Morgunblaðið - 26.08.1998, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sím, 551 1200
SALA 00 EHOIMím ÁMFTARKORTi
I /1 HEFST PEMMGM1. SEPTEMBEB íiðasalan verður opin mánud.-þriðjud. kl. 13.-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Sími 551 1200. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
BORGARLEIKHÚSIÐ
Stóra svið kl. 20.00
eftir Jim Jacobs og Warren Casey.
Fim. 27/8, uppselt,
fös. 28/8, uppselt,
fös. 28/8, aukasýning, kl. 23.30,
lau. 29/8, kl. 16.00, uppselt,
lau. 29/8, uppselt,
lau. 29/8, aukasýning kl. 23.30,
sun. 30/8, uppselt,
fim. 3/9, fös. 4/9, kl. 23.30,
lau. 5/9, lau. 5/9, kl. 23.30,
sun. 6/9.
u í svtn
eftir Maro Camoletti.
Lau. 12/9, fös. 18/9, lau. 19/9.
Miðasalan er opin daglega
frá kl. 13—18 og fram að
sýningu sýningardaga.
Símapantanir virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Sími 568 8000 fax 568 0383.
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
fim. 27/8 kl. 21 UPPSELT
fös. 28/8 kl. 21 Örfá sæti laus
lau. 29/8 kl. 21 Örfá sæti laus
Miðaverð kr. 1100 fyrir karia
kr. 1300 fyrir konur
Vörðufélagar Ll fá 30% afslátt
Sýnt í íslensku óperunni
Miðasölusími 551 1475
Kaffilrikhímh
Vesturgötu 3
I HLA0VARPANUM
SUMARTÓNLEIKARÖÐ
KAFFILEIKHÚSSINS
„Kvöldkaffi" Tónleikar með Huldu
B. Garðarsdóttur.
fim. 27. ágúst kl. 21 laus sæti
„Bossa-nouveau“ Dansleikur
með Tenu Palmer og Joáo.
fös. 28. ágúst kl. 22 laus sæti
„Líf manns“ eftir Leoníd Andrejev
lau 29. ágúst kl. 22 laus sæti______
r Matseðill sumartónleika '
indverskur grænmetisréttur að hætti
Lindu, borinn fram með ristuðum sesam-
fræjum og fersku salati — og (eftirrétt:
.__________„Óvænt endalok"._________.
Miðas. opin 15—18 alla virka daga
Miðap. allan sólarhringinn í
s. 551 9055. Netfang: kaffileik@isholf.is
ÞJONN
i s ú p u n n i
fim. 27/8 kl. 20 UPPSELT
lau. 29/8 kl. 20 UPPSELT
lau. 29/8 kl. 23.30 UPPSELT
lau. 5/9 kl. 20 UPPSELT
lau. 5/9 kl. 23.30 örfá sæti laus
fim. 10/9 kl. 20 örfá sæti laus
fös. 11/9 kl. 20 UPPSELT
„cr*ndT»^°
Tónleikar og danssýning
fös. 28/8 kl. 20.30 örfá sæti laus
fös. 28/8 kl. 23.30
sun. 30/8 kl. 20.30
Forsala hafin
fyrir september:
Rommí, Leikhússport
Miðasala oph Id. 12-18
Ósóttar pantanlr seldar ðaglega
MUasökisíml: 5 80 30 80
www.mbl.is
FOLK I FRETTUM
ÞAÐ STEFNIR í að fleiri gest-
ir verði á Kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum en nokkru sinni
fyrr. Helsta ástæðan er sú að
myndir frá stórum kvikmynda-
verum á borð við Columbia,
DreamWorks, Fox, MGM, Para-
mount, Universal og Warner
verða á hátiðinni og mæta
margmennar sendinefndir frá
hverju þeirra.
Skipuleggjendur hátíðarinnar
hafa sent út hálfgert neyðarkall
til hótela á svæðinu vegna þess
að útlit er fyrir að mikill hörgull
verði á herbergjum. „Vandamál-
ið er alvarlegt," segir yfirmaður
hátíðarinnar, Felice Laudadio, í
samtali við Variety. „Það þarf að
minnsta kosti þúsund herbergi
til viðbótar í Feneyjum meðan á
hátiðinni stendur og þau eru einfald-
lega ekki laus. Við erum með 200
manns í að reyna að koma gestunum
fyrir en það hefur enginn hugmynd um
hvar það ætti að vera.“
Opnunarmyndin verður „Saving
Private Ryan“ og verða stjörnur á borð
við Steven Spielberg, Jeffrey Katzen-
berg, Tom Hanks, Tom Sizemore og
Edward Burns viðstaddar sýninguna.
Einnig verður Jim Carrey í Feneyjum
og leikstjórinn Peter Weir í tilefni af
sýningu „Truman Show“.
Fyrir utan bandarísku myndirnar
EMANUELLE Béart og Sandrine Bonnaire í
myndinni Tímaþjófinum sem byggð er á sam-
nefndri skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur.
verða svo vitaskuld stórmyndir frá Evr-
ópu. Laudado nefnir sem dæmi að 44
muni fara til Feneyja í tengslum við
lokamynd hátíðarinnar „Am I Beauti-
ful“ sem leikstýrt er af Þjóðverjanum
Doris Dorrie. Þá verða leikkonurnar
Emmanuelle Béart og Sandrine
Bonnaire, leiksljórinn og handritshöf-
undurinn Yves Angelo og rithöfundur-
inn Nancy Huston á hátíðinni vegna
frumsýningar myndarinnar „Voleur de
Vie“ sem byggð er á skáldsögunni
Tímaþjófinum eftir Steinunni Sigurðar-
dóttur.
Stærsta hátíðin
í Feneyjum?
VICTORLA Adams og Melanie Brown, sem eru sagðar óléttar, ásamt Melanie Chisholm.
„Stelpuvöldumu ógnað
með óléttum?
FREGNIR af fjölgun meðal
kryddpíanna hafa fengið marga
til að efast um framtíð sveitar-
innar enda stutt síðan Geri
Halliwell hætti eins og frægt er
orðið. Hið fræga slagorð krydd-
píanna „Girl Power“ eða
„stelpuvöld“ þykir ekki standa
undir sór og þykja fyrirhugað-
ar barneignir Victoriu og Mel
B., sem eru 23 og 24 ára, ekki
vera fordæmi um það sjálfstæði
og þann styrk sem þær hafa
boðað til handa ungum stúlk-
um.
Kryddpíurnar sendu frá sér
tilkynningu í Houston í Texas
þar sem þær voru með tónleika
um helgina og sögðust þær ætla
að halda ótrauðar áfram og „ef
til vill“ bæta tveimur meðlimum
við kryddpíufjölskylduna. „Við
viljum að aðdáendur okkar viti
að þeir geti búist við miklu frá
Kryddpíunum í framtíðinni,"
sögðu stúlkurnar sem eru byij-
aðar að vinna að þriðju breið-
skífu sinni.
Talsmaður þeirra hefur enn
ekki fengist til að staðfesta
óléttusögur af Victoriu og Mel
B. en kryddpíurnar hafa nú
þegar hýóðritað jólalag og
áætlað er að þriðja platan komi
út á næsta ári.
„Stelpuvöld fólust í því að
konur væru sjálfstæðar og
tækju völdin í eigin lífi. En
óiétturnar gefa til kynna að
kryddpíurnar sjálfar séu upp-
teknari af því að koma sér nota-
lega fyrir með mönnunum sem
þær elska,“ sagði tónlistar-
blaðamaðurinn Rick Sky. Aðrir
hafa getið sér til um það að
barneignimar gefí kryddpíun-
um góða afsökun fyrir því að
hætta nú þegar framtíð þeirra
var orðin óráðin og spár um
brotthvarf þeirra úr tónlistar-
heiminum tíðar. „Tvöföld ólétta
innan sveitarinnar gefur þeim
góða afsökun til að hætta án
þess að skammast sín,“ var haft
eftir öðmm úr tólistarheimin-
um.
Kryddpíurnar hafa átt mikl-
um vinsældum að fagna frá því
þær slógu í gegn fyrir tveimur
áram og hafí staðið af sér brott-
rekstur umboðsmanns síns og
brotthvarf kryddpíunnar Geri
Halliwell.