Morgunblaðið - 26.08.1998, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 33
+ Klara ísfold
Jónatansdóttir
var fædd á Skálá,
Fellshreppi í Skaga-
firði 21. júlí 1918.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík
þann 1. ágúst síðast-
liðinn.
Foreldrar hennar
voru Jónatan
Jónatansson og
Björg Guðný Jóns-
dóttir. Eiginmaður
hennar var Ketill
Hilmar Símonars-
son frá Kaðlastöðum á Stokks-
eyri, f. 5.7.1919. Hann lést þann
11. júní síðastliðinn. Börn þeirra
eru 1) Víktoría Kolfínna, f. 10.6.
1946, gift Guðjóni Þorlákssyni
frá Vík, Grindavík. 2) Hildur
Þyrí, f. 30.7. 1947, gift Halldóri
Með nokkrum orðum langar
okkur systurnar að minnast elsku-
legrar ömmu okkar sem dó þann 1.
ágúst s.l. í Víðihlíð. Loksins fékk
hún hvíld frá þjáningum sínum
sem höfðu hrjáð hana mjög lengi.
Samt sem áður syrgjum við hana
og söknum hennar. Einungis leið
u.þ.b. 1 Vs> mánuður milli andláts
hennar og afa, sem dó þann 11.
júní, og er því stórt skarð í fjöl-
skyldu okkar sem ekki verður fyllt.
Amma talaði aldrei mikið um bam-
æsku sína en frá því litla sem hún
sagði þá mátti draga af því að hún
hefði ekki átt mjög auðvelda daga.
Hún átti 11 hálfsystkini samfeðra,
einn albróður sem lést ungur að ár-
um, og tvær systur sammæðra,
Hrefnu og Valdísi sem eru á lífi.
Hún ólst upp hjá Franz, hálfbróður
sínum, og konu hans, í Málmey á
Skagafirði. Þar gekk vinnan fyrir
öllu og amma byrjaði ung að gera
allt það sem þurfti að gera, þar
sem allt var nýtt sem hægt var
bæði til sjós og lands.
Hana dreymdi um eitthvert ann-
að og betra líf og þegar hún var um
tvítugt dreif hún sig burt og fór ein
með skipi suður, án þess að þekkja
þar nokkra sálu. Hún fór á Laugar-
vatnsskóla þar sem hún fékk inn-
göngu, en hún hafði fengið kennslu
frá fóstra sínum og hálfbróður,
Franz, sem var kennari. Á Laugar-
vatni var hún í tvo vetur og síðan í
Samvinnuskólanum, sem þá var í
Reykjavík. Hún vann fyrir námi
sínu sjálf, með störfum á myndar-
heimili í Reykjavík, hjá Klöru og
Jóni í Fatabúðinni á Skólavörðu-
stíg, þau reyndust henni afar vel og
ríkti alltaf mikil vinátta þar á milli
síðan.
Eftir námið fór hún með skóla-
systur sinni á Selfoss til starfa á
skrifstofu Kaupfélags Árnesinga
og þar kynntist hún afa fljótlega.
Hún átti bömin á árunum 1946^9
og var heimavinnandi til 1960 eða
þar um bil. Þá fór hún aftur að
vinna hjá K.Á. og starfaði þar á
meðan heilsa og þrek entist til
1981. Eftir það hallaði undan fæti,
veikindi ýmiss konar, læknisvitjan-
ir, rannsóknir og uppskurðir, en
alltaf versnaði heilsa hennar. Þau
fluttu suður til Grindavíkur 1981 á
neðri hæðina hjá okkur. Það kom
okkur systrunum afar vel á marg-
an hátt. Og í gegnum skólagöngu
okkar þá fylgdist hún ævinlega vel
með því það var henni svo mikil-
vægt að við menntuðum okkur.
Hún hafði sjálf þráð það og lagt
mikið á sig til að ganga í skóla og
öðlast menntun, og vissi hvers virði
það var að hafa einhverja menntun
til að komast áfram í lífinu. Alltaf
lásu hún og afi yfir ritgerðir okkar
og aðstoðuðu okkur fyrir próf með
því að fara yfir námsefnið. Það
skilaði sér mjög vel. Við hlupum
líka alltaf fyrst niður til þeirra þeg-
ar við feangum einkunnirnar í
hendur. Það gladdi þau mikið að
sjá að okkur gekk vel.
Þorlákssyni frá Vík,
Grindavík. Dætur
þeirra eru: Klara
Sigrún, f. 20.3.
1973, sambýlismað-
ur hennar er Gísli
Jóhann Sigurðsson,
og Þuríður, f. 8.6.
1974. Dóttir Hall-
dórs og stjúpdóttir
Hildar er Jóhanna
Helga, f. 19.2. 1968.
3) Baldur Símon, f.
15.9. 1949.
Klara og Ketill
byggðu sér hús í
Smáratúni 6 á Sel-
fossi og bjuggu þar uns þau og
Baldur flytja til Grindavíkur
1981 þar sem báðar dæturnar
eru búsettar.
títför Klöru hefur farið fram í
kyrrþey frá Grindavíkurkirlqu
að ósk hinnar látnu.
Vissulega var erfitt að fara frá
Selfossi og yfirgefa húsið í Smára-
túninu og fallega garðinn sem þau
höfðu komið upp. Amma var alltaf
mikil blómakona og hafði græna
fingur eins og garðurinn bar vitni
um, með stórum grenitrjám og
öðrum háum trjám, ásamt miklu af
blómum. Fuglarnir gerðu sér
hreiður í trjánum en henni var
annt um þá. Bölvaði hún því þegar
kettir voru að læðast inn í garðinn
og raska ró fuglanna. Hún var nú
samt alltaf mikill dýravinur,
kannski óhætt að segja að hún hafi
verið sérlegur vinur smælingj-
anna. Við systurnar vorum ólatar
við að koma inn með hrakta ketti
eða villiketti sem við höfðum fund-
ið, mýs eða fugla. Alltaf vorum við
með kött á heimilinu og í gegnum
árin hafa þeir verið nokkrir. Henni
þótti alltaf vænt um þá og varð
ekki síður sorgmædd en við þegar
eitthvað amaði að þeim. Oft kom
það fyrir að kettir væru að þvælast
fyrir utan húsið og amma stalst þá
til að gefa greyjunum ef henni
fannst þeir eiga eitthvað bágt. Á
veturna gaf hún svo smáfuglunum
korn og fylgdist með þeim er þeir
komu í stórum hópum á lóðina.
Amma fór ekki mikið út eftir að
þau fluttu til Grindavíkur, aðeins
þá í kringum húsið til að gefa smá-
fuglunum sínum eða að gá að kett-
inum. Síðustu árin í lífi hennar átti
læðan Sandra stóran þátt í dag-
legu amstri ömmu, hún sá um að
hún fengi nóg að borða og fannst
okkur og afa stundum nóg um
dekrið á kettinum, en það var auð-
vitað góðlátlegt grín. Kötturinn
var vissulega mikilvægur á marg-
an hátt, því umstangið í kringum
hana gerði að verkum að amma
hafði eitthvað fyrir stafni og um
eitthvað annað að hugsa en veik-
indin sem sífellt hrjáðu hana, en
enginn vissi iyrir víst hver voru.
Tónlist var henni afar hjartfólgin
og hennar uppáhald var klassísk
tónlist. En hún hlustaði þó á flest
annað.
Hún bar sig alltaf vel og kvart-
aði ekki mikið. En við vissum að
henni leið ekki vel. Hún talaði oft
um að hún vildi fá að deyja en
hjartað í sér væri svo sterkt og
það kom á daginn. Hún fór á
hjúkrunarheimili aldraðra í Víði-
hlíð síðla árs 1997 þar sem afi sá
sér ekki lengur fært að annast
hana með góðu móti. Þar fékk hún
alla þá aðhlynningu sem hún þurfti
og við gátum heimsótt hana þegar
við vildum. Henni leið vel þar og
fannst starfsstúlkumar þar mjög
yndislegar og hlýjar. Smátt og
smátt fór að draga af henni og eft-
ir að afi dó var eins og lífslöngunin
hyrfi með öllu, það slokknaði á ein-
hverju innra með henni. Eftir það
var aðeins spursmál hvenær hún
fengi að fara.
Líf hennar var ekki alltaf dans á
rósum en það virtist aðeins gera
hana að meiri persónu. Hún minnt-
ist einhvem tímann á það að ef
ævisaga hennar yrði skrifuð þá
yrði það eins og spennandi skáld-
saga.
Með þessum orðum kveðjum við
ástkæra ömmu okkar og vitum að
henni líður vel núna hjá afa.
„Þegar ég leystur verð þrautunum frá,
þegar ég sólfagra landinu á,
lifi og verð mínum lausnara hjá,
það verður dásamleg dýrð handa mér.
(Lárus Halldórsson.)
Klara og Þuríður.
+
Sonur okkar og bróðir,
ÍVAR EINARSSON,
lést á sjúkrahúsinu í Valberg, Svíþjóð, föstudaginn 31. júlí.
Minningarathöfn fórfram í S:T Jörgens kapellu fimmtudaginn 13. ágúst.
Jarðsett var í Malmö föstudaginn 14. ágúst.
Þökkum auðsýnda samúð.
Kristrún Kirrý Halldórsdóttir,
Arnar Árnason,
Árni Einarsson,
Sonja Arnarsdóttir,
Silja Arnarsdóttir,
Sara Arnarsdóttir,
Hjálmar Brjánn Vilhjálmsson,
Unnur Kristinsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
elli og hjúkrunarheimili Grund,
áður til heimilis Hlíðargötu 24,
Sandgerði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt
föstudagsins 14. ágúst.
Útförin hefur farið fram i kyrrþey samkvæmt
ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir einstaka umönnun.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Sigríður Jakobsdóttir, Kristján Vernharðsson,
Þorsteinn Jakobsson, Steinunn Anna Guðmundsdóttir,
ísleifur Jakobsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
KLARA ÍSFOLD
JÓNA TANSDÓTTIR
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Skriðustekk 14,
Reykjavík,
lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn
24. ágúst.
Kristján A. Kjartansson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Ingþór Kjartansson, Elísabet G. Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AUÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Langagerði 78,
lést á Landspítalanum laugardaginn 22. ágúst.
Jarðsett verður frá Bústaðakirkju mánudaginn
31. ágúst kl. 13.30.
Ásmundur Ólafsson,
Hilmar Ólafsson, Aðalheiður Helgadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
+
JENS SKARPHÉÐINSSON
frá Oddsstöðum,
Austurbrún 4,
Reykjavík
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Edda Magnúsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR,
Lágabergi 5,
Reykjavfk,
sem andaðist á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja-
víkur fimmtudaginn 20. ágúst sl., verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
27. ágústkl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir um að láta Hjartavernd njóta
þess.
Haraldur Lýðsson,
Haraldur D. Haraldsson, Hanne Fisker,
Friðgeir S. Haraldson, Ragna Rut Garðarsdóttir,
Inga Þóra Haraldsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KATRÍN SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Akbraut,
Holtum,
verður jarðsungin frá Marteinstungukirkju,
Holtum, laugardaginn 29. ágúst kl. 14.00.
Jón Ingileifsson,
Þóra M. Magnúsdóttir,
Jón L. Magnússon,
Guðrún L. Magnúsdóttir,
Gísli Þ.G. Magnússon,
Árni S. Magnússon,
Daníel Magnússon,
Sigrún J. Magnúsdóttir,
Bjarni P. Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn
Gísli Helgason,
Þórunn I. Reynisdóttir,
Guðrún B. Ólafsdóttir,