Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 26.08.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ________________________________MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 23 LISTIR INNLEGG í BANKANN Notfærðu þér 800 númerin, gjaldfrjáls þjónustunúmer fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. i NÚMER HÁSKÓLINN í Haifa gnæfir á KarmelQalli í 30 hæða turni. Leikrit hans „Morð“, sem fjallar um ofbeldisfull samskipti ísraels- manna og Palestínumanna, sópar til sín verðlaunum. Leikendur eru bæði gyðingar og arabar og frumsýning- una bar upp á dag þann, sem sprengja Palestínumanna sprakk í strætisvagni í Tel Aviv og fjöldi Isra- ela lét lífið. Tilgangsleysi grimmdar- innar var auðsæjara við þennan sprengjublossa og fyrir vikið varð leikritið enn ákafara ákall um frið. Nýjasta leikrit Levin heitir Hóran frá Ohio. Ekkert skortir á, að tungutak sé gróft, en leikritið segir af sjötugum betlara, sem vill halda upp á afmælið með gleðikonu. En þegar til kast- anna kemur, hefur hann hvorki gjald né getu til þess. Leikritinu vindur svo fram í heimog tilveruna, of lang- dregnum i lokin, en allt er það ein- manaleikinn í leit að einhverjum til- gangi, en umfram allt vináttu og ást. Leikendur eru þrír og hafa allir ver- ið verðlaunaðir fyrir leik sinn. Eg horfi á leikritið flutt á hebr- esku, en fæ enskan texta í eyrað. Stundum læt ég það eftir mér að leggja heyrnai-tækið frá mér og hlusta líka á hebreskuna, sem ber mér oft töfrandi, ljóðræna hrynjandi. Þessi leikrit eru sýnd í Cameri - leikhúsinu í Tel Aviv. Vagga þjóð- leikhússins, Habima, stendur reynd- ar í Moskvu. Þaðan komu á þriðja áratugnum rússneskii' leikarar, sem léku á hebresku, en með rússneskum hætti. Camerileikhúsið varð til út úr því. En leikarar koma enn frá Rúss- landi. Jevgeni Arye starfaði við Bols- hojleikhúsið í Pétursborg og þegar hann komst úr landi 1989, fann hann fyrir fjöldann allan af atvinnulausum rússneskumn leikm-um í ísrael. Þar með varð Gesher - leikhúsið til; eitt fái'ra leikhúsa, þar sem jöfnum höndum er leikið á tveimur tungum; hebresku og rússnesku. En nú er allt leikið með ísraelsk- um brag. að ritlistinni í landi Bókarinnar þá ligff- ur leiðin til Haifa, en líka er litið um öxl til leiksviðsins í Tel Aviv. Ferðabrot frá Israel II Naglasúpa á krossgötum Hér heldur Freysteinn Jóhannsson áfram frásögn sinni af Israelsferð. Nú er komið MEÐAL ieikrita á fjölutn Gesherleikhússins er Þorpið eftir Joshua Sobol, þar sem Ísraelsríki verður til í lífi þorpsbúa, lifandi og látinna. Miðjarðar- haf ÍSRAEL Tel Aviví • Na*lus / bakkinn EGYPTA- IHAIFA, sem er hafnarborg og miðstöð tækniiðnaðarins í ísrael, segja menn, að meðan íbúar Tel Aviv leiki sér og Jerúsalembúar biðj- ist fyrir, þá vinni þeir í Haifa fyrir öllum. Háskólinn í Haifa gnæfir á Kar- melfjalli í 30 hæða turni, sem kennd- ur er við Levi Eshkol, fyrrverandi forsætisráðherra. Þar hittum við Abraham B. Yehoshua, sem er snaggaralegur karl, í lægra lagi og rautt nefið kórónar hrjúft andlitið. Hann er einn þekktasti rithöfundur Israela, skrifar á hebresku, er marg- verðlaunaður heima og erlendis, og situr í stól bókmenntaprófessors við háskólann í Haifa. Hann segir bókmenntirnar betur bundnar Zionismanum en aðrar list- greinar. Margir frumkvöðlar Zíon- ismans voru rithöfundar og þar sem rithöfundar hafa náið samband við fólkið í gegnum tungumálið, sáu rit- höfundarnir öðrum fremur þiirfina á þjóðlandi og þjóðtungu fyrir Gyðinga. Og hebreskan, hún svaf líkt og Þymirós. Reyndar var hún notuð til skrauts við trúarat- hafnir, en hún lék ekki almenningi daglega á tungu. En hún var vak- in til lífsins og varð allt í einu kona; önnum kaf- in á öllum sviðum. Og þetta mál er kjarni ísraelsku þjóð- arinnar. Án þess væri engin þjóð til. Og það sýnir hversu mikilvæg- h- rithöfundamir vora, að 1939, þegar aðeins um 2% Gyðinga voru komin tO Palestínu, þá voru 90% þeirra, sem skrifuðu á hebresku, mætt til landsins. Yehoshua heldur áfram að lýsa mikilvægi rithöfundanna. Stundum brotnar andlitið á honum upp í bros, sem er bæði hlýtt og nær til augnanna. Það má segja, segir hann, að mín kynslóð og sú næsta á undan, að við höfum talið okkur hafa sérstökum skyldum að gegna við landsfeðurna. Þess vegna varð til bandalag á milli þeima rit- höfunda, sem skrifuðu á hebresku, og Zionistanna. En hvað með rithöfunda og lands- feður nú? Það eru breyttir tímar, segir Yehoshua. Rithöfundar líta ekki lengur á sig sem boðbera tungumáls- ins eða varðmenn þjóðarsálarinnar. Þeir líta fýrst og fremst á sig sem listamenn og eru dæmdir á sömu forsendum og aðrir slíkir, eins og myndlistarmenn og tónlistarmenn; eingöngu eftir listrænum gæðum þess, sem þeir gera. En breytast þá ekki bókmenntwn- ar líka? Spurningin um þjóðemi og trú mun áfram búa með ísraelskum rit- höfundum með sérstökum hætti. En á endanum eigum við frið við allar þjóðir og þá þurfa ísraelskir rit- höfundar að finna ný söguefni og nýjar frásagnarleiðir. Deilur Israela og Araba hafa nefnilega lagt bók- menntunum lið að því leytinu til, að það hefur verið svo sjálfsagt og auð- velt að sækja í þær efni. Hvað tekur þá við? Nú er það einhvern veginn þannig, að þegar ógnin utanífrá minnkar, þá HORFT yfir Haifa ofan úr háskólaturninum. Abraham B. Hanoch Yehoshua. Levin verðum sjálfir okkar verstu óvinir. Mesta hættan, sem að okkur steðjar nú er að fólk fjarlægist trúna og þjóðin skiptist í hópa, sem ekki tala saman. Sjálfur hef ég allt mitt á hreinu, því ég er þannig alinn upp að ég skil þá trúuðu og tákn þeirra. En sonur minn aftur á móti er algjörlega úti að aka í þessum efnum. Hann þekkir ekki siði þeirra og venjur og þess vegna skilur hann þá ekki. Og þeir skilja ekki hann. Þessar kringumstæður búa bók- menntunum nýtt hlutverk; að hjálpa fólkinu í landinu til þess að lifa sam- an í sátt og samlyndi. Ef fólk hættir að geta talað saman, þá er stutt í hnefaréttinn. Og þá verður engin þjóð til. Þetta vill enginn sjá gerast. Þess vegna er það hlutverk okkar rithöf- undanna að leggjast enn á árar og byggja brýr milli þjóðfélagshópa; brýr, sem fólkið getur farið um til fundar hvað við annað. Og þau orð Abrahams B. Yehoshua, að öllu megi trúa tungunni fyrir, blasa ekki bara við í sögum og Ijóðum, heldur rætast þau líka á leiksviðinu. Hanoch Levin er talinn fremsta leikritaskáld Israela nú um stundir og einhvers staðar sé ég honum jafnað til Pinters hins enska. Levin lætur ekkert standa upp á sig í þjóð- félagsmálum, heldur vekja leikrit hans jafnan athygli, umræður og jafnvel deilur í þingsölum. Hann er sagður opna augu manna með áhrifamiklum hætti og hefur verið nefndur skjálftamælir ísraelsku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.