Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vondar
fréttir?
„Það skiptir ekki máli hvort þetta er
satt; þetta er frétt, efhún spyrst út verða
allir að birta hana. “
„Wag the Dog“ —
E
Eftir Kristján
Arngrímsson
RU íréttirnar af
framhjáhaldi og
meintu misferli Bills
Clintons Banda-
ríkjaforseta vondar?
Það er að segja, eru þær dæmi
um lélega fréttamennsku?
Byrjum á því sem blasir við:
Það er munur á atburði, annars
vegar, og frétt, hins vegar. Þessi
munur kemur glögglega í ljós
þegar maður segir að frétt sé um
atburð. Stundum er hnýtt í fjöl-
miðla með því að segja þá „búa
til“ fréttir. Það er reyndar alveg
rétt, að strangt til tekið búa fjöl-
miðlar til fréttir. En fjölmiðlar
búa yfirleitt ekki til atburðinn
sem fréttin er
VIÐHORF Um. (Þótt þess
séu reyndar
dæmi.)
Fréttaflutn-
ingur af at-
burðum á erlendum vettvangi
setur íslenska fjölmiðla í dálítinn
vanda, vegna þess að fæstir hafa
þeir efni á að hafa eigin frétta-
menn á vettvangi þessara at-
burða. íslenskir fjölmiðlar verða
því að reiða sig á erlenda fjöl-
miðla, og þess vegna eru íslensk-
ir fjölmiðlar oftar en ekki að
segja fréttir um fréttir, fremur
en fréttir um atburði. Þetta er þó
alls ekki algilt, sumir íslenskir
fjölmiðlar leggja metnað sinn í að
hafa sitt eigið fólk „á staðnum".
En ef nánar er að gáð eru það
alls ekki bara íslenskir fjölmiðlar
sem oft segja fréttir af fréttum.
Það er alsiða í fréttamennsku að
vitna í aðra fjölmiðla, þetta gera
fréttastofur á borð við Reuters
og dagblöð á borð við The New
York Times. En það breytir ekki
því, að atburðurinn sjálfur er
kominn einu skrefi fjær.
Þessi aðferð, að segja fréttir af
fréttum, hefur í umfjölluninni um
Bill Clinton og Monicu Lewinsky
hafist í alveg nýjar og áður
óþekktar hæðir. Áhugi frétta-
mannanna á málinu er slíkur að
þeir virðast oft missa sjónar á áð-
urnefndum greinarmun á frétt og
atburði og það að einhver fjöl-
miðill greini frá einhverju er oft
höndlað sem atburður. Það er að
segja, fréttir verða fréttnæmar.
Það verður ekki séð að frétta-
menn geri sér mikla rellu út af
þessari þróun starfsgreinarinnar.
Menn verða alvariegir á svip og
skella skuldinni á nýjasta alls-
herjarblóraböggulinn: of harða
samkeppni. Og frjáls samkeppni
er heilög kýr, þannig að hvað
getur maður gert nema dansað
með? En svo er líka hitt, að fjöl-
miðlar líta á það sem skyldu sína
að greina frá sögusögnum ef ske
kynni að það reynist fótur fyrir
þeim.
Þetta minnir svolítið á þá rök-
semdafærslu (ef röksemdafærslu
skyldi kalla) að það sé betra að
trúa á Guð, jafnvel þótt maður sé
ekki viss, ef hann skyldi eftir
alltsaman reynast vera til.
Þannig komist maður hjá því að
verða hankaður á vantrúnni.
Kannski stafar þetta af því að
Lewinsky-málið er „stórt“, í þeim
skilningi að það snýst um áhrifa-
mikinn mann, en um leið eru af-
skaplega fáir atburðir í því sem
vitað er fyrir víst að hafi gerst.
Flestir „atburðirnir" sem fjöl-
miðlar hafa greint frá eru taldir
hafa gerst. Umfjöllun fjölmiðla,
bæði innlendra og erlendra, um
Lewinsky-málið hefur verið svo
víðtæk að fátt stenst samanburð,
og ef tillit er tekið til þess hversu
fáar staðreyndir eru þekktar í
málinu stenst áreiðanlega ekkert
samanburð.
Svona gagnrýni er yfirleitt
svarað með því að benda á að gíf-
urleg eftirspurn sé eftir upplýs-
ingum um þetta mál. Þótt fólk
segist vera búið að fá nóg eru
sjónvarpsstöðvar enn að hala inn
metáhorf á Lewinsky. Þarna er
sannarlega á ferðinni þversögn,
en það er vafasamt af fjölmiðlum
að skjóta sér á bak við hana, því
að það er margt sem bendir til
þess að í nafni þjónustu við
áhorfendur/lesendur hafi fjöl-
miðlar brugðist þeirri grundvall-
arskyldu sinni að greina aðeins
frá því sem þeir vita vera sannast
og réttast.
Menn hafa þó reynt að gera
sitt besta, en staðreyndir í
Lewinsky-málinu hafa verið svo
sjaldséðar að fjölmiðlar hafa
seilst í ótrúlegustu áttir eftir því
litla sem er að hafa. Skyndilega
var það orðin frétt að kjóllinn
hennar Monicu var dimmblár, og
svo fór eins og eldur í sinu um
heiminn að kjóllinn hafi verið
keyptur í GAP-verslun. Þetta
verður að fréttum, ekki vegna
þess að þetta séu lykilupplýsing-
ar, heldur vegna þess að þetta
eru staðreyndir í málinu og þar
af leiðandi fágæti.
Svo gerði Clinton árás. Ekki
gagnárás á herskáa fjölmiðlunga,
heldur sprengjuárás á stöðvar
hryðjuverkamanna í Afganistan
og Súdan. Af kaldhæðni sem fátt
kemst í hálfkvisti við höguðu ör-
lögin því svo að þegar fregnir
bánjst af árásunum voru frétta-
mennirnir í fylgdarliði forsetans
að horfa á kvikmyndina „Wag
the Dog“ (Að dilla hundinum),
sem segir af Bandaríkjaforseta
sem sviðsetur stríð til að draga
athygli fjölmiðla frá kynlífs-
hneyksli sem hann er flæktur í.
Ekki svo að skilja að kvik-
myndin segi „sannleikann" í
„Lewinsky/Afganistan-málinu“.
En myndin vekur mergjaðar
spumingar, ekki hvað síst um
það hvort stjórnmálamenn geti
notfært sér þennan veikleika fjöl-
miðla - það hversu óljós áður-
nefndur greinai-munur á atburði
og frétt virðist vera orðinn og
glögglega hefur komið í Ijós í
umfjölluninni um Lewinsky-mál-
ið.
Eitt af því sem byrjendur í
heimspeki fá að kynnast er hug-
hyggja írska biskupsins George
Berkeleys, sem uppi var á 17. og
18. öld, og hélt því fram að efnis-
heimurinn væri í rauninni bara
til í huga mannanna og huga
Guðs. Af kenningum hans er
sprottin ein frægasta heim-
spekispurning allra tíma: Ef tré
fellur í skógi og enginn er nærri
til að heyra það, kemur þá eitt-
hvert hljóð? Byrjendur í heim-
speki eru yfirleitt fljótir að af-
greiða þetta sem bull og Berkel-
ey gamla sem veruleikafirrtan.
En þegar greinarmunurinn á
frétt og atburði er orðinn óljós
verður til nútímaútgáfa af hug-
hyggju Berkeleys, og nútímaút-
gáfa af spurningunni frægu gæti
hljómað svona: Ef sprengja
springur í Súdan og CNN segir
ekki frá því, veldur hún þá ein-
hverju tjóni?
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
ÁHUGAMANNAFLOKKURINN hefur sannað tilverurétt sinn og hér stilla verðlaunahafar í töltinu sér upp
frá vinstri talið: Olafur og Stjörnufákur, Arndís og Riddari, Maríanna og Hlynur, Anna og Prins, Theódór og
Strákur og sigurvegarinn Guðrún og Birta.
OFSI frá Viðborðsseli og Vignir Siggeirsson höfðu
sigur í B-flokki gæðinga en ekki náðu þeir að skáka
Sigurbirni og Oddi frá Blönduósi í töltinu og urðu
að gera sér annað sætið að góðu.
SLAKTAUMATÖLTIÐ vex að vinsældum og nú
sigraði Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði
og sýnir hér hversu öruggur klárinn er enda verð-
launin í höfn og óhætt að leika sér örlítið.
DANIEL Ingi lengst til vinstri sigraði í tölti unglinga á Seiði og fara þeir hér í breiðfylkingu ásamt Eyjólfi á
Gátu og Sylvíu og Djákna.
Tröllaukið mót
Sunnlendinga
HESTAR
Gaddstaðaflatir
við Ilellu
SAMEIGINLEGT STÓRMÓT
SUNNLENSKRA HESTAMANNA
TRÖLLAUKNU hestamóti sunn-
lenskra hestamanna lauk á skapleg-
um tima á sunnudag eftir flmm
stranga daga þar sem að öllum lík-
indum hefur verið sett Islandsmet í
fjölda dóma á hrossum ef allt er sam-
anlagt, dómar á gæðingum, íþrótta-
keppnin, dómar kynbótahrossa auk
kappreiða.
Fram til þessa hafa Stórmótin og
Suðurlandsmótin verið aðskilin en
nú brugðið á það ráð að slengja
þessu saman. Sýnist sjálfsagt sitt
hverjum um ágæti þess en vel mátti
heyra á þeim er báru hita og þunga
framkvæmdarinnar að þau hefðu
fengið góða útrás í þessum efnum og
hefðu ekki knýjandi löngun í að
standa að mótahaldi svona alveg í
bráð.
En mótið tókst prýðilega fyrir ut-
an röskun á dagskrá suma dagana og
þar á meðal tveggja tíma seinkun á
dagskrá á laugardegi sem að mestu
var skrifað á framkvæmd kappreiða.
Það er gamalkunnug staðreynd að
kappreiðar geta sett dagskráráætlun
úr skorðum þegar ekki eru notaðir
rásbásar. Veðrið lék við keppendur
og mótsgesti allan tímann og telst
það til tíðinda þegar Stórmót sunn-
lenskra hestamanna er haldið í þurru
veðri. Helga Guðnadóttir formaður
Geysis benti hinsvegar réttilega á að
rigning hefði verið þá helgi sem Stór-
mótið hefði átt að vera samkvæmt
hefðinni. Er því með réttu hægt að
segja að snúið hafi verið á veðurguð-
ina að þessu sinni. Um ágæti móts-
svæðisins á Hellu þarf ekki að fjöl-
yrða, fá eða engin svæði eru jafn vel í
stakk búin til að afgreiða slíkt fjöl-
dómamót ef svo má að orði komast.
Þrír hringvellir þar sem fjarlægðir á
milli eru hóflegai’ gera það að verk-
um að hægt er að afkasta miklu á
stuttum tíma.
Þetta mikla mót endurspeglar vel
þá grósku sem er í tamningum og
þjálfun og áhuga fyrir keppni. En
það endurspeglar og undirstrikai'
einnig lítinn áhuga annarra en
þeirra sem eru á kafi í hringiðu
hestamennskunnar. Aðsókn var
þokkaleg seinni part laugardagsins
en í heildina ekki í neinu eðlilegu
sami-æmi við umfangið. Það að
skella saman tveimur fremur stór-
um mótum orkar tvímælis. Það út-
heimtir góða skipulagningu og út-
sjónarsemi og mikinn mannafla til
að láta hlutina gerast. Hugurinn og
viljinn til að gera góða hluti er til
staðar og er sjálfsagt á engan hallað
þótt nefnt sé nafn Steinunnar Gunn-
arsdóttur mótsstjóra sem sem virð-
ist alltaf tilbúin að fórna sér fyrir
góðan málstað sem hestamótin
vissulega eru.
Valdimar Kristinsson