og kemur nafngiftin frá skáldinu Guillaume Apollinaire. Einkum eins og stílbrögðin birtast í verkum Robert Delaunay og Frantisek Kupka, auk þess á Guðmunda olíumálverk á svipuðum nótum frá 1971. Kristján Davíðsson (f. 1917) er einhverra hluta vegna einungis kynntur með tveimur myndum, önnur frá 1976 en hin án ártals. Hver á sinn hátt einkennandi fyrir málarann, opna og þjálfaða pensilskrift hans. Það sem helst sækir á hugann við skoðun þessa úrtaks, sem telur einungis sautján verk, er hve frönsk erfðavenja og þjóðernis- hroki var lengstum ríkjandi í íslenzku abstraktmálverki, einnig það viðhorf ættað frá Frans, að öll frávik væru af hinu illa, jaðraði við bilun. Á norðurslóðum voru menn full leiðitamir og lengi að átta sig, en þetta voru stefnumörk og viðhorf sem hlutu að leiða til stöðnunar og íhaldssemi, sem hitti þá svo óvægast á sjálfum höf- uðstöðvunum í París. Það verður þó ekki tekið af Septembermönnum, að þeir ruddu byltingarkenndustu viðhorfum í myndlist tím- anna braut hér á landi og hvörfin hatramari en seinna gerðist. Þurfti ólíkt meiri kjark og áræði til en hjá sporgöngumönnunum, hvað þá nú á tímum er tilbúin ný- viðhorf flæða yfir heiminn, og þeir helst fordæmdir sem ekki ganga í takt, eru innvígðir. Er minnst til umræðu hér, en óneitanlega er slá- andi hve árin hafa gert þennan vinnumáta sígildan, og hve stílbrögðin í sjálfu sér hreyfa lítið við mönnum miðað við fyrri tíma við- brögð, hafa samlagast öid- inni. Fordómarnir að mestu horfnir, þannig að málverk- in vekja annars konar og dýpri kenndir, en hafa á engan hátt misst gildi sitt né vægi, nema að síður sé. Þetta er falleg sýning og framtakið lofsvert, mynd- verkin falla vel að safninu og einkar athyglisvert hve dúkar Þoiwald njóta sín frá- bærilega í nágrenni við höggmyndir Sigurjóns, sem að sjálfsögðu eru hluti af sýningunni. Hér er væn við- bót í verkinu, Fótbolta- menn, frá 1936, sem Guðrún og Olafur Johnsen gáfu safninu á síðasta ári. Uppbyggjandi og gott fyrir sálina að eiga rólega stund í þessari vin í borgar- landinu. Bragi Ásgeirsson JÓHANNES Jóhannesson: Á rauðum grunni, 1992, olía á léreft. GUÐMUNDA Andrésdóttir, Vatnslitamynd, 1979. KRISTJÁN Davíðsson, Vatnslitamynd, ekkert ártal. I l í i: i i I: L L L I E L t i I í I i, í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.