Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 32

Morgunblaðið - 05.09.1998, Side 32
32 LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1998 SPtlftT ER Hvenær var Jón Arason hálshöggvinn? MENNING - LISTIR 1. 2. 3. 4. 5. 6. Þjóðleikhúsið mun frumsýna þrjú ís- lensk verk á leikár- inu 1998-99. Hvað heita þau og hveijir eru höfundarnir? Finninn Mikko Franck verður með- al gestastjórnenda Sinfónluhljómsveit- ar íslands á kom- andi starfsári. Hef- ur hann nokkra sér- stöðu meðal hljóm- sveitarstjóra. Hvers vegna? Hvaða erlendi rit- höfundur sagði: „Maður sem les ekki góðar bækur, hefur ekkert fram yflr þann sem kann ekki að Iesa þær.“ SAGA 16. Hvað heitir þessi maður, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, sem Jeltsín forseti hefur tilnefnt aftur í embættið? Hvar og hvenær var Jón Arason biskup hálshöggvinn og hvað hétu synir hans tveir sem hlutu sömu örlög á sama stað og tíma? Hvaða ár krýndi Napóleon Bonaparte sjálfan sig keisara Frakklands? Hvenær sat fyrsta vinstri stjórn á íslandi, hver var forsætisráð- herra og hver utanríkisráðherra og fulltrúar hvaða flokka voru þeir tveir LANDAFRÆÐI ÍÞRÓTTIR 10. Hvaða þrír Islendingar eru nú á mála hjá Bolton Wanderers, sem leikur í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu? 11. Hvað heitir Islandsmethafinn í þrístökki kvenna? 12. Hvaða fyrrum landsliðsmaður var ráðinn þjálfari hollenska landsliðsins í knattspyrnu í vik- unni? 7. Hvaða land liggur eingöngu að Rússlandi og Kína og hver er höfuðborg þess? 8. Hvert er smæsta sjálfstæða ríki í heimi? 9. Hvaða land Afríku nær lengst í norður? ÝMISLEGT 13. Hvað heitir gjaldmiðillinn í AI- baníu? 14. Hver er skólameistari Mennta- skólans á Akureyri? 15. Hver byggði fyrstur í Skálholti? uipjÁujouJofsi joj>|!a’9 l 'GijALj jejnssj0 jjpej ‘e|uje6 uosjeuje[q|jte>| jnijex 'Sl 'uoseisjö ja66ájx n 'S>|8q et pjeexlia >juejj ■zi 'Jjuopsuoípno euuv JnQjj6js 'u 'ues -uqofpno jjblus Jnpjg 6o uoss6ne|uuno jbujv 'uoss6jea jugno 'oi 'siunx '6 'UJ9H! gjue>jjieA '8 uoieg uem J!)!9M u!6joqgnjOH 'ei|o6uoiA| 'Z '!>[>|0|jngÁc||v Jn uosspunujgno ■] jnpunujgng J8A e|eujsj>|ijuein ejjeqgej ue ejjaqgejsnæsjoj jba 'j>j>joujeu>|osujeJH ‘uosseúof’ uueujjen '9361-9561 les unn '9 'K)81 PW '9 W 60 UJQf9 niQM J!UJ|uÁs !)|OMie>|s J 0331 JsqiusAOU 'z jba geg 'p 'ujbaax >|jeiA| 'g 'bjb 8 j suege je ^ouejg 0>(>|!iA| 'S 'QEju^s jnjeq ueuj>|oea jnpuniu -ujv uies uin>|>|os ujn)!|S!Uj i jngew óo spieujv Jeu6ea J!)ja 6|8a|0s ‘jnijopspunujgno jejej6 -jeiAl Jegij6]s 6o j8uossjeu6bh suepelx gje6>|!8| \ sseuxeq jopuen J|IJ9 >||oj uæ)sj|e(s • j :joas VIKII m Er gagn að áfallahjálp ? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Nú tíðkast að veita áfallahjálp, ekki aðeins fólki sem lendir í fjöldaslysum og stórá- föllum eins og snjóflóðum, held- ur einnig þeim sem lenda t.d. í umferðarslysum, verða vitni að slysum eða koma á vettvang. Hefur verið sýnt fram á gagn- semi áfallahjálpar? Hvernig fór fólk að áður en áfallahjálp varð til? Svar: Áfallahjálp hefur alltaf verið til, þótt hún hafí ekki gengið undir þessu heiti fyrr en á seinustu árum. Um aldir hefur það verið hlutverk prestanna að veita fólki, sem verður fyrir áföllum, huggun og styrk, auk þess sem nánir aðstandendur og vinir hafa þar mikilvægu hlut- verki að gegna. Algengustu stóráföll hér á landi hafa verið skiptapar, þar sem heilu áhafn- irnar hafa drukknað, og hefur þá mikið hvílt á prestum við- komandi byggðarlaga að styrkja þá mörgu sem hafa misst sína nánustu. Sjaldgæfari eru nátt- úruhamfarir eins og eldgos, jarðskjálftar og snjóflóð, en það eru einkum snjóflóðin sem hafa skilið eftir stærstu sárin, nú síð- astá Vestfjörðum. Á undanfömum áratugum hefur orðið til betri skilningur og nákvæmari þekking á því sál- arástandi sem skapast við áföll, en ekki eru nema 15 ár síðan þetta fyrirbæri var skilgreint sem sjúkdómsheiti. Flestir, sem lenda í meiri háttar áföllum eða verða vitni að atburðum sem vekja hjá þeim skelfíngu, fá ein- kenni sem hafa verið nefnd áfallastreita. Það era t.d. svefn- truflanir, einbeitingarerfíðleik- ar, pirringur og reiðiköst, og stöðug endurupplifun atburðar- ins í hugsunum, svipleiftrum eða draumum. Þetta eru eðlileg við- brögð og hverfa hjá meiri hluta fólks eftir fáeina daga eða vikur. Ef þessi einkenni standa lengur en í mánuð er þetta nefnt áfalla- röskun og telst sjúkdómsástand. Margai- rannsóknir hafa sýnt að ÁFÖLL áfallaröskun getur varað í mörg ár eða áratugi, jafnvel ævilangt, sé vandamálum þessara einstak- linga ekki sinnt. Fyrsta áfallahjálp er ekki síst til þess að áfallastreitan verði sem skammvinnust og til þess að koma í veg fyrir langvarandi áfallaröskun. Þannig er það orð- in regla að björgunarsveitir sem lenda í erfíðum og ógnvekjandi björgunarstörfum, eins og t.d. við snjóflóðin á Vestfjörðum, fái slíka áfallahjálp strax á eftir eða á meðan á lengil björgunar- störfum stendur. Hún fer gjarn- an fram í hópum, þar sem hver þátttakandi fær að deila reynslu sinni með öðrum, lýsa atburða- rás og tilfinningum sínum. Með því að koma þessu í orð dregur hann reynslu sína fram í dags- ljósið og er þannig betur fær um að afgreiða hana, ef svo má að orði komast. Þetta er veigamikill þáttur í öllum sállækningum. Hjá þeim sem hins vegar byrgja inni reynslu sína og tilfínningar eftir áföll krauma tilfínningarn- ar undir niðri og brjótast út í þeim einkennum um áfallarösk- un sem lýst var hér að framan. Áfallahjálp til þeirra sem lent hafa í slysum eða eru í sárum eftir ástvinamissi er venjulega beint að hverjum einstökum með viðtölum, og reynt er að ná til sem flestra sem svo er ástatt um. Mörgum áfallaþolum fínnst þó að þeir geti ráðið við vanda- mál sín sjálfir og annaðhvort þiggja ekki eða bera sig ekki eftir slíkri hjálp, og sitja því uppi með tilfínningar sínar. I niðurstöðum rannsóknar á sál- rænum afleiðingum snjóflóð- anna á Vestfjörðum, sem nú er á lokastigi, kemur glöggt fram að innhverfu og lokuðu fólki, sem á bágt með að tjá tilfinningar sín- ar, er hættara við að fá áfalla- röskun en öðrum. Því er nauð- synlegt að láta ekki sitja við fyrstu áfallahjálp en fylgjast vel með því hvernig áfallaþolum reiðir af til lengri tíma og hafa áfallahjálp eða aðra sálræna að- stoð til reiðu þegar þessir ein- staklingar finna hjá sér þörf til að tjá sín innri vandamál. Oft er líka mikil þörf á því að heilu fjöl- skyldurnar fái tækifæri og hjálp til að takast á við tilfinningaleg samskiptavandamál sem skapast af áföllum. Þegar um meiri hátt- ar samfélagsleg áföll er að ræða, eins og á Flateyri og í Súðavík, er umhugsunarvert hvernig beina má áfallahjálp að samfé- laginu sem heild og reyna að bæta úr þeirri sálrænu og fé- lagslegu röskun sem óhjá- kvæmilega verður. Sums staðar erlendis er farið að gefa hinum samfélagslega vanda, sem fylgir í kjölfar stóráfalla, meiri gaum en áður. Gagnsemi áfallahjálpar hefur af sumum verið dregin í efa og nokkrar rannsóknir hafa komið fram erlendis sem gætu bent til þess að lítið eða ekkert gagn sé að henni. Miklu fleiri rannsókn- ir, einkum hin allra síðustu ár, sýna hins vegar ótvírætt að áfallahjálp sem veitt er fljótt eft- ir áföll hefur mikil fyrirbyggj- andi áhrif. Áfallahjálp getur að sjálfsögðu verið mjög mismun- andi og ólíkt að henni staðið. Árangurinn fer eftir hæfni og kunnáttu þeirra sem hana veita, aðstæðum öllum, tímasetningu, þörf og áhuga þolenda. Mikil reynsla og kunnátta er nú þegar fyrir hendi hér á landi og það sést á því hve margir leita áfallahjálpar í dag, að fólk gerir sér betur grein fyrir því hvert gagn getur verið að henni. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. Draumar fölna og eyðast DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ÞAÐ haustar í drauminn líkt og vökuna, draumar sem ekki ná að halda vitund dreymandans við drauminn og skila honum til vök- unnar, molna og eyðast líkt og sum- ar að hausti. Eftir situr tóm, autt rúm hjá svefninum sem íyllist ekki aftur fyiT en að nýju vori draums- ins, eins og tré sem blómgast að nýju eftir svefn vetrai’. í þessu rúmi bíður draumurinn þess að vakna vökunni, rætast og verða til. Nái draumurinn ekki að verða vökuvit- undinni sýnilegur og rætast í þeim skilningi að hann nái að skila til vök- unnar þeim skilaboðum sem honum var ætlað, breytist hann í eins kon- ar steinbam og verður dreymand- anum byrði, íþynging sem hamlar vexti annarra drauma til að líta ljós dagsins og verða vökunni til lags. Draumamir ná ekki flugi sínu og fólna, koðna niður með sálinni og maðurinn verður hálf stjómlaust far á rúmsjó eigin gerða, líkt og sveín- gengOl. Hugmyndir eyðast og vak- an er tilviljunum háð, þreyta leggst á líkama og anda svo svefninn verð- ur þungur sem blý og vakan þreytt. Nóttin er eins og moldin, efni þar sem draumurinn kviknar, spírar og sprettur upp til að opna sig degin- um og verða dreymandanum nær- ing hugans til framfara, innsæinu orka og sköpuninni kraftur til stóma verka. „Klóu“ dreymdi Mars ‘95 Mig dreymdi að ég var stödd á æskuheimili mínu. Eg var í eldhús- inu en þar sem veggirnir em vora grasigrónar brekkm- og á milli þeirra á gólfinu var stöðuvatn. Ég og sonur minn, sem var um það bil ellefu ára í draumnum, vorum að klifra upp brekkurnar til að forðast vatnið. Eg kom að kletti efst uppi og hóf að klif'ra upp klettinn en fann þá að hann var að losna. Ég vissi að ef kletturinn félli í vatnið yrði ég undir honum. Þá reyndi ég að stoppa klettinn og bað, „stopp- aðu, stoppaðu". Ég þurfti að ein- beita mér mikið til að stoppa hann og allt í einu var ég laus við klett- inn og stödd í brekkunni. Klettur- inn breyttist í stóra kúlu sem þaut yfir vatnið og byijaði að roðna og varð rauðglóandi. Ég var alveg undrandi því þessi klettahnöttur hélst í lausu lofti. Ég og sonur minn komum að hurð, það var hurðin að svefnherbergi foreldra minna. Við fóram inn í herbergið og lokuðum dyranum, en meðfram dyrakanninum sáum við rauðgló- andi birtu frá eldhnettinum. Janúar‘96 Ég var að fara yfir brú, þetta var trébrá og brúargólfið var með mjög þykkum og traustum tré- plönkum um metra á breidd en engu handriði. Ég keyrði barna- vagn (ekki man ég eftir neinu barni í vagninum) og fór mjög geyst yfir. Á undan mér var full- orðin kona hún keyrði líka barna- vagn og mér fannst hún vera eldri en ég. Þar sem ég fór mjög hratt yfir brána og var farin að nálgast konuna fór ég að hugsa um að ég yrði að hægja á mér því ég var al- veg að ná konunni og ef hún stoppaði mundi ég rekast á hana og við detta í fljótið sem rann und- ir brána. Ráðning Fyrri draumur Draumurinn er eins konar sál- ræn æfing (æskuheimili þitt) og lýsir þér sem sterkri persónu með stöðugt lyndi, jafnvægi á geði og krafti til athafna (vatnið, grasið, kletturinn). En draumurinn segir einnig að þú hafir mátt reyna margt (sonur þinn 11 ára, þið forð- uðust vatnið og þú barðist við klettinn) í lífinu til að öðlast þessa skaphöfn og það jafnaðargeð sem draumurinn lýsir. Þá gefur hann í skyn að þessi mikla orka þín (eld- kúlan) sem þú hefur beislað, geti ruðst út þá og þegar sé henni ekki beint í farveg. Því sýnist mér draumurinn vera að fara þess á leit við þig að þú nýtir hæfileika þína í skapandi starfí með öðrum (börnum eða fullorðnum), þar sem jafnaðargeð og lagni þarf að beita til að ná árangri. Seinni draumur I þeim seinni kemur aftur fram hversu heil þú ert og að grannur þinn er traustur (brúin). Þá gefur draumurinn í skyn að kraftar þínir myndu fá besta útrás í starfi með börnum (konan með vagninn), en hann leggur áherslu á að þar flýti (það var fart á þér) maður sér hægt og íhugi hvert skref vel. Draumar „Veru“ 1. Mig dreymdi að ég lægi á Land- spítalanum á leið í léttan upp- skurð. Mér er sagt að ég þurfi að búa mig undir að deyja í fram- haldinu því aðgerðin geti mistek- ist. I fyi-stu skildi ég ekki alvar- leika málsins, var róleg og nánast full tilhlökkunar en mér er þrá- faldlega bent á að ég geti dáið og ég fyllist kvíða. Fyrst er ég ein á stofunni og dotta, þegar ég vakna hafa tvö bæst við, Pálmi Gestsson leikari og ókunn kona, þau liggja bæði undir sömu dauðaógn og ég. Ég fer fram á gang sem er eins og stórt hol, það er heimsóknartími og margt um manninn. Skyndilega birtist nakin kona úr einni stof- unni, hún hendir sér utan í vegg- ina hálfstjörf. Vandræðalegt að- gerðaleysi hrjáir okkur hin en fljótlega kemur hjúkrunarfólk sem leiðir konuna inn aftur, einhver segir að hún hafi misst manninn sinn fyrir stuttu. Ég fer aftur inn á mína stofu, þá er búið að gera koju úr tveim rámum og mér er úthlutað þeirri efri. 2. Ég er með manninum mínum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.