Morgunblaðið - 26.08.1998, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Ragnarök er næst því að ná inn 200 milljónum dollara, en því er spáð
að hún fari upp í 190 milljónir vestra.
Godzilla; búist var við að hún halaði inn fleiri dollara.
Sumarið er tíminn þegar
stóru kvikmyndaverin í
Hollywood treysta á að fólk
hópist í bíó og bæti efna-
hagsreikning draumaverksmiðj-
anna verulega. Sumarið hefur löng-
um verið aðalbíótíminn en þá nema
tekjur af sölu bíómiða milljörðum
bandaríkjadala. Til þess að hljóta
sinn skerf af því senda kvikmynda-
verin írá sér 100 milljóna dollara
stórmyndir sem í gamla daga voru
kallaðar B-myndir. Nú er talað um
-*viðburði“ þegar þær eru frum-
Kapphlaupið
um milljónimar
Aðsóknin að sumarmyndunum í Bandaríkjunum hefur komið á
sýndar. Eftir því sem myndirnar
verða dýrari því meira þurfa þær
að hala inn. Áður þótti mjög gott ef
tekjur af stórmynd námu 100 millj-
ónum dollara. Nú er talað um 200
milljóna dollara markið og svo virð-
ist sem engin stórmynd sumarsins
ætli að ná því vestur í Bandaríkjun-
um. Þykir það með miklum ein-
dæmum, enda hefur sjaldan eða
aldrei verið lögð eins rík áhersla á
„viðburðamyndirnar“ og í ár.
Engin í 200 milljónir
Þannig segir í nýlegu hefti
Entertainment Weekly að sumarið
verði minnisstætt íyrír það eitt að
stórmyndirnar stóðu ekki undir
væntingunum í miðasölunni. Þær
hafí verið lengi að ná 150 milljóna
dollara markinu og útlit sé fyrii' að
engin þeirra nái inn 200 milljón
dollurum; sú sem kemst næst því er
Ragnarök eða „Armageddorí', sem
spáð er að taki inn 190 milljónir
dollara í heild. Því þykir þetta
furðulegt að það er frekar regla en
undantekning að miðar á eina eða
tvær af stórmyndum sumarsins
seljist fyrir 200 milljónir dollara
eða meira. Þegar það bregst fara
fjölmiðlamir vestra að velta fyrir
sér ástæðunum og ein sem nefnd
hefur verið er sú að stórmyndirnar,
hasarmyndirnar miklu og dýru,
ríjóti einfaldlega minni vinsælda en
áður eða að þær séu ekki eins góðar
og hinar fyrri og vinsælli stór-
myndir. I fyrra var geimhryll-
ingskómedían Menn í svörtu vin-
sælasta myndin og sumarið þar áð-
ur sprengdi Þjóðhátíðardagur eða .
„Independence Day“ alla sám-
keppni í loft upp. Þetta sumar lof-
aði góðu ef frá er talið að mannkyn-
ið stefndi í glötun í tveimur loft-
steinamyndum. Áreksturinn eða
„Deep Impact“ var fyrsta stór-
mynd sumarsins, gerð af fyrirtæki
•Stevens Spielbergs og Paramount í
sameiningu. Hún byrjaði ágætlega í
miðasölunni, eins og þær gera allar
stórmyndirnár, en fór svo að dala.
Það sama má segja um Godzillu,
sem tekið hefur inn 134 milljónir
dollara vestra þegar þetta er skrif-
að, og Ráðgátur, bíómyndina sem
gerð er í framhaldi af samnefndum
sjónvai'ps]>áttum, en hún .er kpmin
yfír 70 milljónir dollara. „í maí voru
óvart segir í grein Arnaldar Indriðasonar. Stóru hasarmyndirnar
hafa fengið minni aðsókn en þeim var spáð en litlu myndirnar
hafa staðið sig vel.
menn á því að myndirnar Godzilla
og Ragnarök myndu örugglega ná
inn 200 milljónum dollara," hefur
tímaritið eftir einum mesta talna-
spekingi kvikmyndaiðnaðarins, Le-
onard Klady, hjá biblíu bandaríska
skemmtanaiðnaðarins, Variety. Það
hefur ekki gerst og gerist varla úr
þessu. Nærtækasta skýringin er sú
að kvikmyndagerðarmönnunum
hafí mistekist ætlunaiverk sitt og
ekki boðið upp á nógu góða afþrey-
ingu. En þá ber á það að líta að oft
hafa þeir gert lélegar bíómyndir og
samt halað inn hundruð milljóna
dollara; góð dæmi um það eru Júra-
garðurinn 2 eftir Steven Spielberg
og „Twister" eftir Jan De Bont.
Kannski er komin einhver stór-
myndaþreyta í fólk vestra. Kannski
fer það á aðrar myndir. Staðreynd-
in er nefnilega sú að þótt stórmynd-
imar hafi ekki halað inn dollara í
þeim mæli sem ráð var fyrir gert
hafa minni myndirnar hlotið ágæta
aðsókn og sumaraðsóknin vestra
hefur aukist frá því árið áður.
Litlu myndirnar
standa sig
Um miðjan júlí í fyrra höfðu selst
bíómiðar fyrir 1,12 milljarða dollara
en í ár er talan 1,21 milljarður, sem
er aukning upp á átta prósent. Á
meðal þeirra mynda sem hlotið hafa
mjög viðunandi aðsókn í sumar má
nefna „Hope Floats“ með Söndru
Bullock, spennumyndina „A Perfect
Murder" og Hestahvíslarann með
Robert Redford og Kristin Scott-
Thomas auk þess sem endurgerðin
um Dagfínn dýralækni með Eddie
Murphy í titilhlutverkinu hefur not-
ið mjög góðrar aðsóknar. Saman
hafa þessar „lithi“ myndir aukið
mjög aðsókn á myndir sumarsins og
hjálpað til við að dreifa henni á fleiri
en eina eða tvær „viðburðamyndir“.
En draumurinn er alltaf að fram-
leiða mynd sem rakar inn hundruð-
um milljóna dollara og að því keppa
.stóru kvilupyndaverin leynt og Ijóst
þótt formúlan fyrir slíkri mynd sé
Dagfinnur dýralæknir hefúr staðið sig með prýði í miðasölunni.
Erfítt að ná þessari; úr Titanic.
ekki mjög skýr. Og viðmiðin eru
alltaf að breytast. Síðasta stórmynd
sem sló í gegn gerði það svo um
munaði. Titanic ein hefur tekið inn
jafnmikið í heimsdreifíngu og sam-
anlögð sumarmyndaaðsóknin
vestra var fram í miðjan júþ'.. Miðað
við hana eru risaeðlur og loftsteina-
regn fremur fátæklegt bíófóður.
Vera má að fólk hafi fengið nóg af
stórmyndum eftir að hafa séð hana;
hún hafí fullnægt þörfínni um
ókomna framtíð. „Sé miðað við Tit-
anic er eins og allt annað þynnist
út,“ er haft eftir Larry Gleason,
sem er yfír dreifingunni hjá Metro
Goldwyn Meyer utan Bandaríkj-
anna.
Ekki eru allir sammála um að
stórmyndir sumarsins hafí brugðist
væntingum. Þvert á móti ber leik-
stjóri Ragnaraka, Michael Bay, sig
mjög mannalega. „Við rökuðum inn
99 milljónum dollara á fyrstu
tveimur vikunum og allt í einu er
þessi mynd ekki neinn smellur,"
hefur Entertainment Weekly eftir
honum. Og einn af forstjórum
Paramount-kvikmyndaversins seg-
ir: „Það er mjög erfítt að ná inn 150
milljónum dollara og svo er bara
sagt að það sé sæmilegur árangur.
Það er ómögulegt að vita hvar þetta
endar þegar ki'öfurnar eru orðnar
svona miklar.“
Ekkert sem varir
Það kemur fram í tímaritsgrein-
inni að ekki gráti allir forstjórarnir
það að myndir nái ekki inn 200
milljónum dollara, svo furðulegt
sem það nú kann að hljóma. „Eg
hef miklu meiri áhuga á að sjá fimm
myndir fara yfir 100 milljóna doll-
ara markið en eina mynd ná 200
milljónum," er haft eftir Tom
Sherak, yfirmanni hjá 20th Cent-
ury Fox, sem sendi frá sér „Hope
Floats" og Dagfínn dýralækni í
sumar. ,AIlir vilja sjá þessar stóru
tölur en stundum verður að taka
með í reikninginn hvað það kostar
að framleiða og auglýsa slíkar
myndir. Því fleiri myndh' á mark-
aðnum því betra.“
Aðrir blása á þetta og segja það
alltaf markmiðið að hækka aðsókn-
artölurnar. „Staðreyndin er sú að
kvikmyndaverin vilja helst af öllu
gera metaðsóknarmyndir,“ er haft
eftir einhverjum aðsóknarsérfræð-
ingnum. „Það munai' um 50 milljón-
ir dollara til eða frá, það er ekki svo
lítil fjárhæð.“
Sannarlega ekki. Menn eru þeg-
ar farnir að líta til sumarsins 1999
og spá í spilin, hvaða myndir muni
smella og hvaða myndir muni
skella. Eini öruggi smellur sumars-
ins er fyi'sta myndin í nýjum
Stjörnustríðsbálki sem George
Lucas frumsýnir næsta sumar.
Einnig mun léikarinn Will Smith
leika í sumarmynd að ári, en hann
er talinn eiga ekki svo lítinn þátt í
vinsældum Manna í svörtu og þar
áður Þjóðhátíðardags. Nýja mynd-
in hans heitir Villta vestrið eða
„Wild, Wild West“.
Svo verður eflaust hellingur af
risastórum Hollywoodmyndum sem
keppir við þær. Því hvað sem hver
segir fær fólk seint leið á íburðar-
miklum B-myndum. Það má vera
að áhuginn á þeim hafí dalað vestra
en það er varla neitt sem varir. „Ef
þetta gerðist þrjú ár í röð færi ég
að hafa áhyggjur," er haft eftir ein-
um af forstjórum Paramount. „Eitt
sumar merkir ekkert.“