Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 25

Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 25 AÐSENDAR GREINAR SKOÐUN 200 Vaxtafótur 0% 2% 4% 6% 8% 10% 12% 14% 800 Myndln sýnir Veggjald og vaxtafót sem grelða Hvalfjarðargöng | upp á 18, 50 og 100 árum. Veggjald 1200 1000 400 600 Gjaldtaka í Hvalíjarð- argöngum NÚ HAFA marg- umrædd Hvalfjarðar- göng verið opnuð. Ennþá heyrast há- værar raddir sem telja veggjaldið um þau of hátt. Er hægt að lækka veggjaldið án þess að ávöxtunar- krafa hluthafa og lán- ardrottna sé skert? Það er einkum tvennt sem vert er að nefna. I fyrsta lagi mætti lengja endurgreiðslu- tíma ganganna. Það eru allar líkur á því að Hvalfjarðargöngin verði nothæf um lang- an tíma. Átján ára endurgreiðslu- tími er stuttur í því samhengi. Með lengingu endurgreiðslutímans mætti lækka veggjaldið, fjölga með því notendum fyrstu 18 árin og fá fleiri kynslóðir til að greiða i Með lengingu endur- greiðslutímans, segir Vífill Karlsson, mætti lækka veggjaldið. fyi-ir þá þjónustu sem þeim verður veitt. Með þessu móti aukast sam- félagsleg áhrif þessarar sam- göngubyltingar auk þess sem lík- legt er að forsendur fyrir gjald- töku verði hvort eð er fyrir hendi eftir 18 ár. Þá mun þjóðin verða fjölmennari og ökutækjaeign landsmanna þ.a.l. meiri, með aukn- um líkum á umferðarhnútum við göngin. Veggjaldi hefur verið beitt til þess að losa um umferðarhnúta af þessu tagi með góðum árangri. Með hærra verði er skilið á milli umferðar sem hefur meiri þörf fyr- ir göngin og þeirrar sem hefur minni þörf fyrir þau. I öðru lagi mætti endurfjár- magna þann hluta lánanna sem fengin voru snemma á fram- kvæmdatímanum. I upphafi fram- kvæmda var mikið um óvissuþætti sem nú hefur verið rutt úr vegi. Lánardrottnar Spalar hafa aug- ljóslega þurft að taka mið af því þegar samið var um lánskjör. Við endurfjármögnun á fjárfestingu sem hefur langt um færri óvissu- þætti ætti því að vera hægt að komast að hagstæðari kjörum. Útreikningar byggðir á gögnum Spalar ehf. sýna hvað veggjaldið þarf að vera við gefinn vaxtafót (discount rate) og endurgreiðslu- tíma. Meðal forsendna má nefna 1.500 bíla umferð á dag fyi’sta árið sem vaxa myndi um 2,3% á ári að jafnaði út endurgreiðslutím- ann, 97 milljóna króna rekstrarkostnað á ári og 14% ávöxtunar- kröfu hluthafa. Ef vaxtafótur byggist á samsetningu lána og eigin fjár þá er hann 8,38%. Myndin sýnir samband vaxtafótar og veggjalds fyrir þrjá mismunandi endur- greiðslutíma. Á mynd- inni sést að við leng- ingu endurgreiðslu- tímans úr 18 árum í 50 má lækka meðaltals veggjald um 259 krónur eða úr 969 í 710 (pfla A). Það er 27% lækkun. Þetta myndi gefa okkur 730 kr. veggjald fyrir fólksbfla sem hefðu ekki nein afsláttarkjör. Myndin sýnir einnig að frekari lenging endurgreiðslutíma um 50 ár myndi ekki skila neinni verulegri lækkun til viðbótar. Ef vaxtafótur byggist á sam- setningu lána og eigin fjár getur endurfjármögnun ganganna haft áhrif á hann til lækkunar. Sjá má á myndinni að lækkun vaxtafótar myndi lækka lágmarks veggjald enn frekar. Þess ber þó að geta að fjármagnsmarkaðurinn kynni að krefjast hærri ávöxtunar fyrir lengri endurgreiðslutíma en draga má í efa að það vegi upp lækkun af fyrrgreindum sökum vegna þess að áður en borun hófst var um töluvert áhættusama fjárfestingu að ræða. Á myndinni sést að við lækkun vaxtafótar um 1 prósentu- stig, úr 8,38% í 7,38, má lækka meðaltals veggjald um 83 kr. eða úr 710 í 627 (pfla B). Það er frekari lækkun um tæp 12%. Þetta myndi gefa okkur 645 kr. veggjald fyrir fólksbfla sem hefðu ekki nein af- sláttarkjör. Bent hefur verið á tvo þætti sem renna stoðum undir töluverða lækkun veggjalds Hvalfjarðar- ganga án þess að ávöxtunarkrafa hluthafa skerðist. Það eru lenging endurgreiðslutíma og endurfjár- mögnun í ljósi minni áhættu. Hér hafa aðeins tveir þættir verið reif- aðir. Nefna mætti fjölda samfé- lagslegra kostnaðarliða sem lækka ef vegfarandi velur göngin í stað fjarðar. Hér má nefna minni slysa- tíðni, mengun og slit á vegum og ökutækjum. Hér er því upplagt tækifæri til þess að færa fjölda fólks verðmæti án þess að nokkur gjaldi fyrir það. Höfundur er hagfræðingur og lekt- or við Samvinnuháskólann að Bifröst. Vífill Karlsson SAMSKIPTI ÍSLENSKA JÁRNBLENDIFÉLAGSINS HF. OG LANDSVIRKJUNAR FELOGUM sem skráð eru á Verðbréfa- þingi Islands fer stöðugt fjölgandi. Sam- hliða hefur umfjöllun um viðskipti og at- vinnumál farið ört vax- andi í fjölmiðlum. Félög á Verðbréfaþingi eiga mikið undir því að um- fjöllun um málefni þeirra sé vönduð og málefnaleg. Mikill meirihluti íslenskra fyr- irtækja stendur þó utan Verðbréfaþings, þar á meðal öll félög í meiri- hlutaeigu ríkis og sveit- arfélaga. Opinber fyrir- tæki eru oft í þeirri stöðu að hafa veruleg áhrif á starfs- skilyrði hlutafélaga á Verðbréfa- þingi. Dæmi um slíkt er staða Lands- virkjunar gagnvart Islenska járn- blendifélaginu hf. Því er afar mikil- vægt að opinber fyrirtæki kynni sér og virði þær grundvallarreglur sem gilda um meðferð trúnaðarupplýs- inga á Verðbréfaþingi og komi þannig fram að ekki valdi einstökum hlutafélögum og viðskiptaaðilum tjóni. Grein þessi er skrifuð í kjölfar atburða sem orðið hafa á undanforn- um mánuðum þar sem starfshættir Landsvirkjunar og meðferð á trún- aðarupplýsingum hafa valdið ís- lenska járnblendifélaginu hf. og hlut- höfum þess verulegum erfiðleikum og hugsanlegu tjóni. Því skal mál þetta rakið hér að það megi vekja umræðu um ábyrgð opinberra fyrir- tækja við nýjar aðstæður í viðskipta- lífinu og leiða til vandaðri vinnu- bragða Landsvirkjunar í framtíðinni. Þriðjudaginn 23. júní sl. birtist grein í Morgunblaðinu þar sem fjall- að er um tvísýnar horfur í vatnsbú- skap Landsvirkjunar á vetri kom- anda. Daginn eftir er fjallað nánar um skerðingu í fjölmiðlum og haft eftir Landsvirkjun að skerðing myndi sérstaklega bitna á Islenska járnblendifélaginu hf. auk annarra stórfyrirtækja. Járnblendifélaginu höfðu þá engar fréttir borist frá Landsvirkjun ef frá er talið bréf tæpu ári áður þar sem greint var ffá því að afgangsorka í raforkukerfinu væri nú nær uppurin og því væri aukin hætta á raforkuskerðingu fram að gangsetningu næstu virkj- unar. Fréttin frá 23. júní kom félag- inu verulega á óvart, enda óþægilegt fyrir stjórnendur félagsins og starfs- menn að fregna fyrst um rekstrar- horfur eigin félags í fjölmiðlum. Of- sagt væri þó að þessi málsmeðferð Landsvirkjunar hafi valdið Járn- blendifélaginu beinu fjárhagslegu tjóni. Kynningarfundur var síðan haldinn með Landsvirkjun 25. júní þar sem farið var yfir horfur í orku- málum. Fundinum lauk með upplýs- ingum Landsvh’kjunar um að staðan yrði metin að nýju síðari hluta júlí- mánaðar og Járnblendifélaginu kynnt ákvörðun stjórnar Lands- vh’kjunar ef til skerðingar kæmi. Járnblendifélagið beið því átekta í þeirri tiú að endanleg ákvörðun um orkuskerðingu yrði tilkynnt félaginu á þann hátt að því gæfist ráðrúm til að meta í grófum dráttum áhrif skerðingarinnar á framleiðslu og af- komu og upplýsa þá er málið varðaði um breyttar rekstraiforsendur. Það næsta sem Járnblendifélagið fregnar af stöðu mála er í forsíðu- frétt í Degi 21. júlí þar sem Lands- virkjun greinir frá þörf sinni að skerða afgangsorku á komandi vetri. Sérstaklega er fjallað um skerðingu til Járnblendifélagsins í greininni og vitnað beint í ákvæði raforkusamn- ings milli fyrirtækjanna. I kjölfarið fylgja allir helstu fjölmiðlar landsins með ítarlega umfjöllun um skerðingu á raforku til Járnblendifélagsins. Hér er rétt að benda á að Járnblendifélagið telur grundvallaiTnun á fréttum sem fluttar voru 1 júní af slæmum vatnsbúskap og hugs- anlegri skerðingu ann- ars vegar og fréttum frá Landsvirkjun síðari hluta júlí þar sem fjall- að er um tímalengd og magn skerðingar hins vegar, enda áhrifin bein og alvarleg á rekstur þeirra félaga sem fyrir skerðingunni verða. Fátt varð um svör hjá Bjarni forráðamönnum Járn- Bjarnason blendifélagsins til fjöl- miðla, starfsmanna og eigenda, enda hafði félagið engar upplýsingar í höndum frá Lands- virkjun og fréttir af orkuskerðingu og þar með framleiðslu- og tekju- skerðingu félagsins á haustmánuð- um einungis fengnar úr fjölmiðlum. Jámblendifélagið hafði að sjálfsögðu strax samband við Landsvirkjun og óskaði eftir upplýsingum en svar Landsvirkjunar var að bréf væri á leiðinni. Bréfið barst okkur í hendur síðdegis 23. júlí, tveimur og hálfum degi eftir að fjölmiðlar fengu allar Starfshættir Lands- virkjunar og meðferð á trúnaðarupplýsingum hafa valdið Islenska járnblendifélaginu hf. og hluthöfum þess verulegum erfíðleikum og hugsanlegu tjóni, skrifar Bjarni Bjarna- son, og því sé mál þetta rakið hér að það megi vekja umræðu um ábyrgð opinberra fyrir- tækja við nýjar aðstæð- ur í viðskiptalífínu. helstu upplýsingar um málið. Fréttir af þessu tagi eru ekki léttvægar, enda bárust þær fjölmiðlum víðs vegar um heim samdægm-s. Bein af- leiðing fjölmiðlafréttanna var lækk- un á gengi hlutabréfa í félaginu. Járnblendifélaginu bárust strax erf- iðar fyrirspumir frá viðskiptavinum og almennur órói varð meðal starfs- manna félagsins og meðal hluthafa þess, enda afar ótraustvekjandi að stjórnendur Jámblendifélagsins gætu ekki gefið skýr svör við þessar aðstæður. I kjölfar þessa máls lýsti Járnblendifélagið yfir óánægju sinni með vinnubrögð Landsvirkjunar og von félagsins var að til bóta horfði. Mánudaginn 17. ágúst ski-ifar Jámblendifélagið undir 3,5 milljarða lánasamninga vegna fjármögnunai’ á þriðja ofninum við verksmiðjuna, sem nú er í smíðum. Daginn eftir, 18. ágúst, birth’ Járnblendifélagið upp- gjör fyrrihluta ársins ásamt með frétt af lántökunni. Efni stóðu því til frekar jákvæðra viðbragða fjölmiðla og hlutabréfamarkaðar, enda mikil- vægir samningar í höfn og uppgjörið gott miðað við aðstæður. I kjölfar fréttatilkynningar ber Viðskipta- blaðið uppgjör Járnblendifélagsins undir Landsvirkjun. Sá ótrúlegi at- burður gerist að Landsvirkjun send- ir samdægurs frá sér fréttatilkynn- ingu án þess að hafa samband við Járnblendifélagið og leitar skýringa á því sem hún taldi óljóst í reikning- unum. I athugasemd Landsvirkjun- ar við reikninga Járnblendifélagsins er fullyrt að þeir séu rangir og að tekjur félagsins séu oftaldar um tæpar 200 milljónir króna. Ekki var fótur fyrir þessari fullyrðingu Landsvirkjunar og er slík framkoma sennilega einsdæmi í sögu Verð- bréfaþings. Athugasemd Lands- virkjunar birtist í fjölmiðlum 19. ágúst, við hliðina á uppgjöri Járn- blendifélagsins, og Viðskiptablaðið gerir athugasemdina að stórri for- síðufrétt án þess að afla nokkurra skýringa hjá Járnblendifélaginu. Afleiðingar málsins verða þær að viðskipti á Verðbréfaþingi með hlutabréf Járnblendifélagsins eru stöðvuð meðan beðið er skýringar frá Járnblendifélaginu. Fullnægj- andi skýring er send Verðbréfaþingi og fjölmiðlum samdægurs og við- skipti hefjast á ný í kjölfarið en skað- inn er skeður. Eitt af stærri félögum á Verðbréfaþingi hefur verið sett í viðskiptabann vegna fréttatilkynn- ingar frá öðru félagi sem hvorki hef- ur upplýsingar í höndum úr reikn- ingshaldi Jámblendifélagsins né við- skiptasiðferðilegan rétt til að gera athugasemd við reikninga félagsins á þennan hátt. Hér skal tekið fram að Járnblendi- félagið telur þá ákvörðun VÞÍ að stöðva viðskipti með hlutabréf fé- lagsins rétta við þessar aðstæður, enda átti þingið ekki annars kost að fenginni alvarlegri athugasemd frá Landsvirkjun. Meðferð Landsvirkj- unar á málefnum Islenska járn- blendifélagsins hf. á undangengnum mánuðum hefur valdið félaginu álits- hnekki. Einnig má telja líklegt að Landsvirkjun hafi valdið hluthöfum félagsins skammtímatjóni því fram- angreindir atburðir eru til þess falln- ir að hafa áhrif á gengi hlutabréfa í félaginu. Það er hins vegar von for- ráðamanna Járnblendifélagsins að tjón félagsins og hluthafa þess verði ekki varanlegt. Sú afar óvenjulega meðferð mála hjá Landsvirkjun sem hér er lýst er enn sérkennilegri ef haft er í huga að Islenska járn- blendifélagið hf. hefur verið einn stærsti viðskiptavinur Landsvirkjun- ar um nær tveggja áratuga skeið og félögin hafa nýverið gert með sér samning um 20 ára framlengingu viðskiptanna. Raforkusamningur milli félaganna kveður á um einka- rétt Landsvirkjunar á sölu raforku til Jámblendifélagsins og á félagið því ekki í önnur hús að venda. Við slíkar aðstæður er einkaréttarhafa í opinberri eigu skylt að gæta í hví- vetna að sem bestum og sanngjörn- ustum samskiptum við viðskiptavini sína. Ef þess er ekki gætt er hætt við trúnaðarbresti sem mörg ár get- ur tekið að bæta, einkum þegar er- lendir eigendur félaga eiga í hlut. Málið í heild snertir því ekki aðeins hagsmuni íslenska járnblendifélags- ins hf. heldur jafnframt framtíðar- viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar og íslenskra stjórnvalda. íslenska járnblendifélagið hf. harmar þá stöðu sem upp er komin. Félagið óskar góðra samskipta við Lands- virkjun í framtíðinni og vonar að úr rætist sem skjótast. Að lokum skal vísað til upphafs þessarar greinar. Hlutafélögum á Verðbréfaþingi er það afar mikil- vægt að opinber fyi’irtæki sem þau eiga undir að sækja virði eðlilegar samskiptareglur. Hnöki’ar þeir sem hér er lýst eru ekki til þess fallnir að auka áhuga erlendra fjárfesta á ís- landi og eðli málsins samkvæmt er viðbúið að þeir sem nú íhuga land- nám í orkufrekum iðnaði á íslandi fylgist grannt með framvindu mála og samskiptum milli Islenska járn- blendifélagsins hf. og Landsvirkjun- ar í framtíðinni. Höfundur er framkvæmdastjóri ís- lenska járnblendifélagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.